Alþýðublaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 8
8 Mán'udagur 22. marz 1970 Minningarorð: Jóhann Vilberg Árnason dáinn 14. marz 1970 Fæddur 6.2.1942 Fæddur 6. febrúar 1942 — Dáinn 14. marz 1970. □ Erfitt er að lýsa þeim gei'g, sem gagntekur hugarm, þegar válegir atburðir gerast með skjótum hætti. Slíkir atburðir eru sem áminning um fátæk- legan skilning vorn á dýpstu sannindum og vammátt gagn- vart þvi afli, sem ákvarðar líf og dauða. Jóhann Vilberg Ámason, framkvæmdastjóri, sem jarð- settur er í dag, var fæddur í Eey>kjíavik 6. febrúar 1942. For- eldrar hans eru Jóhanrua Hail- dórsdóttir og Ámi Vilberg Guð- mundsson. Móðir Jóhanns lézt af bamsföram, er hún átti hann, og var hann heitinn eftir henni. Hann ólst upp hjá ömmu sinni og föðursystur í Mtlu húsi við Þverholt, sem nú er horfið af sjónarsviðinu. Fundum okkar Jóhanns bar fyrst saman fyritr röskum ára- tug, er ég annaðist útgáfu Stúdientablaðs jafnaðarmaírma. Hann var þá prentnemi í Al- þýðuprentsmiðjurtni, og alMr sem þar komu hlutu að veita eftirtekt björtum og drengja- legum svip hans, öruggum hand brögð'uím og v!andvú.rííni| ifg vissi ekki þá, að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman oft- ar í Mfinu. En strax að loknu prentnámi nokkrum árum síðar gerðist Jóhann Ijósmyndai'i Fálkans, og þar með hófst löng og farsæl samvmna okkar. — Hann hafði aiflað sér góðrar þeklrimgar á ^iij'ósmyndaitæfcni upp á eigin spýtur, og margair af myndum hans vöktu verð- skuldaða athygM. En minnis- stæðast er mér hiandbragð þeirra og snyrtilegur frágangur, og þeir kostir prýddu reyndar öll störf, sem Jóhann tók sér fyrir hendur. Hann vann jafn- an af kappi og áhuga, var stund um óþoMnmóður að sjá árangur ertfiðis síns, en missti þó aldrei sjónar á takmarkinu og lét ekki hugfallast, þótt á móti blési. Skapið var heitt og lundin við- krvæm, en atorkan mikil og bj'artsýnin eins og hún gerist bezt með ungum mönnum. Snemma varð ljóst, að Jó- hamn bjó yfir ríkri athafmaþrá og kom því engum á óvart, sem til hans þekkti, er hann lagði frá sér Ijósmyndavélinia eftir fimm ára starf fyrir Fálkann og Alþýðublaðið og réðist í það stóryirki að stofna eigi-n prentsmiðju og bókaútgáfu, Grágás í Keflavík. ásamt félaga sínum Runólfi Elentínussyni. Hann batt mikar vonir við fyr- irtæki sitt, og eftir eðM-lega byrjuraarörðugleika voru þær einmitt óðum aS ræta-st, er hann féll frá. Ég hatfði hlakkað til að hitta Jóhann Vilberg í framtíðinni, fregraa atf högum hans og rifja upp liðnar stundir frá dögum þrotlauss erfiðis og ungæðis- legrar þjartsýni í þágu sameig- inlegs takmarkS :okkar, sem ekki lánaðist að ná. Þegar við hittumst öðru hverju eftir að samstarfi okkar lauk, bar okk- ur ævinlega saman um, að reyrasia þessara ára hefði kom- ið að góðu gagni og því hefði ekki með öllu verið unnið fyrir gýg. Jóhann hefur nú verið burt kallaður í blóma lífs sín-s, en það kemur í minn hlut að minnast samveru okkar. Og ekki kæmi mér á óvart, þótt ég ætti eftir að meta hana um- fram flest aranað, sem heyrir liðinni æsku til. Jóhann Vilberg gaf sig nokk- uð að félagsstarfsemi, var til dæmis formaður Prentiraema- félagsins á námsámm sínum og átti sæti í stjórn Iðranematféiags íslands. — Ha-ran aðhyiitist snemma stefnu Alþýðufiokks- ins og tók drjúgan þátt í starfi Félags ungra jafnaðarmanna. Hann var kvæntur Elizu Þor- steinsdóttur, og áttu þau eiraa dóttur