Alþýðublaðið - 12.12.1969, Page 14
14 Alþýðublaðið 12. desember 1969
Framhaldssaga eftir Elizabelh Messenger
A
fjallahótelinu
26.
róandi á öxl Virginiu, og síðan gekk hann til skrif-
stofunnar. Þegar hann andartaki síðar kom' út, var
hann með flatan böggul í hendirrni. Það hefði mátt
heyra saumnál detta í forstofunni, þegar hann gekk
gegnum anddyrið og út að bifreið sinni, sem beið
hans fyrir utan. Hún sneri við og ók á brott, en
töfrum þrungin þögnin varði áfram.
Ein mínúta — tvær — þrjár.... Nú hlaut hann
að vera kominn á staðinn, sat ef til vill andartak
kyrr áður err hann steig út úr bifreiðinni og hélt aftur
upp að hótelinu. Það var engu líkara en allir héldu
niðri í sér andanum.
Þegar hr. Carlton kom aftur, var hann líkastur
öldungi. Hægt gekk hann inn og settist, meðan vísar
klukkurrnar siluðust áfram. Nokkrum bridgeborðum
hafði verið komið upp, sumir flettu blöðum, en flest-
ir biðu aðeins — biðu — biðu.
Carlton-hjónin sátu í sófanum úti við gluggann,
og John Webley var hjá þeim. Virginia gekk eirðar-
laust fram og aftur, kastaði sér andartak niður f
stól til þess eins að spretta aftur á fætur og halda
áfram eirðarlausu rápinu. Þeir, sem næstir stóðu
gátu heyrt hana snökta.
Skyndilega lyfti hún handleggjunum:
— Sex! Klukkan er ekki nema sex! Ég get ekki
afborið þetta lengur, ég fer niður eftir tafarlaust!
Hún hentist yfir forstofuna og reif glerhurðina upp
svo að kuldinn næddi inn sem snöggvast. Svo var
hún horfin út í myrkrið.
— Nei! Virginia! Bíðið!
Það var engu líkara en allir hrópuðu í einu.
Hún sneri teknu og æstu andliti sínu að þeim:
— Þeir hljóta að. hafa sótt peningana strax og
myrkrið skall á, hrópaði hún. — Peter hlýtur að
vera þarna niður frá, hann er einsamall og hræddur,
ég verð að sækja hann!
Charles Carlton ætlaði að hlaupa á eftir henni, en
Cowley tók í handlegg hans.
— Leyfið henni að fara, sagði hann. — Það er
ekki að vita, nema hún hafi rétt fyrir sér.
— Leyfið mér þá að fara með henni! Það var John
Webley, sem kominn var út að hurðinni, en lögreglu-
forirrginn hélt aftur af honum.
—Ef einhver er þarna niður frá ennþá, verða
þeir fúsári til að afhenda móðurinni barnið, ef hún
er einsömul. Komi fleiri á vettvang, er ómögulegt
að segja fyrir um afleiðingarnar, á þessu stigi
málsins hefur ræninginn allt að vinna, og jafnframt
öllu að tapa. ...
Sekúndurnar snigluðust áfram, ekkert gerðist,
engin fagnandi móðir kom aftur með barn sitt í
fanginu.
—Leyfið mér að fara niður eftir, sagði John
Webley biðjandi.
—Nei, bíðið! sagði lögregluforinginn ákveðinn.
Klukkan sló hálf sjö.
Virginia Carlton kom ekki aftur.
31. KAFLI.
PAT STÓÐ EINSÖMUL. Hún sá hvergi hvorki Meg eða
Stephen eða Jerry. Lágvær kliður færðist yfir rnann-
fjöldann, þegar Cowley gekk að glerhurðinni og gaf
merki svörtu bifreiðunum tveim, sem stóðu fyrir
utan. Þeir brunuðu af stað og héldu niður að
krossgötunum.
Webley og Carlton ruddust áfram.
— Bíðið, sagði lögregiuforinginn og lyfti ann-
arri hendinni. — Þetta er allt skipulagt.
Menn litu hissa og órólegir á hann .Hann var sá,
sem hafði stjórniira, hann, sem hafði valdið, en
hvers vegna hafði hann ekki farið sjálfur? Hann
átti að fara niður að gatnamótunum til þess að. at •
huga, hvort barnið vær þar, athuga, hvar Virginia
væri, athuga, hvort peningarnir væru horfnir.... 1
Lögreglumaður birtist í dyrunum:
— Það er síminn til yðar, Sir.
Lögregluforinginn gekk yfir forstofuna, og augu
allra hvíldu á honum. Svo heyrðist önnur bifreiðilij
renna í hlað. John Webley og Carlton-hjónin gengu
hvatskeytlega á eftir lögregluforingjanum og hurfu
inn í skrifstofu Frames. Svo gerðist enn ekkert —
ekkert....
Eftir góða stund birtist Frame aftur í dyrunum.
Allt var hljótt, þegar hann tók til máls, en það, sem
hánn hafði að segja, var þá ósköp hversdagslegt:
— Kvöldverður verður borinn fram innan tíu
mínútna, vilja allir .gjöra svo vel ogl gprigja inn í
salinn og setjast að snæðingi eins og ekkert sé.
—Hvað hefur eiginlega komið fyrir? hrópaði
óþolinmóð rödd. — Er búið að finna drenginn? Hvað
kom fyrir frú Carlton?
— Það eru enn engar nýjar fréttir, svaraði Frame
og hurðin lokaðist aftur að baki harrs.
I
I
I
I
!
I
I
I
I
I
6
I
1
t
t
I
I
I
I
I
I
1
t
I
Smáauglýsingar
TRESMIÐAÞJONUSTA
Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna
yðar, ásamt breytingum á nýju og eidra húsnæði. —
Sími 410 5 5
VOLKS W AGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu
lok á Vclkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.
PIPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum,
frárennslis- og vatnslögnum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Sími 18 717
PIPULAGNIR.
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns-
leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og
kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 17041.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON,
pípulagningameistari.
Jaröýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur
cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar-
innar.
Keimasímar 83882 33982.
JarSvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Malur og Bensín
ALLAN S OLARHRINGINN
VEITINCASXÁUNN, Geifhálsi