Alþýðublaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 15
Mánudagiur 22. m<arz 1970 15 VÍSNAÞÁTTUR 1R... Umsjón: Gesfur Guðflnnsson: Framhald af bls. 12. □ Vísur verða til af mörgu tilefni, en þær varðveitast líka með ýmsum hætti. Á Skorra.stað bjó fvrir löngu síðan prestur, sem Runólfur hét. Hann átti dóttur, er Guðrún hét og fræg var fyrir útsaum og kvenlegar hannyrðir á sinni tíð. Sagt er, að hún hafi saumað eftirfarandi stöku í rúmábreiðu, enda varð ,hún landfleyg. Ekki veit ég, hvað um ábreiðuna hefur orðið, en vísan er svona: Gjört hefur mig sem greini jeg frá, Guðríður Runólfsdótter, s.jötugsaldri sínum á. Sjáið þið' það sem Ijótt er. Guðmundur Jónsson, skósmið- ur, Selfossi, hefur sent þætt- inum nokkrar stökur til birt- ingar. Þessa kallar hann A dans leik: Nælonsokka niftin fríð, nætur þokkagyðja, á lofnarbrokki, ljúf og þýð, lætur í rokk sig styðja. Og eftirfarandi vísur yrkir hann um stuttu tízkuna: Flott ef klæðist faldagná, fínan smekk svo næri, oftast pilsin eru iþá uppi á miðju læri. Ofar færist faldurinn á frökenunum glöðum, óðum styttist áfanginn upp að Helgastöðum. Gísli hét sonur Eyjólfs prests, sem átti um skeið heima í Garps dal. Eitt sinn fékk hann tann- verk svo ákafan, að hann mátti ekki við þola og gat ekki einu sinni borðað. Gísli var hagmælt- ur vel og lét þessa stöku fjúka meðan hann kvaldist af tann- verknum: Tölti úr mér tannpínan og takist upp með rótum, ofan í sjálfan andskotann, ei svo verði á fótum. Svo brá við, að tannvenkurinn hvarf um leið og Gísli hafði mælt fram vísuna. Úr vinnumanni er sönglist svelt. Sinna kann ei brögum — minna anná allt er skeflt undir fannalögum. En þessa vísu nefnir Stephan Við Skotland: Sól á strendur Skota skín, skógar um byggð sig hringa — þó er fórnað fríðri sýn: fjöllum íslendinga. Valdimar K. Benónýsson, ágæt- ur húnvetnskur hagyrðingur kveður á þessa leið um fjall- kónginn: Jón við tjöld í ieitum lá, lengst með völd á hendi, meðan öldin hálfa hjá haustsins kvöldum renndi. Rís sem svipur hulduheims hnjúkum skipuð fjallaborgin. Smíðisgripir iss og eims öld.uklipin lækjartorgin. Fjalla bendir þólum frá bjarminn endurminninganna, sjónarhending augað á yfir lendur skógarmanna. Sést í flokkum sauða stóð sam.an brokka. Vindi „hrifið gárast lokka fannhvítt flóð, frelsisþokka gullí drifið. Tjaldasátrin titra við tónar kátra_bragmæringa. Bergmálshlátra hrekja.klið hamralátrin um sem kringja. Þessi vísa er. sögð ættuð að uestan: Gengur slunginn, gæðasmár, girndum þrunginn púki. Sprundin utxgu flekar flár flagarinn .t.ungumj.