barna, Jódísi, fjögurra ár-a. Öilum aðstandendum votta ég dýpstu samúð og kveð góðan vin og starfsfélaga með þessum ijóðlínum Guðmundar Böðvárs sonar: Hve skammt nær vor síðbúna þökk í þögnina inn, sem þuMn er líkt og afsökun horfnum vini. Gylfi Gröndal. ( □ Að skrifa um samstarfs- mann, vin og virarauveitanda lát- iran er áreiðanleiga ærinn höf- uðverkur venjul'egum manni. En er það bætist á ofan að um er að ræða mann í blóma lífs- ins, ekki þrítugan. Þá vandast máMð fyrir alvöru. Ég held mér sé óhætt að full- yrða að fáir meran þekktu Jó- hann öðruvísi en hverraig hann kom fyrir í daglegri umgengrai. Hann var dulur flestum mönn- um og talaði ógjarna um sjálf- an sig. Þannig er mér farið. Þrátt fyrir mi'kla umgengni og sam- viranu við Jóhann þekki ég ekkert tii uppruna hans. Við unraum saman oft og viða hér á Alþýðubliaðinu og ég held að vi'ð höfum gert nokkuð góða hlutd saman oft og tíðum. Ég minnist hans vegna þess hvem- ig mér fannst oft að við bætt- um hvorn annan upp og tókst í sameiniragu að ná fram góðri blaðamenrasku. Allt síðasta sumar og fram undiir jól var hann vinnuveit- andi mi-nn og þótt við værum oft ekki sammála u-m fram- kvæmd þeirna hluta, sem átti að gera tókst mér aldrei að rækta í mér kala tii Jóhanras. Ég skal fúslega viðurkenna að ég reyndi það og þóttist oft á tíðum hafa gilda ástæðu. Nú þegar hainn er gengiran sendi ég honum heilar kveðjur mínar vegna þess að þrátt fyr- ir að hann væri langt frá því að vera gallalaus maður, var hann ærlegur og sjálfum sér samkvæmur. — Grétar Oddsson. □ Við unnum saman á Alþýðu blaðinu, og í þá daga borðuð- um við saltfisk með síkræðum í Ingólfskaffi og dmkkum rót- sterkt kaftfi í Mokkatoatffi á Skólavörðustignum. Þá vorum við strákar, eða kannski ungia- menn, og ekkert vandamál var svo flókið að við gætum ekiki leyst það. Við vissum jafnvel hvemig gefa ætti út dagblaið og hafa af því tekjur. Þá tók Jóhann Vilberg, haran Jói, myndir. Hann festi á filmu það sem máli skipti hverju sirani. Og myndirnar, sem komu á pappírinn, voru góðar myndir. Fréttirnar gerðu ekki boð á undan sér fremur en nú. Við hlupum út á öUum tímum sól- arhringsins; veltumst um borð í skipum, hossuðumst í flugvél- um, börðum okkur í bruna- gaddi í bið eftir höfðingum, horfðum á söguna mótast, og alltaf kom Jóhann með góðar myndir út úr myrkraherberg- inu. Það var rifizt og skamm- azt, hiegið og skemrnt sér og horft með skelfingu á miskunn- arleysi manna og lífs. Betur og betur skildum við hversu hverf ul tilveran er. Lífið, menn, til- finningar og örlög varð um- ræðuefni okkar, og allt þetta átti Jói í sínu myndiaeatfni. Og l'ífið fór misjöfnum höndum um okkur, sem borðuðum salt- ftskinn í Ingólfskaffi. Hópur- inra tvístraðist og aðrir fengu skræðumar. Sumir héldu sig við fréttamenn'skuna, en Jó- hsnn var ekki í rónni fyrr en hann var búiran „að gera eitt- hvað stórt“, og það tókst hon- um. Leiðir okkar skildu fyrir nokkmm árum, en vináttan var alltaf á sínum stað. Nú hafa ieiðir skilið á ný um óákveðinn tíma, en eftir eru allar mynd- irnar; myndin af stuttu skeiði í ævi nokkurra manna og mynd irraar hans Jóa. Við söknum hans allir og einhvemtíman skulum við á ný borða satfisk með skræðum. Hvern hefði órað fyrir á saltfisksárunum, að þrír kunningjanraa ættu eft- ir, hver á sinni fréttastofu, að skrifa frétt um lát eins úr hópn um. Þetta er enn ein myndin, sem við getum bætt í satfnið okkar um hverfuM'eika tilver- unnar. Ég kveð Jóhann með orðunum, sem við notuðum svo oft sjálfir: „Bless í bili“. Ámi Gunnarsson. