Alþýðublaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 3
Þriðj’udagur 20. október 1970 3
□ Jóna Jónsdóttir, viltu ganga
að eiga Jón Jónsson og taka að
'þér eftirfarandi hlutverk:
l '
Vinna kauplaust á heimili
Jóns Jónssonar allt iþitt Jíf, eða
vinna úti og fá iþá lœgri laun
en Jón Jónsson og vinir hans.
5 t
t
Að taka því með iþolinmæði,
að koma börnunum iþínum ekki
á barnaheimili nema Jón Jóns-
son deyi ieða skilji við þig.
Ljá .atkvæði þitt til að koma
Jóni Jónssyni eða vinum hans
á þing eða í aðrar þýðingar-
miklar stöður (Iþar taka iþeir fé
lagar ákvarðanir um iþlg og all-
ar aðrar konur).
Afsala þér .öllum almennum
frídögum og ’tækifærum til að
. starfa að eigin áihugamálum.
I
Vera manni þínum undirgef-
in?
JÁ!
Þannig hljóðar textinn á einu
margra plakata, sem héngu uppi
í Norræna húsinu er rauðsokk-
ur héldu þar fund í gærkvöldi
fyr.ir troðfullu húsi, þrátt fyrir
Churehillana í sjónvarpinu.
] '
Fundargestir voru á öllum
aldri, og af báðum kynjum, en
eitt meginefni fundarins var,
auk þess að kynna hreyfinguna,
að fá fólk til að skrifa sig niður
í starfshópa eftir áhugamálum,
Sigurður I.
Sigurðsson,
ræðismaður,
láiinn
Seljum í dag og næstu daga
jólaskó fyrir felpur
í miklu úrvali
Verð frá ltr. 198,— til kr. 327,— parið.
Takmarkaðar birgðir. Kaupið strax.
Póstsendum samdægurs.
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100 — Sími 19290.
en þeir einir eru félagar í hreyf
ingunn-i, sem taka þátt í starf-
inu.
Áður hafði verið sett á lagg-
irnar svonefnd „miðstöð', skipuð
þrem konum, en tilgangur henn
ar er fyrst og fremst sá að
hjálpa félögum til að finna
starfshópa við sitt hæfi, og
hjálpa starfshópnum við að
skapa sér og finna sitt eigið
starfsform. Ekki er ætlunin, að
sérstök stjórn verði fyrir sam-
tökunum, þar sem stjórn eigi
að 'liggja hjá félöguim sjálfum
en ekki fámennum hóp stjórn-
enda.
Milli ræðuhalda var kaffihlé,
þar sem menn og konur gátu
dregið sig saman, talað saman
um það sem hafði verið rætt og
fundið hópa við sitt hæfi. Sleg-
ið hafði verið upp víðri grind
til að móta hópa eftir, svo sem
um félagsmál, atvinnumál, barna
gæzlu, barnaheimilamál og upp
eldismál.
Á fundiinum var safnað frjáls
um íramlögum í rauða sokka,
og söfnuðust yfir 5.000 krónur.
Á næstunni verður unnið að
því að koma föstu formi á starfs
hópana og finna þeim starfs-
grundvöll. —
RauSsokkur hlýSa á umræSur um stöSu konunnar í þjóSfélaginu.
LÁTINN er í Reykjavík Sig-
urður B. Sigurðsson fyrrum
stórkaupmaður og laðalræðis-
maður Breta á íslandi 72 ára.
að aldri. Sigurður var einn af
aðaleigendum stórhýsisins Edin-
borg við Hafnarstræti, sem
Se'ðlabanikinn keypti á sínum
tíma. Sigurður var umsvifa-
mikill athiafnamaður. Hann var
vararæðismaður Brasilíu hér á
landi 1030 — 1933. Settur ræð-
ismaður Brleta á íslandi í jan.
1933 og skipaður 1934, og sett-
ur aðalræðismaður Breta 1938,
1939, 1944 - 1947 og 1950. -
\ 1
STÓR - ÚTSALA A KVENSKÓM
KVENSKÓR í fjölbreyttu úrvali seldir frá kr. 495,— parið. — Allar stærðir.
S K Ó B Ú Ð AUSTURBÆJÁR Laugavegi 103 (við HRenrnitorgj 11