Alþýðublaðið - 30.12.1969, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.12.1969, Qupperneq 3
Alþýðublaðið 30. des'eiruber 1969 3 Alþýðublaðið ræðir við Njörð P. Njarðvík: íslandsefni að staðaldri í finnsku bókmenntariti Aukin úfgáía íslenzkra skáldverka á Norðurlöndum □ Fimiska bókmenntatímaritið Horisint mun frá og með ársbyrjun 1970 birta að staðaldri íslenzkt efni í hverju einasta hefti, og gjörbreytist þar með að- staða íil kynningar á íslenzkum bókmenntum á Norð urlöndum, en rit þetta er gefið út á sænsku og selt á Norðurlöndunum öllum. Þetta kemur fram í viðtali, sem Alþýðublaðið hefur átt við Njörð P. Njarðvík, lekíor í Gautaborg, en hann hefur verið ráðinn rit- stjóri íslenzka efnisins í ritinu. Njörður P. Njarðvík, lektor, er staddur á íslandi um þessar mundir í jólaleyfi, og Alþýðu- blaðið greip ’ tækifærið til að eiga við hann stutt viðtal um starf hans ytra og íslenzkar bók menntir á Norðurlöndum. — Hvemig fellur þér starfið? — Vel, en þó er ég stundum þreyt-tur á því. Ég er líklegast í versta lektorsembættinu, en það helgast af því, að ég þarf að kenna að jöfnu á tveimur stöðum, Gautaborg og Lundi. Mér telst svo til, að ég hafi farið 128 sinnum á milli þess- ai'a borga, og ég þekki orðið hvert tré á leiðinni. Annars er ég vtl haldinn í þessu starfi. Ég hef gott jólafrí og er laus á sumrin frá því í maí til 1. sept ember. Og ég hef laun, sem ég get lifað af; það er mikils virði fyrir íslenzkan kennara. — Hvernig er starfsaðstað • an? — Góð að mörgu leyti, en mér finnst, að íslendingar sýni lektorsembættunum yfirleitt ekki neina rækt. íslendingar leggja þeim ekkert til, en sem dæmi má nefna, að norsk og dönsk yfirvöld leggja sínum lektorum til talsvert af bókum. Það getur verið erfitt að fá há- skólabókasöfnin til að kaupa is lenzkar bækur, en embættun- um gæti verið mikil stoð í því, að þeim væru sendar 15—20 bækur á ári; ætli það kæmi ekki allt, sem máli skiptir, ef miðað er við þá tölu. Þessu hafa rithöfundarnir gei"samlega gleymt, þegar þeir leggja til, að ríkið kaupi ákveðinn eintaka- fjölda af bókum handa bóka- söfnunum, en á það má minna, að sum þeirra eintaka, sem norska ríkið kaupir af norskum höfundum, renna einmitt til kennara erlendis. — Hefurðu marga nemend- ur? — Ég hef mjög marga nem- endur. Þeir eru um 140 í báð- um skólunum. Hins vegar er mjög misjafnt, hve mikla kennslu þeir fá. Flestir eru í fyrirlestraflokkum, sem ég held fyrir annað stig í norrænum málum, en þar ræð ég nokkuð, á hvað ég legg helzt áherzlu í kennslunni; það getur verið málsaga eða íslenzkir þjóðhætt ir eða bókmenntir nokkuð eftir vild. Annars er staða nútímaís- lenzkunnar dálítið mismunandi eftir skólunum; í Lundi verða allir nemendur að læra nútíma íslenzku fyrir annað stig, en i NjörSur P. NiarSvík. Gautaborg geta nemendur val- ið um forníslenzku eða nútíma- íslenzku. Fæstir þessara nem enda læra meira en krafizt er til annars stigs, en sumir — þeir beztu — halda áfram. í Gautaborg eru þeir nú 4, og þeir eru allir talandi á íslenzku. — Nú er orðin mikil íslend- ingabyggð í Gautaborg; hvern- ig vegnar þessu fólki? —• í Gautaborg eru líklega nú 200—300 íslendingar, aðal lega iðnaðarmenn. Ég held, að þeim vegni vel, en samt held ég, að menn ættu að hugsa sig vel um, áður en þeir taka upp á því að flytjast út í atvinnu- leit. Það tekur hálft ár að sam lagast nýju landi, og það get- ur orðið mörgum ærið kostnað- arsamur tími. Og ég held, að út flutningur fólks sé ekki leiðin til þess að draga úr atvinnu- leysi hér heima. — Hvað með íslenzkar bók menntir í Svíþjóð? Kunna Fiamh. á bls. 15 MINNING: ✓ Guðmundur Ragnar Olafsson Guðmundur Ragnar Ólafsson var fæddur í Móakoti í