Alþýðublaðið - 27.10.1970, Page 6

Alþýðublaðið - 27.10.1970, Page 6
HÆGRIEOA VINSTRI? IÐULEGA er deilt um það erlendis, hvort tilteknir jafn- aðarmenn séu til hægri eðia vinstri í stjómmálum. Eru 'slíkar bolialeggingar ærið oft viðhafðar um Per Hækterup, fyrrum utanríkisráðherra dana. Hefur hann nýlega fjallað um Iþetta efni í skemmtilegu og fróðlegu samtali við danska •blaðið „Aktuelt" og látið gamminn geysa. Vinstri maður er sá, sem að- Ihyllist þjóðnýtingu og opinber- 'an rekstur og vill þannig af- ■nema þjóðskipulag kapítalism- ans; hlutast til um áhrif verka- lýðshreyfingarinnar á aitviimu- •nekstur og efnahag og hefur í heiðri manniréttindi og frelsi, sem þjóðimar í rikjum 'kommúnismans fana. á mis. Hins vegar getur valdið á- greiningi méð j afnaðarmönn- um, hversu langt skuli gengið í því að koma á þjóðnýtingu og opinberum rekstri. Per Hækkerup veit mætavel, ;að hann er af ýmsum talimn hægra megin í d'anska alþýðu- flokknum. Gerir hann sér þess vegna hægt um vik í nefndu samtali við „Aktuelt“ og ját- ■ar, að hann sé ekfci eins ákaf- ur þjóðnýtingairsinni og frum- herjar jafnaðarstefnunnar voru. Þó er hann engan veginn afhuga þjóðnýtingu. Hann á- 'lítur til dæmis ekkert áhorfs- mál að þjóðnýta aílla trygg- ingastarfsemi í Danmörku. Hefur hann þá auðvitað í huga að auka tekjur almanna- trygginga og lífeyrissjóða. Þessi afstaða leiðir í ljós, að Per Hækkerup heldur enn tryggð við þær skoðanir, sem hiann tileinkaði sér ungur, en hann á drjúgu verki ólokið. Þjóðnýting trygginga hefur hvergi komizt til framkvæmda á Norðurlöndum nema í Fær- eyjum, en þar var horfið að því ráði á styrjaldarárunuhi. Munu trygginga'mar einn helzti tekjustofn færeyska rí'kisins, og mam ágóði af þeim í fyrria nokkrum milljónatugum. ís- lendingair gætu vænzt nokkurs af slíku fyrirtæki, þar eð við erum fimmfait fleiri en fær- eyingar og hver færeysk krón'a 'kostar tóK íslenzkar. Þjóðnýtingairstefnan skiptir ekM eins miklu máli nú á dög- um og fyrrum. Jafnaðarmenn geta náð sama eða svipuðum árangri eftir öðrum leiðum. Þjóðnýting er þeim ekki tak- mairk heldur áfangi. Hins Vegar er hún sjálfsogð, þegar ráð- PER IIÆKKERUP Teikning eftir Lollogaard stafað er erlendu fjármagni eða svipta verður forréttinda- Stéttirnar tekjustofnum, sem hljóta að teljast sameign þegn- anna. Það á við um trygging- ar annars vegar og hins vegar ýmiss konar auðlindir eða verðmæt svæði til lands og sjávar, svo sem hveraihitann og vatnsorkuna, fiskimiðin og hafsbotninn. xxx Per Hækkerup ber á móti því, að danskir jafnaðarmenn skiptist til hægri og vinstri. Hann getur djaæft úr flokki talað fyrst honum lízt að þjóð- nýta tryggirkgastarfsemina í Danmörku. Hins vegar 'ber jafnaðarmönnum á miílli á afstöðu til utanríkisrnála, en sá ágreiningur á lítið skylt við k'enningamar um hægri og vinstri. Sænskir jafnaðarmenn eru ekM róttækari heima fyrir en samherjar þeirra í Danmörku éða Noregi, — þó að þeir viðurkenni stjórnina í Hanoi og fordæmi styrjöld bandaríkjamanna í Vietnam. Og Per Hækfcerup vill áframhaldamdi þátttöku dana í Atlantshafsban'dalaginu, enda þótt honum blöskri ný- lendustefna portúgaia og séu einræðisstjórnirnar í Grikk- landi og Tyrklandi þyrnir í augum. Hann er annars litríkur per- sónuleiki, þessi fyrrv'erandi ut- anríkisráðherra dana, sem er feitur eins og broddborgari og þyMr gefinn fyrir heimsins lystisemdir, en talar máli al- þýðu af festu og þrótti. Hann fæddist á jóladag 1915, sonur Hans Kristens Hækkerup, rit- stjóra og síðacr borgarstjóra og Helgi Sæmundsson: þingmanns í Ringsted á Sjá- landi. Per missti