Alþýðublaðið - 21.11.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.11.1969, Blaðsíða 10
10 Al)þýðut>laðið 21. nóvember 1969 Framhaldssaga eftir Elizabeth Hessenger A fjallahótelinu 8. W Peter ekki að neinu gagni, þó að þú fáir tauga- áfall. . , i . j | Virginia sneri sér að John og lagði höndirra á hand- legg hans. — Þú ert svo /dásamlega indæll, John, sagði hún lágt ,og skyndilega flutu, Ijós, græn augu hennar í tárurrr. — Ég veit alls ekki, hvað við hefðum gert, ef þín hefði ekkiinotið við! Þetta er allt saman svo skelfilegt. Ég hef vafalaust gert henni rangt til, hugsaði Patricia. í skólanum fanrnst mér hún 'alltaf svo til- gehðarleg, eins og hún væri að henda gaman að öllu. Hún stóð sig líka ágætlega á skólasýningunum en það var bara eins og hún fengist ekki til að hætta að og nú er drengurinn henrrar horfinn. Engin kona. leika. Þessu var eins farið núna, svo að þetta er víst eðli henrrar. Hún er búin að missa manninn sinn myndi reyna að bregða fyrir sig leikaraskap á slíkri stundu. Patriciu veitti enginn athygli. Húrr var bara fram- reiðslustúlka ,Engu að síður gat hún ekki stillt sig um að segja: — Mér þykir svo fyrir þessu, Jinny, ég get ekki með orðum lýst, hversu hræðilegt mér finnst þetta. En sannaðu tíl, það líður ekki á löngu, þangað til þú færð góðar fréttir. Virginia sneri tárvotu arrdlitínu að Pat. — Þakka þér fyrir, Pat " Hún gerði sig ekki líklega til að kynna hana fyrir hinu fólkinu, en Carlton leit á hana og síðían á Jinny: — Þekkir þú þessa ungu stúlku? — Við erum gamlar skólasystur flýtti Pat sér að segja. — Ég heiti Patricia Masters. Jinny hafði þegar snúið sér að rúðunni, en Carl- ton rétti Patriciu höndina vingjarníega: — Góðan daginn, sagði hann, — ég heiti Carlton, þetta er konan mín, og þetta er John Webley, við- skiptafélagi mirrn og náinn vinur. Patricia heilsaði þeim og sneri sér síðan aftur að starfi sínu. Nýr hópur gesta var kominn inn í veit- ingasalinn. Einn þeirra var Stephen, og Patricia fann, að hendur henrrar skulfu. 11. KAFLI. <1 — SÆLINÚ PAT, svo að þú ert baha komin hingað? Þetta var sama vingjarnlega, ópersónulega fram- koman, sem hann hafði beitt um borð, og Patricia fann til sama óróleikans og gremjunnar, sem hún hafði verið haldinr áður, þegar augu hans liðu viður- kennandi eftir henni, en hvörfluðu síðan út að glugg anum og staðnæmdust hjá Virginiu. Tvímælalaust var það hún, sem' átti athygli bans þessa stundina, því að svipur hans bar vott um einhvern hugaræsirrg, sem Pat minntist ekki að hafa orðið vör hjá honum áður. Ef til vill var hann í þann veginn að verðai alvarlega ástfanginn, hugsaði hún beizklega, og skammaðist sín á samri stundu. Hvað ég get verið viðurstyggilega afbrýðisöm, sagði hún við sjálfa sig, meðan hún hand lék lipurlega bolla og glös. Að sjálfsögðu er hann að hugsa um Jinny. Það gera allir á hótélinu. Reiðilega leit hún út um rúðuna í áttina til fjallanna. Ef að ekki hefði snjóað um nóftirra, hefði vonin verið meiri. —-Flýttu þér nú svolítið, Pat. Við erum búnir að vera úti klukkustundum saman, svo að við megum engan tíma missa. Hún einbeitti sér að starfi sínu. Skyndilega var veitingasalurinn orðinn fullur af fólki, og ásökunin, sem hún hafði séð bregða fyrir í svip Stephens, end- urspeglaðist í augum hinna gestanná. Hún hamaðist við að afgreiða pantanirnar, en henni fannst engu líkara en hún væri með tíu þumalfingur. Áður en hún vissi af, var hávaxinn karlmaður kominn inn fyrir af- greiðsluborðið til hennar og farinn að sýsla við kaffi- könnuna og brauðristarnar. Hún leit undrandi upp. Þetta var John Webley, sem svo óvænt var kominn henni til hjálpar. Hún sendi honum í flýti þakklætis- bros, og hélt áfram að sýsla við starf sitt, og gekk afgreiðslan svo rösklega hjá þeim, að þreyttir skíða- mennirnir fengu von bráðar ríflega hressingu og gátu haldið út til leitar á ný. Ekki Stephen! hugsaði hún, en ókunnur maður gat rétt mér hjálparhönd! Andartak endurómaði orðið ókunnugur í vitund hennar. Hann var vissulega ókunn ur. Engu að síður var eins og hún hefði ailtaf þe%t I hann, svo eðlilega koma hann henni fyrir sjónir, þar | sem hann stóð við hlið hennar og aðstoðaði hana. Hún leit á grannar, dökkar hendurnar, sem unnu ég er yfir mig spennt og geri mér alls konar grillur. — Ég fer með flokknum, sem leggur af stað núna, sagði hann. — Mér þykir fyrir því, að ég skuli ekki geta verið hérna og hjálpað til að þvo upp og taka til. Hann leit dapurlega yfir allán fyrirganginn, sem orðið hafði við þessa skyndilegu innrás. — Ég verð enga stund að kippa þessu í lag. Og ég þakka innilega fyrir hjálpina — ég hefði lent í verstu klípu með svo rnarga gesti í einu. Hann brosti til hennar: ; — Mér var ánægja að þessu. Síðan gekk hann til hópsins, sem var að ferðbú- ast. Smáauglýsingar I I I I I I I I I I I I I I k. 12. KAFLI. PAT HORFDI Á EFTIR honum. Veitingusalurinn var nú mannlaus að undanteknum Carlton-hjónunum og Virg- iniu, og þau voru að búast til brc-ttfarar. Þegar þau gengu fram hjá Patriciu sendi frú Carlton henni vin- gjarnlegt bros, sem andartak sló birtu á tekið, ör- I t I i I' II l I TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 410 5 5 VOLKS W AGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu lok á Vdkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Signumdssonar, Skiphoiti 25 — Símar 19099 og 20988. NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum hús- gögnum í heimahúsum, Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PIPULAGNIR . . Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PIPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og ka!da“krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Keimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Malur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN. VEIIIN0ASKÁLINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.