Grinda- vík 4. nóvember 1890 og var því kominn á áttugasta ár, er hann lézt, 17. þessa mánaðar. Faðir hans var Ólafur útvegs- bóndi í Móakoti, Björnsson bónda í Staðargerði í Grinda- vík, Vernharðssonar með- hjálpara á Húsatóftum í Grindavík, Ólafssonar hrepp- stjóra á Eystri-Loftsstöðum í Flóa, Vernharðssonar, en kona Ólafs hreppstjórc var Ses=- elja Aradóttir, Bergssonar hreppstjóra í Brattsholti, sem Bergsætt er við kennd. Móðir Guðmundar Ragnars og kona Ólafs í Móakoti var Ólöf Guð- mundsdóttir útvegsbónda á Þorkötlustoðum í Grindavik Jónssonar. Ekki gekk Guðmundur í barnaskóla nema 3 mánuði í barnaskólann í Grindavík vet- urinn 1903—04, en tilsögn í reikningi fékk hann hjá ná- grönnum sínum, sóknarprest- inum og hreppstjóranum. Bók- hneigður var hann og las allt, sem hann gat í náð, m.a. ís- lendingasögurnar flestar og all- ar frásagnarbækur biblíunnar. í árslok 1903 gekk Guð- mundur í Góðtemplararegluna. Segir hann svo sjálfur, að vera sín þar hafi orðið sér góður skóli og hvatning til að ganga í aðra skóla. Haustið 1908 fór hann í Flensborgarskólann, en gat ekki verið í skólanum næsta vetur, en gagnfræðaprófi lauk hann þar 1911. Haustið eftir settist hann í 2. bekk í Kennaraskóla íslands og lauk þar kennaraprófi vorið 1913. Segir Guðmundur sjálfur, að hann hafi aðáílega lesið þær námsgreinir, sem honum voru hugþekkar, en hinar miður, og hafi því einkunnir orðið tals- vert misjafnar. Hann fékk til dæmis að taka hæstu fáanlegu einkunn í munnlegri íslenzku og sögu í báðum skólunum og í uppeldisfræði í kennaraskól- anum. Jafnhliða kennaranám- inu sótti Guðmundur íslenzku- tíma í háskólanum hjá Birni Guðmundur R. Ólafsson. M. Ólsen rektor. Gerðist hann ágætur íslenzkumaður. Að kennaraprófi loknu gerð- ist Guðmundur kennari á ýms- um stöðum, ýmist sem farkenn- ari eða við fasta skóla, en á sumrin vann hann við vega- vinnu í þrem landsfjórðungum. Hefur hann sjálfur sagt svo frá, að sú kynning, sem hann fékk af landinu sjálfu og fólk- inu, sem það byggði, við þessi störf bæði, hafi orðið sér hag- nýtur undirbúningur undir blaðamennskuna, en hann gerðist blaðamaður við Al- þýðublaðið 1926 og starfaði þar til 1932. Hafði Guðmundur áð- ur skrifað nokkuð í blöð og tímarit, og það gerði hann einnig eftir þennan tíma. Hann var prýðilega ritfær, þekking á tungunni staðgóð, hugsun skýr og rökföst. Árið 1936 gerðist Guð- mundur starfsmaður í Lands- banka íslands, annaðist m. a. lengi afgreiðslu og reiknings- hald geymsluhólfa bankans. Vann hann í Landsbankanum meðan heilsan entist. í öllum störfum sínum reynd- ist Guðmundur einstaklega vandaður starfsmaður, ná- kvæmur og grandvar. Skyldu- rækni hans var hvarvetna við brugðið. Trúmennska hans var frábær, bæði við stofnunina, sem hann vann hjá, og við vlð- skiptamenn hennar. Guðmundur R. Ólafsson var allmjög við félagsmál riðiim. Hann hafði glöggan skilning á nauðsyn samvinnu og samtaka. Naut hann og að maklegleikúm trausts samstarfsmanna sinna. Verið hef ég á mannþingum á- samt Guðmundi, þar sem öllum þótti óþarff að hlýða á fundar- gerðir til þess að fylgjast með, hvort þær væru réttar, ef Gilð- mundur var viðstaddur; þannig litu menn á minni hans, i)á- kvæmni og gerhygli. Vissi ég aldrei til að Guðmundur brygðist þessu áliti. Guðmundur var í stjórn fé- lagsins Heyrnarhjálpar um skeið og í stjórn Blindravina- félags íslands var hann 19(34 —1955. Safnaðarfullt|úi Grindavíkur var hann um skfið áður en hann flutti þaðan pl- farið (1919), en síðar sótti ha^in héraðsfundi prófastsdæmis Kjalarnesþings. Hann var ftll- trúi Verkalýðsfélags Slét u- hrépps á þremur Alþýðusam- bandsþingum. Frh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.