Alþýðublaðið - 03.12.1969, Qupperneq 9
og barn í vöggu. Kannski er
'ekkert til fallegra undir sól-
inni en barn í vöggu. Niðji get-
ur samt ekki sett sig á háan
hest gagnyart foreldri fyrr en
hann fer að stálpast.
Vegna þess sem hér hefur
verið sagt um hugsanlega sam-
vinnu Alþýðuflokksins og Sam
taka frjálslyndra skal tekið
fram að ég býst naumast við að
þessir flokkar fallist í faðma og
taki upp' samvinnu á næstu
vikum og mánuðum. Hins veg-
ar álít ég að það komi til greina
að við reynum að láta sambúð
okkar verða með öðrum hætti
en sambúð vinstri manna hefur
verið á undanförnum árum, og
látum málefni ráða þeirri af-
stöðu hvort við vinnum sam-
an eða ekki. Því fer fjarri að
það sé ekki við hæfi að bera
saman stefnumálin. Ef slíkt er
ekki við hæfi í stjórnmálum,
hvað er þá við hæfi?
í sambandi við þetta, langar
mig til að spyrja tveggja spurn
inga: Hvað er það sem myndi
i meginatriðum bera á milli
Samtaka frjálslyndra og Al-
þýðuflokksins? Og ennfremur
og það finnst mér aðalatriði:
Hvað vinnst við það, ef í Ijós
kemur að ekki ber mikið ' á
milli um sameiginleg stefnu-
mál, málefni og hugsjónir? Við
skipum okkur einmitt í flokka
til að geta komið málefnum
okkar í framkvæmd og látið til
okkar taka í þjóðfélaginu. Það
er penpíuháttur ef barnið í
vöggunni krossar sig af hræðslu
við syndina í heiminum og vill
engu una öðru en lakinu.
Hvað myndi svo vinnast við
að hér í landi væri einn stór
og sterkur vinstri sinnaður lýS-
ræðisflokkur? Gegn hverjum
væri sú synd drýgð? Og hverj
um væri það afrek unnið ef
unnt reyndist að þoka vinstri
mönnum á íslandi til samstöðu
um málefni?
Það er alveg rétt að íslenzku
stjórnmálaflokkunum hlýtur að
vera um margt ábótavant.
Menn sem vilja bæta úr því
af heiðarleika og drenglund,
þeir velja sér auðvitað sam-
herja eftir málefnum og reyna
að láta málefni sín þoka til
vegs þeim samtökum, sem þeir
vilja að komist til áhrifa og
valda í þjóðfélaginu.
Þessa forystu hefur 'okkur
vantað á undanförnum árum.
Ég viðurkenni að mér finnst
hana hafa að ýmsu leyti skort
af hálfu Alþýðuflokksins. En
þetta mál snýr að miklu fleiri
vinstri. mönnum en Alþýðu-
flokknum einum. Og okkur
væri skylt að hugsa til verlca-
lýðshreyfingarinnar, sem réð
úrslitum um stofnun Alþýðu-
flokksins á sínum tíma. Henni
hefur að ýmsu leyti tekizt að
bæta kjör sín. Hún hefur feng-
ið ýmsum hagsbótum fram-
gengt. Samt hefur verkalýðs-
hreyfingin ekki þau áhrif á
þjóðmál sem hán þarf og nauð
synlegt væri. Það ér akki að-
eins mál verkalýðshreyfingar-
:íinnar. Ef verkalýðshreyfingin
einskorðast við kjarabaráttu
gegnir hún ekki nema hálfu
i hlutverki. Annað > aðaJhilutverk
hennar er að hafa áhrif á þjóð-
mál íslendinga, með það fyrir
augum sem vakti fyrir braut-
ryðjendum verkalýðshreyfing-
arinnar í árdögum hennar, og
vakir fyrir öllum sönnum
vinstri mönnum, þrátt fyrir all-
an ágreininginn og sundrung-
ina. Samtökum frjálslyndra vil
ég svo þakka aðildina að fundi
þessum. Ég ætla að einmitt það
hvernig þau bregðast við spurn
ingunni um hver sé ágrein-
ingur vinstri manna á Islandi
og hvað myndi vinnast við að
róttækir og frjálsl. íslending-
ar sameinuðust í einn stóran
og sterkan vinstri flokk, hljóti
að ráða úrslitum um framtíð
þessara samtaka og skera úr
um hvort þau verða skammlíft
ungbarn eða eiga lífdaga auðið
í jákvæðu starfi og farsælli
baráttu. —
Happdrætti Háskóla
Islands vill ráða nýja
umboðsmenn
1. í úthverfum Reykjavíkur
2. I þeim byggðarlögum, sem umboðs-
menn eru ekki fyrir.
Umsóknir sendist aðalskrifstofu Happdrætt-
is Háskóla íslands, Tjarnargötu 4, Reykja-
vík fvrir 15. desember.
Happdrætti Háskóla Islands
Sinfóníuhljómsveit íslands:
TÓNLEIKAR
í Háskólabíói fimmludaginn 4. desember kl. 21.00. Stjórnandi
Alfred Walter. Ejnleikari Marc Raubenheimer. Flutt verða verk
eftir Mozart, Kalabis, Schumann og Hindemith. Aðgöngumið-
ar í bókabúð Lárusar Blöndal og bókaverzl. Sigfúsar Eymunds
sonar.
SKÓLATÓNLEIKAR
fyrir Háskólastúdenta, Menntaskóla-, Kvennaskóla-, Kennara-
skólanemendur o.fl. í Háskólabíói föstudaginn 5. desember
kl. 14.00. Stjórnandi Alfred Walter. Einleikari Marc Rauben-
heimer. Flutt verða verk eftir Mozart og Schumann. Aðgöngu
mjðar í skólunum1 og í bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðu-
stíg 2 og við innganginn.
SMÍÐI
Smíðum útihurðir, svalahurðir, bílskúrs-
hurðir, sólbekki og skápa.
Trésmiðja
BIRGIS R. GUNNARSSONAR,
Sími 32233.
Arþýðublaðið 3. des’ember 1969 9
I
I
I
t
I
I
I
I
I
Ekki myndu nú allir kunna við sig í svona múnderingu. Fyrst eru þaff
buxurnar, síffar cg víffar, þá nokkru styttri kjóll meff plíseruffum kyrtit-i
ermum og utan yfir öllu saman hálfsítt vesti, bryddaff meff keffjum og
svörtum steinplötum. Um höfuðið er magvafiff trefli úr sama efni og kjóli-
inn.
Vinningar í 18. leikviku — leikir 29. nóv.:
Úrslitaröðin: xx2 — 122 — llx — 21x
Fram komu 2 seðlar með 10 réttum:
nr. 1.528 Akureyri kr. 155.300,00
nr. 12480 ,Reykjavík kr. 155.300,00
Kærufrestur er til 22. desember. Vinnings-
upphæðir geta lækkað, ef kærur reynast á
rökum reistar. Vimingar fyrir 18. leikv^ku
verða sendir út 23. desember.
H Getraunir - íþróttamiðstöðinni - Reykjavík
'tóía Öis ,Óc-4 <>ív fsíj;