Alþýðublaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. júní 1970 9 I ISHLUTVERK" ftir Jack Kirkland. Helgi Skúla- on var annar á einum seðli og liauit 75 Btig fyrir túlkun sína á ör.undi í samnefndum lieik ónasar Árnasonar. Gísli Hall- órsson var annar á einum eðli og hlaut 75 stig fyriir túlk- n sína á Jeeter Lester í Tobacco Road“. Baldyin Hall- iór-sson var þriðii á einum seðii g hla|u(t 50 stig fyrir túlkun ;ina 'á Merði Valgarðssyni í aimmelftidu lei’kriti Jóiianns Sig- irjónssonar. Og Bessí Bjarna- on var þriðji á einum seðli og ilaut 50 s.tig fyrir tulkuin sína i Guðmundi á Búrfelli í „Pilti ig stúilk,u“ eftir Emil Thorodd- en. Rúrik Haraldsson þarf varla að kynna fyrir reykvískum leik- húsgestum, svo mjög sem hann 'hefur sett svip sinn á starfsemi Þjóðleikhússins allt frá upphafí. Hefur hann tvímaelalaust verið í allra fremstu fylkingu ís- lenzkra leikara um lamgt ára- bil. FjöXhæfni hans ‘er a'lkunn, cnda ber hliutverkabálkur hans vitni óvenjiuilegá margbreytilegri og frjórri leikgáfu. Hann hlýt- ur Siifurlampann fyrir alvarlegt og dramantískt raiunsæishlut- verk, og víst munum við mörg 'örinur slík úr listferli hans á næstliðnuim áruim, htlutverk einsog t. d. Arnas Arnæus í „Is- landsklukkunni“, Quentin í „Eftir syndafallið“, Helga í „Jám!haui3n!-lm“, Hóraz í „Ham- Framh. á bls. 15 .im,en margir nemendur sjá /arla skyggnu né kvikmynd, rvað þá muni né tilraunir í íáttúrufræðigreinum eða fá þeir /erkefni til sjálfstæðs starfs. Sé /firheyrsluaðferðinni beitt ein- ?öngu þarf kennarinn ekki að tunna mikið í greininni umfram rað, Sem stendur í kennslubók- nni. Sérmenntaðir móðurmáilskenn irar í gagnfræðaskólum eru 'ærri en fingur manns séu skóla itjórar undanskildir. Námsstjóri agði til fyrir nokkrum árum, ið málfræði- og setningafræði- cennsla yrði látin víkja fyrir neiri bókmenntalestri og þjálf- in i notkun íslenzks máls. Það itrandar sem annað á menntun- irskorti kennaranna. Námsstjóri stærðfræði benti á. að stærð- ræði væri að verulegu leyti cennd sem handverk. Nemend- ir vær.u látnir reikna dæmi eftir læmi án þess að reynt væri að ;era þeim skiljanlegt hvað þeir /æru að gera eða hefðu raun- 'erulega gert þegar útkoman /æri fengin. Enfiðlega hefur gengið að /inna nýju viðhorfunum í stærð 'ræSi brautargengi. Þannig h.afa -msar tilraunir fræðsluyfirvalda :il endurbóta strandað á getu- >g áhugaleysi kennaranna. Helzt lafa brevíinear verið knúnar 'ram af landsprófinu og sam- •æmda gagnfræðapröfinu. (Bók nenntalestur, talmál, mengi). Qft er á það bent, að sumgr cennslubækur okkar séu léleg- )r eða úreltar enda næstum íálfrar aldar gamlar. H.verjum itendur nær að semja nýjar cennslubækur en kennurum aeirra nem.enda, sem nota eiga jækurnar? v Kennarar kvarta stundum um skort á kennslutækjum. Algeng ara mun þó, að þeir kæri sig ekki um tæki, því að notikun ný tiízku kennslutækja kostar kenn arann jafnan meiri vinnu en hefðbundnu aðferðirnar. Sumir skólar eiga sæmilegt safn tækja, sem liggja ónotuð. Yfirleitt fá áhugasamir kennarar þau tæki, sem þeir vilja nota, og biðja um. Þetta á þó ekki við um stór bókasöfn né sérstofur. Próf og upplestrarleyfi taka næstum fjórðung af starfstíma skólanna. Ætla mætti, að mikið þurfi að prófa. Vaeri ekki hægt að nota þann tiíma betur? Starfs tími sumra skóla virðist vera meira miðaður við þarfir kenn- aranna en nemenda. Það ætti að vera neyðarráðstöfun að láta barnas'kóla hefjast kl. 8 á morgn ana, þegar mikill hluti foreldra þarf ekki að koma í vinnu fyrr en k'l. 9. Ekki verður fundin önnur skýring á því, að einsett- ur