Alþýðublaðið - 04.12.1969, Side 2

Alþýðublaðið - 04.12.1969, Side 2
2 ^Jþýðulblaðið 4. desember 1969 Gvendur ‘ KONA skrifar mér á þessa ' leið og segir sínar fariir ekki sléitar: ,,Hvernig er það, eru fínir menn búnir að taka upp þann sið að hringja dyrabjöll- 4 um hjá ókunnugu fólki til að hræða það? Þessi spurning Vaknaði hjá mér á dögunum þegar ég, nýkomin heim úr yinnu minni og einnig nýbúin ýð taka á móti dóttur minni 4 sem var komin heim af dag-. 1 heimilinu fárveik með 40 stiga hita, varð fyrir því að dyrabjöll unni er hringt og úti stendur uppdubbaður maður er hafði ' lagt bíl sínum við gangstéttina •' að húsinu. Spyr sá uppdubbaði * hvort ég hafi síma, hann þurfi iað hringja á lögregluna. Ekki ' var ég búin að svara þeirri ' spurningu þegai- úr bílnum er kallað hárri raust: „Hleyptu honum ekki inn, þetta er stór- haettulegur maður og innbrots- þjófur". I>að þarf ekki að orð- iengja það að ég lokaði hurð- inni í snatri, og lái mér hver sem vill. Og nú spyr ég; Átti ' þetta að vera eins konar könn- ' un á sálarhreysti og hjálpsemi náungans, eða aðeins ómerki- legur leikur gerður til að hræða ' fólk? Það virðist enginn hörg- •ull á raunverulegum innbrots- þjófum og misindi3mönnum þótt menn fari nú ekki að leika 1 þá líka. — Kona.“ i 1 TRAUST OG HJÁLPSEMI. L Erlendis er bláókunnugum B mönnum yfirleitt alls ekki I hleypt inni hús, a. m. k. ekki í ® stórum borgum, því enginn veit I hvar stórhættulegir menn eru I á ferð. Það var í tízku fyrir | nokkrum árum að stórþjófar og _ bófar léku alls konar siðsamt | fólk, teppahreinsunarmenn, alls I konar viðgerðarmenn eða eftir- " litsmenn frá því opinbera, til I þess að smúla sér inní hús að 6 vinna þar einhver óþokkabrögð | leynt eða ljóst. Við þessu var _ þá varað mjög, og síðan gáði I fólk þess betur en ella að engir I ómerkingar kæmust hjá því * * inná gafl. Ég tek eftir því að | fólk hér á landi er miklu tor- | tryggnara við bláókunnuga nú | en fyrir svosem tuttugu árum. _ En með tortryggninni fer hjálp I fýsnin forgörðum, a. m. k. að I því er virðist. EINMANALEIKI Bófar og misindismenn eiga I drýgstan þátt í því að einangra fólk í stórborgum, og jafnvel I borgum sem ekki eru stærri en I Reykjavík. í fásinninu vita all- ■ ir hverjum hægt er að treysta. I í fjölmenninu þorir enginn að I treysta ókunnugum. Fólk lifir I þar í þröngum hópi vina og samstarfsmanna. í fjölmenn- I inu eru menn meira einmana I en útá víðavangi landsbyggð- I arinnar. Þetta er einn af ókost- a um þéttbýlisins. Þannig fara 1 mikil lífsverðmæti í súginn, | því það er svo notalegt að mega ’ alltaf búast við að hver ókunn-1 ugur maður sem maður hittir sé I fyrst og fremst vingjarnlegur | og traustverður maður. ■ MEIRI SVEITAMENNSKA 1 Sá hrekkur sem konan grein- ir frá er ekki skemmtilegur, og 1 ég veit ekki af hvaða toga hann I er spunninn. En fyrir því leyfi 1 ég mér að fílosófera útfrá þessu a tilviki að ég mundi sakna sveita 1 mennskunnar úr Reykviking- I um ef þún hyrfi með öllu. Má " ég heldur biðja um svolítið I meiri sveitamenn^ku. Þetta áð 1 héhxmbil allir þekki alla er | kostur en ekki galli fyrir sam félagskennd þjóðarinnar. Með-1 an hérumbil allir þekkja alla I erum við hjálpfúsi'r og góð-1 gjarnir, en ef brögð verða að ■ hrekkjum líkum þeim sem I kona segir frá er hætt við að I tortryggni aukist og hjáipfýsi * minnki. Þá er iUa farið. Götu-Gvendur. VESTFIRZKAR Einhver bezta jólagjöf og taekifæris gjöf, er Vestfirzkar ættir (Arnar- dals- og