Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 14
' 14 Alþýðublaðið 6. desember 1969 Framhaldssaga eflir Elizabelh Messenger Smáauglýsingar A fjallahótelinu undir hjá Carlton-fjölskyldunni til aS kynnast öllum aSstæðum þar og síðan rænt barninu? , Skyndilega fannst Pat eins og ylur sólarnnar ylj- aði henni ekki lengur, en kuldimr nísti hana gegn um merg og bein. Hún hristi höfuðið hægt: — Nei, mér er ómögulegt að ímynda mér Stephen flæktan inn í nokkuð jafn svívirðilegt og barnsrán, sagði hún loks. — Err þú varðst samt sem áður að hugsa þig um, sagði Meg. — Þú vísaðir ekki tilhugsuninni á bug ir hér á hótelinu, rrreðan hr. Carlton hefur farið upp umhugsunarlaust. — Þú veizt það nú líklega sjálf, að þegar at- burðir eins og þessi koma fyrir, hættir manni til að líta alla tortryggnisaugum. Það er það, sem er svo viðbjóðslegt vð þetta. En ef við ætlum að skilgreina Stephen, þá held ég að við verðum báðar að viður kenna, að hann er maður til að sjá um sig sjálfur, og sé talsvert inn undir sig, þannig, að ef hann sjái sér færi á stúlku, sem er efnuð og laus og liðug, þá skipti perringarnir hennar hann töluverðu máli. En það er líka allt og sumt. -— Þú átt sem sagt við, að hann hafi verið á höttunum eftir Jinny, þangað til John kom og eyði- lagði allt fyrir honum. En engu-að síður skrifaði hann eftir þér. Pat fann, að hún roðnaði. Jú, hann hafði rétt henni litla fingur, og hvað hafð hún gert? Hún hafði komið á stundinni. Þetta var niðurlægjandi, en engu að síður var það satt. — Ætli honum haf ekki fundizt upplagt að grípa til gamla ráðsins með að skapa svolitla afbrýðisemi þegar hlutirnir voru honum ekki í hag, sagði hún þurrlega. — Svo hefur hann víst sjálfur fallið í gröfna, sem hann ætlaði að grafa, og Jinny hefur unverðinn. Sjáðu, skíðafólkið er þegar komið út á gert honum það sama. Hún varð bara ofurlítið á und- an honum. — Þú átt við, að hún hafi verð að leika sér með Stephen til að gera John afbrýðisaman? Meg hló uppgjafarhlátri. — Auðvitað! Almáttugur minn. Það liggur við, að maður sjái sýnir um hábjartan dag. Eg er búin að brjóta heilann um' þetta fram og aft ur, hvort Steve hafi verið að lauma sér inn undir hjá Carlton-fjölskyldunni, en nú er mér stórlega létt. — Eg er er orðin alveg banhungruð, sagði Pat. Bara að við séum ekki orðnar of seinar í morg brautirnar. — Þú ert minsta kosti orðin of sein til að ganga úr skugga um, hvað það er, sem Steve vill þér, sagði Meg og benti. — Hann er kominn þangað yfir með hóp af nemendum'. Frame er víst,mjög í mun að koma öllu í eðlilegt horf aftur. Svo að okkur er fyrir beztu að flýta okkur. FRAMF HAFÐI BERSÝNILEGA EKKI borðað sjálfur, því að naumast voru stúlkurnar setztar við borðið, þegar hann kom inn í fylgd með einhverjum karl- mönnum. — Þetta eru lögreglumenrr, sagði Meg. — Þeir eru svo dapurlegir, að það eru áreiðanlega engar nýjar fregnir. Um leið og þær voru búnar með morgunverðinn, reis Pat á fætur. — Mér er víst fyrir beztu að fara og opna veit- ingastofuna, það fer áreiðanlega að streyma að, úr því að það eru svona margir úti ennþá. Hún leit yfir fjallshlíðina, þar sem skíðafólkið í marglitum búningum sást koma niður brautirnar eða hékk í litlum klefunum í skíðalyftunni. — Þetta er dásamlegur leyfisstaður, sagði hún. — Það er ótrúlegt, að þessi skuggi skuli hvíla yfir staðnum. Maður trúir því naunrast, þegar maður sér allt þetta káta fólk. — En maður trúir því svo sannarlega, þegar maður sér andlitin þarna fyrir handan, sagði Meg og kinkaði kolli til Frame og lögreglumannanna. 25. KAFLI. PAT OPNAÐI VEITINGASTOFUNA. Hún setti allar vél ar í samband, hitaði brauðrist og vöfflujárn og gekk úr skugga um, að heitu réttirnir, sem komnir voru úr eldhúsinu, væru á sínum stað í ofninum. Þetta lék allt í höndunum á henni þennan morgun, en þegar rödd að baki hennar bauð skyndilega góðan dag, hrökk hún ofsalega við og sneri sér dauðhrædd við. Cowley lögregluforingi stóð við afgreiðsluborðiö og virti hana fyrir sér. -—Taugaóstyrkar? spurði hann. TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055 VOLKS W AGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu lok á Vc-ikswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á búlstruðum hús- gögnum í heimahúsum, Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabóistrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. , GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jaröýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Heimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Malur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN . VEITINGASKÁUNN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 258. Tölublað (06.12.1969)
https://timarit.is/issue/233592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

258. Tölublað (06.12.1969)

Aðgerðir: