Alþýðublaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 8
8: 'P©§tfu,fegurí' 22. máí 1970 Borqin, Bæjarútgerðin og togararnir: ÞVÍ GETUR GEIR RÁÐID! Hæstráðandi til 'sjós og lands. □ Morgunblaðið sagði í for- ystugrein fyrir nokkrum dög- um á þá lund, að isiendingar hefur ’ákveðið kaup |á sex skuttogurum fyrir tilstuðlan borgarstjórans í Reykjavíkj Geirs Ha'lRr/mssonar. Svo mikill er taugaæsingur Morg- unblaðsins orðinn vegna kom- andi kosninga, að blaðið gleym ir því að til eru á íslandi stofnanir er nefnast ríkis- stjórn og Alþingi. Hefur blað- ið í kosningaskjálftanum þann ig ekki Iátið sér nægja að gera Geir Hallgrímsson al- vald Reykjavíkur heldur skip að hann í framhjáhlaupi allra náðugastan vorn herra til sjós og lands, og lagt af ráðuneyti Bjarna Benediktssonar og Al- þingi íslendinga. Hafa slíkir stóratburðir ekki skeð á fs- landi siðan Jörundur sálaði hundadagakóngur var og hét. En nu eiga þeir sér stað hvorki meira né minna en á tveim stöðum í senn. Á leik- sviðinu í Iðnó og í forystu- greinum Morgunblaðsins! f Vitaskuld var það ekki Geir Hallgrímsson, sem ákvað og undirbjó útboð hinna sex skuttogara. Hann átti engan þátt í því nema ef til vill sem varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins er málið var afgreitt af Alþingi. Undirbúningur að útboði þessu var unninn á vegum sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins eins og allir vita. Skipaði ráðuneytið sérstaka nefnd til þess að vinna að því verki og áttu hvorki Geir Hallgrims- son né Jörundur hundadaga- kóngur sæti í henni. Að til- hlutan rikisstjórnarinnar var frumvarpið um smíði togar- anna svo lagt fram á Alþingi er undirbúningi þess var lok- ið og það svo endanlega af- greitt af löggjafarstofnun þjóð arinnar skömmu fyrir þing- lausnir. j Borgarstjórinn í Reykjavík á«amt ýmsum öðrum forystu- mönnum stærstu sveitarfélag- anna og á sviði útgerðar fengu að fylgjast með málinu á síðustu stigum þess. Var meðal annars við borgarstjóra rætt um ákvæði frumvarpsins um aðstoð sveitarfélaga við væntanlega kaupendur togar- anna. Var enn fremur rætt við ýmsa aðra forsvarsmenn sveitarfélaga um sömu efni. En þótt borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, hafi ekki ráðið samningu og afgreiðslu frum- varpsins um skuttogarana get- ur hann ýmsu ráðið um hvern ig endanlegri framkvæmd þess verður hagað. Morgun- blaðið hefur ítrekað látið í það skína, að stór hluti þess- ara sex togara muni verða keyptur til Reykjavíkur. Þar sem borgin verður að veita væntanlegum kaupendum verulega fjárhagsaðstoð sam- kvæmt frumvarpinu geta borgarjtfirvöld ráðið um það, hverjir eignast hin nýju skip. Því getur Geir Hall grimsson ráðið! Sjálfstæðismenn í Reykja- vik hafa lengi gælt við þá hugmynd að leggja Bæjarút- gerð Reykjavíkur niður og afhenda togaraútgerðina ein- staklingum. 'Fyrir 'nokkrum árum skipuðu fulltrúar þeirra í borgarstjóm nefnd til þess að gera athuganir á rekstrar- grundvelli BÚR og neituðu Sjálfstæðismenn þá ekki, að einn meigintilgangurinn með nefndinni væri að gera tillög- ur um að leggja bæjarútgerð- ina niður. Meðan á nefndarstörfunum stóð skullu efnahagserfiðleik- amir yfir og atvinnuleysi Skapaðist í Reykjajvjki Þá kom í ljós hversu þýðingar- mikið atvinnufyrirtæki Bæj- arútgerðin var og því þorðu Sjálfstæðismenn ekki að koma fram með þær tillögur, sem þeir upphaflega ætluðu sér að leggja fram. En skoð- un Sjálfstæðisflokksins á málefnum BÚR er þó enn með öllu óbreytt. í viðtali við Alþýðublaðið fyrir nokkm sagði Guðbjöm Jensson, einn af skipstjórum BÚR-togaranna, að ef bæjar- útgerðin fengi ekki að endur- nýja togaraflota sinn innan skamms myndi útgerðarstarf- semin á hennar vegum leggj- ast niður. Það þarf því engar beinar tillögur til slíkra hluta. Það er nóg ef borgaryfirvöld sitja aðgerðarlaus og láta öðr um í té þau skip. sem. bæjar- útgerðin hefur þörf fyrir. Þá er sjálfhætt. Þetta vita Sjálfstæðismenn mætavel. Þess vegna fara þeir ætíð undan í flæmingi ef spurt er hvort þeir ætli að stuðla að því að einhverjir þeirra nýju togara, sem til Reykjavíkur eiga að koma, eigi að falla bæjarútgerðinni í hlut. Þá er ekkert að fá frá Sjálfstæðisflokknum nema loð in svör og undanfærslur. En þessu getur Geir ráðið! Hann getur ráðið því hvort eitt inikilvægasta atvinnufyrir- tæki í eigu Reykvíkinga fær að lifa og dafna eða skal deyja! Hann og flokksbræður hans ráða örlögum Bæjarút- gerðar Reykjavikur og þeirra hundruða Reykvíkinga, sem hún hefur séð fyrir atvinnu. Þeir hafa ráðið því, að eðli- legri uppbyggingu fyrirtækis- ins hefur til þessa verið sett- ur stóllinn fyrir dyrnar og þeir vilja sjálfsagt fá að ráða því líka hvemig og hvenær skapadægur fyrirtækisins ber að. Að þeim endalokum stefn- ir meirihluti borgarstjómar Reykjavíkur bæði ljóst og leynt. — I I I 1. Björgvin Sighvatssor seti bæjarstj órnar, er fæd Patre'ksfirði 25. apríl 19] Foreldrar Sighvartutr Án múrari og Kristjana Eina ir. Björgvin lauk prófi frá aðsskólanum á Núpi 19: kennaraprófi frá Kennar; íslainds 1940. Hamn hefu Skeið verið skólastjóri E skól'ains á ísafir'ði. Björgvin hefur tekið n þátt í félagsmálum. Hani um skeið sæti í stjórn \ Jýðsifélagi Patreksfjarðax, Sambands bindindisféla sikólum 1940—1941, erir ASÍ 1940 til 1942, í Baldurs á Ísafiírði 1949 til og lemgi formaður félí Forsefti Alþýðusambands fjarða ihefur hann veri 1954 og á jafnframt sæti í bandsstjúrnum ASÍ og \ mannasambands fslands. Björgvin var formaðu þýðuflokksfélags ísafjarð; skeið og á sæti í flokfcs Aiþýðuflo'kksins. Varal fulltrúi á ísafirði varð 1950, aðalfulltrúi 1954 o seti bæjarstjórnar 1966. var jafnframt í stjóm i félags ísfirðinga u* lángt og formaður fræðísluráðs 1 10 ár. Konia Björgvins ea; Jé

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.