barnaskóli hefjist kl. 8, og Ijúki með öllu um hádegi, en sú, að kennararnir þurfi að sinna öðrum störfum eftir há- degið. Agaleysi er eitt vandamál gagnfræðaskólanna. í sumum deildum fara tiilraunir til kennslu út um þúfur vegna þess, að kennararnir fá ekki frið fyrir uppivöðslusömum nemendum. Fyrir kemur, að sjái á kennara eftir tusk víð nemendur. For- eldrafélog kvarta en skólastjór- ar vilja fyrir alla muni forðast það umtal og óþægindi, sem brotivikning nemenda veldur. Tiilfinnanlega vantar stofn- anir fyrir vandræðaunglinga. Háskólinn hefur brugðizt hlut vefki sínu að því er varðar'kenn ( Framh. á bis. 15 Opið bréf til ritstjóra Alþýðublaðsins: MISSAGNIR UM ÍSIENZKUPRÖF Herra ritstjóri! í Alþýðublaðinu birtist á forsíðu hinn 13. þ.m, frétt með fyrirsögninni „Ólga út af ís- lenzkuprófi", og er þar vikið að fjaðrafoki því, sem orðið hetfur út af kandídatsprófi í ís- lenzkri málfræði á þessu vori. I frétt þessari gætir svo mairgra miissagna, að undrum sætir, og kemur slik fáfræði um skipulag og starfsemi Háskóla íslands ekki sízt á óvart, þegar hún. birtist í málgagni sjáltfs meranta málaráðherra. Við einstök efnisatriði frétt- arinnar viljum við undirritaðir prófessorar í íslönzkri mál- fræði, sem mál þetta varðar, gera etftirfarandi athugasemdir: 1) í blaði yðar segir: „Fyrir nokkrum dögum gengu niam- endur í heimspekideild Háskóla íslands undir prótf í málfræði, sem er huti af lokaprófi þeima í íslenzkum fræðum og tfélú tveir þeirra é prófinu, sem bæði var munmlegt og skriiflegt, en þriðji prófmaðurihn náði prófinu með naumindum." Hið rétta er, að fjórh' stú- dentar gengu undir prófið, tveir þeirra stóðust það (ann- ar með I. eirak., hinn með H. eirakunn), en tveir luku ekki prófinu (komu ekki til munm legs prófs). Þvi er heldur eigi um það að ræða, að þessir tveir stúdentar hatfi eigi stáðizt prófið í skilningi 61. gr. háskóla reglugerðar. Þeir gengu frá prófinu. 2) Þá segir: „Málfræði er aukagrein iallra þeinra, sem gengu undir þetta próf, en aðal- gxeinar þeirra eru bókmenntir og saga.“ Hið rétta er, að eragin hinma þriggja prófgreiraa er „auka- grein“ eða „aðalgrein", sbr. 53. gr. háskólareglugerðar mr. 76/ 1958. Hins vegar er ein grein- in ,,kjörsviðsgrein“ (með heima ritgerðarefni), og batfa þessir n'emendui’ kjörsvið í bókmennt um effa sögu (efcki bókmennt- um og sögu). Einkunnir í skrif- legu og munnilegu prófi í hverri ■hirana þriggja prófgreina vega jaifnmikið, hvort sem greinin er kjörsviðsgrein eða ei’gi. Sérstök einkunn er siðari fyrir heima- ritgerð. ■»1 3) Enn segh’; „Allir stúdent- ernir, sem hér eiga hlut að máli, hatfa stunda'ð nám við háskól’ann í sjö ár eða lengur og hafa gengið undir fjöitía- mörg „síupróf“ á. námsleið sinni. gegnipm háskólaim . ., .“ Hið rétta er, að þessir nem- endur hafa aðeins gen’gið undilr eitt próf í íslenz'kum fræðum, áður en til lokaprófs kemur, sem sé hið svokallaða tfyrra ’hluta próf skv. 53. gr. reglu- gerðar nr. 76/1958, en í því er (.auk heimaritgerða í málfræði og bókmenntum eða sögu) að- eins prófað í þeim hutirni mál- fræðinnar (setningafræði, merk ingarfræði, hljóðfræði' íslenzks nútímamáls), sem ekki eru námsefni ti’l lökapró'fs. Hjá þeiim nemendum, sem hér um ræðirghafði liðið óvenju skammur tími (miðað t.d. við nemendur, sem gengu undir þetta próf á síðasta ári), frá því er þeir luku fyrra hluta prófi, þar til þeir gengu undir lokapróf í málfræði. Athugun- sýnir og, a’ð tímasókn þeirra allt frá 1964 hefur verið mjög óregluleg í kennslu í því náms- efni, sem er til þessa prófs, eink um þeirra tveggja stúdenta, er gengu frá prófinu á þessu vori, áuk þeSs sem tveir af þeim þremur stúdentum, siem um er rætt í nefndri frétt, höfðu fall- ið á fyrra hluta prófi. 