Alþýðublaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 8. d'esember 1969.
Gvendur
t FLUGMAÐUR skrifar mér á
þessa leið: „Einni tillögu vildi
‘ ég að þú kæmir á framfæri
fyrir mig, Götu-Gvendur,- Eins
og aðrir, þá horfi ég stundum
á veðurfregnir í sjónvarpinu
og tek kannski meira eftir því
sem þar er sagt fyrir þær sakir
iive veðrið og veðurspádómar
skipta miklu fyrir starf mitt.
* Nú er ekki sjónvarpað alla
daga, á fimmtudögum berast
fólki engar veðurfregnir í
- sjónvarpi, og þess vegna ér það
tillaga mín að á miðyikudög-
um taki veðurfræðingurinn sér
■ fyrir hendur að geta útlits fyrir
! föstudaginn líka. Það mundi
' vera mikið hagræði. Raunar
- hlustar fólk Iíka á útvarpið, þ.
e. hljóðvarpið, en veðurfregnir
og spár eru eitt af því sem
miklu betur kemst til fólks
gegn um sjónvarp en hljóð-
varp, og þess vegna er hætt við
að hljóðvarpsveðurspárnar
1 fari fremur fram hjá mönnum.
‘ÍÉg sem sagt legg til við sjón-
varpið og veðurstofuna að hér
eftir verði spáð á miðviku-
dögum fyrir föstudaginn líka.
i — Flugmaður.”
★ GANGSTÉTTIR.
1 - SVR-farþegí skrifar mér
' bréf; „Ég hef tekið eftir að
þess er ekki gætt sums staðar
í borginni að SVR-farþega_r
hafi sæmilega jörð til að gánga
á þar sem þeir bíga eftir
vagni. Á sumum stöðum er hálf
gert svað, og t. d. við Lang-
holtsveginn þar sem hann sam-
einast Suðurlandsbraut endar
þessi fína gangstétt í svo sem
-20 metra fjarlægð, en á við-
komustaðnum sjálfum er ekk-
ert að standa á nema örmjór
rennusteinn og svo bara svaðið.
Ég er ekkert að rífast, ég veit
að bærinn hefur í mörg horn að
líta svona rétt fyrir kosningar,
en ég legg til að þess verði
gætt alls staðar sem gert er
sums staðar á SVR-viðkomu-
stöðum, að hellulagður pallur
sé fyrir farþegana að standa á
meðan þeir bíða. Það getur ekki
kostað nein ósköp. — SVR-
farþegi.”
HÁTÍÐASVIPUR
Má ég enn biðja þess að ekki
' verði of fljótt farið að skreyta
borgina fyrir jólin. £>að var
kveikt á jólatrénu á Austur- I
velli í gær, og skal ekkert sett
út á það. En önnur almenn |
skreyting ætti að koma seint, i
helzt ætti eitthvað að vera að
bætast við allan tímann til jóla.
Það verður enginn hátíðasvip- 1
ur á því sem gert er til að j
skreyta ef orðið -er öllum að I
vana að horfa á það löngu áð- |
i ur en til hátíðanna kemur. Ég .
ætla að fylgjast með hvenær I
fólk fer að skreyta hús sín. I
Engar skreytingar ættu að * *
koma á íbúðarhús fyrr en síð- I
ustu vikuna fyrir jól, og jafn- 1
vel ekki fyrr en síðustu dag- |
ana, og á Þorláksmessu og að- _
fangadag ætti margt að bætast I
við svo eðlilegur stígandi sé í I
þessari viðkunnanlegu brejdni "
hátíðahaldanna í skammdeginu. I
VEUUM ÍSLENZKT-
fSLENZKAN IÐNAÐ
<H>
(junnar ~s$iffeiriion hp.
Suðurlandsbraut 16.
Laugavegi 33. - Sími 35200.
KVIKMYNDAV!
kvikmynd, sem gerð er úil
filmum, sem teknar voru meðani
Lenín lifði.
Grógorí Tsjúkhræ er einn af
fremstu leikstjórum Sovét*
ríkjanna. Hann varð fyrst frægi
ur fyrir mynd sína „Sá fertug«
asti og fyrsti,“ sem gerð vail
eftir sögu Lavrénéfs, og er orð
in eitt af sígildum verkum sov*
ézkum. Gerist hún í borgara*
styrjöldinni og lýsir á sannani
og tilþrifamikinn hátt ásturaj
ungrar stúlku úr Rauða hern*
um og liðsforingja úr flokkí
hvítliða, sem um stund eru ein«
angruð frá mannlegu félagi,
ástum, sem fá samt ekki um<
flúið sannindi hinna hörðu, fé<
lagslegu átaka byltingartíma,
Með aðalhlutverk fara þau Í3*
olda Isvístkaja og Oleg Stríza
jenof.
