Alþýðublaðið - 12.12.1969, Blaðsíða 12
I
12 Aiþýðíuiblaðið 12. d'esember 1969
SJÖTUGUR
Framh. af bls. 7.
ig persónulega þökk að gjalda,
því að hann sýndi verkefni
mínu jafnan vakandi áhuga, og
er ég hélt til framhaldsnáms,
benti hann mér á margt, sem
stóð til bóta, og ráð hans reynd
ust hollt vegarnesti.
Hið mikla æviverk Einars
Ólafs Sveinssonar í Háskóla fs
lands felst þó ekki fyrst og
fremst í kennslu hans, heldur
fræðastörfum hans og vísinda-
iðkun, og er þetta tvennt þó
óaðskiljanlegt, því að kennsla
hans reis á þeim vísindalega
grunni, er hann bjó henni, eins
og jafnan hlýtur að vera, ef
akademisk kennsla á að vera
annað en nafnið tómt.
Einkenni Einars Ólafs sem
vísindamanns er óvenjulegt
samræmi milli hugkvæmni,
hugmyndaauðgi og varfærni,
sem ásamt skáldlegri sýn og
rithöfundarhæfileikum hafa
■skapað þá allsgái, er einkenn-
ir verk hans. Sem bókmennta-
fræðingur er hann vaxinn af
traustum evrópskum stofni.
Hjá honum halda'it í hendur
gjörþekking á sérsviðum hans
og víðtæþ almenn menntun í
sögu evrópskra og íslenzkra
bókmennta og menningar.
Ég nefndi samræmi og alls-
'gái. Þetta tvennt einkennir höf
undarverk Einars Ólafs sem
fræðimanns. Styrkur hans felst
tíðum í því að sjá senn hið ein-
staka og almenna. Vafalítið
hefur það stundum verið freist
ing svo hugmyndaríkum manni
og skáldlega vöxnum að set.ja
fram miklar og altækar kenn-
ingar um fræði sín, en var-
færni og heiðarleikur hins gjör
hugula fræðimanns hafa hverju
sinni boðið honum að virða hið
sérstaka, jafnframt því sem yf-
irsýn hans hefur ávallt forðað
honum frá að einblína um of
á mikla fjöld smárra atriða.
Þessi agaða og allsgáða af-
staða til fræðanna birtist okk-
ur nemendum margoft í
kennslu hans. Ég held ég muni
bezt úr kennslustundum hans
lífsreglu, sem hann eitt sinn
orðaði eitthvað í þessa áttina;
Ef ein staðreynd mælir gegn
níutíu og níu líkum, nægja
líkurnar ekki til að reisa á
þeim kenningu.
Sams konar jafnvægi og sam
ræmi ríkir í verkum Einars
Ólafs gagnvart hinu listræna
og fræðilega. Lærdómurinn
kæfir hvergi listina, en jafn-
framt gefur vísindamaðurinn
■aldrei skáldinu algjörlega laus-
an tauminn. Hér er allt í ein-
kennilega miklu hófi.
Einar Óafur er ekki aðeins
einn hinn traustasti fræðimað-
ur, heldur og einn hinn mikil
virkasti, og hann hefur ekki
bundið sig við .þröngt svið. Fjöl
hæfnin er eitt megineinkenni
hans. Ritaskrá bans öll myndi
fylla drjúgmikið kver, og er
'riiönnum tiltæk vitneskja ' um
hið helzta í skrám um rit ihá-
sKólakennara. Aðeins skal
minnzt á nokkur áhugasvið
■háns.
Fyrsta vísindarit Einars Ól-
•afs, _ Verzeichnis islandischer
Márchenvarianten, kom út í
Helsinki 1929. Síðan hefur hann
ritað margt um íslenzkair þjóð-
sögur og ævintýri, t. a. m. bók-
ina Um íslenzkar þjóðsögur,
Rvk. 1940, og séð um útgáfur
á þjóðsögum og þjóökvæðum.
Einnig bjó hann til prentunar
íslenzka þjóðhætti séra Jónas-
ar á Hrafnagili. Mér er kunn-
ugt um, að hann nýtur hins
mesta álits meðal erlendra þjóð
sagnafræðinga.
