Alþýðublaðið - 30.12.1969, Blaðsíða 13
Alþýðublaðið 30. dleseniber 1969 13
Við áramót
Frrmhald úr opnu.
f VII.
Talsvert var rætt og ritað um
skólamál og önnur menningar-
mál á liðnu ári. Hér er ekki um
að raeða íslenzkt fyrirbæri. Um
víða veröld og þá ekki hvað sízt
í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun
um hafa skólamál verið rædd
í auknum mæli á allra síðustu
árum. Skýringin er annars veg-
ar sú, að vaxandi velmegun hef
ur hvarvetna aukið eftirspurn
eftir menntun, samfara því, að
, menn gera sér í æ ríkara mæli
.ljóst hagnýtt gildi menntunar.
Hins vegar er skýringin sú, að
breyttir þjóðfélagshættir krefj-
ast breyttra skóla, en reynslan
sýnir, að skólar eru yfirleitt í-
haldssamar stofnanir, og hefur
þetta elvki hvað sízt reynzt eiga
við um háskóla í Vestur-Evrópu.
Þess vegna hafa umræður um
þessi mál víða orðið stormasam
ar og jafnvel leitt til alvarlegra
óeirða.
Það er íslendingum og þá
fyrst og fremst íslenzku æsku-
fólki til sóma, að annar og menn
ingarlegri bragur hefur yfirleitt
verið á umræðum um þessi mál
hér en víðast hvar annars stað-
ar í nálægum löndum. Vandi ís
lendinga á sviði skólamála hef-
ur þó ekki verið minni en í ná-
lægum löndum, heldur þvert á
móti meiri. Eftirspurn eftir
menntun hefur ekki aukizt
minna hér en þar. Það sýnir hið
sístækkandi hlutfall hvers ár-
gangs .æskufólks, sem leitar
menntunar. Við þetta hefur það
bætzt hér, að árgangarnir hafa
farið sístækkandi og munu
halda áfram að stækka um nokk
urt skeið enn á æðri skólastig-
um, en hvergi í nálægum lönd-
um hefur verið um jafn lang-
vinna stgekkun árganga að ræða
pg hér. Auðvitað hefur þetta
valdið ýmsum vandræðum, hér
eins og annars staðar. En víð-
ast hvar eru þau þó meiri en
hér, þótt með réttu hefði mátt
búast við hinu gagnstæða. Á-
stæðan er sú, að hér var snemma
snúizt við vandanum. Fyrir
fimmtán árum voru útgjöld fs-
lendinga til skólamála í hlutfalli
við þjóðartekjur fyrir neðan
meðaltal þess, sem þá gerðist í
Veslur-Evrópu. Á þessum árum
hafa þau hins vegar aukizt hrað
ar hér en í flestum Vestur-
Evrópulöndum. Nú eru íslend-
ingar í tölu þeirra þjóða, sem
mestu ver.ia til skólamála í hlut
falli við þjóðartekjur. Auðvit-
að er enn fjölmargt ógert. Svo
verður alltaf. Þarfirnar eru sí-
fellt að vaxa. Á næstu árum
verður vandinn mestur á sviði
háskólamenntunar, tæknimennt;
unar og kennaramenntunar. í
málefnum háskólans hefur þeg-
ar verið mörkuð stefna, sem mik
ið fé kostar að framkvæma. En
ákveðið hefur verið að verja til
hennar því fé, sem nauðsynlegt
er. Á sviði tæknimenntunar, og
kennaramenntunar er unnið að
mótun nýrrar stefnu.
Enn sem fyrr er ánægjulegt
að sjá og4 heyra, hversu mikill
þróttur er i íslenzku menningar-
lífi. Á íslandi eru ekki aðeins
skrifaðar góðar bækur, heldur
einnig lesnar af öllum almenn-
ingi. Hljómleikar og leikhús eru
hér tiltölulega betur sótt en víð-
ast hvar annars staðar og það,
sem þar er að sjá og heyra,
stenzt samanburð við það, sem
gerist hjá miklu fjölmennari
þjóðum. Myndlist stendur með
miklum blóma, og svo mikið er
hér keypt af málverkum, að
margir undrast: Ef dagskrá rikis
útvarpsins, bæði hljóðvarr>sdag-
skrá og sjónvarpsdagskrá, er
borin saman við það, sem er hjá
nálægum þjóðum, kemur í ljós,
að ekki hallar á íslendinga. Og
hröð útbreiðsla sjónvarps í
þessu stóra og strjálbýla landi
mun mega teljast til einsdæma
í heiminum.
