Alþýðublaðið - 30.12.1969, Síða 12
12 Alþýðublaðið 30. desember 1969
FARARTÆKI OG U'MFERD
Umsjón: Þorri
Ásbjörn Slefánsson læknir:
Álhugasetnd vegna viðtals við formann
FÍB
Viðtal við Arinbjöm Kol-
beinsson, formann FÍBT birtisí i
Alþýðublaðinu 15. desember
1969.
í viðtali þessu er fjallað mest
um punktakerfi, sem notað hef-
ur verið gagnvart ökumönnum í
Bandaríkjunum í allt að því sl.
12 ár, þó ekki í öllum ríkjurn
þeirra. Var ríkið Indiana eitt
af þeim fyrstu, sem tók upp
„stigakerfi“ þetta. Stigakerfinu
er þannig háttað, að brjóti öku-
maður af sér, nema mjög stór-
kostlegt sé, fær hann hverju
broti tilsvarandi punktafjölda
færðan inn á spjald. Fái hann
þannig ákveðinn stigadjölda á
ákveðnum tíma, er hann svipt-
ur ökuleyfi um stundarsakir.
Verður hann þá að ganga und-
ir nýtt próf.
Ekki skal ég efa, að þetta
fyrirkórnulag sé gamalt baráttu
mál FÍB og að þeir hafi tekið
það upp fyrir átta árum. Hins
vegar má benda hér á, að þetta
er líka gamalt baráttumál
Bindindisfélags ökumanna. —
Flutti félagið þegar grein um
þessi mál í málgagni sínu í
„Umferð“ í júní 1959, eða fyr-
ir röskum 10 árum, ásamt
greinargerð um stigafjölda
í Bandaríkjunum fyrir hin
ýmsu umferðarbrot. — Mætti
þetta gjarnan koma fram hér.
Voru tillögur þetta varðandi
sendar hinu opinbera, en án ár-
angura að sinni. Það er ánægju-
legt, séu menn nú farnir að
átta sig frekar á þessu. Út af
fyrir sig virðist allmikið vit í
þessu fyrirkomulagi, en víst er,
að það kostar mikla löggæzlu,
miklu meiri en nú og stór-
aukinn kostnað. Algengustu
brotin eru röng stefnuljós, —
stöðvað á gangbrautum, ekið af
stað á gulu ljósi, beygja tekin
af rangri akrein, aðalbrautar-
réttur ekki virtur, skipt um
akrein án nauðsynlegrar að-
gæzlu o.s.frv. Hræddur er ég
um að erfitt yrði að hafa auga
með þessu öllu. Parkeringar
bíla eru oft hneisa, en betra
er að hafa eftirlit með því, on
til dæmis hraðaakstri. Vafalít-
ið myndi þó ógnun sú, sem
felst í því að eiga punkta yfir
höfði sér, halda aftur af mörg-
um.
Ekki er ég Arinbirni Kol-
beinssyni sammála um það að
ökuleyfissvipting sé ekki refs-
ing. Hváð skyldi hún annað
vera. Það eru til fleiri refsing-
ar en fangelsi og háar sektir.
Held ég enda að margur vildi
greiða þó talsverða upphæð til
að halda ökuleyfi sínu og ég
held, að ökuleyfissvipting, sé
hún melra en nafnið tómt, sé
þung refsing mörgum öku-
mönnum, einkum þeim sem
hafa akstur að atvinnu. Það
hefur sums staðar utanlands
komið til álita, hvort ekki ætti
einmitt að breyta háum sekt-
ium í ökTJleyfissviþtingu,! og
vafalaust stafar það ekki af
linkind með ökumanninum.
BFÖ hefur lítið gert að því
að auglýsa sig og verk sín, má-
ske of lítið. Og enda þótt það
snerti ekki nema óbeint það,
sem hér að framan segir, get
ég þó ekki stillt mig um að
drepa á nokkur nýmæli og nýj-
ungar í umferð, sem BFÖ hef-
ur annað hvort með þeim
fyrstu, eða fyrst allra vakið at-
hygli á. Má þar nefna Radar
til að mæla ökuhraða bíla (Úm-
ferð, 2. tbl. 1958), plastvið-
gerðir á bílaboddyum (sama
tbl.) og sem helzt var tekið
með aðhlátri, er fyrst var á
það drepið af okkur. Eru menn
nú ekki hælttir, að /brosa í
kampinn út af þessu? Þá má
ekki gleyma mishverfu (asym-
metrisku) ljósunum, sem nú
hafa náð útbreiðslu um allan
heim. Um þau rituðum við stóra
grein, myndskreytta í 3. tbl.
