Alþýðublaðið - 18.12.1969, Qupperneq 8
8 Alþýðublaðið 18. desember 1969
BÖRNIN OKKAR
Sjálfsmai barnsins mólast af framkomu okkar gagnvarf því,
og nokkur vanhugsuð orð geta haft sferk og langvarandi
áhrif á viðkvæml sálarlíf þess
— Hvernig hagarðu þér
gagnvart börnunum þínum?
Hvern ávarparðu þau? Hvermg
svararðu þeim? Manstu eftir að
segja „fyrirgefðu” og „þakka
þér fyrir“ þeggr það á við?
Það er því miður alltof al-
gengt, að fullorðið fólk hugsi
lítið um tilfinningar og sjálfs-
virðingu barnanna. Við særum
þau með ónærgætni og dóna-
skap sem okkur dytti aldrei í
hug að sýna öðru fullorðnu
fólki. Við skömmum þau og
'skipum þeim.að þegja ef þau
spyrja spurninga sem okkur
finnst ekki of þægilegt að svara.
Og við hikum ekki við að_gagn-
rýna þau í annarra áheyrn, þótt
það sé bæði særandi og skað-
legt 'fyrir þau.
ÓKURTEISI FORELDR-
ANNA VIÐ BARNIÐ
Barnið verður fyrir sterk-
um áhrifum af framkomu og
tali fullorðna fólksins í kring-
um sig. Og sjálfsmat þess skap-
ast mikið til af áliti foreldr-
anna á því. Það er engan veg-
inn hollt að hlusta á mömmuna
segja við vinkonur sínar:
„Æ, hann Óli, hann er alveg
ómögulegur, hann er svo mat-
vandur, að það er ekki hægt
að koma neinu í hann. Og það
er eilíft stríð að fá hann í rúm-
ið á kvöldin. Svo er hann blóð-
1 latur. Liggur í bókum í staðinn
fyrir að hreyfa sig eitthvað úti.
Ég verð að gera alla hluti fyr-
ir hann . . .“
Þetta særir viðkvæma metn-
aðarkennd Óla litla, og þessi
neikvæða skoðun móðurimnar á
honum getur mótað sjálfsmat
hans ævina á enda.
Það er heldur ekki mjög
kurteislegt að segja við barn:
„Geturðu aldrei gert nokk-
urn hlut almennilega?“
„Reyndu að rétta úr þér og
standa eins og manneskja!“
„Hver heldurðu, að vilji sjá
stelpu sem nagar neglurnar
upp í kviku eins og þú?“
„Haltu þér saman, óþekktar-
ormurinn þinn!“
Myndum. við tala svona við
fullorðið fólk? Erum við ekki
að skeyta skapi okkar á börn-
unum, af því að þau eru minni-
máttar? Þau eiga ekki eins auð-
velt með að svara fyrir sig.
Og ef þau svara, er þeim skip-
að að þegja.
Jú, vitanlega elskum við
börnin okkar og viljum allt
fyrir þau gera, mennta þau,
koma þeim áfram í lífinu o. s.
frv. Bara ekki sýna þeim virð-
ingu.
HVERS VEGNA GERA
UNGLINGARNIR
UPPREISN? ..
Það er óhugnanlega auðvelt
að skerða sjálfsvirðingu barns-
ins og kenna því að fyrirlíta
sjálft sig. Við reiknum með því
eins og sjálfsögðum hlut, að
unglingar gerist þrjózkir og
uppreisnargj arnir á vissu ald-
ursskeiði. En það eru til börn
sem þurfa aldrei að gera upp-
reisn gegn foreldru-num, og það
eru þau börn sem talað hefur
verið við með virðingu og
kurteisi alla tíð. Þau hafa feng-
ið að njóta frelsis sem sjálf-
stæðir persónuleikar með hátt-
vísri leiðsögn foreldranna, og
þau þurfa heldur ekki að rísa
gegn kúgun eða hefna sín fyrir
gamlar auðmýkingar. /
^ Ef þú heldur boð og einn
gestanna verður fyrir því ó-
happi að velta glasi þannig að
hellist yfir dúkinn, þá byrjarðu
ekki að skamma hann og sví-
virða fyrir klaufaskapinn. Nei,
auðvitað ekki. Hann biður af-
sökunar, og þú fullvissar hann
um, að þetta geri ekki nokkurn
skanaðan hlut. til.
En hvernig fer þegar mamma
tekur Kidda litla með sér í bæ
inn, .kaupir handa honum gos og
hann veltir glasinu um koll?
„Skelfilegur klaufi geturðu
alltaf verið, barn! Það er ekki
farandi með þig í bæinn“.
Og þegar drengurinn fer að
hágráta, skilur hún ekki, að
það er vegna þess hvað hann
tekur ’hærri sér að vera skamm-
aður þegar aðrir sjá og heyra
til.
í hans augum hefur mamma
svikið hann. Stolt hans er sært.
Hann langaði til að kunna sig
vel, og þegar honum varð á
>að demba úr glasinu, gerði
mamma hans illt verra með því
að skamma hann.
Hvernig haldið þið, að börn-
unum þyki að heyra setningar
eins og eftirfarandi:
„Svona, ég skal gera þetta,
þú ert svoddan klaufi . . .“
„Maður fer að skammast sín
fyrir að hafa þig með sér á
almannafæri . . .“
,iHvað heldurðu eiginlega, að
fólk hugsi þegar þú hagar þér
svona . . .?“
„Líttu bara á hana systur
þína, það er einhver munur á
henni og þér. Hún stendur sig
vel í skólanum, hún lagar til
í herberginu sínu, . . .“
„Geturðu aldrei tekið þér
neitt gagnlegt fyrir hend-
, ur . . .?“
HRÓS FYRIR VEL
UNNIÐ VERK
Börn eru ekki löt að eðlis-
fari En þau geta orðið slæp-
ingjar eða a. m. k. sein og treg
til verka ef sífellt er verið að
atyrða þau fyrir að vera leti-
blóð. Lítil börn eru fús til nö
hjáipa pabba og mömmu — ef
þau fá ekki eingöngu leiðinlegu
verkefnin.
Það er ekkert spennandi til
lengdar að eiga alltaf að hella
úr ruslafötunni eða laga til eft-
ir yngri systkinin. Aftur á móti
er gaman að fá t. d. að hjálpa
til við matartilbúninginn, opna
dósir og poka, vigta og hræra
í pottum. Það er heldur ekk-
ert gaman að verða alltaf að
þurrka þegar þvegið er upp (og
láta pússa glösin eftir sig), en
að fá stundum að þvo upp og
láta aðra þurrka, það er fyrir-
tak.
Öllum þykir lofið gott. Og þá
■ekki síður börnunum. En hrós
fyrir vel unnið starf ér ennþá
betur þegið en nokkrir gull-
1
i
<
<
1
]
]
<
1
]
]
i
1