Alþýðublaðið - 12.12.1969, Side 2

Alþýðublaðið - 12.12.1969, Side 2
2 Alþýðiiblaðið 12. d!e'sember 1969 Götu Gvendur FYRIR nokkru komst sú skoðun í tízku að' músik væri þeim mun betri sem hún heyrð- ist lengri vegalengd, og var þvi eiginlega hægt að fara að mæla gæði hennar í metrum. I»anm- ig varð allt í einu bert, að sumt fólk, var hætt að gera greinar- mun á músík og hávaða, en fram til þess tíma hafði músík verið sérstök tegund af hávaða að- eins! ! ★ EINS OG LITBLINDIR MÁLARAR. Það er skammt stórviðburða á niilli í heimi tónlistarinnar, því nú er komið upp úr dúrn- um, að tónlistarmenn eru að verða heyrnarlausir, sumir að minnsta kosti, Þetta eru ekki litlar fréttir, heyrnarlaus tón- listarmaður er með örfáum undantekningum eitthvað í lík- ingu við litblindan málara eða kokk sem hefur misst bragð- skynið. Hlutaðeigandi tónlistar- menn hafa líklega þanið glym- tólin af slíkri ergi að heyrnar- færin biluðu í þeim sjálfum, en við það urðu þeim eðlileg við- brögð að auka hávaðann enn til þess að freista þess að vita hvað þeir sjálfir væru að leika. F,n þá gerðist hávaðinn svo óskap- legur, að heyrnin tekur líka að sljóvgast hjá áheyrendum, jafn- vel mönnum sem staddir eru í næstu húsum — og verður þá allt við hæfi! ★ AÐ EIGA RÉTT Á ÞÖGN. Ekki er þó þetta neitt gaman- mál. Það er aðeins hluti tónlist- armanna sem hafa gert það að sinni sérgrein að spilla heyrn sinni og annarra. Á sama tíma eru aðrir sem halda því fram að menn eigi rétt á þögn. Har- aldur Ölafsson dagskrárstjóri útvarpsins flutti nýlega fréttir af erlendu tónlistarþingi þar sem krafan um þessa tegund mannréttinda var skelegglega borin fram. En nútímamaðurinn fær ekki að lifa í þögn. í borg- um er aldrei þögn; þar er allt af hávaði af umferð, vélum og útvarpi, ekki einu sinni er næt- urhvíldin hljóð, og svo er kom- ið að fósturbörn hávaðans úr borgunum þola ekki þögn fjall- anna og eyðislóða, ef þau vill- ast þanga, finnst hún yfirþyrm- andi og ærandi, eru í sannleika eins og þorskur á þurru landi. ★ MÚSIK OG ÞÖGN. Hávaðamúsíkkin er skilgetið afkvæmi hávaðalífsins. Þegar hávaðinn er orðinn eðlilegur bakgrunnur hinnar hversdags- legu mannlegu tilveru þarf músíkin að vera meiri hávaði; síðan verður hún ekkert nema hávaði og hættir alveg að vera músik. En hefði músík nokkurn tíma orðið til, ef ekki hefði ver- ið þögn? Er ekki músíkin að- eins músik að hún komi til manns í þögn? Götu-Gvendur. I I I I I ! I I I II I I 7akið eftir - fakið eftir Það erum við, sem seljum og kaupum gömlu húsgögnm og húsmunina. Alltaf eitthvað nýtt, þó gamalt sé. FORNVERZLUNIN, Laugavegi 33, (bak- husið) Sími 10059, heima 22926. SAMSTARF MILLI BEA OG FLUGFÉLAGSINS □ í athugun er samstarf á milli brezka flugfélagsins BEA og Flugfélags íslands á flugleið- inni London—Reykj avík. BEA er eitt' umsvifamesta flugfélag í Evrópu og fljúga vélar þess til nálega hvers einasta lands á meginlandi Evrópu. Ætti því samstarf flugfélaganna að opna ferðafólki frá öllum löndum Evrópu leiðina til íslands, enda kvaðst stjórnarformaður BEA Roy Watns, sem staddur er á landinu, og hélt blaðamanna- fund í gær, hafa áhuga á að lengja ferðamannatímann á ís landi. Þá hefur komið til tals í viðræðum Watts og Arnar Johnsen, forstjóra F.Í., a'ð möguleikar séu á því, að BEA reisi hótel í Reykjavík, en ekkj ert hef'Ur verið ákveðið umi það mál ennþá. Ætlunin er, ef samningar tak ast, að hefja reglubundið flug milli Reykjavíkur og London Framhald bls. 15. DAMASK Gluggatjaidaefni NÝKOMIN. GARDINUEFNI í F J öjLBRE'YTTU Ú |R V A L I . BREIDDIR 120 CM, 130 CM, 140 CM, 150 CM. B ORÍÐD Ú KiA IE FN I. ! ] BORÐDÚKAB í gjafakössum og sfcakir. H A N D K L ,Æ Ð I í igjafakössum log stök. i 1 INDVERSK GÓLFTEPPI Stærðir 2x3, 244x344, 3x4, .3x4 44, 344x4.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.