Alþýðublaðið - 30.12.1969, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 30.12.1969, Qupperneq 14
14 Alþýðublaðið 30. desembex* 1969 Shifl framhaldssaga eftir Roberl (. Berg. Þegar öllu er lokið... 6 hann hafði haft á tilfirrningunni í nokkra daga: að heyrn hans hafði batnað stórkostlega. — Fyrirtak, sagði Thomas Clausen og studdi hendi á öxlina á honum, — og svona heldur þetta áfram í nokkra daga enn. Eftir svo sem' fjóra—fimm daga verður hægt að útskrifa yður, ef þér aðeins komið hingað til athugurrar með nokkurra vikna millibili. — Læknir.... ég hef þegar sagt yður, hversu ósegjanlega þakklátur ég er yður fyrir að þér skyld- uð hjálpa mér. En hvar í ósköpunum skyldi ég finna aðra jafn óeigingjarna manneskju, sem getur sagt mér, hvert ég á að fara, þegar ég yfirgef þetta sjúkrahús? Það vottaði fyrir brosi bak við gleraugu læknisins: — Hérna, sagði hann og gekk fram að hurðinni og opnaði hana. ★ Það var vetrarveður úti.... ískaldur næðings- gjósturinn hamaðist á rúðunum, en það var engu líkara en geislar ósýnilegrar sólar léku um hvíta veggi stofunnar, þegar unga, grairna konan með strángann í örmunum, birtist í dyrunum. Ungt og fagurt andlit hennar með háum kinnbeinurrum og brosandi vörunum1, stafaði birtu sem minnti helzt á sólina sjálfa. . David starði galopnum augunum fram að dyrunum rétt ejns og draumsýn hefði opinberazt honum. — Ég trúi þessu ekki, tautaði hann. — En sé mig að dreyma, þá látið mig aldrei vakrra framar! Rólegum skrefum, þrátt fyrir geðshræringuna, gekk hún að rúmi hans og lagði strangann með sífrandi barninu fyrir framan hann, um leið og hún kyssti hanrr blíðlega á munninn. — Velkominn aftur, David! bvíslaði hún. Og á samri stundu mættust augu þeirra í kær- leiksríku, löngunarfullu augnaráði, er þau táruðust bæði um leið og þau féllust í faðma. — Fyrirgefðu m'ér það, að mér skuli vera um megn að tjá hugsanir mínar á þessari stundu, sagði hann lágt. — Mér er ekki einu sinni Ijóst, hvernig á því stendur, að þú skulir vera komin hingað.... — Clausen læknir kom til mín og sagði mér upp alla söguna, sagði hún. — Hvernig gátuð þér vitað, að hún myndi ekki hafa gengið að eiga manninn, sem ég sagði yður fr,á? spurði hann og sneri sér að lækninum. — Það gat ég að sjálfsögðu ekki vitað um, við- uiKenndi ln ..a Clausen. — En því hetu. „u allt- af verið þannig farið m-eð mig; að ég hef helzt kosið að leysa vandamálin eins og þau koma fyrir. Ann- ars kæmist maður aldrei neitt áfram í þessum heimi! Hélztu það virkilega, að ég myndi nokkurn tím- ann giftast S'tefan? Hún brosti blíðlega, þegar hún sá hann lyfta litla barninu upp og virða lítið and- lit þess fyrir sér. — Ef tilfínningum mínum í garð Stefan hefði í raun og veru verið þann veg farið, þá hefði ég giftzt honum löngu áður en leiðir okk- ar lágu saman. Vandræðalegt bros færðist yfir andlit hans. — Clausen læknir hefur þegar komið mér í skilning um, að ég hafi hagað mér frámunalega barnalega.... — Gleymið því! sagði læknirinn og brosti vin- gjarnlega. David Klint hristi höfuðið. — Nú eru aðeins örfáir dagar til jóla — og þetta verða ánægjulegustu jól, sem ég hef nokkru sinni upplifað. Ég fæ aldrei nógsamlega þakkað yður allt, sem þér hafið gert fyrir mig, læknir! Grete leit brosandi til læknisins. — Þú getur þó alltaf skírt drertginn þinn í höf- uðið á lækninum, — mér finnst Thomas satt að segja vera prýðilegasta nafn. David kyssti hendur hennar I gleði sinnl, — Hvað finnst yður um það, læknir? Megum við búast við yður og konu yðar, þegar barnið verður skírt? — Þér getið reitt yður á, að okkur er mikil ánægja að því, sagði Thomas Clausen. — En hvað mér líður yndislega dásamlega núna, sagði David hlæjandi. — Ég er þegar farinn að heyra allskonar smálagstúfa þyrlast um innan í höfð inu á mér....! Eiginkorra hans lagði vanga sinn upp að vanga hans. — Lofaðu mér að hlusta með þér, hvíslaði hún. — Því að nú er Thomas litli sofnaður svo fast! Og svo gagntekin voru þau af hamingju sinni, að þau sundlaði, er þau lokuðu augunum, og heyrðu því alls ekki; að hurðin opnaðist og lokaðist aftur, * þegar Thomas Clausen gekk leiðar sinnar.... g SÖGULOK. Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞ J ÓNUSTA LátiS fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 410 5 5 VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huh»ir — Vélarlok — Geymslu lok á Vcfkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pipulagningameistari. JarÖýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg brlkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Keimasímar 83882 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Mafur og Bensín ALLAN SOLARHRINGINN VEITINGA5KÁLINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.