Alþýðublaðið - 25.10.1969, Síða 9

Alþýðublaðið - 25.10.1969, Síða 9
Alþýðublaðið 25. október 1969 9 Ég geri mér fyllilega Ijóst að öll .aðstaða hér til vísindaiðk- ana er enn slæm, — 'enda safn ' ið byggt af því fé einu, sem áhugamenn hafa getað lagt fram. í framtíðaruppbyggingu safnsins verður hins vegar að taka-.fullt tillit til þess, að hér skapist góð aðstaða fyrir vís- indamenn okkar á sviði haf- ‘ rannsókna og fiskifræði. — I>ú segist vera ánægður meff viffbrögff almennings? Já, mjög. Starfsemi okkar hér byggist fyrst og fremst á jákvæðum viðbrögðum almenn ings og því er það okkur félög unum mikið ánægjuefni, hvern ig þessari starfsemi hefur ver- ið tekið. Ég vil þó sérstaklega leggja áherzlu á það góða samstarf, sem við höfum átt við sjó- mennina. Þeir hafa verið okk- ur ákaflega hjálplegir og vil ég t. d. geta þess, að allir þeir fisk ar, sem hér eru, hafa okkur verið gefnir af íslenzkum sjó- mönnum. Við höfum ekki þurft að kaupa einn einasta fisk. Sama má segja um fæðu fyr- ir önnur þau dýr, sem við er- um hér með. Við höfum feng- ið mikið af því gefins, — síld og loðnu frá sjómönnum og kjötafganga úr verzlunum. Áhugi almennings fyrir safn inu hefur því komið skýrt fram. Eins og þú hefur séð eru hér ýmis dýr, sem ekki eiga bein- línis heima í sædýrasafni, eins og t. d. refirnir og turnfálkinn í búrinu hér fyrir utan rór- húsið. Þessi dýr höfum við öll fengið gefins frá ýmsum aðil- um og þótt þau eigi raunar ekki keima hér þá höfum við haft þau til sýnis um lengri eða skemmri tíma því eitt megin- atriði þess, að slík söfn geti haldið áhuga almennings er, að þau geti ætíð haft Upp á eitt- hvað nýtt að bjóða. — Hvert verffur svo fram- tíðarverkefni ykkar safn Við höfum þegar varið um 2,8 millj. kr. til fjárfestingar hér. Mikil aðsókn að safninu í sumar hefur gert það að verk- um, að okkur hefur auðnast að greiða niður um helming skuld anna og getum því hafið frek- ari framkvæmdir fyrr, en við gerðum ráð fyrir. Við höfum jafnframt leitað eftir opinberum stuðningi við st-arfsemi okkár og höfum feng ið í þeim efnum góðar undir- tektir m. a. frá sjávarútvegs- málaráðherra, Eggert G. Þor- steinssyni, sem sótti okkur heim á dögunum og ræddi lengi við okkur. Fyrsta verkefni okkar verð- ur að laga hér til innan girð- ingar, rækta og ganga frá gang stígum jafnframt því, sem við munum ganga betur frá safn- inu sjálfu. Þetta verður okkar fyrsta verkefni og erum við þegar byfjaðir á þeim fram- kvæmdum. Að öðru leyti mun- um við að sjálfsögðu færa út kvíarnar eftir því, sem efni og lægri upphæð en við höfðum ástæður leyfa. Okkur langar til að mynda mjög til þess að fá hingað hvítabirni, en þeir eru jafnan eitt helzta aðdráttarafl í dýragörðum erlendis. — Nokkrar stórframkvæmd ir á prjónunum? Jón hlær, — ég veit ekki hvort ég þori að segja frá því, — fólk heldur sjálfsagt, að við séum gengnir af göflunum, en sú hugmynd hefur komið fram, m. a. verið skotið að okkur af erlendum sérfræðing um, sem hingað hafa komið, að allar aðstæður hér væru þær ákjósanlegustu til þess að koma upp gríðarstórri hvala- laug, — þeirri einu í Evrópu. Slíkt hefur verið gert með góðum árangri í Bandaríkjun- um og Kanada og eru þessar hvalalaugar gífurlegt aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Við höfum látið gera lausleg ar áætlanir um hvað slíkt myndi kosta og er það miklu gert ráð fyrir enda þótt þær athuganir séu ekki komnar svo langt, að ég geti skýrt frá nið- urstöðum þeirra. Hins vegar eru allar aðstæður hér eins á- kjósanlegar til slíkra hluta og hægt er, •— nægur hreinn sjór, land, þar sem auðvelt er að koma fyrir slíkri laug o. s. frv. Þetta er að vísu aðeins hug- mynd sem sýnir hversu margt hér er hægt að gera, en senni- lega verður það þó ekki i bráð, að við getum boðið ykkur Al- þýðublaðsmönnum að skoða hvalavöðú hér uppi við kamb- inn í víkinni. — Er nokkuff, sem þú vild- ir segja að lokum Jón. Gunn- arsson? Ekki nema það, að ég þakka öllum þeim, sem veitt hafa okk ur stuðning. Starfið hér við safnið hefur orðið mér og fé- lögum mínum til mikillar gleði. Þetta er starf, sem við höfum ánægju af því að vinna. I I I Jón Gunnarsscn að gefa tveim langt aS komnum íbúum safnsins,.— Magellanmörgæsum frá eyjunum undan ströndum Eldlands. SædýrasafniS fékk fjóra slíka fugla fyrir milligöngu dýragarSsins í Kaupmannahöfn og kostuSu þeir hingaS komnir um 85 þús. kr. — Þessi dýr og önnur geta 'gestir sædýrasafnsins virt fyririsér, en safniS er opiS frá kl.jlO f.h. til 7 e.h. á sunnudögum, en frá 2—7 aSra daga vikunnar. Laugardaginn 4. okt. voru gefin saman í Háteigskirkju af sr. Jóni Þorvarðssyni ungfrú Svanhildur Svavarsdóttir og Tómas G. Ingólfsson. Heimiti þeirra verður að Reykjadal í Mosfellssveit. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri, sími 34852) 5. okt. voru gefin saman í hj'ónaband af sr. Sig. Hauk Guðjónssyni í Langholts 'kirkjiu ungfrú Guðmunida Hagalín Þórðardóttir og Her bert Halldórsson. — Heimili þeirra er að Drápuihlíð 8. Sunnudaginn 5. okt. voru.gef- in saman í hjónaband í Hruna- kirkju af sr. Sveinbirni Svein- björnssyni ungfrú Ásdís Birna Stefánsdóttir, Reykjakotij Ölf- usi, og Sigurður H. Magnússon, Bryðjuholti. — Heimili þeirra verður að Nökkvavogi 33, Rvk,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.