Alþýðublaðið - 09.12.1969, Side 8

Alþýðublaðið - 09.12.1969, Side 8
8 Alþýðu'bl'aðið 9. desember 1969 Island og EFTA: Ræða viðskipfamálaráðherra,, Gylfa Þ. □ Alþýðublaðið birtir hér kafla úr hinni ítarlegu ræðu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, sem hann flutti, er hann mælti fyrir tillögu um aðild íslands >að EFTA á fimdi sameinaðs þings í gær. Millifyirirsagnir eru hlaðsins. Gíslasonar á Alþingi í gær. INNGANGSORÐ □ í upphafi framsöguræðu sinnar rakti dr. Gylfi Þ. Gísla- son tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið til þess að koma á fót samstarfi í viðskipta- og markaðsmálum meðal þjóða Evrópu eftir síðari heimsstyrj- öld. Rakti hann sögu þeirra al- þjóðlegu og samevrópsku stofn ana sem komið hafði verið á fót allt frá árinu 1948, er Efna hags- og framfarastofnun Evr- ópu OEEC var komið á fót í sambandi við Marshallaðstoð- ina. Ræddi Gylfi Þ. Gíslason í því sambandi sérstaklega þær ástæð ur, sem legið hefðu að baki stofn unar Fríverzlunarsamtaka Evr- ópu, — EFTA og gerði saman- burð á markmiðum og leiðum tollabandalagsins EBE, sem stefnir að stjórnmálalegum og efnahagslegum samruna aðildar ríkja og fríverzlunarsamtakanna EFTA, sem stefnir að því, að afnema verndartolla á iðnaðar vörum í viðskiptum aðildarland anna innbyrðis. Viðskiptamálaráðherra skýrði jafnframt frá því í upphafi ræðu sinnar, á hvern hátt fs- land hefði fylgzt með samninga viðræðum Evrópuríkjanna um stofnun markaðssvæða og sam- vinnu á sviði viðskiptamála, á- samt þátttöku landsins í við- skiptasamstarfi á vegum OEEC og GATT. Greindi Gylfi Þ. Gíslason sér staklega frá viðbrögðum ís- ienzkra stjórnvalda árið 1961, þegar viðræður hófust milli að ildarríkja EFTA og EBE um stofnun sameiginlegs markaðs- svæðis í Vestur-Evrópu. Þar eð svo virtist, sem samkomulag myndi nást milli þessara ríkja í fycstunni, en viðskipti okkar við þiessi ^lpnd nema um 60%, af .' heildárutanríkisviðákiptum okkdr, fóru fslendingar fyrst fyriiji alvöru að hugleiða tengsl við önnur Evrópuríki í viðskipta iegu tilliti og lögðu mikla á- herzlu á það, að kynna bæði ríkisstjórnum EFTA-landanna og EBE-landanna sérsjónarmið landsins með tilliti til slíkrar samvinnu. Gaf viðskiptamála- ráðherra Alþingi skýrslu um þessar viðræður íslands við önnur Evrópuríki þann 12. nóv- ember 1962. Þegar viðræður EFTA-land- anna fóru út um þúfur, féllu um ræður um slíkt samstarf niður hér á íslandi um skeið, m. a. vegna mikilla uppgripaára á fyrstu árum þessa áratugs, sem gerðu það að verkum, að ís- lendingar þurftu ekki að taka skjóta ákvörðun til þess, hvort og með hvaða hætti þeir óskuðu að taka þátt í viðskiptasamstarfi við nálægar þjóðir. Um þessi atriði fórust dr. Gylfa Þ. Gíslasyni svo orð: FYRSTU ÁR EFTA Á fyrstu starfsárum Fríverzlun arsamtakanna urðu íslendingar ekki fyrir verulegu óhagræði vegna starfsemi samtakanna. Að vísu lækkuðu tollar á ýmsum sjávarafurðum smám saman inn an Fríverzlunarsamtakanna, þannig að t. d. Norðmenn