Alþýðublaðið - 24.11.1969, Page 14
14 Alþýðublaðið 24. nóvember 1969
Framhaldssaga eftir Elizabeth Messenger
A
fjallahótelinu
10.
— Hvernig komust þér inn í herbergi 049?
— HurSin 'var ekki læst.
Og þér hafið enga hugmynd um, hver það var,
sem hljóp þangað inn?
— Nei, ég sá bara skugga*— það getur hafa ver-
ið fótur í svörtum buxum — það er ómögulegt fyrir
mig að segja, hver.það var.
-— Svörtum buxunr, endurtók Frame gremjulega.
— Allir fætur á þessu hóteli eru í svörtum buxum,
hvort sem um karlmenn eða kvenfólk er að ræða.
Jæja, Baker, gott og vel, þér hafið gert :það, sem í
yðar valdi stóð. Farið nú aftur til vinnu yðar og
segið ekki nokkrum frá þessu. Við neyðumst til að
skýra lögreglunni frá þessu, og þeir taka yður vafa-
iaust til yfirheyrslu, en við skulum reyna að koma í
- veg fyrir, að þetta fréttist um allt h'ó'telið. Við höfum1
(víst nóg á okkar könnu fyrir!
Frame leit á Patriciu, sem hafði opnað augun:
Líður yður skár, ungfrú Masters? Treystið þér yð-
ur tiliað skýra frá því, sem gerzt hefur?
— Það er ekki svo gott, svaraði Patricia loðmælt.
Hún þekkti naumast rödd sína aftur. — Ég á við, að
ég hef ekki hugmynd um^.’hvað það var, sem fyrir
kom. Ég var að fara með peningakassann, það var
enginn í ganginum, allar hurðir voru lokaðar. Ég sneri
mér við til að!ganga úr.skugga um, að ég hefði lokað
almennilega á eftir mér, og þá varð ég fyrir höggi
og hneig niður.
— Peningakassinn er ekki/hérna, sagði Frame.
— Eruð þér vissar um, að þér hafið verið með hann?
Alveg vissar! ,
■— Hvað'voru miklir peningar í honum?
— Ellefu pund og einhverjir smápeningar.
— Ellefu pund! Og fyrir svo lítið hefur einhver,
sem þekkir viðskiptamátann hérna á hótelinu sleg-
ið yður niður, og hefði hæglega getað banað yður!
Hann hristi höfuðið vantrúarfullur.
Eru nokkur auð herbergi hérna í ganginum? spurði
hann loks.
J
Konurödd svaraði, að nr. 030 væri mannlaust.
— Hjálpið þá ungfrú Masters þangað inn og náið
í ;Meg. Við verðunr að fá einhvern til að líta á höf-
uðið á yður, ungfrú Masters, og það er víst eitthvað
að herðunum líka, er það ekki? Annars verðum við
að lofa hamingjuna fyrir, að Tom Baker skyldi koma
svo snemma á vettvang.
Pat strauk sé; varlega yfir hárið.
— Ég held ekki, að sárið sé mjög djúpt. Ég var
með skíðahúfuna mína, af því, að í fyrstu var ég að
- hugsa um að fara út á stéttina, en það virtist vera
svo kált úti, að ég vildi heldur fara eftir ganginum.
_ Jú. Húfan hefur áreiðanlega dregið mikið úr
högginu. En hver sem þetta hefur verið, sem réðist á
yður, þá hefur hann verið 'nokkuð sniðugur, sagði
Frame hugsandi. — Þótt þér hefðuð farið út á stétt-
ina, hefðuð þér samt orðið að leggja leið yðar fram
hjá útidyrunum a herbergi 049 og allt hefði farið á
sama veg. Það verður að koma á nýju fyrirkomulagi
með peningana. Við höfum haft þetta svona, af því
að veitingasalurinn er út af fyrir sig, 'til þess að
koma í veg fyrir innbrot, en þetta er rniklu
verra. Farið nú inn og leggið yður, en!svo kemur
Meg og aðstoðar yður. Þegar þér treystið yður til
skuluð þér koma á skrifstofuna til mín, en það ligg-
ur ekkert á því. Takið það nú róelga og reynið að
jafna yður eftir þetta. ; i
14. KAFLI. i
PATRICIU VAR HJÁLPAÐ inn í mannlaust herbergið og
hún lét fallast niður á breitt rúmið. Meg kom með
sjúkrakassa og snyrtitösku hennar í hendinni. Hún
hjálpaði Pat við að þvo blóðið úr hárinu.
___Þetta er ekki eins slæmt og það sýnist vera,
sagði hún róandi, — ég læt þig hafa smáplástur og
greiði svo hárið yfir hann. Þetta sést ekkert.
— Mér finnst þetta allt svo afkáralegt, sagði Pat-
ricia, — að allt þetta skuli dynja yfir mig — og það
fyrsta daginn, 'sem ég er hérna.... i
_ Vertu ekki meff þessa vitleysu, sagffi Meg, —
þaff er hótelsins aff harma þaff, sem gerzt hefur
Hún þagnaffi, þegar hariff var aff dyrum.) Hurffin
opnaffist, og lágvaxinn, grannur maffur kom inn.
— Nafn mitt er Walker, og ég er læknir, sagffi
hann. — Frame baff mig aff líta á yður. |
— Mér líður ágætlega núna, sagði Pat. — Þetta
er ekki til að gera veður út af.
— Það verðið þér ,að láta mig um að segja til um,
stúlka mín! ;
Hann strauk kurmáttusamlegum, hröðurrr höndum
um höfuð hennar og togaði í og beygði handlegginn
á henni.
— Þér eruð óbrotin, sagði hann. — En hafið nú
hægt um yður, því að annars fáið þér óskapleganr
höfuðverk. Hérna, takið þessar töflur hérna!
Hann hristi þær úr glasi, sem hann hafði meðferð-
is niður í lófa hennar, kvaddi síðan og fór.
Smáauglýsingar
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látiff fagmann annast viffgerffir og viffhald á tréverki húseigna
yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. —
Sími 410 5 5
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurffir — Vélarlok — Geymslu
lok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á oinum degi
meff dagsfyrirvara fyrir ákveffiff verff. Reyniff viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.
NY ÞJONUSTA I HEIMAHUSUM
Tek aff mér allar viffgerðir og klæffningar á bólstruðum hús-
gögnum í heimahúsum.
Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
PIPULAGNIR . .
Tek aff mér viffgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum,
frárennslis- og vatnslögnum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Sími 18 717
PIPULAGNIR.
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viffgerffir, breytingar á vatns-
leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og
kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON,
pípulagningameistari.
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur
cg bííkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar-
innar.
Heimasímar 83882 33982. I
Jarðvinnslan sf.
Síffumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
í!p'
■r. %;■
h*-,-
Matur og Bensín
ALLAN S ÓLARHRINGINN.
VEITiNGASKÁLINN, Geifhálsi