Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 5
AlþýðubTaðið 6. desembér 1969 5 Alþýði Útgefandi: Nýja útgáfufélagið Framkvæmdastjóri: Þórir Sæmundsson Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson Sighvatur Björgvinsson (áb.) Ritstjónarfulltníi: Sigurjón Jóhannsson Fréttastjóri: Vilhclm G. Kristinsson Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prcntsiniðja Alþýðublaðsins HEYRT OG SÉÐ Vandkvæðin leyst | STÓLL PÉTURS POSTULA KOMiNN FRÁ M / [ í gær var lögð fram á Alþinigi -þinigsólýktunartillag an um aðild! íslands að EFTA, ásamt mjög viðamikl- um og ítarlegum fylgisikjölum. Samkvæmt þingsköp- um eiga þingmenn að hafa þingmál til athugunar a. ■ m.k. tvo daga, áður en umræður um þau hefjast á | Alþingi. Umræðurnar í sölum Alþingis um EFTA-aðild ís- lands munu því ekki 'hefjast fyrr en næsta mánudag, en þá mun viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla- son fylgja málinu úr hlaði. Munu þingmenn því nota helgina til þess að kynna sér öll hin viðamiklu gögn EFTA-jmáTsinsi, en flest eða allt, isém kemur þar fram hafa fulltrúar allra þingflokka þegar fengið vitn- eskju um, ein's og fram kemur í viðtali, sem ATþýðu- blaðið átti við Gylfa Þ. Gíslason í gær. Skjöl þéssi eru nú öil orðin opinber og getur hver, sem er kynnt sér öll a'triði samkomulagisins ásamt niðurstöðum ítariegra athugana íslenzkra sérfræðinga iulm áhrifin af EFTA-aðild íslands. í ATþýðublaðinU í dag er gerður samanburður á þeim óskum, sem ísTendingar .settu fram, er umsókn. þeirra um aðiid að EFTA var iögð fram og þeirn kjörum, sem íisiendingum eru boðin og fengizt hafa fram í samningaviðræðum við EFTA-ríkin á þeim tííma, sem liðið hefur frá því aðiTdarumsóknin var borin upp. Þegar viðsklptamálaráðherra, dr. Gylfi: Þ. Gíslason, fylgdi umsókn íslanldls úr hiaði í árs- byrjun 1969, setti hann fram ákveðnar óskir um lausn vandamála vegna sérstöðu og varðandi sér- hagsmuni íslands, sem nást þyrfti, ef landið ætti að geta gerzt aðili að fríverzluharsamtöbunum. Séu þessar óskir bornar saman við niðurstöður samningaviðræðnanna, eins og gert er i Alþýðúblað- inu í dag, kemur ótvírætt í ljós, að ísTendingar hafa fengig öllúm sínum óskum fuiinægt og þau vand- kvæði, sem talin voru á því, að landið gæti gerzt að- iii að EFTA, því ekki iengur fyrir hendi. | KARLISKOLLOTTA I I I S I I I I I I I I Saga Stjórnarráðsins | r Saga Stjórnarráðsins eft-ir Agnar Kl. Jónssoni, sendi I herra er tvímælálaust meðai merkustu sagnfræðiritá ■ sem 'samin hafa verið á síðari árum. Þeir, sem í fram- ■ tíðinni eiga .eftir að f jalla um stjómmálasögu fyrstu 8 Sex áratuga tuttugu'stu aldar, munu oft þurfa að Teita 8 til þesis verks um ýmiss fconar fróðleik og upplýsing-1 ar. En það kemur fram í formáia verksins, að hug-B myndin að því er 15 ára gömul, kom fyrst fram, 1954® á 50 ára afrnæli stjórnarráðsins, en ákvörðún um 8 framkvæmd var ebki tekin fyrr en tíu árum síðar. 8 Þá, þ.e. 1954, var lífcfa ákveðið að vinna að því að;- byggt yrði nýtt húsnæði fyrir stjórnarráðið, en það B hafði þá um talsvert skeið búið við mjög þröngan 8 húsafcost. Enn bóiar ekkert á þeirri byggin'gu, en ■ vonandi vérður hún komin upp iekki mörgum árum 8 eftir næsta merkisafmæli þes'sarar virðulégu stofn- ■ unar. Saga Stjórnarróðsins er komin, en hvar er nýtt B Stjórnarráðshús? □ f Péturskírkjunni í Róm hefur um langan aldur staðið stóll, sem kenndur hefur verið við Pétur postula. En nú hefur sannazt á óyggjandi hátt, að stóllinn er miklu yngri. Vitað er að stóllinn hefur ver ið til síðan á dögum Karls keis- ara sköllótta, en nokkuð fljót- lega mun sú trú hafa komizt á loft að Pétur postuli hafi átt þennan stól og setið á honum, er hann dvaldist í Rómaborg á efstu árum sínum. Og sem stóll Péturs hefur hann orðið aðnjótandi margháttaðri virð- ingu, meðal annars var steypt um hann mikil bronsumgjörð á 17. öld, og var myndhöggvarinn Bernini fenginn til að vinna það verk. Stóllinn var síðan geymd- ur sem helgidómur og sátu þáf- arnir í honum við sérstakar helgiathafnir. í fyrra var stóllinn tekinn úr bronsumgjörðinni og vísinda- menn fengu hann til rannsókn- ar. Meðal annars var aldur hans ákvarðaður með c-14 aðferð- inni, og kom þá á daginn að stólinn ér langtum yngri en frá dögum Péturs eða frá tímum Karls keisara sköllótta. Karl keisari sköllótti, sem hér kemur við sögu, var son- arsonur Karls keisara mikla og • tók við keisaratign af föður sínum, Loðvík fróma. Hann var krýndur keisari í Róm í árslok 875, og^ þess hefur verið getið til, að hann kunni að hafa lát- ið gera áðurnefndan stól til þess að nota við þá athöfn. Úr því verður sjálfsagt aldrei skor- ið, en stóllinn er. hins vegar ekki eldri en Karl keisari. Nú er það páfans að ákvarða, hvort stólinn verði aftur settur í bronsumgjörðina og geymdur í Péturskirkjunni sem helgigrip- ur, þrátt fyrir þessa nýju vitn- eskju, eða hvort hann verður færður í forngripasafn Vatíkans ins. — Dúnibó hæltir Hljómsveitin Dúmbó á Akra nesi er hætt störfum, segir Ás- geir Guðmundsson, hljómsveit- , arstjóri í viðtali við Skagann. Ástæðan er sú, að meðlimirnir voru orðnir þreyttir á starfinu, og ennfremur er söngyarinn við nám í Kennaraskólanum. — Hljómsveitin hefur starfað í 7 ár. Hljómsveitin kemur bráð- lega fram í sjónvarpinu og enn- fremur hefur hún leikið eitt lag inn á 12 laga plötu, sem kemur bráðlegá á markaðinn., Það eru 12 hljómsveitir sem leika inn á þessa plötu. KENT Afeð hinum þekkta Micronite filter er eftirspurðasta ameríska filter sígarettan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.