Alþýðublaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 12
12 Alþýðublaðið 8. desember 1969.
□ Nokkur blaðaskrif hafa spunn
izt út af fyrirspurn Jónasar
Árnasonar á Alþingi um ráðstaf
anir á tekjum af knattspyrnu-
getraunum.
Þar sem Ungmennafélag ís-
lands hefur talsvert borið á
góma í þessu sambandi, óskar
stjórn UMFÍ að taka fram eft-
irfarandi:
Samkvæmt íslenzkum lands-
lögum hefur íþróttasjóður einka
rétt til getraunástarfsemi. Sá
sjóður er til þess stofnaður og
hefur það hlutverk að útbreiða
íþróttir, auka almenna íþrótta-
mennt í landinu og styrkja bygg
ingar íþróttamannvirkja.
Nú gerðist það s. 1. vor að
yfirstjóm íþróttasjóðs afsalaði
sér þessum einkarétti, um sex
mánaða skeið eða til næstu ára-
móta, til ÍBE, ÍSÍ og KSÍ. Ekki
vegSur annað séð en að þetta
hafi verið gert í nokkru fliófc*
ræði. Málið var ekki tekið fyr-
• i‘r ■fté afgreitt á fundi í íþrótta-
nefnd, og stjórn UMFÍ frétti
ekkert um þessa ráðstöfun fyrr
en afsalið var um garð gengið
og samningar gerðir við ofan-
greinda þrjá aðila. 'Þessir þrír
aðilar eru vel að auknum fjár-
ráðum komnir, en það er ekki
hægt að ætlast til þess að ung-
rpennafc lagar láti sér nuverandi
skiptingu á getraunahagnaðin-
u’m lynda, og það er skýlaus
stefna UMFÍ að íþróttasjóður
eigi að ráðstafa með meira jafn
ræði þessum hagnaði, sem sjóð-
urinn á rétt á af getraununum.
Ýmislegt hefur verið ofmælt
og annað ósagt látið í blaða-
skrifum um þessi mál. í Vísi,
28. nóv;,' er það haft eftir Sig-
Urgeiri Guðmannssyni, að UMFÍ
hafi „jafna hlutdeild í stjórn
íþróttasjóðs ríkisins á við
Íþróttasíimband íslands". Þetta
er að vísu svo í orði, en sem
starfsmaður íþróttahreyfingar-
innar veit Sigurgeir eins og
fleiri að svo er ekki í raun.
UMFÍ og ÍSÍ tilnefna hvort
sinn fulltrúa í stjórn sjóðsins
eins og iög gera ráð fyrir. Ríkis-
stjórnin skipar oddamenn nefnd
arinnar, og fulltrúi ríkisins í
nefndinni er varaforseti íþrótta
sambands íslands.
Það eru stjórnarmeðlimir ÍSÍ,
sem mýnda meirrhluta í stjórn
íþróttasjóðs í dag. Hér er ekki
” á’neinri hátt verið að hallmæla
þeim ágætu mönnum, en það
segir sig sjálft að þessi skipan
mála getur leitt til ómáklegrar
gagnrýni á störf nefndarinnar.
Stjórn UMFÍ mun treysta á
góða samvinnu við ÍSÍ á þess-
um vettvangi, sem öðrum. Ýmis
legt fleira er athugunarvert í
máfluitningi áðurnefnds Sigur-
geirs og er drepið á sumt af því
í niðurstöðum þessarar greinar-
gerðar.
Ekki er hægt að láta hjá líða
að geta þeirra skrifa um þessi
mál, sem fram komu í Tíman-
um 30. nóv. s. 1. hjá Alfreð Þor-
steinssyni.
Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum segist hann vilja
blanda pólitík í þetta lírfáí. R’áún
ar verður alls ekki séð af pistli
hans, hvernig hann hugsar sér
það, enda væri slíkt með mikl-
um ólíkindum.
Pistill þessi er skrifaður af.
slíkri þröngsýni og gegnumgang
andi þekkingarleysi á högum
ungmennafélagshreyfingarinn-
ar að furðu sætir. Útilokað er
hér að elta ólar við einstök at-
riði, enda gerist þess væntan-
lega ekki þörf.
