Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 2
2
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
Er þaö nokkuð merkilegt þótt
sendiherrann hafi innstungu fyrir
rakvélina sína í svítunni í Kína?
Nei, nema fyrir það að
hundurinn hefur líka
innstungu fyrirsína rakvél.
■ Umboðsmaður Alþingis kemur löggunni til hjálpar ■ Hollendingur kennir
auglýsingamönnum trix gegn Bónusi og öðrum ódýrum búðum
(jreinilegt er að réttum vinnuregl
um er ekki alltaf fylgt um það hvern-
ig veita á lögreglumönnum áminn-
ingar eða víkja þeim úr starfi hjá
Lögreglustjóraembættinu í Reykja-
vík. Ógilding dómsmálaráðuneytis-
ins á áminningu sem Arnþór H.
Bjarnason, lögreglumaður, fékk fyrr
á þessu ári fyrir meint brot í starfi er
nýjasta dæmið um það en alls ekki
það eina. Fyrir tveimur árum var
starfssamningur við fjóra unga lög-
reglumenn, sem voru við nám í Lög-
regluskólanum, ekki endur-
nýjaðir á þeim forsendum að
þeir stæðust ekki þær kröfúr
sem gerðar væru til laganna
varða. Þeir báru sig upp við
umboðsmann Alþingis, Gauk
JöRUNDSSON, í framhaldi af
því. Niðurstaða hans var
sú að Böðvar Bragason,
lögreglustjóri, hefði brot-
ið á margvíslegan hátt á
fjórmenningunum þegar
hann vék þeim úr starfi og
neyddist hann þvi til að ráða þá til
starfa á ný. í álitsgerð umboðs-
mannsins segir að verulega hafi
skort á að starfsnámi hafi verið
hagað samkvæmt reglugerð,
ástæður uppsagnarinnar hafi
ekki verið rökstuddar á fullnægj-
andi hátt og grundvallarreglur
stjórnsýsluréttar um rétt til and-
mæla hefði verið brotinn...
F éiag íslenskra teiknara, FÍT, hefur
boðið formanni hollenska systur-
félagsins, Eugene Bay, hingað til
lands og mun hann halda fyrirlestur
í Húsi iðnaðarins næsta fimmtudag.
Þar ætlar hann að fjalla um upp-
byggingu vörumerkjaímyndar. Sér-
stök ástæða þykir til að ff æða ís-
lenska hönnuði um þessi mál í Ijósi
þeirrar samkeppni sem herjar nú á
þekkt vörumerki frá ódýrum ffam-
leiðsluvörum stórmarkaða eins og
Bónus þar sem allt er lagt upp úr
lágu verði en ekkert upp úr vöru-
merkinu...
Áheyrnarfulltrúi Kvennalistans
í Kópavogi sendur út í horn á
farsakenndum fundi
Gunnar I.
Birgisson
með áherslu
„Hejga,
srttu
þama“
...fær Guðni Ágústsson
þingmaður Framsóknar fyrir
að sjá og koma því á framfæri
til þjóðarinnar á Alþingi að III-
ugi Jökulsson sé líklega besti
pistlahöfundur Evrópu. Hann
sparaði ekki stóru orðin í
ræðustól og sagði að einhver
hefði „greinilega hótað Heimi
Steinssyni qIIu illu ef lllugi yrði
ekki rekinn.“
...fær Sigurður G. Tómas-
son dagskrárstjóri Rásar 2 að
sama skapi fyrir að láta besta
pistlahöfund Evrópu renna úr
greipum sér. Lastið á líka skil-
ið allt Ríkisútvarpsapparatið
sem studdi við bakið á Sig-
urði sem og þungavigtarliðið
úr þingliði Sjálfstæðisflokks-
ins sem þagði þunnu hljóði á
meðan umræðan um „pólit-
ísku aflúsunina" stóð yfir á Al-
þingi.
Áheyrnarfulltrúi Kvennalistans í
Kópavogi er hættur að mæta á
fundi bæjarráðs eftir að hafa verið
meinað að sitja við sama borð og
aðrir bæjarráðsfulltrúar. Þess í stað
hefur henni verið vísað út í horn.
„Satt að segja leit ég á þetta sem
hálfgert grín og ég gerði ekki ráð
fyrir að þetta væri meint í alvöru,“
sagði Helga Sigurjónsdóttir en
hún segir að aðstaðan við borðið
úti í horni sé mjög bágborin. Vara-
maður hennar, Sigrún Jónsdóttir,
hefur einnig lent í því að vera sagt
að sitja annars staðar en við aðal-
borð bæjarráðsmanna. Helga lýsti
samtölunum á bæjarráðsfundi
þannig - kannski aðeins stílfært:
Gunnar I. Birgisson: „Helga, ert
þú komin í bæjarráð?"
Helga: „Ja, ég er áheyrnarfulltrúi í
bæjarráði.“
Gunnar I. Birgisson (bendir út í
horn): „Þú átt að sitja þarna.“
Helga: „Nei, ég ætla að sitja hér.“
Gunnar I. Birgisson: „Þú veist
reglurnar - farðu.“
Helga: „Nei, mér þykir ómögulegt
að sitja þarna. Ég sætti mig ekki við
að sitja þarna úti í horni. Áðstæður
eru svo slæmar þar, ég get ekki
skrifað þar, ég vil sitja hérna.“
Guðmundur Oddsson: „Ég verð
nú að taka undir með Gunnari í
þessu máli, Helga. Þegar ég var for-
maður bæjarráðs var þetta alltaf
svona. Áheyrnarfulltrúar voru
þarna. Ég get ekki samþykkt það
sem þú segir."