fóru að fá hærra verð í Bretlandi fyrir þær sjávarafurðir, sem samningurinn tekur til. En verðlag á sjávarafurðum var á þessum árum yfirleitt hvarvetna hækkandi, svo að tjónið var ekki tilfinnanlegt. Þegar tollar höfðu hins vegar að fullu verið afnumdir fyrir tveim árum og sjávarútvegurinn við norðan- vert Atlantshaf átti við vaxandi erfiðleika að etja, fór hins veg- ar aðstöðumunurinn að verða æ tilfinnanlegri. Einkum og sér í iagi kom þetta í ljós á árun- um 1967 og 1968, þegar íslend- ingar urðu fyrir meira efna- hagsáfalli en þeir þöfðu nokkr urn tímann orðið 'fýrir "a' Ölcf-' inni og meira áfalli en dæmi eru um, að nokkur nálæg þjóð hafi orðið fyrir á jafnskömmum tíma. Erfiðleikar sjávarútvegs- ins á undanförnum árum höfðu í vaxandi mæli opnað augu manna fyrir því. að nauðsynlegt sé að breikka grundvöll íslenzks atvinnulífs og þá einkum ís- lenzkrar útflutningsframleiðslu. Við þetta bætist, að fyrirsjáan- leg er mikil fjölgun fólks á vinnumarkaði á næstu árum og áratugum. Hefur verið áætlað, að á árunum 1965—85 fjölgi vinnufærum mönnum á landinu um hvorki meira né minna en um 34.000. I,því sambandi vakn ar sú spurning, í hvaða atvinnu- greinum sé auðveldast og hag- kvæmast að búa þessu fólki arð bær störf. Aðstæður í sjávarút- vegi og horfur á honum eru þannig, að lítlar líkur eru til þess, að þar sé að finna ný arð- bær störf fyrir svo mikinn fjölda fólks. í iðnaði, sem fram- leiðir fyrir innanlandsmarkað, og í öðrum greinum iðnaðar, svo sem byggingariðnaði, mun þess ekki að vænta, að þar geti orðið völ á störfum fyrir svo mikla aukningu vinnandi fólks. Fólki við landbúnaðarstörf mun eflaust halda áfram að fækka. Þótt þörf verði fyrir fleira fólk við ýmiss konar þjónustustörf og samgöngur, er ekki við því að búast, að þær atvinnugreinar geti boðið nógu mörg ný störf. Þess vegna hníga öll rök að því, að vinna beri að því að koma á fót nýjum fyrirtækjum og nýj um atvinnugreinum, jafnhliða því, sem unnið verði af alefli að eflingu þeirra atvinnugreina, sem nú eru stundaðar, og þá fyrst og fremst allra greina sjáv arútvegs“. Benti Gylfi Þ. Gíslason á þá framtíðarþróun, sem örugglega mætti búast við að yrði á næstu árum í hinum hefðbundnu at- vinnugreinum íslendinga, — sjávarútvegi og landbúnaði. Leiddi hann skýr rök að því, að til þess að afla þeim 34 þús. manns atvinnu, sem bætast munu á vinnumarkaðinn á næsta áratug þyrfti að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt at- vinnulíf. Ráðherrann sagði m. a.: v, **. . * UPPBYGGING ÚTFLUTNINGS- IÐNAÐAR „Það, sem ég hefi nú sagt, virð- ist ótvírætt benda til þess, að meginverkefni íslendinga í at- vinnumálum á næstu árum og áratugum eigi að vera að koma á fót útflutningsiðnaði, sem hag nýtir sér annað hvort eða hvort tveggja: Orku þá, sem við get- um framleitt, og gott og sér- hæft vinnuafl, sem við höfum yfir að ráða. En þá er þess að gæta, að við getum ekki áfram- leitt hér á landi neina þá vöru, sem fyrirtæki í öðrum