1958. Þetta hafði þó þau áhrif,
-að framkvæmdastjóri BFÖ fékk
leyfi lögreglustjóra til að búa
bíl sinn þessum ljósum, og mun
hann hafa verið svo til eini bíll-
inn, sem þá var búinn þeim
Ijósum. Þá var Umferð, ef ekki
fyrst, þá eitt fyrsta blaðið hér
á landi, sem birti grein um tv;:
skiptingu blindhæða ásamt
teiknaðri skýringarmynd. Eng-
ar undirtektir urðu fyrst lengi
vel, þrátt fyrir ítrekaðar á-
skoranir til hins opinbera. Hver
vildi nú óska, að tvískiptingin
væri numin burtu og vantar
þó mikið á svo gott sé. Við
eyddum einu sinni miklu rújpi:,;
eins blaðs, með fjölda mynda,
til að ræða um gulu randsteih-
ana, þessa bílabrjóta, og ÍJösa"-1
staurana, sem settir eru yzt á
gangstéttabrúnir og virðast
helzt gerðir til að valda tjóni
og slysum, enda er akstur á
ljósastaur eitt með algengari ó-
höppum í umferð hú. Öryggis-
belti í bíla hafa frá fyrstu tíð
Frh. á 4. síðu.
□ Nafnið Karl Benz er órjúf
anlega tengt sögu bílsins, en
Benz er talinn hafa smíðað
fyrsta bílinn. í tilefni af 125
ára afmæli hans heiðraðkheima
bær hans, Karlsruhe, með því
að opna „Verkehrsmuseum Karl
Beriz“, eða „Umferðarsafii
Karls Benz“. — Eftirtektarverð
jasti hluturinn á safninu er eftir
mynd af „Benz-Patent-Motor-
wagen“ (myndin), sem var smíð
aður árið 1886. Frumbíllinn
náði 15 km hraða á klst, og er
nú varðveittur á „Deutsches
Museum“ í Munchen. — Um
sama leyti tókst Gottlieb Daim
ler að smíða bifreið sem hent-
aði til aksturs á þjóðvegum. —•
Seinna hófu þessir brautryðjend
ur samstarf í gerð fólksbifreiða,
vörubifreiða og fólksflutninga-
bifreiða, sem íyást nú á vegum
allra landa heimsins. —
—i
□ Sovézkír vísiridamenn vinna
nú að gerð 10 metra langrar bif
reiðar sem verður knúin .5500
hestafla vél, og er reiknað rrieð
að hún nái 1195 km. hraða á
klst. — Það eru sérfræðingar í
Kharkov sem_- að..smíði bílsins
vinna, og þeir segja,. að. þessi
blfreið verði hraðskreiðasta bif
reið veraldar þang'að tij, þeir
hafa framkvæmt áætlun um
fýýstu hljóðfráu bifreiðina í
higiTrii. — Vegna jiþessa mikla
hWða verður að gera fyrstu til
r^unirnar með hjá'Jp fjarstýring
aúpJil að tryggja íiillt öryggi.
ííliaunir með hiljóðfráu bif-
retðtha, sem er .ekki komin
lengra én á teikniborðið, verða
géWfer á ísilögðu vatni.
Vínnan við smíði þessara
tveggja bifreiða er mjög frá-
brugðin N vinnunni við þær
sovézkar bifreiðar, sem nú eru
í íramleiðslú í Sovétríkjunum.
Þær minna helzt á gamla vest-
ræna bíla,: én þeir eru sterkir
enda ekki vanþörf á eigi þéir
áð standast vegina í Sovétríkj-
unum sem eru mjög slæmir víð-
ast hvar. —
Flugeldar -
- Flugeldar
Flugeldar og blys í úrvali.
Sljörnuljós
og fergl fleira
■m:
ReiðhjólaverkstaeBið Hverfisgötu 25 Hafnarfirði
SIMI 52887.