Alþýðublaðið - 03.12.1969, Side 14

Alþýðublaðið - 03.12.1969, Side 14
1 14 Alþýðublaðið 3. desemíbeir 1969 Framhaldssaga effir Elizabefh Messenger A fjallahótelinu 18. — Var hún jafn yndisleg þá og hún er nú? Patricia hló. — Skólastúlkur eru nú ekki að hugsa um það, hvort hinar séu yndislegar eða ekki, en hún hlýtur svo sem að hafa verið það, hún hefur alltáf verið með þetta dásamlega hár og furðulega grærru augu. — Var hún í miklu uppáhaldi? Pat var í talsverðum vandræðum. Að sjálfsögðu vildi ástfanginn maður gjarnan fá aS heyra allt, sem hugsazt gat um stúlkuna, sem hann unni, en í raun- inni hafði hún ekki hvarflað huganum oft að Jinny meðan þær voru í skólanum. Hún rótaði í endur- minniiTgum sínum í leit að einhvörju. — Ég held, að það hafi ekkí skipt hana neinu minnsta máli, hvort hún var í dálæti eða ekki. Hún átti sínar ,eigin vinkonur, og fór sínar eigin leiðir, Hún var gædd sínum frábæru hæfileikum, sötrg eins og engill og lék alltaf af snilld í skólaleikritunum. Hún var alltaf í aðalhlutverkunum., 22. KAFLI. JOHN WEBLEY svaraði ekki, því að nú komu þau að skarpri beygju og beint fyrir framan þau,' böðuð grænni skjannabirtu, var benzínstöðin. — Viljið þér gjöra svo vel að fylla tarrkinn. Webley steig út úr bifreiðinni, og Pat sá hann ganga aftur fyrir bifreiðina og gefa sig á tal við unga afgreiðslumanninn, sem var að láta á bifreiðina. — Voruð þér á vakt í gærkvöldi? spurði hann. — Já, ég er hérna á hverju kvöldi, svarað ungi maðurinn. — Urðuð þér varir við nokkrar bifreiðar á leið- inni uppeftir eða niðureftir? spurði Webley. — Eg var að enda við að segja mönnum yðar frá því, sagði hann, það var lögreglubifreið á ferðinni hérna rétt áðan. Hann áleit bersýnilega, að John væri háttsettur og John gerði ekkert til að leiðrétta þann misskiln- ing hans. — Mig langaði bara til að fara yfir þetta einu sinni enn. Hversu margir bílar? Milli klukkan 20 og klukkan 21? — Þeir hinir vildu fá að vita um síðari tíma, sagði rríaðurinn. — Þeir sögðu, að barnið hefði horfið urn klukkan hálf-tíu, eða þar um bil. Þeir vildu fá að vita, hvort nokkur hefði ekið uppeftir, og það viljið þér sjálfsagt líka. Ekki niðureftir, er það? Ég vildi bara, að ég gæti aðstoðað yður, því að ,þetta er reglulegt óþverramál. En ég get það ekki. — Það er um bifreiðar á niðurleið milli klukkan átta og níu, sem ég vil fá vitneskju. —Því er auðvelt að svara. Það var errgin bifreið. — Engin. Og þér eruð alveg viss um það? — Hárviss. Og það er ekki svo furðulegt. Á þeim tíma kemur aldrei neinn frá hótelinu. Þá er kvöld verður þar, og það er ekki fyrr en um tíu-ellefu, sem umferðin byrjar. Eða þá, að það er löngu fyrir þann tíma. Milli átta og níu kemur aldrei nokkur lifandi vera ofanað. — Þér eigið sem sagt við, að það gæti ekki far- ið framhjá yður, ef það kæmi einhver? — Já, það er einmitt það., — Jæja, ég þakka mikillega fyrir upplýsingarnar. John Webley tók upp nokkra seðla. — Ég þakka fyrir hjálpina. Hann settist inn í bifreiðina, sneri henni við og lagði af stað uppeftir aftur. Þau óku stundarkorn þegjandi. Loks sagði Pat: — Bifreiðin, sem ég sá snúa við og aka uppeftir aftur, hefur sem sagt ekki farið þessa leið niður eftir aftur? f John svaraði engu, og með ógleðitilfinningu hugs aði Pat með sér, að nú hefði hann sömuleiðis misst trúna á sögu hennar. Svo sagði hún skyndilega: — Þér getið spurt bílstjórarrn á flutningabílnum, hann, sem dró mig upp úr. Ég sagði honum frá bíln- um, og það Var þó áður en ég hafð heyrt söguna um barnið, sem var horfið. — Ég þarf þess ekki, sagði John. — Ég er ekki í neinum minnsta vafa um, að saga yðar er sönn; ég er bara að brjóta um það heilannr, hvort hún eigi nokkuð skylt við barnsránið, þegar öll kurl koma til grafar. — Það þefur mér svo sem dottið í hug líka. En hvers vegna var hún þá að snúa við? Hvers vegna hélt hún ekki áfram leiðar sinnar? Ekki lokaði ég vegin. um fyrir þeirri bifreið eða neinni annarri. — Kann að vera, að þetta hafi verið ' hv/í-r, yfm vildi ekki láta sjá til fefða,sinna — ,.a£ur með. konu annars manns, ef til vilí — það skkl gatt að segja um. Smáauglýsingar i! I TRÉSMÍÐAÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 410 5 5 VOLRS W AGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu lok á Vcikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum hús- gögnum í heimahúsum. Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PIPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 7 17 PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til aiira framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Keimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Malur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN . V£STIff@áS8áUÍSNf Ceiháisi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.