Alþýðublaðið - 09.12.1969, Síða 7
Alþýðublaðið 9. desember 1969 7
OPNA
Framhald úr opnu.
lands að Fríverzlunarsamtökun
um“.
W:
NIÐURSTÖÐUR r.
ATHUGUNARINNAR
„Hér er að sjálfsögðu ekki á-
stæða til þess að rekja niður-
stöður hinna víðtæku rannsókna
dr. Guðmundar Magnússonar,
prófessors. Þó er rétt að benda
á, að meginniðurstaða þeirra er
sú, að staða íslenzks iðnaðar
er mun styrkari en menn virð-
ast almennt hafa talið og að iðn
þróun á íslandi mundi eflast við
aðild fslands að Fríverzlunar-
samtökunum á grundvelli þeirr-
ar samningsgerðar, sem nú er
kostur á. Ég tel rétt að geta hér
nokkurra atriða úr niðurstöðum
athugana hans á samkeppnis-
hæfni helztu tollvernduðu iðn-
greinanna. Hann telur aðild að
Fríverzlunarsamtökunum muni
hafa lítil áhrif á afkomu í brauð-
og kökugerð. Hins vegar sé kex-
gerð illa undir samkeppni bú-
in, og sé þar nauðsyn á tækni-
aðstoð til framkvæmda á ým-
iss konar breytingum. Sælgæt-
isgerð hefur notið svo til al-
gjörs innflutningsbanns, og
mundi aðild að Fríverzlunar-
samtökunum gera ýmiss konar
breytingar í þeirri iðngrein nauð
synlegar, fyrst og fremst sam-
runa fyrirtækja samfara end-
urnýjun ,á vélakosti. Aðild að
Fríverzlunarsamtökunum mundi
ekki hafa áhrif á öl- og gos-
drykkjagerð sökum þeirrar
verndar, sem felst í fjarlægð ís
lenzka markaðsins frá erlendum
framleiðslufyrirtækjum. Fyrir
ullarþvott, spuna og vefnað
fylgja stækkun markaðs meiri
kostir en gallar. Um skógerð
segir, að framleiðni hafi stór-
aukizt á undanförnum árum, og
mundi hún eflast fremur en
dragast saman. Fatagerð hafi
sýnt þvílíka aðlögunarhæfni, að
ástæða sé til þess að ætla, að
hún standist samkeppni á flest-
um sviðum. Húsgagnagerð hafi
: einnig staðizt erlenda sam-
keppni, og eigi á því sviði að
vera um skilyrði til útflutn-
ings að ræða. Svipað sé að segja
um innréttingasmíði. Skirina-
og . leðuriðnaður sé vænlegur
útflutningsiðnaður, og gildi hið
sama um fyrirhugað minkaeldi.
Málningar- og lakkgerð virðist
fyllilega samkeppnisfær. Hrein
lætisvöruframleiðendur virðast
einnig samkeppnisfærir. f málm
smíði sé um að ræða verðmæta
1 þekkingu og reynslu, auk þess
sem hún njóti staðarverndar,
þannig að ástæðulaust sé að ótt
ast um framtíð hennar. Ekki
muni vet-ða um frekari sam-
drátt í smíði rafmagnstækja að
ræða, og aðstaða í plastiðnaði
og umbúðaiðnaði breytist ekki
til hins verra. Þar eð ekkert
sé því til fyrirstöðu í Fríverzl-
unarsamtökunum, að um sé að
ræða ríkiseinkasölu eins og t. d.
þá, sem Áburðarverksmiðjan
hefur, mundi staða hennar ekk-
1 ert breytast, enda hefur starf-
semi hennar verið í fullu sam-
ræmi við reglur Fríverzlunar-
samtakanna. Þá heimilar samn-
ingur Fríverzlunarsamtakanna
ráðstafanir vegna tímabundinna
erfiðleika fyrirtækja eins og
Sementsverksmiðjunnar.
Sérstaka athygli vekur pró-
fessorinn á framtíð íslenzks nið
ursuðuiðnaðar úr sjávarafurð-
um og þeim möguleikum, sem
á því sviði skapist á erlendum
markaði við aðild að Fríverzl-
unarsamtökunum. Auk niður-
suðuiðnaðarins telur hann, að
þegar við aðild að Fríverzlunar-
samtökunum muni geta hafizt
útflutningur frá fyrirtækjum í
innréttingasmíði, prjónaiðnaði
og skinna- og leðuriðnaði. Af
nýjum greinum bendir harin sér
staklega á efnaiðju og rafeinda-
iðnað“.