löndum framleiða ekki líka. Framleiðsla okkar getur að minnsta kosti ekki verið svo sérstæð, að ekki sé um að ræða nákomna sam- keppnisvöru frá öðrum aðilum. Nú er svo komið, að allar iðn- aðarvörur eru framleiddar fyrir geysistóran markað, sem fyrir- tæki á markaðssvæðinu eiga tollfrjálsan aðgang að, en fyrir tæki í löndum utan markaðs- svæðisins komast ekki að, nema greiða toll. Samkeppni er nú yfirleitt svo hörð í framleiðslu og sölu iðnaðarvarnings, að lítil von ér til þess fyrir fyrirtæki, sem þarf að greiða toll, að keppa við fyrirtæki, sem selt geta vör ur sínar tollfrjálst. Af þessu leið ir, að miklum erfiðleikum hlyti að vera bundið að koma upp nýjum útflutningsfyrirtækjum í iðnaði í því skyni að flytja til landa, þar sem greiða verður toll af vörunni. Eina von nýrra útílutningsfyrirtækja um gott gengi er fólgin í því, að eiga aðgang að tollfrjálsum mark- aði“. AÐRIR MARKAÐS- 1 MÖGULEIKAR „Ef við íslendingar lítum til helztu markaðslanda okkar, er augljóst, að engin von er um tollfrjálsan aðgang að banda- ríska markaðnum. Bandaríkjn. gætu ekki veitt fslendingum sér stakar. tollaívilnanir vegna að- ildar sinnar að GATT, en hún skyldar einstök aðildarríki til þess að láta sömu tolla gilda gagnvart öllum öðrum ríkjum.. Það eru aðeins viðskiptabanda- y markaði í Sovétríkjunum, þó ekki væri nema vegna fjarlægð ar. Ekki kemur til greina að tryggja íslendingum tollfrjálsan aðgang að Efnahagsbandalags- markaðnum. þar eð Rómarsamn ingurinn óbreyttur verður með engu móti talinn aðgengilegur íyrir íslendinga. Eini tollfrjálsi markaðurinn, sem hugsanlegt var, að íslendingar gætu fengið aðgang að með kjörum, sem þeir gætu sæt.t sig við, og væru þeim til hagsbóta, var markaður Frí- verzlunarsamtakanna. Það er þess vegna, að sá möguleiki hef ur undanfarið verið kannaður til hlítar. Það liggur nú ljóst fyrir, með hvaða kjörum íslend ingar geta gerzt aðilar að þess- um markaði, sem um 40% ut- anríkisviðskipta þjóðarinnar fara nú fram við. Nú er það Alþingis að taka ákvörðun í mál inu“. Á KROSSGÖTUM „Með miklum rétti má segja, að við íslendingar stöndum um þessar mundir á krossgötum í efnahagsmálum. Fyrirsjáanleg er mikil fjölgun á vinnandi fólki í landinu. Sá atvinnuvegur, sem á undanförnum áratugum heíur verið hornsteinn islenzks atvinnulífs og undirstaða fram- fara og. lífskjarabóta ,og verður án efa áfram arðbærasti atvinnu vegur íslendinga, á í öllum At- lantshafsríkjum, . sem hann stunda,. við- erfiðleika að etja. En í. öllum helztu viðskiptalönd um íslendinga á. sér.. stað Ör iðnþróun,. sem. hefur- fært og mun eflaust halda áfram að fsera . þjóðum. -þessara landá framfarir og batnandi lífskjöí?. Sú spurning, sem við íslendingi- ar þunfum nú að taka afstöðj ■tily.er þessi: Eigum við í aðal- géf-á mun ‘á. tollurn gagnvi bandalagsríkjum og Öðrum ríi um, Augljóst er einnig, _að ek er hægt að grundvalla.v.erule - an - nýjan útflutningsiðnað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.