Alþýðublaðið - 14.07.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.07.1970, Blaðsíða 14
14 Þriðiudagur 14. júM 1970 Rósamund Marshall: k FLÓTTA varð ég hrædd um að mér myndi refsað, og ég .... ég .... Og svo Nína? Eg læddist út í sundið og fleygði bókinni í göturæsið. Og nú var mér slóðin ijós, frá því fyrsta til síns síðasta: Götusóparinn hirðir hina helgu bók ásamt öðru drasli og fleygir henni upp á vagn- inn sinn. Þaðan kemst hún beinustu leið á sorphaugana. Beiningalýður og ruslasafnar- ar snapa um haugana, einhver finnur hana. flettiir henni, skil ur ekki eitt orð, en verður starsýpt á myndirnar. Máske hægt að fá fyrir hana nokkra skildinga. Hann fer með hana á markaðstorgið og fær fyrir hana brauðsneið. Kaupandinn flettir henni, munkur lítur yfir öxl honum. Munkurinn jsér fljótt hvað feitt er á stykk ‘inu, kaupir bókina og selur :hana í hendur sjö manna í-ráðsins. Og þar með er sagan öll. Eg starði á veslings Ninu litlu í örvæntingu. Hvað átti ég til bragðs að taka? Aum- ingja Nína sagði satt: hún átti Skilið að sleppa við refsingu vegna hreinskilninnar, átti ég kannske að slá öllu upp í grín, segja vð barnið. Nína, þú og systir Caríta skuiu eiga þetta leyndarmál tvær einar og eng ir aðrir. Nína hóf máls, en áður en ég komst lengra kom systir Martha inn með miklu írafári og hrópaði: Hermenn! Það eru komnir hermenn, systir Caríta, og þeir heimta að fá að leita í húsinu! Nína leit fyrst skelfd á syst-' ur Mörthu og síðan á mig, flaug siðan í fang mér háskæl andi. Systir Caríta. Systir Carítia! Ekki láta hermennina tafca mig! Þeir eru komnir til þess að taka mig, af þ-vi að ég tók bókina. Eg lagði höndina á munn sakleysingjanum, en of seint. Einn hermannanna stóð þegar á þrepskildinum og heyrði síð ustu orðin, sem Nína sagði. Hvaða bók ertu að tala um, barnið mitt? Nína starði á hermanninn stórum, skelfdum augum, hún gat ekki einu sinni grátið. Hún snérj sig úr höndum mín- um, féll til fóta hermannin- um. Eg tók bókina, góði her- maður! En ég ætlaði ekki að stela. Eg ætlaði að láta hana á sama stað! Láta hana á sama stað? Hvaða stað? Undir höfðaiag systur Car- ítu! Hermaðurinn leit við mér. Eruð þér systir C.aríta? Eg játaði því. Hann sagði ekki orð, tók utan um mig annarri hendi en með hinni í öxl Nínu og dró ofckur út á götu. Svo mikill var ótti sjö manna ráðsins við að láta fréttast að til væri eitt einasta eintak af biblíu Gíacomo munks, að engu tali tekur. Hermennirnir fleygðu okkur upp í lokaðan vagn og óku með okkur til fangelsisins Bargello. Þar shtu þeir vesa- lings Nínu frá mér og lokuðu okkur sína í hvorum klefan- um. Klefinn minn var ekki eins slæmur og ég átti von á. Hann var ekkj mjög diímmur og ekki rakur. Það var rúm, frekar þægilegur stóll, þvotta- skál með vatni, lítið borð og trébekkur til að biðjast fyrir við. Yfirleitt fannst mér hann líkari vel útbúnu svefnher- bergi heldur en fangaklefa af- brotamanns. Fyrsta verk mitt eftir að ég var ein orðin var að falla á kné og biðja fyrir vesiings Nínu litöiu. Aumingja litla Nína. Hversu voðalega hlaut henni að líða! Nína var óvenju lega vel gefið barn, tilfinninga rík og viðkvæm. Fangavörður færði mér brauð og volga mjólk. Eg hafði ekkj milkla matarlyst, en neyddi þó nokki-u ofan í mig, því mér sagði svo hugur um, að ég myndi þurfa á öll- um líkamSkröftum mínum að halda. Enda kom það á dag- inn. Eg var þegar kölluð til yfirheyrslu. í sæti dómarans þóttist ég kenna þann hinn sama mann, sem heimsótti mig í Dúfnáhús ið fyrir skömmu. Hann var klæddur munkakufli og með síðan hött á höfði, sem gerði hann torkennilsgan mjög. — Hann benti mér með höfðinu að setjast á stól gegnt sér. Við vitum þitt rétta nafn, Bianca Celcaro, sagði hann. Við vitum líka, að þú tilheyr- ir ekki neinni viðurkenndri nunnureglu. Við vitum líka, að þú varst á einhvern óljós- an hátt viðriðin prentun hinn ar bannfærðu bókar á sínum tíma, og að þú reyndir eitt sinn að múta verði laganna til þess að svokallaður Cia- como munkur og maður nokk- ur að nafni Andrea de Sanctis slyppu við verðskuldaða refs- ingu. Við vitum