AFNÁM
VERNDARTOLLA
Gylfi Þ. Gíslason fór nokkrum
orðum um reynslu Norðmanna
af EFTA-aðildinni. Sagði hann,
að reynsla þeirra hefði sýnt og
sannað, að iðngreinar þær, sem
tollverndaðar voru í Noregi,
þegar Fríverzlunarsamtökin
voru stofnuð, hafi eflzt og
styrkzt þar í landi en ekki drég
izt saman. Enn fremur sagði
Gylfi Þ. Gíslason:
„Engu að síður verður að
gera sér ljóst, að sú lækkun
framleiðslukostnaðar og sú end
urskipulagning í tollvernduð'um
iðngreinum, sem afnám toll-
verndar hlýtur að hafa í för
með sér, er erfið í framkvæmd
og langt frá því að vera vanda-
laus. Þá veldur afnám verndar-
tollanna einnig því, að ríkið
þarf að endurskipuleggja tekju-
öflun sína. I stað verndartoll-
anna verða að koma aðrir tekju
stofnar. Mun ríkisstjórnin leggja
til, að í stað þeirra tollalækk-
unar, sem koma mundi til fram-
kvæmda í sambandi við aðild
íslands að Fríverzlunarsamtök-
unum, komi hækkun á sölu-
skatti. Er jafnframt til athugun-
ar að breyta söluskatlinum í
svo nefndan virðisaukaskatt,
sem nú er ýmist búið að koma
á eða er verið að koma á í flest
um iöndum Vestur-Evrópu í
stað söluskatts, en virðisauka-
skattur er fólginn í því, að tek-
inn er lægri hundraðshluti af
verði vörunnar í skatt á hverju
viðskiptastigi. Er talið, að miklu
auðveldara sé.að koma í veg fyr
ir undanbrögð undan skaltinum
með virðisaukaskattkerfinu“.
LÆKKUN
TOLLTEKNA
„Lækkun sú, sem gert er ráð
fyrir á verndartollum fullunn-
innar iðnaðarvöru í sambandi
við aðild íslands að Fríverzlun-
arsamtökunum, mun lækka toll
tekjur ríkissjóðs um því sem
næst 235 millj. króna. Jafn-
hliða er gert ráð fyrir hlutfalls-
lega meiri lækkun á tollum á
hráefni og vélar, og mun sú
lækkun hafa í för með sér tekju
lækkun hjá ríkissjóði um því
sem næst 165 millj. króna. Sú
tollalækkun, sem stæði í sam-
bandi við beina aðild íslands að
Fríverzlunarsamtökunum, næmi
þess vegna um 400 millj. króna.
Hins vegar hafa frekari tolla-
lækkanir á nokkrum vörum ver
ið ráðgerðar, og ennfremur er
fyrirhugað að endurgreiða tolla
á hráefnum og vélum, sem
greiddar hafa verið í tiltekinn
tíma áður en aðaltollalækkun-
in kemur til framkvæmda.
Mun þetta lækka tekjur ríkis-
sjóðs um því sem næst 100
millj. króna til viðbótar, þann-
ig að fyrirhugaðar tollalækkan-
ir munu lækka tekjur ríkis-
sjóðs um því sem næst 500
millj. króna. Mun frumvarp að
nýrri toliskrá verða lagt fram
síðar í þessari viku, og mun þá
hæstvirtur fjármálaráðherra
gera grein fyrir þessu máli öllu“.
16. GREININ '
Um hina umdeildu 16. grein
EFTA -sáttmálans, sagði Gylfi
Þ. Gíslason m.a.:
„Á fyrstu starfsárum Fríverzl
unarsamtakanna var oft um
það rætt, að ekki væri nógu
ljóst, hvað ákvæði greinarinn-
ar fælu í raun og veru í sér.
Hins vegar er ekki um það vit
að, að mismunandi skoðanir á
efni hennar hafi valdið nokkr-
um deilum milli aðildarríkj-
anna eða einstakra fyrirtækja
eða borgara í aðildarríkjunum.
