Alþýðublaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 12
RUST-BAN, RYÐVGRN RYÐVARNARSTÖÐIN H.F. Ármúla 20 — Sími 81630. ÍiHlii Breta á ári D Sígarettureykingar drepa 100.000 Breta á hverju ári, segir í ársskýrslu brezka heilbrigðis- ráðuneytisins. Þessi ógnvekjandi tala er margfalt haerri en áður liafði komið fram í skýrslum, sem þó höfðu sett óhug í menn. Þéir sjúkdómar af völdum sígarettureykinga, sem einkum verða mönnum að bana, em Þronkitis, lungnakrabbi og hjarta sjúkdómar. f skýrslunni segir lieilbrigðis- málaráðherra Breta, George Godber; ^„Reykingar eru ikk}- saklaus nautn, heldur stærsti skaðvaldur almennrar heilbrigði. Þær orsaka tífalt fleiri dauðs- föll á ári en bílslys og krabba- mein af öðmm toga til samans. Það er ótmlegt, að lcyft skuli í þessu landi að örva reykingar ineð auglýsingum og öðruin dýr- um aðferðum, þegar vitað er að Jiær eru öllum reykingamönnum til skaða og öðrum til óþæginda, Verði hamlað gegn reykinguin yrði það ekki einungis milljón- um manna til bóta, heldur og Stór ávinningur fyrir allt efna- liagskerfið." R-áðuneytið liefur reiknað út, að reykingar valdi því, að 190 þúsund manns verði að hverfa HEROIN FYRIR 1.5 MILLJARD □ Franska lögreglan hefur lagt hald á 52 kg. af hreinu heróíni, sem á ameríska mark- aðr.um hefði selzt fyrir 18 milljónir dollara. Franslii inn- ánríkisráðherrann, Raymond Marcellin, sem skýrði opinber lega frá töku heróínsins sagði, að hér væri um að ræða mesta magn af slíkum eiturlyfjum, sem franska lögregian heíði nokkru sinni gert upptækt. Heróínið var falið í litlum Citroenbíl, sem innan skamms átti að flytja til Bahamaeyja, en talið er að heróínið hafi átt að fara á amerískan markað. Lögreglan hafði lengi haft auga með eiganda bílsins og haft hann grunaðan um eitur- lyfjasmygl. Við fyrstu leit, sem gerð var í bílnum, fundust sex kíló af heróíni, en þegar lög- reglan hafði Iokið Ieitinni höl'ðu þeim til viðbótar fund- izt 46 kg., sem falin voru í Icynihclfúm undir gólfi bílsins. >______________ frá störfum vegna sjúkdóma og dauðsfalla á ári livcrju. Næstum helmingur Breta, 23 milljónir, eru vanareykingamenn, og þótt þarlendis sé 3.600 milljónum króna varið til sígarettuauglýs- inga, þá hafi hin opinbera nefnd, sem berst' gegn reykingum, að- eins 20 milljónir úr að spila. Getið hefur verið í annarri skýrslu helztu ráða af opinberri hálfu til að takmarka reyldngar með því að bjóða mönnum sem ekki reykja, ódýrari líftrygg- ingar, svo og að bannaðar verði reykingar víða á almannafæri, svo sem í strætisvögnum, kvik- myndaliúsum og jafnvel á veit- ingaliúsum. — ALLIR VEL- KOMNIR □ Stúdentafélag Háskóla íslands ætlar í vetur að beita sér fyrir félagsmálastarfsemi, sem á að verða opin öllum, hvort sem þeir eru stúdentar eða ekki. Félags- málastarf þetta á að fara frain í starlshópum. Afráðið hefur verið að liefja hópstarfið um þrjá mála flokka. en þeir eru: íslendingar og Evrópuhyggja, Hvar Iiggur þjóðfélagsvaldið? og Aðstöðumun ur til náms. Áhugafólk um þátttöku í hóp- starfinu er beðið að koma á sam- . eiginlegan fund liópanna. miðviku daginn 28. október kl. 17.15 í I, kennslustofu Háskólans. í frétta- tilkynningu, scm stúdentafélagið hefur sent frá sér í tilefni a.?Jiess . ari nýbreytni í staríi félagsins, er lögð áherzla á. að hóparnir verði opnir öllum til þátltöku, sem vilja. en hóparnir verða að öllu- Ieyti sjálfslæðir í störfum sínum. Skátaþingi lokið □ Skátaþing 1970 var haldið í Hagaskölánum dagana 17. og 18. október. Um 100 skátar sóttu þingið. Gestur þingsins var frú Hrefna Tynes, fyrrverandi vara- skátahöfðingi. Mörg mál voru á dagskrá og má þar nefna foringjaþjálfun, útgáfumál, erindhekstur, tillögu að breyttu sbátastaríi í landinu, o.fl. Sunnudaginn 18. okt. þágu skát arnir kaffi að Hótél Sögu í boði menntamálaráðherra. Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, var end- urkosinn. Með honum í stjóm eru Borghildur Fenger, Páll IGíslason, AuSur ^parðaósd'óttir og Halldór Magnússon. Þinginu var slitið kl. 19.00 á Læknamiðstöð af- ráðin í Borgarnesi □ Börgarnesslæknishérað og Kleppjárnsreykjalæknishérað hafa nú verið sameinuð í einni læknamiðstöð í Borgarnesi, en þar er gert ráð íyrir, að þrír lækn ar starl'i að jafnaði og lieyra und-' ir miðstöðina á fjórða þúsund manns, sem búsettir eru í Borgar- fjarðarhéröðum. Á fundi, sém haldinn var með oddvitum þessara tveggja læknis- héraða s. 1. laugardag, var sam- þykkt að sameina læknisbéröðin í einni læknamiðstöð í Borgarnesi. I samtali við Alþýðub'aðið í gær sagði Valgarð Björnsson, héraðs- lænir í Borgarnesi, að sér væri ekki kunnugt um, að nokkurs stað. ar á landinu hafi tekizt slíkt sam komulag um stofnun læknamið- stöðvar. en . samkomulagið hafi fulltrúar allra sveitarféaga í um- ræddum læknishéröðum undirrit- að. Sagði Valgarð, að landlækni hafi verið tilkynnt um samþykkt þessa, en hún er gerð í samræmi við ný læknaskipunarlög, og hef'ði har.n tekið ákvörðun Borgfirðing- anna rnjög vel, og væri málið nú komið til heilbrigðisráðuneytisins. 1 samtali við Alþýðublaðið sagði Ingi Ingimundarson, fulltrúi Alþýðuflokksins í sveitarstjórn Borgarness, að óskað hefði verið eftir fjárveitingu af hálfu ríkis- valdsins til Iæknamiðstöðvarinn- ar, og er hún væri fengin. ætti ekkerl að vera því til fyrirstöðu, að læknamiðstöðin geti fekið að full.u til starfa á næslu 1—2 ár- um. Valgarð Björnsson, héraðslækn- ir, sagði einnig í samta'i við blað- ið, að strax og fjárveiting ríkis- valdsins Iægi fyrir, myndi hitfizl banda um framkvæmdir til að tryggja fullkomnustu aðstæður við hina nýju læknamiðstöð í Borgarnesi, en ráð er fyrir því gert. að þar starfi í framtíðinni þrír læknar. en fyrst í stað gegnir Valgarð einn störfum í Borgar- nesi. Þess skal getið, að ákvcðið er að reisa d.vaiárheimili fyrir aldr- aða Borgfirðinga í Borgarnesi, og þykir því mikill fengur af lækna- miðstöðinni með tilliti til þeirrar læknisfyrirgreiðslu, sem hinir öldruðu þurfa að njóta. — j> WMMVmMMW? Willy Brandt og Tító Júgósl.- forseti hittust á stuttum fundi nýlega rétt hjá Bonn — Köln- ar flugvellinum. Þjóðarleiðtcg- arnir áttu með sér stutían fund í Röttgen höll þar rétt hjá. Þeir urðu sammála um, að öryggis- ráðstefna Evrópu, með þátt- töku Band.aríkjamanna og Kanadamanna, þarfnaðist ræki legs undirbúnings. Myndin er af þeim Brandt og Tító fyrir utan fundarstaðinn. — MMMWWMWWtWMMWIW'J 28. þing Iðnnema- sambands íslands 28. þingi Iðnneinasambí nds íslands er nýlokið. — í stjóm sambandsins voru kjörnir: Formaður: Jónas Sigurðsson, Karlagötu 19, 26455. Varaformaður: Gunnár S. Elís- son, Þinghólsbraut 19. 41259- 40809. Gj’aidkeri: Finnur Guðmunds- son, Mánagötu 12, 12115. Ritai’i: Kristján Svavarsson, Meðalholt 9, 18761-41375. Þórleifur Valg. Friðrííksso'n, Karíavogi 52, 31494-30630 Jökull Veigar Kjartansson, Álfa- skeið 92, 52819. Lárus Guðjónsson, Þórólfsgötu 5, Hafnarfirði, 51697-50345. Tryggvi Aðalsteinsson, Álfbeim- um 28, 36022-10117. Einar Harðarsson, Ljóslieimum 4, 33172. Varastjórn; Jón B. Pálsson, Víghólastíg 13, 41131. Guðmundur St. Ögmundsson, Álfaskeiði 10, 50046. Kristinn Guðmundsson, Bugðu- ' læk 11, 37150. Hörður Harðarson, Skúlagötu 64, 23283. Ritnefnd: Magnús Einar Sigurðsson, Rauðarárst.ig 31, 20'280. Þórleifur Valg. Friðriksson, Karfavógi 52, 31494-30630 Jón R. Backmann, Stónatgarðií 15, 32455. Örn Axelsson, Hraunbæ 44, 82472. Hafsteinn Baldurstson, Bolliolti 6, 30238-24260. HEILBRIGÐISMALIN - OG BRÚ YFIR BORGARFJÖRÐ ,□ Á sunnudag var ha'dinn aðal- fundur Félags sveitarstjóra i Vest urlandskjörd.æmi. Aðaiefni fund- arins voru lieilbri.gðismálin, en auk þess var mikið’ rætt um sam- göngumálin, m. a. smíði brúar yfir Borgarfjörð. Landlæknir, Sigurður Sigurðs- son, flutti framsögu á fundinum um heilbrigðismálin almennt í j Iand.inu og þá einkum um atriði, sem varða Vesturland. Baldur Johnsen, heilbrigðisfulltrúi ríkis- ins, bélt einnig framsöguerindi á fundinum og kynnti m. a. hina nýju beilbrigðisstofnun ríkisins, en undir þessa stofnun falla lieil- brigðismál á öllum sviöum, m. a. mengunarvandamál. Míklar um- ræður spunnust um heilbrigðis- málin og bárust frummælendum f jöld.i fyrirspurna. Drepa 100.000

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.