Höfuðrannsóknarsvið Einars
Ólafs hefur þó verið íslenzkar
fornbókmenntir, Qg ber þar
hæst rannsóknir hans á Brennu
Njáls sögu. Upi hana fjallaði
doktorsritgerð hans, Um Njálu,
Rvk. 1933; hið nýrýna verk,
Á Njálsbúð, Rvk. 1943; Stud-
ies in the Manuscript Tradition
of Njálssaga, Rvk. 1953, loks
gaf hann söguna út með ræki-
legum inngangi 1954. Auk
Njálu hefur Einar Ólafur gef-
ið út fjölmargar aðrar íslend-
ingasögur fyrir Hið íslenzka
fornritafélag.
Ég hygg, að þessi tvenn við-
fangsefni lýsi vísindamannin-
um og manninum Einari Ólafi
vel. Á áhugasviði hans mætast
heiðríkja og allsgái íslenzkra
fornbókmennta og rómantísk
dulúð ævintýra og riddara-
sagna. í Einari Ólafi býr mik-
ið af þessu tvennu.
Auk rannsókna á einstökum
verkum íslenzkra fornbók-
menhta hefur Einar Ólafur sam
ið f jölmörg rit um ákveðin svið
og heildir í íslenzkri bók-
mennta- og menningarsögu, t.
a. m. Sagnaritun Oddaverja,
Sturjungaöld, Landnám í
Skaftafellsþingi, íslenzkar bók-
menntir í fomöld I og Ritunar-
tíma íslendingasagna. Margar
þessara bóka hafa ýmist verið
þýddar á heimstungur eða birzt
í frumgerð á erlendum málum.
En Einar Ólafur hefur hvorki
einskorðað sig við íslenzkar
fornbókmenntir eða ísland.
Þannig hefur hann einnig rit-
að um Hómerskviður og Eddu-
kvæði, um Hamlet og um
Goethe. Af því, sem hann hef-
ur fitað um íslenzkar bókmennt
ir síðari tíma, nefni ég aðeins
ritgerðir hans um Jónas Hall-
grimsson.
Þessi upptalning, sem þó tek-
ur ekki nema til nokkurs hluta
af, ritum Einars Ólafs, ætti að
nægjá til að sýna fjölbreytni
áhugaefna hans, hversu marg-
lyndur hann er og víðfeðmur.
Ég hef átt því láni að fagna
að kynnast ýmsum lærdóm3-
mönnum. Sumum eru gefnar
snillilegar gáfur, öðrum mikil
verklund. En ég held ég þekki
engan, sem er gefið jafnmikið
af hvoru tveggja og Einari
Ólafi. Hjá honum hefur þetta
tvennt haldizt í hendur, og um
það ber æviverk hans vott'.
Hjá því hefur ekki getað far-
ið, að svo traustum og mikil-
virkum vísindamanni hlotnaðist
margvíslegur sómi í erlendum
lærdómssetrum. Ég veit, að
hann er heiðursdoktor við þrjá
■erlenda háskóla og félagi í
mörgum vísindafélögum; fyrir-
lestrar hans við erlend mennta-
setur munu vera orðnir nærri
því fleiri en tölum verði taid-
ir.
Ég veit, að Einari Ólafi hef-
ur þótt vænt um marga sæmd,
sem honum hefur þannig ver-
fð sýnd, og hann er nógu
mennskur og mikill af sjálfum
sér að viðurkenna það. En það
er ekki af hégómlegri dýrkun
ytri stöðutákna, sem Einar Ól-
afur virðir slíkan frama, held-
ur hinu, að hann er að öllu
eðli eins og Njáll sæmdarinn-
ar maðúr. Sé honum sýnd sæmd,
er það sæmd fræða hans, þjóð-
ar hans og ástarefna hans, bók-
menntanna íslenzku. Þeim hef-
ur hann helgað líf sitt, og eng-
um Íiðst að sýna þeim vansæmd
í návist hans. Hans sómi er
honum þeirra sómi.