föður sinn um fermingu og fluttist upp úr því til Kaupmannahafnar með móð- ur sinni og 'systkinum, en eldri bróðir hans er Hans Hækkerup, fyrrum dómsmála- ráðherra, einnig fæddur á jóladag, en átta árum áður. Per varð stúdent 1934 og stundaði háskólanám um skeið, en lauk ekM prófi. Tók hann brátt mifcinn þátt í starfi ungra jafnaðarmanna og var oddviti þeirna 1946—1952. Hann átti sæti í borgarstjóm Kaup- mannahafnar frá 1946 til 1950, er hann var kosinn á þing fyrsta sinni. Var Per þingmað- ur fyrir Lyngby, eina atf út- borgum Kaupmannahafnai’, allt til 1968- Þá sMpti hann um kjördæmi og bauð sig fram í Esbjerg á Jótlandi í staðiínn fyrir Julius Bomholt, fyrirum ráðherra og þingforseta, stem dró sig þá í hlé vegn'a aldurs og andaðist skömmu síðar. Vegnaði Per dávlel í Esbjerg, þó að hann fengi ekki sama fylgi og Bomholt, lenda gengu kosningamar dönskum jafnað- armönnum hvai-vetna í móti. Hlaut Psr 16941 atkvæði í fiskveiðibænum á strönd Norð- ursjávar, en af þeim voru 8914 persónuleg. Per Hæk'korup var utanríkis- ráðherra dana 1962—1966 og vakti mikla athygli í því emb- ætti, eigi sízt fyrir tungumála- kunnáttu sína og mælsku. Þótti tíðindum sæta, er hann vék næsta óvænt úr ríMs- stjórninni, og virtist það benda til ágreini,ngs m:eð honum og flokksforingjanum, Jens Otto Krag. Per neitar því samt ein- dregið og kveðst reikina m,eð að verða ráðherra á ný, ef jafnaðarmenn komist til valda. Hann er málsvari álþýðu- flokksins í damska þinginu og sennilega snjallasti ræðumaður þeirrar virðulegu samkomu, þegar honum tekst upp. Per Hækkerup er kveéntur Gr'ete Hækkerup, en hún sat á þingi eitt kjörtímabil fyrir Maribo á Lálandi. Hefur hann oft komið hingað til lands og á hér marga kunningja. xxx Julius Bomholt komst svo að orði um Per Hækkerup fyrir síðustu þingkosningar, að hann væri eins og skorinn út úr dönskum þjóðarstofni og öllum umsvifameixi. Sjálfur kveðst Per vera duglegur, en segir helzta ókost á sér, að hann sé stundum of tillitssamur. H. S. TVEIR □ Margar konur vilja mikið heldiur vinna úti, -heldur en vera hekna allan daginn. Aðr- ar geta ekki hugsað sér neitt yndisliegra en vera bara móðir. Pær velja atf frjálsum vilja og nú ier ekki verið að ræða um þær sem verða að vinna fýrir 'heimilimi. Þrátt íyrir þetta getur sti-ndum kom ið fyrir að hver tflokkur um sig öfundi hinn ofurlítið. KcU’en gat ekki hugsað sér að segja upp vinnu .sinni og helga hieimilliinu aRan tíma sinn. Maríanna gat efcki hugsað sér að láta aðra hugsa um barn og heimili, meðan hún ynni úti. En sftundum kom það fyrir að Kaxen gleymdi stund og stað, Btarði yfir skrifborðið dreym- andi augiam og ímyndaði sér að (hún væri húsmóðir frá morgni til kvölds, alla daga. Þá tmyndi Ihún sannaríega hatfa altft í röð og reglu á heim- ilinu, lí'ka það sem var í óreiðu í skápum og skúffum dagsdag- úega og hún komst aldrei yfir að lagfæra. Hún myndi fara á fætur á venjiuleguan tíma M. 7 og vera 'búin að öilum verkunum kl. 11. Þá myndi 'hún taka ki-akkana í aaniga gönguiferð — regilulega langa og ekki hjugsa um Það e5ut að tflýta fsér sem mest. Þau þurftu bara að ná í búðina / RÖÐ O □ Það finnst ekki öllum lcrökk um jafn gaman að taka saman leikföngin sín, þegar þau eru haett að leika sér og eiga að fara að hát.ta á kvöldin. Venju- Jegasta aðíerðin 'er að taká allt haíurtaskið og skella ofan í pappakassa eða hvaða ílát sem það er sem þjónai’ hlutverki leikfangageymslu. Hér á mynd- inni sést hvernig hugvitsöm mamma- hefur sáumað marga 6 ÞRIBJUDAGUR 27. OKTÓBER 1970

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.