Á fundi, sem ráðherrar ríkja
Fríverzlunarsamtakanna héldu
með sér í Bergen í maí 1966,
komu þeir sér saman um túlk
un á þessari grein og hefur
skilningur á henni síðan verið
byggður á þessari svonefndu
Bergen-samþykkt. Samkvæmt
henni taka ákvæði 16. greinar-
innar til þessarar atvinnustarf-
semi;
1. Heildverzlúnar og uniboðs-
verzlunar með EFTA-vörur.
2. Fyrirtækja, sem starfa að
samsetningu á EFTA-vörum úr
einstökum hlutum.
3. Fyrirtækja, sem framleiða
EFTA-vörur, sem mestmegnis
á að flytja út til annarra aðild-
arríkja.
Rétturinn, sem 16. greinin
veitir aðiljum í einu aðildar-
ríki til þess að stofna iðnaðar-
útflutningsfyrirtæki í öðru að-
ildarríki, er þó mjög takmark-
aður. Ekki er um þennan rétt
að ræða, ef;
1. Stofnun fyrirtækisins hef-
ur í för með sér eignarrétt á
innlendum náttúrugæðum, og
verður að líta svo á, að hér sé
einnig átt við hagnýtingu nátt-
úrugæða eins og fiskistofna.
2. Stofnun fyrirtækisins veld
ur nauðsyn á aðgangi að fjár-
magnsmarkaði landsins.
3. Ef um er að ræða fjárfesL
ingu í starfandi fyrirtæki, og
þýðir þetta, að ákvæðin taka
aðeins til nýrra fyrirtækja, ef
um framleiðslufyrirtæki er að
ræða.“
LÖG UM STOFNUN
FYFÍRTÆKJA
„Við allar þessar takmarkan
ir bætist það, að innan Fríverzl
unarsamtakanna eru engar
brigður á það bornar, að sér-
hvert aðildarríki getur sett lög
gjöf, sem gerir stofnun nýrra
fyrirtækja háða sérstöku opin-
beru leyfi. Ekkert aðildarríkj-
anna setti að vísu slíka löggjöf
í framhaldi af stofnun Fríverzl
unarsamtakanna, og virðist það
benda til þess, að ekkert þeirra
hafi óttazt óeðlileg eða skað-
leg áhrif ákvæða 16. greinar-
innar. Þegar hugsanleg aðild
að Efnahagsbandalaginu komst
á dagskrá í Noregi, settu Norð
menn hins vegar nýja löggjöf
um leyfi til stofnunar fyrir-
tækja í fiskiðnaði. Slík löggjöf
hafði áður verið í gildi um aðr-
ar atvinnugreinar í Noregi.
Með slíkri löggjöf hér væri
hægt að gera stofnun hvers kon
ar fyrirtækja háða leyfi stjórn
íarvaláa, ærlend'ra (fyriittækja
og innlendra. Þess vegna hafa
sámhliða flutningi þessarar
þingsályktnuartillögu tvö frum
vörp verið lögð fyrir hið háa
Alþingi, annað um breytingu
á lögunum um iðju og iðnað.
Er þar gert ráð fyrir því, að
gera megi stofnun nýrra fyrir
tækja háða samþykki inn-
lendra stjórnarvalda. Innan Frí
verzlunarsamtakanna eru ekki
brigður á það bornar, að heim-
ilt væri að setja hvers konar
skilyrði fyrir leyfi. Neita mætti
um leyfið, ef stjórnarvöld teldu
ekki þörf á nýju fyrirtæki í
þeirri grein, sem um er að
ræða, annað hvort í landinu
öllu eða á þeim stað, sem um
er að ræða — ef vinnuafl er
ekki talið fyrir hendi — ef það
er talið hafa truflandi áhrif á
atvinnulíf eða viðskipti o.s.frv.
Þess ber þó að geta, að ekki
mætti samtímis neita um stofn
un fyrirtækis, sem ákvæði 16.
greinar taka til, en leyfa stofn
un nákvæmlega sams konar ís
lenzks fyrirtækis á sama stað.