Að áliti stjórnar UMFÍ eru
meginatriði málsins þessi:
1.
Nokkur knattspyrnufélög í
Reykjavík höfðu rekið getrauna
starfsemi um alllangt skeið áð-
ur en ÍBR, ÍSÍ og
heimild sína s. 1. vor. Sú starf-
semi var skýlaust brot á lands-
lögum og refsivert athæfi lög-
um samkvæmt.
2.
Heimildin til handa ÍBR, ÍSÍ
og KSÍ var veitt án þess að leit-
að væri álits stjórnar UMFÍ.
3.
Samkvæmt íþróttalögunum hef-
ur íþróttasjóður einkarétt til
getraunastarfsemi. Samkvæmt
sömu lögum er Ungmennafélag
fslands höfuðaðili að þessu máli
ásamt ÍSÍ, og getur ekki látið
núverandi skiptingu ágóðans af
getraununum óátalda.
Athugasemdir og. tillögur
UMFÍ í þessu máli hefur full-
trúi þess í íþróttanefnd flutt á
þeim vettvangi.
Stjórn UMFÍ hefur ekki ósk-
að eftir opinberum blaðaskrif-
um um þessi mál, þótt stjórnin
telji sig nú til knúna að láta frá
sér heyra vegna áðurgreindra
blaðaskrifa.
4.
Samkvæmt núverandi skipulagi
getraunanna, er ekki um að
ræða neina fjárhagslega áhættu
í rekstrinum, eins og Sigurgeir
Guðmannsson lætur að liggja í
Vísi 28. nóv. s. 1. og Sigurgeir
veit manna bezt um.
5.
Það er í hæst máta óeðlilegt að
svo stór hluti getraunaágóðans
sem raun ber vitni um renni til
eins héraðssambands, nefnilegá
íþróttabandalags Reykjavíkur.
6.
Það er skoðun stjórnar UMFÍ
að bezta tryggingin fyrir sann-
gjarnri skiptingu getraunaágóð-
ans sé sú, að stjórn íþróttasjóðs
skipti honum til eflingar al-
mennu íþróttastarfi um allt
land, eins og líka gert er ráð
fyfir í lögum. Þá telur stjórn
UMFÍ að heppilegast sé að ein-
stök ungmenna- og íþróttafélög
annist áfram sölu getraunaseðl-
ianna og með eigi minni sölu-
jiaun en verið hefur.
Hins vegar þarf að gera ráð-
stafanir til að félög utan Reykja
víkursvæðisins geti í ríkari mæli
tekið þátt í sölunni til að bæta
fjárhag sinn og styrkja íþrótta-
starfið í landinu í heild.
7.
Ekki má líta svo á að ráðstöfun
arréttur íþróttasjóðs á getrauna
ágóðanum létti að neinu leyti
þeirri skyldu af ríkisvaldinu að
stórauka fast frámlag sitt til
íþróttasjóðs, sem orðið hefur
svo afskiptur um fjárveitingu í
langan tíma að stór vansæmd
er að. —
TROLOFUNARHRINGaR
, Flj6» afgreiSsla
> Sendum oeon oústkfofú.
OUÐM ÞORSTEÍNSSON;
gullsmiður
Bankasírætí 12.,
BORGARTÚNI 21, S(M|rl8660.
from
til , ,
orustu
EFTIR FRÍMANN HELGASON, j
ÍÞRÓTTAFRÉTTARITARA
Spennandi bók um mikil átök, mikla sigra
og harða þjálfun. Þetta er bók um fjóra
bardagaglaða menn, skráð af manni, sem
öllum öðrum fremur skilur íþróttamenn,
vonir þeirra, veikleika og styrk og þrot-
lausa baráttu að settu marki.
Þetta er bók sem yljar öllum um hjarta-.
ræturnar, strákum og stelpum, jafnt átta
ára sem áttræðum.
SPENNANDI BÓK UM SPENNANDI
AUGNABLIK
l