Alþýðublaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 13
(J
ÍÞRðTTIR
Austurríki
sigraði ísland
í gær 21:20
| Akureyringar
jbreyttu 0-2 í 3-2
Frá leik Austurríkismanna og íslendinga hér heima
Því heíðu fáir trúað að ó-
reyndu, að íslenzka landsliðið í
handknattleik, sem sigraði Aust
urríkismenn tvívegis með mikl-
um yfirburðum í Laugardals-
höllinni í fyrra mánuði myndi
tapa ytra. Bn þetta er samt blá-
köld staðreynd, Austurríkis-
menn sigruðu í síðari leiknum
með 21 marki gegn 20. Þessi
úrslit breyta samt engu um
það, að íslendingar komast í úr-
slitakeppnina í Frakklandi á
mun betra markahlutfalli, skor-
úðu 48 mörk gegn 31 saman-
lagt í báðum' leikjum.
Geir Hallsteinsson . skoraði
fyrsta mark leiksins, en Patzer
jafnaði fyrir Austurríki og hann
átti eftir að koroa meira við
sögu, því að hann skoraði alls
níu mörk í leiknum og m. a.
sigurmarkið úr aukakasti eftir
að leiktíma var lokið.
Fyrri hálfleikur var býsna
jafn en þó höfðu Austurríkis-
Tnenn yfirleitt frumkvæðið, þó
sást bæði 4:4 og 5:6 og 7:7 á
markatöflunni, en fyrri hálfleik
lauk með sigri Austurríkis-
manna, 11 gegn 8.
Ekki hófst síðari hálfleikur.
glæsilega, Austurríkismenn
komust í li3:8, en þá fór ís-
lenzka liðið heldur að sækja á
og munurinn var lengst af 1-3
mörk. Þegar tíu mínútur eru til
leiksloká er staðan 16:15 og
• nokkru fyrir leikslok' jafnaði'
Ólafur H. Jónsson 20:20. Á síð
ustu sekúndunum er dæmt auka I
kast á íslendinga og hún erl
ekki framkvæmd fyrr en leik-
tíma er lokið, en hið ótrúlega |
skeði, Austurríkismenn skor-1
uðu og það var Patzer.
Því er ekki að neita, að þessi ■
ósigur er dálítið leiðinlegur og I
töluvert áfall fyrir okkai- ágæta |
handknattleikslið. Því er að
vísu haldið fram, að íslenzka I
liðið hafi ekki sýnt sín spari-1
leikkerfi, þar sem pólskir ,njósn I
arar‘ voru komnir til Vínar, til ■
að kvikmynda leikinn. En slíkt I
er léttvæg afsökun, Austurríkis I
menn eru það slappir í hand-
knattleik, að tap íslenzka liðs- j
ins er óafsakanlegt og nánast
furðulegt. Þess skal getið, að 1
Geir Hallsteinsson var ekkert i
inn á í síðari hálfleik.
Mörk íslenzka liðsins skor-1
uðu; Jón Hjaltalín 8, Ólafur H.
Jónsson 4, Geir 3, Einarj
Magnússon 2, Stefán Jónsson |
2, Ingólfur Óskarsson 1.
Dómarar voru ungverskir og i
dæmdu vel. Áhorfendur voru j
frekar fáir.
— íslenzka landsliðið leikur j
aukaleik, sem verður skráður
landsleikur við Aústurríkis-1
menn á boi'ginni Graz í kvöld. i
Ekki er oss kunnugt um hvern- |
ig liðið verður skipað, en von- !
andi tekst betur upp í leiknum
í kvöld.
□ Það varð hið harðsnúna lið
Akureyrar, sem sigraðí í Bikar-
keppni KSÍ í ár, með sigri sín-
um gegn hinu ágæta liði Akur-
nesinga í úrslitaleik, sem fram
fór á Melavellinum j gærdag.
Eftir að hafa haft tvö mörk yf-
ir, máttu Akurnesingar tvívegis
horfa á eftir knettinum inn I
mark sitt, og síðan í þriðja sinn
í framlengingu, þegar Kári Árna
son skoraði sigurmarkið fyrir
Akureyri.
Melavöllurinn var allur gler-
háll í gærdag, og olli það leik-
mönnum óskaplegum vandræð-
um, þvf mjög erfitt var að fóta
sig á svellinu. Varð úr þessu
stundum nokkurs konar milli-
stig knattspyrnu og ísknattleiks
sem nefna mætti ísknattspyrnu.
Samleikur var allur mjög erfið-
ur af þessum sökum, en þó
voru það greinilega Akureyr-
ingar, sem betri knattspyrnu
sýndu í leiknum, og sigur þeirra
var fyllilega verðskuldaður.
Matthías Hallgrímsson skor-
aði fyrsta mark leiltsins á 10.
mínútu fyrri hálfleiks. Hann lék
sig í skotfæri, sem reyndar var
þröngt, inni í vítateigi Akur-
eyringa, og frekar laust skot
hans slapp framhjá Samúel
markverði, og inn í hornið fjær.
Eftir þessa góðu byrjun
Skagamanna hófu Akureyring-
ar stórsókn, sem þó skiláði ekki
árangri sem erfiði. Sóttu Akur-
eyringar mjög fast, og sköpuðu
sér með því nokkur tækifæri.
Kári átti skot framhjá marki,
og fimm rhínútum seinna björg
uðu Akurnesingar á línu, og
loks átti Skúli Ágústsson fast
skot rétt yfir markið. Bezta
tækifæri Akurnesinga átti Teit-
ur Þórðarson, sem komst óvald
aður í gott skotfæri, reyndar ut
an vítateigs, en Samúel varði
skot hans. Á 37. mínútu skor-
uðu Akureyringar mark eftir
góða samvinnu Skúla og Kára,
en það var dæmt af vegna rang
stöðu. Loks björguðu Akurnes-
ingar enn á línu fáeinum sek-
úndum fyrir hlé.
Eftir 10 mínútna leik í síðari
hálfleik bættu Akurnesingar
öðru marki sinu við. Teitur Þórð
arson náði boltanum eftir klaufa
legt úthlaup markvarðar, og
skoraði örugglega. Við þetta var
eins og aukinn þróttur hlypi í
sókn Skagamanna, og á 13. mín
útu átti Guðjón Guðmundsson
fast skot á mark, sem Samúel
náði naumlega að slá yfir.
' Það liðu ekki nema tvær mín
Frh. á 15. síðu.
*
□ ÍR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar í körfu-
knattleik 1969. Þeir jsigruðu KR í úrslitaleik í gær-
kvöldi með 80 stigum gegn 57. Nánar verður sagt
frá leiknum í blaðinu á morgun. —