„Endalok Ungherne baróns’*
er gerð af sovézkum og moru
gólskum kvikmyndamönnum |
sameiningu. Þar er sögð flókin
og spennandi saga sovézks leyní
þjónustumanns, sem sendur eB
til bækistöðva hvítliðahers, ei
leitað hefur athvarfs í Mongól-
íu, og endalokum þess liðs. 3
myndir, „Hetjudáðir ungherj*
anna“ og „Nýjar ÍietjudáðiB
ungherjanna,“ lýsa afrekurrl
hóps unglinga í borgarastyrj-
öldinni eftir byltingu, hvernig
þeir með snarræði og dirfskui
gera bófaflokkum ýmis konatl
og hvítliðum margar skráveif
ur. — (Úr fréttatilkynningu).
□ Sl.s laugard. hófst í L’aifg'arásbíói sovézk ikiviík
myndavika sem standa mun til 12. d'es. og verð'a á
henni sýndar sjö kvikmyndir, sem eiga að gefa all-
fjölbreytta hugmynd um sovézlka 'kvikmyndagerð.
Dagskrá vikunnar er á þessa leið:
6. des. Setning vikunnar kl. 5. Svanavatn kl. 6 og 9.
7. des. !Lenín í lifanda lífi ,og Sjötti júlí kl 5 og 9
8. des. Ann,a Karenina kl. 5 ,og 9.
9. des. Endalok Unherns baróns kl. 5 >og 9.
10. des. Hetjudáðir ungherjanna (mynd við unglinga
hæfi) kl. 5. iSá fertugasti og fyrsti kl. 9.
11. des. Nýjar dáðir ungherjanna (mynd við unglinga
hæfi) kl 5. Sá fertugasti og fyrsti kl. 9.
12. des. Lenín í lifanda lífi og Sjötti júlí kl. 5 eg 9.
„Sjötti júlí“ lýsir mjög eftir-
minnilegum degi úr sögu Sov-
étríkjanna: Þegar vinstri þjóð-
Svanavatnið við tónlist
Tsjækovskís er einhver fegursti
ballett, sem saminn hefur ver-
ið. í myndinni, sem hér verð-
ur sýnd, dansar Éléna Evtééva
aðalhlutverkin tvö, Odette-
Odille, en hún er með efnileg-
ustu dönsurum Stóra leifchúss-
ins í Moskvu.
Anna Karenína eftir Léf Tol
stoj er eitt af þeim verkum
heimsbókmenntanna, sem oft-
ast hefur freistað kvikmynda-
gerðarmanna, jafnt í ættlandi
höfundar sem annars staðar. —
Alexander Zarkhí stjórnar
þeirri mynd sem nú verður
sýnd hér, en með titilhlutverk-
ið fer Tatjana Samojlova, sem
hefur verið í fremsta flokki
sovézkra kvikmyndaleikara allt
frá því hún kom fram í „Trön-
urnar fljúga”. Ungur og efni-
legur leikari, Lanovoj, fer með
hlutverk Vronskís. Hlutverk
Kittyar leikur Anastasía Ver-
tínskaja, en hún er einmitt
væntanleg hingað til landsins í
sambandi við kvikmyndavik-
una. Mynd þessi hefur víða
hlotið góða dóma fyrir vönduð
vinnubrögð og trúmennsku við
texta hins rússneska skáldjöf-
urs.
byltingarmenn gerðu vopnaða
uppreisn í Moskva í júlí 1918,
•handtóku nokkra foringja bol-
sévíka og höfðu næstum steypt
hinu unga og veikburða sov
ézka lýðveldi út í styrjöld við
Þýzkaland. Þungamiðja mynd-
arinnar er Lenin, og sýnir hún
•einkar vel frábæra foringja-
hæfileika hans og pólitíska
skarpskyggni við hinar erfið-
ustu aðstæður. Leikstjóranum,
Júlí Karasík, hefur tekizt mjög
vel að gera leikna mynd f stíl
heimildarkvikmyndar, lýsa skil-
merkilega sögulegum persón-
um og andrúmslofti þessara ör-
lagaríku tíma mikilla ákvarð-
ana. Júrí Kajúrof fer með hlut-
verk Leníns frábærlega vel. —
Mynd þessari fylgir heimildar-
Úr myndinni um hetjudáSir ungherjanna.