úki. Og loks þessi . gamla búkonu- i vísa: Ég skai, þegar bún Búbót ber, bæð.i hýsa og gefa,. skaka dömlur og smakka smér, srriátt ei skammta úr hnefa. Eítirfarandi vísur eru eftir Step han G. Stephansson og nefnir hann þær Afsvar: Er í höndum huga móðs hálfgerð önduð staka — nú eru löndin lokuð óðs lúa böndum klaka. JAPÖNSK ÚR □ Tími þriggja fyrstu er 10,5 sek. sögðu skeiðklukkurnar — en tímareiknirinn sagði að nr. 1 hefði komið 1/100 úr sek. á undan nr, 2 og nr. 2 heíði kom- ið 2/100 úr sek. á undan nr. 3. Þannig hjálpar stærsta úrverk- smiðja í heimi, Seko í Japr/T tímavörðunum til ,að skera úr um röð hlauparanna. Tæki frá Seiko var m. a. notað við Olym piuleikana í Tokyo og Evrópu- meis.tarakeppnina í Aþenu í fyrrasumar. TJppi í fjöllunum, í 200 km. fjarlægð frá Tokyo, eru 13 Seikoverksmiðjur, þar sem vinna 17.000 manns sem fram- leiða 10 milljónir armbandsúra og 6,3 millj. af öðrum klukkum á ári. Fyrirtækið var stofnað 1881 og var til að byrja með aðeins lögð stund á innflutning og sölú’ úra. Það var ekki fyrr en nokkr um árum seinna að úrafram- leiðsla hófst í Japan, eða þegar' landið var opnað fyrir utanað- komandi áhrifum. Það verður Seikoúr sem segir gestum á heimssýningunni í Osaka hvað tímanum líður. Fyr- irtækið hefur látið búa til kerfi úra sem stjórnað er frá þrífætt- um tumi á miðju sýningarsvæð- inu. Kluicka þessi nefnist „Seiko- Atomic-UHF Time System“. -<rr. Í22*HÍ' Móðurklukka er í turninum og p sendir 110 minni klukkum, sem' komið er fyrir víðs vegar um.Bj svæðið, boð um hvað tímanum'B líður. Þessi boð eru send með.jj UHF-sendi og á þ.ví að vera _ hægt að ná merkjunum á hvaða I UHF-viðtæki sem er í innan við 9 10 km. fjarlægð frá turninum. “ Vandamálið er bara, hvaða tíðni ■ á að nota. Við fjögur aðalhliðin 9 áð sýningarsvæðinu eru lamp- B ar undir tölunni 12, sem blíkka með einnar sekúndu millibili. f Þó lögð sé mikil áherzla á af- I brigðflegar klukkur hjá Seiko ® framléiða þeir líka mikið magn ■ "af venjulegum úrum. Þau eru 9 Iá’t’in fara í gegnum mjög ná- 9 kvæni mælitæki, þar sem ekki er aðéins reiknað með sekúnd- m um heldur einnig hundruðustu 9 og þúsundustu úr sekúndu, og 9 sagt er að tímaskekkja stóru— Seiko-klukkunnar á Expo 70 sé.,9 aðeins 1 sekúnda til eða frá á I 1000 árum. —• ' P' öll völd í leiknum, og í hálf- leik var 13 stiga munur, 47-34. Ármenningum tókst að minnka muninn í sjö stig í byrjun hálf- lei'ks, en síðan seig jafnt og þétt á ógæfuhliðina hjá Ármenn ingunum, og þegar yfir lauk, var 25 stiga munur, 96—71. BEZTA BYRJUNARLIÐIÐ Sigur ÍR-inga í þessu móti er verðugur og sanngjarn. Um þessar mundir hefuir ÍR-liðið bezta fimm manna byrjuma.rli0 1. deildar, og enda þótt önnur lið noti ekki lakari leiikaðferð- ir en ÍR-ingarnir, eru leikanenn liðsins hæfestir í heild tiil að notfæra sér þá möguleika, sem bjóðast í leik þeirra. Erigar skyttur jafnast ennþá á við Birgi Jakobsson og Agnar Frið- riksson, nema ef vera skyMi1 Þórir Magnússon í KFR, og bafc verðirnir Þorsteinn Hallgríms- son og Kristinn Jörundsson, eru tókmenn af þeirri gerðinni, sem gera lið sitt að toppliði. Þorsteinn er kunnari fyrir frammi'stöðu sína en svo að fjölyrða þurfi þar um, en Krist- inn Jörundsson hefur verið að vinna sér síaukið álit körfu- kriattleiksunnenda undanfaa’in ár, og má mikið vera, ef hann verður ekki með í landsliði ofck ar í Notregi eftir tæpan hálif- an mánuð. Siguirður Gísliason er kannski í mótsetningu við aðra sem eldast, .alltaf í