Alþýðublaðið - 12.12.1969, Page 8
8 A’þýð'Uiblaðið 12. d'e'sember 1969
Dekkið er fínasti stóll.
Það er oft erfitt að vakna á
morgnana, í svartasta skamm-
deginu, vakna í niðamyrkri,
hafandi farið að sofa í niða-
myrkri kvöldið áður. Ekki bæt
ir það úr þegar við verðum á-
þreifanlega vör við það, að snjó
hefur kyngt niður um nóttina,
við sjáum kannski út um eld-
húsgluggann, þegar við gleyp-
um í okkur morgunmatinn í
flýti, snj óflyksurnar falla til
jarðar og breiða sig miskunn-
arlaust yfir hús, garða og göt-
ur. Ekki batnar það þegar út
er komið, 14 stiga gaddur og
loðhúfan fannst ekki. Við bölv
um í hljóði, sumir láta sér ef-
laust nægja að bíta bara á jaxl
inn, en allavega verðum við að
herða okkur upp, því nú er
komið að því sem kviðum fyrir
allt frá því að við litum fyrst
út um eldhúsgluggann.
Yfir bílnum liggur að minnsta
kosti fets þykkt snjólag, og það
þarf að hverfa. Við sópum snjón
um af bilnum með hendinni,
opnum bílinn og náum í rúðu-
sköfuna til að skafa hrímið af
rúðunum. Þegar framrúðan er
orðin hrein vinstra megin gef-
umst við upp, setjumst inn í
bílinn, tökum af okkur hanzk-
ana og blásum í kaun, því 14
stiga frost bítur í fingurna við
þvílíka iðju. Þá er að finna lyk-
ilinn, finna svissinn í myrkr-
inu og starta. Vélin hreyfist
varla, hún drattast áfram, einn
. . . tvo, þrjá snúninga, síðan
ekki söguna meir. Við hlaup-
um inn, hringjum á sendibíl
síðan byrjar stríðíð, við skríð-
um undir bilinn, bindum gadd-
freðinn kaðal í fjarðarhengsli.
Sendibíllinn ekur af stað og
brátt tekur vélin að mala.
Sendibíllinn fer og við förum
að rýna út í myrkrið og hríð-
ina en sjáum ekki stóra snjó-
skaflinn sem við stefnum á, og
allt í einu er allt fast. Klukk-
an er farin að ganga tíu, og
bölvandi förum við í næstu
sjoppu og hringjum á leigubíl.
Það fer að birta og börnin
eru vöknuð. Þau reka strax
Óbrigðult merki um, aff jólin eru í
nánd. En grænu grenitrén eru líka
merki um það, að sumarið kemur
einhverntímann enda voru jólin ein
mitt hátíð hækkandi sólar í tíð
forfeðra okkar.
Sumardekkið hans pabba er tif
margra hluta nytsamlegt í snjón.
um, þegar það er í höndunum á 4
ára snáða.
augun í snjóinn og reka upp
fagnaðaróp, þetta er eitthvað
fyrir þau. Peysur, úlpur, húf-
ur, vettlingar og treflar
eru rifnir fram úr hillum og
þau eru ekki í rónni fyrr en
þau eru komin út í allan snjó-
inn og geta farið að renna sér
á sieðunum, hnoða snjóbolta
éða bara velta sér upp úr snjón
um.
Hann Birgir Þór Birgisson
var að leika sér í snjónum fyr-
ir utan húsið heima hjá sér,
þegar blaðamann í efnisleit bar
að. Hann hafði fundið sér
skemmtilegt leikfang. Það er
eitt af sumardekkjunum hans
pabba og svona dekk bjóða
ímyndunarafli fjögurra ára
snáða upp á mar.ga möguleika.
Það ej hægt að reisa það upp
við vegg og sitja í því, það
er hægt að rúlla því eftir göt-
unni, það er hægt að lyfta því
hátt upp í loftið og þykjast
vera afskaplega sterkur, því
vitanlega hlýtur að þurfa af-
skaplega sterkan mann til að
lyfta svo merkilegum hlut sem
bíladekki.
Við ökum framhjá Hagaskóia,
þar voru frímínútur og krakk-
arnir heyja æsandi snjóbardaga
eins og vanalega og börðust
þar strákar gegn stelpum og
mátti ekki á milli sjá þegar
skóiabjallan glumdi.
Og þar sem útlaginn hans Ein
ars sþs;idur með vísitölufjöl-
skylduna sína, er verið að setja
upp grænt grenitré. Það er
lyftubíll frá rafveitunni sem er
að reisa tákn sumarsins sem
á einhverntímann eftir að koma
aftur, tákn bjartsýni barnanna
sem taka snjóinn eins og hann
er og nota hann út í yztu æs-
ar á meðan er, — sumarið kem
ur á sínum tíma, hvemig sem
það annars verður. — Þ.G.