Eyrardalsætt.) Afgreiðsla í Leiftri og Bókabúðinni Laugavegi 43B. — Hringið í síma 15187 og 10647. Nokkur eintök ennþá óseld af eldri bókunum. — Útgefandi. Shomxut UiYGRA diFmmnmmA Um upplýsingaskyldu og umboðsmann. I * Það er óumflýjanlegt í sí- feUt fjölþættari og flóknari þjóðfélagsstarfsemi, að ríkið láti til sín taka á æ fleiri svið- um mannlegra samskipta, og að jafnframt íjölgi stofnunum þes3 og starfsliði. Þessu fylgir hætta á of miklu skrifstofuvaldi og minnkandi áhrifum þegnanna á stjóm hinna ýmsu þjóðfélags- stofnana. Þesa vegna þarf að búa svo um hnútana, að réttindi al- mennings gagnvart stofnunum og skrifstofuvaldi hins opin- bera verði tryggð. í þeim ríkjum, sem við sækjum helzt fyrirmyndir okkar til hefur einkum verið gripið til tvenns konar úrræðis í þessu skyni og bæði gefizt vel. Það fyrra er upplýsingaskylda, sem lögfest er í stjórnarskipunarlögum Aff þessu sinni eru bir'tir þrír kafíar úr þeim þætti í iStefnuskrá ungra jafnaðarmanna, er nefnist Stjórnskipun og dómsmál. Kaflarnir fjalla um upplýsingaskyídu cg timboðsra(3iin, (starfsemi (stjórnmálaflokkanna og skyldur samfélagsins við þá, ásamt pólitískri stöðu sérfræðinga, sem starfa á vegum viðkomandi stiórnvalda. ýmissa landa. Samkvæmt henni á hver sem er jafnan fuil- an aðgang að öllum opinberum skjölum, sem varða rekstur op- inberra stofnana. Þó er heim- ilt að undanþiggja upplýsinga- skyldu með sérstökum lögum skjöl, sem varða öryggi ríkis- ins, friðhelgi einkalífs, verzl- unarleyndarmál 'og rannsókn sakamála, áður ;en ákæra er birt. Stjómmálaflokkar. 'Stjómmálasamtök eru eðli- legar fylgjur lýðræðisins og í þeim sameinast þegnamir til að vinna skoðunum sínum braut- argengi. Það er eðlilegt og nauðsyn- legt, að stjórnmálaflokkarnir hafi aðstöðu til að kynna stefnu sína og skoðanir með hinum ýmsu fjölmiðlunartækjum nú- tímans, svo sem dagblöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi. Hið op- anbera ætti að veita beina og óbeina aðstoð til þess, að að- •staða flokkanna í þessum efn- um yrði sem jöfnust. Jafnframt þarf að setja lög um stjórn- málaflokkana, starfsemi þeirra og fjárreiður, þar sem m. a. er kveðið á um að innan þeirra skuli reglur lýðræðis í heiðri hafðar og fjárreiður þeirra op- inberar. Ungir jafnaðarmenn leggja, því til: að sett verði löggjöf um stjómi málaflokka og starfsemi þeirra; að stjómmálaflokkunum verði tryggð sem jöfnust aðstaða til að koma skoðunum sín- um á framfæri með hinunt ýmsu fjölmiðlunartækjumi nútímans, m. a. með beinuMÍ eða óbeinum fjárstyrkjum, Sérfræðingar og ríkisstjóm. Alþingi er hyrningarsteinrí íslenzks lýðræðis og verður að| vera það um alla framtíð. Þes3 vegna verður að gæta þess vel að sérfræðingarnir séu þjónaffi þess en eigi húsbændur. Á tím- um sérhæfingar hættir mjög ti| að völd sérfræðilegra ráðunautai ríkisstjórnar vaxi í hlutfalli viS það, hve flókin og vandasöin mál eru, sem krefjast úrlausn- ar. Sérfræðiþekking er góð og nauðsynleg, en sérfræðingan hafa ekki verið kjörnir til landa stjórnar almennt. Það ber þvl að tryggja að völd og áhrif sér- fræðinga, sem ekki eru beinfl háðir pólitísku valdi þings og þjóðar verði ekki meiri exi Framhald á bls. 15. STERK & STÍLHREIN Seljum stálhúsgögn fró verkstæði. Margar gerðir af borðum og stólum. Mikið úrval af áklæði (leðurlíki). Mikið úrval af harðplasti (Formica). Mjög hagstætt verð. Opið ó laugardögum. SÓLÓ-húsgögn sími Hringbraut 121 21832

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.