lika, iað þú hefur átt í fórum þínum ein- tak af hinni forboðnu bók. — Segðu okkur, hvar þú hefur falið það. Eg starði í köld augu þessa manns. Vairir hans voru þunn- ar og hörkulegar, fcjálkarnir miklir, kinnbeinin há og eyr- un útstandandi, ennið lágt og svipurinn ailur hinn kulda legasti. Og ef ég segi það ekki? Dauðinn myndi þér sætur í samanburði við þær pynding- ar, sem þá bíða þín. Eg hef ekkert að segja, munkur, svaraði ég lágri röddu. Hann hnyklaði brýmar. — Talaðu, eða við munum pina þessa Nínu þína að þér sjá- andi. Ekki Nínu! sagði ég og greip andann á lofti. Hún er barn ennþá. Barn að árum, en fullorðin í því illa. Hún hefur játað að hafa stolið, bókinni undan höfðalagi þínu. Hún segist hafa skynjað trúarvilluna í þessari voðalegu bók og fleygt henni í göturæsið. Hún sver og sárt við leggur, að hún viti ekki hvað af henni varð, en hún lýgur. Nei, hún lýgur ekki. Hún segir saitt. Eg ein veit, hvar niður er komin hin heilaga biblía Giacomo munks. Glampa brá fyrir í köldum augum munksins. Hann stóð á fætur og gekk snúðugt út án þess að segja orð. Svo sem tveim stundum seinna komu tveir fangaverð- ir og leiddu mig út í fangelsis- garðinn. Þar opnuðu þeir járn hhð. Innar af því laukst upp þröngur klefi. Þeir ýttu mér inn. Hann var daunillur, og mér fannst ná- lykt gjósa á móti mér. Það var hálfdimmt inni, en þegar augu mín vöndust skuggsýninu, sé ég sjö menn sitja í hálfhring við borð. Á gólíinu og á veggjunum voru ýmis konar tæki; það leyndi sér ek-ki að það voni pynting- a-rtæki. OPNA Framhald úr opnu. ir nokkrir menn og tala fram spurningar í mikrafón og lesa inpp af blöðum svörin í bundnu málli. Eifnhver 'segir imér, að þarna séu komnir hagyrðingar að norðan og þó ekki Þingey- ingar. Spurningarnar eru mest imegnis grín um pólitíkusana eða þannig að þær gefi tilefni til tviræðs svars. Kvieðskapurinn er upp og ofan en vekur kátínu Ihjá sumum. Prestar eru þarna að minnsta kosti tveir, annar með svarta hattinn sinn og stíg- ur fast til jarðar. Og niður við girðinguna er iGuðbjartur Pálsson eða Batti rauði og hann segist bíða spennt ur eftir morgundeginum því að ,þá verði tilkynnt úrslit í góð- hestakeppninni og auk þess eigi liann nokkra í úrslitahlaupun- um. Batti er ihress og kátur og segir hestamennskuna vera sitt lif og yndi. Mennirnir í bílpallinum hald.i áfram að spyrja og feveða og jþeir fá vont hljóð og ókyrrð í públikum. Ujálparskátar leiða ósjálfbjarga ungling á milli sin. Lögreglumehnirnir ganga um tveir og tveir með labb-rabbtæki og kallast á. Kallað er á Árna Björnsson iækni í mikrafóninn og hann beðinn að koma nið,ur að bílnum sínum. Dagskránni er að ljúka og komin hreyfing é fólkið. Mér 'finnst furðu áberandi, ihve marg ir bændur eru í sparigallanum, rétt eins og þeir séu að fara á iball eða í kaupstað, ég held áreiðanlega, að kaupstaðarbúar séu í meirihluta af þeim knapa klæddu. Strákur og stelpa ,eru að reyna að tvimenna á gráum og strák- irr dettur aítur af og litlu mun- ar, að hann taki telpuna aneð cg áhorfendur skemmta sér vel Það er ös við isölusjoppuna cg ílaska af kóki kostar tuttugu og fimm krónur með glerinu. I einu horni sjoppunnar situr einn afgreiðslumaðurinn og sýp ur a'f stút úr lítilli svartadauða- flösku. Upp á girðingarstaur stendur tcm ákavítisflaska og vinur iminn austan úr Skafta- fellssýslu býður imér að súpa af nýjium, silfurbúrium vasa- fleyg, sem 'hann segist hafa feug ið í afmælisgjöf í gær. Við erum lengi að snúa bíln um og umferðin óslitin. Fólkiö ihefur dreifzt um svæðið og nú ómar söngur frá tjöldunum og kannske er þar kominn Þor- steinn á Vatnsleysu að stjórna fjöldasöng? — bébe. Gerist áskrifendur Áskriftarsíminn er 14900 »••••••••••••••••••• • HVAÐ ER RUST-BAN? £ Rust-Ban er ryðvarnarefni fyrir bíla, sem A neynzt hefur mjög vel við ólíkustu aðstæður. 0 Efni þetta hetfur geysilegia viðloðunarthæfni 0 er mjög höggþolið og mótstaða þess gegn 0 vatni og salti er frábær. 0 0 RYÐVARNARSTÖÐIN HF. 0 Ármúla 20 — Sími 81630. Gerist áskrifendur Áskriftarsíminn er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.