Alþýðublaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 1
 ÞAR DEYJA DYR 1 Efri-Árdal í Noregi standa álver stórfyrirtækisins Árdal og Sunndal Verk A.S. — og hafa staðið þar í áratug. Þar getur að líta áhrif álbræðslunnar á umhverfi og náttúru; flúoreitrun í triágróðri og sjúkan búpening. Þegar álverið í Árdal var reist, höfðu menn ekki gert sér grein fyrir hugsan- Itgum skaðlegum áhrifum — en það liðú ekki mörg ár þar til fyrstu áhrifin komu í ljós. Á árunum 1963—1965 tóku barrtré í nágrenninu að sviðna, greinar trjánna urðu brúnar og nýmynduð emiabrum eyðilögðust eins og átt hef- ur sér stað við sumarbústað Ragnars Péturssonar við Straumsvík — og nokk ur einkenni benda til að einnig hafi ge^7t í trjágörðum í Hafnarfirði. Næstu einkenni voru þau, að búfén- aður í dalnum sýktist. Flúorveiki, samskonar og varð vart við á öskufalls- svæðunum hér á landi í sumar, stytti líf nautpenings og sauðfjár, — hvarj vetna gat að líta kálfa og lömb, sem lágu án þess að geta hreyft sig, gátu aðeins beðið dauðans, hægfara dauða, mpðan þau vesluðust upp. Og á þessu heíur enn ekki verið ráð^ in bót, og verður sennilega ekki. Skað-3 inn er skeður, og álverið hefur greitt hundruð milljóna króna í bætur. Það hefur varið öðrum hundruðum til að draga úr flúormagni verksmiðjureyks^ ins, sem er orsök alls þessa, en eitrunin verður áfram. > Það verður hægt að halda flúormagn inu í skefjum, en það verður aldrei hægt að koma 1 veg fyrir það að fullu og öllu. Flúorinn berst með reyknum Framh. á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.