4) Þá segir: „Báðir stúden’t- arnir, sem hér um ræðir munu vera með 1. einkunn í báðum aðalgreinum sínum, bókmenrit- um og sögu.“ Hið rétta etr, 'að hvorugur þessara stúdenta.' hefur lokiíf prófi í báðum þessum greinum, heldur hefur1 laðeins lanniai’’ þeirra lokið prófi í annarri greininni. Skal og próf í fcjör- sviðsgrein vera síðast áfan’gi kaindídatsprófsins, sfev. 55. grt háskólareglugerðai’ (en aðeins önnur þeirra er kjörsviðsgreinj hvors stúdentsins, svo S’em áðuri segir). Auk þess er rétt, að skýrt komi fram, að er við undirrit- :aðir dæmum prófúrlausnir í ísl. málfræði og gefum einkunni ir fyrir, þá er sá dómur ekki reistur á þeirri þekkingu, seni nemandi kann að hatfa til að , bera í bókmenntasögu eða sögú, né á nokkrum öðrum óviðkom- andi málsatriðum, heldur ein- göngu . á hlutlægu fræðilegu: mati á þeim prófúrlausnum, sem fyrir liggja hverju sinnil. 5) Enn segir: „Óánægja stú- denta í heimspekide'ild . beinist fyrst og fremst gegn einum af prófessorunum við deildiriai sem samdi skriflega hluta mál- fræðiprófsins og pröfaði stú- dentana munnlega.“ Hið rétta er, aö verfcefni í skriflegu prófi eru tekin til af kennara eða kennurum og st j órnskipuðum pr ófdóm’arid'a sameigi'nlega (skv. 64. gr. reglim gerðar). Vegna sjúkriahúsdval- ar próf. Halldórs Halldórs'sori- ar var eigi unnt að bera undiri hann verkefnin að þessu sinni, og voru því lögð til þrjú verk- efni (sem velja mátti um), sem öll höfðu kornið til prófs áður og próf. Hálldór þá samþykkt. Stj órnskipaður prófdómandi Frainh. á bls. 15 □ Alþýðublaðið vill taka eft- iirfarandi fnairi: Vera má, að prófessorunum tveimur Hreini Benedilktssyni og Hailldóri Hall- dórssyní þyki frásögn Alþýðu- blaðsins af „ólgunni út áf ís- Jenzkuprófi“ ekki nægilega nákvæm, enda kemur fram í atihugasemdum þeirra, að blað- inu var ekki nægil’ega vel kunni ugt um einstök skipulaigsatriði heimspekideildar háskólan's. — Hilris vegar staðfesta prófessor- arnir, að fj’aðrafok hefur rikt að undanförnu út atf prófi þessu ebr. upphaf brétfs þeirra. Það er auðvitað' merguxinn málsins, ög er eðlilegt, að fréttabl’að skýri frá slíku fjaðrafoki. í at- hugásemdum prófessoranna er því encla hvergi mótmælt, áð Ölga hafi riikt meðál stúdenta í heimspe’kidei’ld háskólans vegna prófs í ákveðinni náms- greín, sem frarn fór nú í vor. Einhver ástæða hlýtur la.m.k. að li'ggja á bak við það, að kæra vegna prófsins haifi borizt lallar götur til menn’tiamátáráðu: neytisins. Frásögn af þessu vari meginkjarni Alþýðublaðsfrétt- arinnar, en hitt má svo veli vera, að blaðinu hafi eitthvað skotizt um, 'hvemig skipuiagi umræddrar deitdar er háttiað. Verður fréttamönnum varfa legið á hálsi, þótt þeir þelkki! ekki j'afn vel siík skipuilágs- atriði og deildairprótfessorai'! gera, og fréttinni því síðun mötmælt á þeim tforsendum einum, — enda hefur svo ekki verið gert. Að lokum vill Alþýðublaðið svo benda á það, í .mestu vin- semd, að enda þótit blaðið ’Styðjí þann stj órnmálaílo'kk, sem nú- verand i menntiamálaráðSierra er 'formaðuir fyrir, þá getia há- skól’aprófessorar ekki þal' með vænzt þess, að fréttamenn Al- þýðubfaðsiris séu sjálfkrafa öll- um öðrum gagrikunnugri um heimilishátitu í skólum landsiris. Slíka „röksemdafærslu“ geta jafn viðurkenndir vísindamenni og þeir prófessorarnilr Halidói' Halfdórsson og Hreinn Beme- diktsson varla látið ’effitilr séffl hafa. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.