Alþýðublaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 16
Alþýðu blaðið 8. desember 1969 4 fundnir meðlO réfta 319 þúsund í poffi □ Röðin á getraunaseðlinum í knattspyrnugetrauninni þessa víku er svona: xl2 — 212 — 121 — 221. 310 þús. eru í potti og í morgun kl. 10 voru starfs- menn getrauna búnir að finna 4 seðla með 10 réttum, en þá var rannsókn seðla um það bil hálfnuð. Urslit einstakra leikja eru þessi: Arsenal—-South. 2:2 Coventry—Tott. 3:2 Cryst. P.—Derby 0:1 Everton—Liverpool 0:3 Leeds—Wolves 3:1 Man. U.—Chelsea 0:2 Nott. For,—Sheff. Wed. 2:1 - Stok—Newcastle 0:1 Sunderl.—Ipswieh 2:1 West Brom.—Burnley 0:1 West Ham.—Man. C. 0:4 Cheff. U.—Lester 1:0. Sfalsf á broff frá áreksfurssfað □ Klukkan 23.20 í gær- kvöldi sást til ökumanns á gömlum, amerískum <bíl, bláum með hvítan topp, þar sem hann ók á mannlausan lítinn bíl við j hús nr. 26—33 við Ásgarð, og Btakk af. Guðmundur Her- mannsson, yfirlögregluþjónn sá atburðinn og hljóp út á sval- ir á húsi sínu. Sá hann bílstjór- ann fara út úr bílnum, fór hann hið skjótasta inn í bíl sinn aftur og ók á brott. Guðmund- ur stöðvaði bíl á götunni og bað bílstjórann að elta mann- inn. Gerði hann það, en náði honum ekki. Er ökumaður sá sem árekstrinum olli beðinn að gefa sig fram við rannsókn- arlögregluna, síminn er 21100. Enn er sfolið Q í morgun kl. 8 heyrði veg- farandi á Hverfisgötu brothljóð skammt' frá sér og sá skömmu I síðar tvo pilta hlaupa frá verzl- un Baldurs Jónssonar við Hverf isgötu 37. Gerði hann lögregl- unni viðvart. Er komið var á staðínn fannst grjóthnullungur inni á gólfi verzlunarinnar, vaf inn innaní klút, og hafði hann greinilega verið notaður til að brjóta rúðuna. Tveggja lítilla segulbanda af National gerð er saknað úr verzl uninni. Númer þeirra eru: 21544 National R<3 204S og 66380 National 203S. Ef ein- hver verður vár við tæki þessi i er hann vinsamlegast beðinn urn að láta rannsóknarlögregluna vita. AKL EFNI SÉ OT TA TTULEGT Sfarfsfólk við fram; leiðsluna verður fyrir skaðlegum áhrifum □ Bandarísk yfirvöld hafa nú fyrirskipað rannsókn á því, hvort þvottaefni, sem innihalda efnakljúfa, geti verið hættuleg heilsu manna. Þvottaefni með efnakljúfum, hófu göngu sína 1967 og hafa síðan farið sigurför um heirh- inn. Rannsóknir gerðar í Bret- landi og Bandaríkjunum hafa leitt í ljós, að starfsfólk í verk- smiðjum, sem framleiða slík þvottaefni, hafi haft skaðleg á- hrif af návist efnakljúfanna, en rannsókninni er ætlað að leiða í ljós, hvort þeir geti einnig haft heilsuspillandi áhrif á almenna neytendur, sem snerta þá langt um útþynntari en verksmiðju- fólkið. Ef rannsóknin leiðir í ljós að á slíku sé hætta verða framleiðendur þessara þvotta- efna að öllum líkindum skyldað ir til að prenta viðvörun utan á pakkana. —■ □ í gær var kveikt á jólatrénu við Austurvöll, Sendiherra Norðmanna á ís- landi afhenti Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra, tréð, og hélt við það tækifæri ræðu á ísle izku. Geir'tók við trénu og sagði nokkur orð. Margt manna var við athöfnina, mest börn og mátti greina á andlitum þeirra að jólin eru ekki langt undan. Myndina tók G. H. ljósmyndari blaðsins í gær á Austurvelli. — Jólamarkaður hjá Þórði □ Jólamarkaðurinn í Blóma- skálanum við Nýbýlaveg, hjá honum Þórði á Sæbóli, er haf- inn. Er fréttamenn blaðsins litu þar við á laugardag var starfs- fólk önnum kafið við uppsetn- ingu alls kyns jólavarnings, og Þörður stjórnaði eins og hers- höfðingi. Þarna sáum við m. a. aðventukransa, altariskerti, skreyttar jólakörfur með kert- um, jólatré og jólaskraut og yfirleitt allt sem nöfnum tjáir að nefna í sambandi við jól. Þarna er sérstök barnastúka með stóru jólatré, en í hillun- um eru ýmis ódýr leikföng fyrir börn, ætluð til jólagjafa. „Kannski lætur jólasveinninn sjá sig bráðlega", segir Þórður og glottir. „Ég var að fá alveg nýtt skegg og hver veit nema maður sýni það“. Og varla draga íkornarnir tveir, sem Þórð ur hefur í stóru búri í afgreiðslu salnum, úr áhuga barnanna. Þórður hefur selt jólavörur síð- an árið 1929, sagði hann okkur. Opið verður í Blómaskálanum til kl. 10 á kvöldin og það er einnig opið u helgar. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.