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. □ Laugardagurinn 14. marz var fagur dagur hér íiuður með sjó. Gróska vorsiras var í lofti ásamt hækkandi sól, en um það leyti, er sól hneig til viðar, barst sú harmafragn, að Jóhann Viiberg Árnason, framkvæmda- stjóri Grágásar, hefði látizt atf slysförum. Það var eins og vor- gróskan hefði skyndil'ega stöðv- azt, og syrt fyrir sól. Jóhann Vilberg Árnaon var fæddur í Reykjavík, 6. febrúar 1942. Hanra lærði .pren.tverk í Alþýðuprentsmiðjunni' 1957— ’61, en hætti þá prentvenki og fór til Fálkans sem ljósmynd- ari, en siðan til Alþýðubl’aðsins. Haustið 19-66 stofnsetti hann fyrirtækið Grágás í Keflavík, ásamt Runólfi Elentínussyni, sem með samhentu átaki varð að stórfyrirtæki á örs'kömmum tíma. AJlt virtlst skorta til, nema áræðf dugnaið, Ikjark, snyrtimennsku og verkhyggni, sem Jóh'ann átti í svo ríkum mæli. En honum tókst að sanna að trúin flytur fjölH og að vor- gróska hins ísl'enzka þjóðlífs bjóði hverjum unigum manni tækifæri, en til þess að hagnýta þau, þurfi frekar 'andlega auð- legð, — þó hin veraldlega verði ekki sniðgengin. Mér er sú stund ákaflega minnisstæð, er ég hitti Jóhann fyrst, og reyndar all'air okkar samverustundir, því hin einarð- lega og hreinskilniisl'eiga fram- koma, sem honum var meðfædd, ásamt sterkri skapgerð, var svo áberandi í öl-lu fasi haras, að öllum hiaut að verða strax ljóst, að þar fór enginn meðal- maður. Það kom líka fljótt í ljós, er hann hóf umsvif hér syðra, að þar fór vaskur dreng- ur er var reiðubúinn ti'l að fara ótroðnar slóðir, og stoapa sér sinn eigin sess í þjóðféla'ginu. Eins og -að framan e.r re'kið kom hann upp fuMkommni prent- smiðju, og nú síðast bókbands- vinnustofu, ásamt bó’ka- og blaðaútgáfu. Er haran ákvað að hefj-a útgáfu Suðumesjatíðinda, réði þar fyrst og fremst, að það var frekar hu-gsjónarmál hans en fjárhagsatriði', því honum fannst að skapa þyrfti fjölmiöl- ara, sem hreyfiafl um mál'efni Suðurnesja, sem h-ann hafði fest ástfóstri við. Þannig ein- kenndi þessi hugsjónaandi öll hans vinnubrögð. Ég held að það sé hægt að orða Mfsviðhorf hans í einni setnin'gu: Þeiir sem geta gert hiútina, gera- þá,. hinir tal'a um þá. Er nokkrir ungir menn í at- h-atfnaMfi Suðumesja stofnuðu klúbþ, sem tengdur er við al- þjóðahreyfin'guna Junior Cham- ber of Commerce, gerðist Jó- haran Vilberg strax í upphafi félagi þar. Þar sem aranars stað- ar gerðist haran mjög virkur félagi, og átti nú síðast sæti í stjóm J. C. Suðumes. Við fé- lagarnír þökkum honum fyri>r al'lar ánægjulegu samverustund irn-ar, og finnum nú, hve mikið skarð er fyrir skildi, og hve sárt hans er saknað. Ei'ginkonu, Elízu. Þorsteinsdóttur, og dótt- ur þeirra, Jódísi, vottum við sérstakar og innil'egar samúðar- kveðjur, svo og öðrum aðstand- endun máttu'j sinni. Það notað værun sjávar; til san ur ski si'g saa Mér £ það fi í ath; manna verið | í m an maður Sun örfáa falle-gv blómir að lái blómst vill er skamn snertiir að au okkur sum c fulls, : til j’airi Hve: veit v: hefur okkar unnar hún j Vilber góðs d Bæl þús. □ bæklir um, ti dvalar frá 1. tvö ný lega h eins Oj sem íí að gr eins d; idvalai þess v valið þri'ggj' ieið a yfir ý. TROl OUÐJ i i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.