Slikra staðreynda er ánægju-
legt að minnast, ekki sízt, þegar
við erfiðleika hefur verið og er
að etja í efnahagsmálum. Það
er gömul og ný reynsla, að menn
ing lifir sínu lífi, á hverju sem
gengur í framleiðslu og viðskipt
um. íslenzk menning stendur nú
enn sem fyrr traustum fótum í
fornum arfi íslendinga, en hún
er jafnframt í nánum tengslum
við heimsmenninguna og hún
endurnýjast, ekki aðeins af sam
bandi við umheiminn, heldur
einnig af sjálfri sér.
vm.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
kom saman til fundar á síðast
liðnu hausti. Allir, sem fundinn
sóttu, veittu því athygli, hve
góður hugur og eindreginn sam-
starfsvilji mótaði fundinn. Ailar
ályktanir voru gerðar einum
rómi, einnig um stórmál eins og
aðildina að EFTA, — ekki
vegna þess, -að búið hafi verið
að leita eða leita hafi þurft mála
miðlunar, heldur reyndist þessi
forystusveit Alþýðuflokksins
sammála í reynd um afstöðu til
helztu mála, sem uppi eru í ís-
lenzkum þjóðmálum. Þegar það
er haft í huga, að Alþýðubanda
lagið er þegar klofið í tvo
flokka, og líkur kunna að vera
á, að það klofni enn frekar, og
að djúpstæður skoðanágreining
ur er innan Framsóknarflokks-
ins til mikilvægustu þjóðmála,
þá er þessi samheldni Alþýðu-
flokksins athyglisverð og ánægju
leg, ekki hvað síst, þegar það er
haft í huga, að flokkurinn hef-
ur þrettán ára stjórnarþátttöku
að baki. Á næsta vori verður
gengið til bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninga. Einhugur
flokksstjórnarfundarins var góð
vísbending um það, að Aiþýðu-
flokkurinn getur gengið bjart-
sýnn til þeirra kosninga. Hann
þekkir og skilur skyldu sína við
umbjóðendur. sína og stefnu.
Hann mun hér eftir sem hingað
til kappkosta að gera það, sem
hann telur rétt.
IX.
Að lokum þakka ég öllu Al-
þýðuflokksfólki samstarf á liðnu
ári, þakka því öll störfin, sem
það hefur unnið flokknum og
stefnu hans, jafnaðarstefnunni.
Ég þakka ekki aðeins flokks-
fólki í Reykjavík góða sam-
vinnu, heldur öllum Alþýðu-
flokksmönnum um allt land. Ég
heimsótti í sumar öll kjördæmi
landsins, hitti gamla vini og
eignaðist nýja. Alls staðar var
sami áhuginn á vexti og við-
gangi flokksins. Þessi áhugi er
Framhald á bls. 15-
LUGELDAR
|}R¥ALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA
SKIPAFLUGELDAR - SKIPABLYS,
RAUÐ - FALLHLÍFARRAKETTUR
STJÖRNURAKETTUR
TUNGLFLAUGAR
ELDFLAUGAR
JOKER-
STJÖRNU-
ÞEYTAR
JOKERBLYS
BENGALBLYS
RÓMÖNSK BLYS
F ALLHÚF ARBLY S
OG SILFURREGN
BENGALELDSPÝTUR rauðar og grænar
MÁNALJÓS - STJÖRNUGOS
STJÖRNULJÓS - SÓLIR
VAX-ÚTIíIANDBLYS, loga V2 tima. VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma. HENTUG FYRIR UNGLINGA
VERZLUN O. ELLINGSEN HF