Alþýðublaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.06.1970, Blaðsíða 9
Þriðjud'agur 30. júní 1970 9 varp. þegar þú hófst stört' þar? — Svona álíka og þú, en þó veizt þú kannski meira en é« vissi í byrjun. Þú hefur unnið hérna og kynnzt þessu eiiMtiS, en ég vissi það eitt, að sjónvarp er kassi með skenmi á, sem mynd birtist á. Eg vissi ekker.t hætishót um það, sem gerist frá því að mynd er tekin unz hún kemur á skerminn, en ég lærði heilmikið um allt þetta. meðan ég var í Kaupmannahöfn. Stutt ar heimsóknir tæknimanna til starfsbræðra erlendis eru ekki aðeins fróðlegar fyrir þann, sem þangað - fsr, he.ldur og gagnleg- ar fyrir.vinnubrögð akkar hérna heima seinna meir. Ferðirnar geta ekki orðið annað en fræð- andi og- uppbyggilegar. □ Umgengumst hann sem sérvitring. — Þið voruð m.eð sjónvarps- ' bíl hérna fyrst. Var hann not- aður sem stúdíó-stjórn fyrsta árið? • —• Já, það var hann. Þetta var uppgerður strætisvagn frá Gauíaborg, sem í voru settar not aðar Marconi vélar frá Eng- landi. Sá, sem hafði haft þær framkváemdir á hendi í fyrstu, var hérna hjá okkur fyrstu þrjá mánuðina. Þeæi bí-11 var víst mikið ncfíaður í Svíþjóð. Það stóð a. m. k. á mælinum. að hon um hefði verið ekið 1.6 milijón kílómetra. En við neyddumst til að skila honturn, þegar við feng- um nýrri tæki hingað. Svíarn- ir vildu setja hann á tækniminja safn. Hann var orðinn svo úr- eltur. Það var ekkert í lionrun nema lampataeiki, sem þurftu ó- hem.ju sU-aum. Hann var líka frelcur á viðgerðir og keyrslu- öryggi var lítið í fyrstu,. en svo lærðum við á hann og þá um- gengumst við hann eins og hvern annan sérvitring. Það var mjög fróðleg't að annas-t viðgerð ir í honum og einstaklega mikil tækniþjálfun. □ Munurinn á sjónvarpinu fyrr og nú. — Hver beldur þú, að munur inn sé á sjónvarpi fyrr og nú? — Ahug’.nn var meiri fyrst, frúmkvæðið einnig. Við lögðum_, okkur aillir fram af alhug. Nú þykir mér nokkuð farið að bera á sénvizku í vinnubrögðum, en héf er um vissa síöðnun að ræða éins og ég minntist á áður. Eína lækningin er sú að kynnna sér vinnubrögð annarra starfs- bræðra. Vinnan. í stúdíóinu bygg' ist á samvinnu mangra aðila og eitt rangt handtak getur eyði- lagt margra manna vinnu. — Hvenær hættuð þið að vei-a stór og samhent fjölskylda? — Ja, það veit ég ekki, en dei.ldirn.ar vinna hver í sínu horni núna, þótt störfin séu mjög fjölbreytt og sérhæ.fð fyrir sjónvarp. Samvinna milli deilda þarf að vera snurðulítil svo að allt geti gengið vel, en það heí- ur gengið á ýmsu með það. Stað an virðist sbíga sumum til höf- uðs og viss spenna hefur ríkt á milli deilda. Fyrst meðan allt var hér ferskt og nýtt, talaði enginn um langan vinnutíma. Okkur . faonst vinnan hvorki löng né ströng, en nú erum við stimpilklukkufólk. Því er ein- hvern veginn þannig varið 'um sum.t fólk; að það fær nasasjón af tæ'kn.ilegum átriðum og. held- ur seinna, að það viti al.lt bet- ur O'g kunni allt meira eh aðrir. Hér þarf að bafa stynka hönd um stjórnvölinn. Þá getur ekk- ert miður farið og sjónvarpið hefur því-miður orðið fyrir of miklu áðkasti upp á s'ðkastið. Við þur.£um að skipuleggja og vinna störfin fullkomlega og jaifnframt að hafa samvinnu við starfsmennina í ríkari mæli, en hingað til hefur verið. — í því flókna fyrirbæri sem sjónvarpsrekslur er, er hlutur tæknimanna ekki svo lítill. Og 'þeir, sem verið hafa þar lengst og unnið af alefili eiga sannar- lega skilið að fá nokikra viður- 'kenningu verka sinna og því sjálfsagt að stofnunin veiti þeim tækifæri til að kynnast öðrum vinnubrögðum og sjónvarpsT tækni. Kynnisferð 3—4 ,tækni- Framh. á bls. 15 □ Ennþá mun nokkur óvissa ríikja um hvort hausttízkan verður mini, midi eða maxi. Þetta mun fyrst og fremst stafa atf því að konurn.ar í tízku- landinu, Fraikklandi, hafa ekld enn getað ákveðið sig með hvaða stefnu þær skuli fylgja. í 'haust og vetur er haldið að um mótsetningar mini og midi verði að ræða, en maxi fái ekki verulegt fyl-gi hjá al- menningi. Meðfylgjandi myndir eru frá tízkusýning;u í Noregi, og eiga þær að sýna klæðnað sem not- aður er þegar líða tekur fram á haust. 1. Daman er í uppháum leður- stigvélum, slá úr ullarefni og með heklaða kollhúfu. — Herran sýnir föt úr flanneli', jakkinn er fóðraður með gæru, en á höfðinu bér hann rússa- húfu. 2. Herramaður í haustklæðn- aði. Vestið heftu- breytt um sviþ, taikið eftir hálsmálinu og tvöfaldri hnapþaröð. 3. Svona verða húfurnar, — saumaðar í mörgum stykkj- um og virðast vera ívið stórar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.