Alþýðublaðið - 24.11.1969, Síða 9
Alþýðublaðið 24. nóvember 1969 9
□ „HeldurSu nú, elskan mín, aS
gamla konan sé orSin alveg vit-
laus?“ segir María og hlær sín-
um glaSa og hljómmikla hlátri.
í
Nei, ekki var það ástæðan
til heimsóknarinnar, en óneit-
anlega hlýtur það að teljast til
fréttaviðburða þegar fræg
prímadonna kemur fram á
sjónarsviðið öllum á óvart eft-
ir meira en áratugs hlé og
byrjar aftur að syngja opinber-
lega sextíu og fjögurra ára að
aldri. í útlöndum er slíkt fyrir-
tæki kallað „sensational come-
back“ ef vel gengur.
Raunar ber ekki að skilja
þetta svo, að María Markan
hafi í huga að hefja sam-
keppni við yngri kollega sína.
En hún tekur því ekki fjarri,
að hún myndi kannski láta til-
leiðast stöku sinnum ef hún
fengi verkefni sem hejini litist
á og hún teldi sig ráða við.
★ „GUÐ OG ÉG SJÁLF.“
Það var við minningarat-
höfnina um frú Eleanor Svein-
björnsson í Dómkirkjunni fyr-
ir viku, að María lagði út í þá
eldraun að standa enn á ný
frammi fyrir áheyr'endúm sem
söngkona og leyfa þeim að
njóta listar sinnar. Og þó að
það eitt hafi að sjálfsögðu ver-
ið mikið átak eftir svona langt
hlé, er það ekki nema hálf
sagan. Tónverkíð sem hún
söng, „Glataði sonurinn“ eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
hefur nefnilega aldrei verið
gefið út á prenti, heldur
fannst handritið á Skjalasafn-
inu alveg nýlega, óg María leit
það í fyrsta sinn aúgúm tæp-
um tveimur dögum áður en at-
höfnin fór fram!
„ ,Hver kenndi þér það?’
var ég spurð“, segir hún, „og
ég svaraði: ,Guð og ég sjálí’.
Og satt að segja fannst mér
eins og einhver stæði á bak
við mig og mér væri raun-
verulega hjálpað. Ég held, .að
það hafi verið Jón Þórarins-
son sem fann handritið, og
á þriðjudag hringdi Birgir
Thorlacius til mín og bað mig
að syngja verkið. ,Treystið þið
mér til þess?’ sagði ég. ,Já,
fullkomlega’, svaraði hann. Og
kl. 5 á þriðjudaginn fékk ég
Ijósritið sent til mín. Ég var
að kenna til klukkan að ganga
8, og þá gat ég fyrst farið að
glugga í nóturnar. Ég sá, að
raddlega séð réð ég við það, og
ég stóðst ekki freistinguna að'
hætta á þetta, enda var það
gert í minningu þessara yndis-
legu hjóna sem ég var svo lán-
söm að þekkja. En ég bað um,
að ekki yrði sagt frá því í
blöðunum, vegna þess að þá
hefði ég orðið alltof tauga-
óstyrk”.
★ SÍMASTÚLKA OG
SKEMMTIKRAFTUR.
María er annars langt frá að
vera setzt í helgan stein. Fyrst
og fremst einbeitir hún kröft-
unum að þjálfun nemendanna
í söngskóla sínum sem hún
hefur rekið um margra ára
skeið. Og ekki hikar hún við
að prófa nýjar leiðir inn á
milli þegar tækifæri gefst. Til
dæmis vann hún í sumar við
símavörzlu og fleiri störf á
Heilsuhæli Náttúrulækninga-
félagsins í Hveragerði. Og
skipulagði kvöldvökur og kór-
söngva til að skemmta þakklát-
um gestum, enda hlaut hún
skrautritað heiðursskjal að
launum þegar hún kvaddi í
haust.
„Símastúlka hafði ég aldréi
fyrr verið og varla séð skipti-
borð. Óg svo varð ég að selja
frímerki um l'eið og þekkti þau
ekki í sundur til að byrja með
— en nú er ég bara orðin voða
dugleg í þessu og hef meiri-
partinn í höfðinu. Á fimmtu-
dagskvöidum höfðum við kvöld-
vökur, og þar var lesið upp
og sungið og allt mögulegt, ég
spilaði undir og söng með
,Grænmetiskórnum’, og stund-
um var skorað á mig að taka
lagið einsömul. Þú getur ekki
ímyndað þér hvað þetta var
gaman. Og hvað blessað fólk-
ið var gott við mig — ég fór
María er ennþá ævintýragjörn Dg aíltaf fus aff prófa eitthvaS nýtt. í sunu
ar vann hún sem símasíúíka — og hafði þó varla séð sklptiboro áður.
| (Mynd: Gunnar Heiðdal.)