Ef íslenzk yfirvöld vilja ekki
leyfa stofnun erlends fyrirtæk
is, sem 16. 'greinin tekur til,
væri þó undantekningarlaust
hægt að finna rökstuðning fyr-
ir neitun, sem hinn erlendi að
ili yrði að taka gilda. Hann
gæti beðið ríkisstjóm sína að
taka málið upp við íslenzku rík
isstjórnina eða við ráð samtak-
anna í Genf. Hann gæti þó ekki
vænzt neins jákvæðs árangurs
af slíku. Og hann gæti ekkert
við því sagt, þótt íslenzk stjórn
völd veittu innlendum aðila
slikt leyfi síðar, enda gætu að
stæður þá verið orðnar breytt-
ar.‘ ‘
ÓSKIR OG
ÁRANGUR
í lok ræðu sinnar bar Gylfi
Þ. Gislason saman þær óskir,
sem ísland setti fram í janúar-
mánuði þ.á. á fundi EFTA-ráðs
ins og niðurstöður þeirra samn
inga, sem náðst hafa milli ís-
lands og EFTA. Samkvæmt
þessum samanburði ráðherrans
(en meginatriði þess saman-
burðar hefur Alþýðublaðið birt
fyrir nokkrum dögum) er ljóst,
að EFTA-löndin hafa fallizt á
allar óskir íslendinga í öllum
meginatriðum, — eins og bezt
verður á kosið. í lok ræðu sinn
ar sagði Gylfi Þ. Gíslason:
LOKAORÐ
„Allar ákvarðanir á einstök
um stigum málsins hafa að sjálf
sögðu verið teknar af ríkis-.
stjórninni í heild, en EFTA,-
nefnd þingflokkanna hefux jafn
an verið höfð með í ráðum, þeg
ar taka hefur þurft ákvarðan-
ir, þótt hún eða einstakir full-
trúar í henni beri að sjálfsögðu
ekki ábyrgð á neinni ákvprðun
sem tekin hefur verið. Sam-
starf í nefndinni hefur hirjs veg
ar verið ágætt og ég vo: la, að
segja megi, að nefnda: menn
bafi fundið, að vilji hafi verið
til þess, að þeir fylgdust með
öllu, sem í málinu gerðist —
að þeir hafi jafnan fengið tæki
færi til þess að koma sjónarrmð
um sínum á framfæri, og feng
ið svör við öllum snurningum,
sem upp hafa komið. En ábyrgð
á þvi, sem gert hefur verið, er
að sjálfsögðu á herðum ríkis-
stjórnarinnar einnar.
Nú er það Alþingis að taka
lokaákvörðun í þessu rnikil-
væga máli. Öll gögn hafa verið
lögð á borðið. Það er mjög eiri-
dregin skoðun ríkisstjórnarinn
ar, að Alþingi eigi að sam-
þykkja þá þingsályktunartil-
lögu, sem hér liggur fyrlr. Það
er skoðun ^íkisstjórnaÁnnar,
að með því móti mundi verða
stigið eitt stærsta sporið. sem
lengi hefur verið stigið tij þess
að gera íslenzkt atvinnulíf
öflugra og fjölbreyttara og
leggja traustan grundvdll að
áf ramhaldandi f ramförum og
Hfskjarabótum á íslandh“
NÁTTÚRUVERND
Frh. 12. síðu.
að að starfa á nakkru breið-
ari grundivélli, þ. e. a. s. þaui
eiga að taka bæði t l land-
græðslu og almsnnrar náitt-
úruverndar. Þau rnunu m. a.
veita aðstoð við skipuilaign-
ingu siálfboiðavinnu í land-
græðsl.u og Landgræðslan
lergia fram fjármagn til
krupa á grasfræi og áiburði
í b-ví skvni og væntanleg’a
fl’eiri að’lar. SömuJeið s m'unut
þau taka að sér herferðina
Hreint land — fagurt land
og annast framihald hennar.
— Og að lokutm: bað finnst
ýmsum betta óheyriilega larigt
og erfitt nafn, s°.m ra.^töfk-
unum befur verið ffpft* —
Landigræðslu- oet n-' tíúTu-
verndarsamtclk íslands.
— Jái, það er nú bað. Fn
það er kannski elklki svo auð
velt að finna betra nafn.
Huvsaníegt er að bstta ta.ki
e'nhvori'U'-n breytin.guim á að"
alfund'jnuim'.
Óla.fur sagði að lokum, að
skrifstofan að L.ágmúla 9
ætti m. a að vería einskon-
ar f y r i r g r e i ðsl u.S'k r i f s t o f a,
þangað gaeti fólk snúið sér
með óskir sínar og umkvart-
anir í landgræðslu- og nátt-
úr.uverndarmáiluim, þegar
nauðsynl'egum úndirbúningj
væri lokíð og starfsemin koæa
in í fullan gang.