Persónuleg kynni mín af Ein-
ari Ólafi hófust, eins og ég
JÓLAGJAFIR
SPEGLAR - BURSTASETT
Hvtír getur verið án spegils? /
Lítið á úrvalið hjá oss áður / ]
en þér ákveðið vinargjöfina.
Verð og gæði við allra hæfi.
Speglabúðin
LAUGAVEGI 15 r- SÍMI 196-35.
LUDVIG
STORR
FLOTIÐ A
Hér eir á ferðinni hók um
sjósókn cg sjómannalíf í
byrjuh aldarinnar. ,. Bók
in verður örugglega talin
merkilegt heimildarrit, er
stundir líða . . . Auk þess
er frásögnin oft ívafin og
krydduð bráðskemmti-
legri fyndni, sem léttir
lund lesandans.
ÆGISÚTGÁFAN
EFTIR: rál. hallbjörnsson
sagði, síðar en af öðrum kenn-
urum mínum í Deildinni. Mér
fannst hann við fyrstu kynni
nokkuð breiður og djúpur eins
og hin stóru skaftfellsku vötn,
Sem ungum stúdent fannst
mér allt fas hans með hátt-
bundnum mikilleik úthafsöld-
unnar, sem fellur að heima-
byggð hans. En síðan ég kynnt-
ist honum betur, undrast ég æ
meir fjölbreytni hæfileika hans
og geðfars.
Hann á mikið af gáska og
■stráksskap hins unga stúdents.
Að því leyti minnir hann á
rómantísku skáldin, hvert yndi
honum er að fáránlegum, koJl-
varpandi hugmyndum. Það er
svo sannarlega gaman að kynn-
ast í prófessornum og margföld
um heiðursdoktornum stúdent-
inum, sem eitt sinn stakk upp
á því végna væntanlegra túr-
ista að flytja til Reykjiavíkur
svo sem eins og fjóra eða fimm
stórfossa — og að forgylla
Esjuna.
Tvennt þykir mér mest um
vert í fari þess'a mikla lær-
dómsmanns; Hann hefur ekki
glatað hæfileikanum að sjá
mannlífið næmum augum barns
ins. Einnig þar er jafnvægi og
samhljómur höfuðeinkenni
hans. Hann sér tíðurn heiminn
í senn sem vitur öldungur og
saklaust barn. í annan stað er
Einar Ólafur einhvers sannast-
ur lífsnautnarmaður, sem ég
þekki. Hann nýtur hvers and-
artaks lífsins heilshugar, en
jafnframt bíður hann næstu
stundar með þeirri fovitni á
fyrirbærum lífsins, sem nálg-
ast græðgi. Ég þekki ekki ann-
an mann, er betur gæti tekið
sér í muiín þau orð, sem Goethe
lagði Faust á tungu;
I
Werd’ ich zum Augenblicke
sagen:
Verweile doch! du bist so schön!
Dann magst du mich in
Fesseln schlagen
Dann will ich gern zu Grunde
gehn!
Þótt kynni min af Einari
‘Ólafi hafi löngum verið kyrtni
þiggjandans af örlátum veit-
anda, verð ég sannleikans
vegna einnig að nefna, að ég
hef més liggur við að segja bor-
ið gæfu til ósamþykkis við
hann. Einnig þau kynni voru
frjó og birtu mér nýjan flöt
á þessum lærimeistara mínum.
Mér varð Ijósara en áður, að
hann er sæmdarinnar maður,
að það samræmi og jafnvægi,
sem einkennir verk hans, hef-
ur hann ekki öðlazt átakalaust,
heldur er þar öguð og meðvit-
uð lífsstefna. í allsgái, birtu
og klassiskri ró hefur hann með
föstum vilja fundið þá hugsjón
og þann heim, sem er honum
líf á okkar sundurtættu öld.
Einnig hér er dæmi um marg-
breytni Einars Ólafs, að klass-
íska lífssýn sína tjáir hann oft
í impressj ónískum stíl. Ég
hefði jafnvel löngun til að kalla
hann síðasta mikla impressjón
istann í bókmenntum okkar, í
verkurm hans leika hálfbirta og
skuggar á við tærleik og heiði
Framh. á bls. 15