María Markan
syngur aftur
opinberleoa eflir
raeira en árafugs
hlé 1
þaðan hlaðin blómum og gjöf-
um og lirærð í hjarta.“
★ MEÐAN GUÐ
LEYFIR . . .
í vor sem leið söng María
inn á segulband viðamikið
prógramm á fimm tungumái-
uui — „til geymslu“ eins og
hún orðar það. „Pétur, sonur
minn, vildi endiiega drífa mig
í þetta. Það var tekið upp í
sal Tónlistarskólans, og Ólafur
Vignir Albertsson spilaði und-
ir. Og sumt af því tel ég hafa
tekizt betur en margt sem
spilað er í útvarpinu með mér.
Röddin var í millibilsástandi
nokkur ár — frá því að ég
byrjaði að tapa mestu hæð-
inni, c og þar fyrir ofan —
og þá hætti mér til að þvinga
hana, syngja of kröftugt. En
smám saman tókst mér a'ð
,leggja hana um’, og nú er ég
algerlega hætt að þurfa að
þvinga hana, heldur kemur
þetta frjálst og eðlilega, og þá
er árangurinn meira að mínu
skapi. Ég er viss um, að ég
hef lært langmest á því að
kenna öðrum. Og þó að ég
hugsi mér alls ekki að fara að
syngja út um hvippinn og
hvappinn ef færi gefst eins og
á yngri árum mínum, vil ég
gjarnan nota röddina svolitið
meðan guð leyfir mér að halda
í hana og aðrir kæra sig um
að hlusta á mig”. — SSB.
I hendlngum
Umsjón: Gestur Guðfinnsson
Andrés H. Valberg er Skag-
firðingur að ætt og uppruna.
Þeir sem hafa haft af honum
einhver kynni vita, að hann á
létt með að kasta fram vísu og
láta fjúka í hendingum. Á
ferðalögum er oft líf í kringum
Andrés og dregur hann þá ekki
af sér við kveðskapinn, en læt-
ur margt fjúka. Hann hefur
gefið út a.m.k. eina Ijóðabók,
Stuðlastrengi, hún kom út fyrir
réttum tuttugu árum. Ég tek
mér bessaleyfi og hnupla
nokkrum vísum úr bókinni til
birtingar í þessum þætti, Þær
bera heitið „Litið til baka,“
og hljóða á þessa leið:
Þó ævin mín sé ekki löng,
er þar margt að finna.
Oft var leiðin ærið ströng,
ýmsu mátti ég sinna.
Ennþá er ég gleðigjarn,
get mig látið dreyma,
eins og þegar eg var barn
uppi’ í Skörðum heima.
Þó atvinnan sé orðin smá,
ei það vékur baga,
leik ég mér og lifi á
leifum fyrri daga.
Framtiðin er glæst og greið,
gleymt er allt til baka,
lít ég aðeins blómabreið
og bjarta svani kvaka.
★
Hallgrímur Jónasson, kenn-
ari, er mikill ferðamaður, eins
og margir vita, og verður ein-
att vísa á munni í ferðalögum.
Eftirfarandi staka er gerð á
leið inn í Þórsmörk, en þangað
hefur Hallgrímur marga ferð-
ina farið bæði sem leiðsögu-
maður og í öðrum erindagjörð-
um. Og á þeirri leið hefur
mörg ^óð og skemmtileg ferða-
vísa orðið til. Þessi er úr einni
slíkri för;
Mætti ég í Merkurför
niinar taugar styrkja.
Þegar stútur vætir vör
verður létt að yrkja.
★
Þessi vísa er eftir einhvern
ókunnan höfund og þarf ekki
skýringar við:
Alla hryggbraut auðarbil,
enga vildi krakkana,
kastaði sinum kærleiksyl
fyrir kettina og rakkana.
★
Við gamla veginn upp á
Öxnadalsheiði er móbergs-
hlunkur allmikill, nefndur
Lurkasteinn. Þar er sagt, að
hafi barizt þeir Sörli sterki og
Þórðúr hreða, var venja ferða-
manna, er um veginn fóru, að
kasta þangað steinköggli, eins
og víðar þekkist, þar sem dysj-
ar eru. Gott ef ekki var líka
stundum tekinn tappi úr flösku
á þessum stað. Til þess gæti
bent eftii’farandi vísa, sem
eignuð hefur verið Benedikt
Sveinssyni yngra:
Lurkasteini ef liggur hjá
leið vor einu sinni,
drekkum, sveinar, saman þá
Sörla beina minni.
★
Jón S. Rergmann kveður
þessar hressilegu giglingavís-
ur;
Stormur reiður stikar dröfn,
stækka leiðar undur,
þegar skeiðin skriðajöfn
skafla sneiðir sundur.
Þótt hún slengist hart á hlið
hyllir enginn friðinn,
hraustir drengir harðna við
hrannar strengja kliðinn.
Framhald bls. 11.