stöð- ugri framför, og eru þau upp- hlaup ÍR-inganna orðin æði mörg í vetur sem hafa endað með blaki af fingurgómum hans í börfuna hjá mótherjunum. Annars er aðalsmerki ÍR-ing- anna sem lið liraðupphlaupin þeirna — nök'kurs konar sér- grein, sem Einari Ólafssyni hef ur tekizt gegnum árin að við- halda og þróa upp í að verða voþn, sem ekkert lið getur leyft sér að vanmeta. Ekkei-t annað lið býður áhorfendum upp á að sjá fimm menn bruna fram völiinn í slíku þaulæfðu skipuliagi sem ÍR, enda hafa hraðupphlaupsæfingar aetíð ver ið ofarlega á æfingadagskránni hjá ÍR. Láðið, sem varð númer tvö í mótinu, Árrnann, hefur átt mjög góða leilki í vetur — einnig mjög lélega. Aukið öryggi hef- ur færzt yfir leik liiðsins í heild, sem vel að mea’kja hefur geng- ið í gegnum þann hreinsunar- eld síðustu tvö árin, að yngri menn hafa tekið við af þeim eldri — en breytinigki hefuB orðið ti'l góðs, því ungu menn- irnir færa með sér eitthvað ferskt, og nýtt, sem fær Ármann til að leika þróaðri körfuknatt- leik en áður hefur verið hjá liðinu. y I EKKERT UPPGJÖR :] ÍR OG KR Tilhögun íslandsmótsins gerði það að verkum, að tvö sigur- sælustu iið keppninnnar, ÍR og KR, fengu raunverulega aidrei tækif æri til að skera úr um það, hvort liðið væri sterkara. Þa?> uppgjör mun aðeins verða til J hugum fólks, en það hefði ver- ið skemmtiiegt, ef íslandsmeist- aramir hefðu barizt enniþá einoi sdnni um titilinn gegn þessumí höfuð-keppinauti sínum í gegn um árin — það hefði þótt hæfa. 0 KFR-liðið óx að getu í þessu móti. Byrjunin var ei-flið, en ég held að það hafi aðeins verið fæðinigarhríðar breyttra tímai hjá iiðinu, Fiedri menn eru nú virkiv hjá KFR en veirið hefur undanfarin ár, leibur Mðsina heilsteyptari, og Þórir Miagnús- son hefur tebið við nýju hlut- verki í liðinu — sem hlekkur í keðju, en ekki keðjan öll. Hans vegar er ekki minni fyrir það. j I Nj arðvíkurliðið brást ofurlít- ; ið vonum manna eftir hina"' giæsilegu byrjun í mótinu, en neistinn er kviknaður, og þvi ful'l ástæða til að fá þeima eáig- in orð að láni um stund, og segja: Áfram! Þórsliðið frá Akureyri rak lestina að þessu sinni, og mun leika gegn Tindastóli um sjö- unda sætið í 1. deild á næsta ári, Þar hefur að vonum orðið róttæk breyting við að Einar Bollason hætti, og með honum fór mikið, nefnilega hæðin, og hvað sem liður mjög góðrl frammistöðu Guttorms Ólafs- spnar í vetur, ætlast enginm til að hiann geti bætt 15 sm. við hæð síraa og,15 kg. við þyngd sína — svona á einum vetri. Fjórir dómarar sáu um dóm- gæzluna i úrslitakeppninni, og verður að taka viljiann fyrir verkið. Það verður hvort sem er eins og rödd hrópandans úr eyðimörkinni, að fara fram á úrbætur í dómaramálum. gþ. t Faðir oíkkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ANDREW, verður jarðsurigin'n frá Dómíkirkjunm (þriðj'udaginn 24. marz kl. 2 e.h. Lilja Gunnarsdóttir, . Kjartan Gunnarsson, Kári Gunnarsson, Jósep Gunnarsson, Bolli Gunnarsson, tengdabörn og barnabörn. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.