Sigurður Geirdal: „Helga, mér
finnst þú vera að færa þig upp á
skaftið. Við höfum komið til móts
við ykkur með því að leyfa þér að
vera hér sem áheyrnarfulltrúa og
nú færir þú þig upp á skaftið. Þú
vilt fá að sitja við borðið og svo
færð þú kannski að tala.“
Helga segir að þessar þrætur hafi
Jakob Jakobsson gegnir prófessorsembætti í fiskifræði við HÍ
Ekki viss um að
þetta sé heppilegt
segir Guðjón A Kristjánsson.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknarstofnunar, var í haust
skipaður í nýstofnað embætti prófess-
ors í fiskifræði við Háskóla Islands og
hyggst hann gegna báðum embætt-
unum. I framhaldi af embættisveit-
ingunni hefúr borið á þeirri gagnrýni
að óeðlilegt sé að sami maður stjómi
þeirri stofiiun sem helst er mótandi í
umræðunni um fiskveiðistjórnun og
gegni jafhframt því embætti sem helst
gæti veitt vísindamönnum sömu
stofhunar aðhald.
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands fslands, er einn þeirra sem er
gagnrýninn á skipun Jakobs í prófess-
orsembættið. „Ég veit ekki hvort þetta
er gott fýrir umræðuna um fiskifræði
og veiðistjórnun sem Hafrannsókn-
arstofhun hefur haft mótandi áhrif á.
Ég er ekki að leggja dóm á að Jakob
sjálfur sé óhæfur í þetta embætti. En
hann verður sem forstjóri Hafrann-
sóknarstofnunar að standa af sér
gagnrýni og athugasemdir um hvort
tillögur stofnunarinnar standist öll
rök því þama er verið að fjalla um lífs-
afkomu þjóðarinnar. Ég er því ekki
viss um að það sé heppilegt að sá aðili,
sem hefur yfimmsjón með því hvaða
efhahagslegu forsendur er lagt upp
með í þjóðfélaginu, skuli líka eiga að
móta fræðin og kenningamar í stofn-
un sem á að vera gagnrýnin og líta til
allra átta.“
Gísli Már Gíslason, prófessor, er
forstöðumaður líffræðiskorar Há-
skólans sem embætti prófessors í
fiskiffæði heyrir undir. Hann er ekki á
sama máli og Guðjón.
„Hér ríkir akademískt frelsi og inn-
an líffræðinnar eru fleiri menn sem
stunda rannsóknir á fiski og þeir
munu eftir sem áður koma ffarn sín-
um skoðunum á fiskveiðistjórnun.
Það hefði því ekki breytt miklu þótt
prófessorinn hefði komið annars
staðar ffá, eins og upphaflega var þó
ætlast til þegar embættið var auglýst.
" -SG
■ ■■ ■■
Helga Sigurjóns-
dóttir við hornborðið
sem hún á að sitja
við: „Satt að segja leit
ég á þetta sem hálf-
gert grín og ég gerði
ekki ráð fyrir að þetta
væri meint í alvöru.“
staðið í fimm eða tíu mínútur en
eftir það hefði hún vikið af fundi.
Fulltrúar Kvennalistans hafa sent
kvörtun vegna meðferðarinnar á
sér til félagsmálaráðherra. Á fundi
kvennanna á þriðjudag var ákveðið
að koma með tillögu um það í bæj-
arstjórn að áheyrnarfulltrúar fengju
að sitja við aðalborðið.
„Það er ekkert að þessari aðstöðu
en Helga taldi sig geta gert þetta að
frétt um hve illa væri farið með
konur,“ sagði Sigurður Geirdal
bæjarstjóri þegar MORGUNPÓSTUR-
INN spurði hann um þetta mál.
Hann sagði að þær Kvennalis-
takonur hefðu svipaða aðstöðu og
aðrir bæjarstjórnarfulltrúar sen^
sitja vilja bæjarráðsfundi sem'
áheyrnarfulltrúar. ■
Glæsilegasta listaverkabók sem komið hefur út á íslensku er
væntanleg um mánaðamótin
Korpúlfsstaðir ná
ekki að drepa Erró
Gunnar B. Kvaran, listfræð-
ingur, mætti á borgarráðsfund á
þriðjudag og lagði fram bréf um
kaup á væntanlegri bók um Er-
ró. Þetta er í raun all sérkenni-
legt mál því bókin er eftir Marc
Auget sem er menningarpost-
uli í Frakklandi og það er
franskt forlag sem gefur bókina
út. En prentsmiðjan Oddi
prentar bókina sem kemur á
sama tíma út á Islandi og í
Frakklandi á ensku, íslensku og
frönsku.
Forsaga málsins er sú að
Oddi gerði verktilboð í að
prenta þessa bók og fékk verkið.
Gunnar B. Kvaran sá sér leik á
borði og spurðist fyrir um hvort
ekki væri hægt að gefa út ein-
hver eintök með íslenskum
texta sem reyndist engum vand-
kvæðum bundið. Listasafn
Reykjavíkur pantaði því 1.500
bækur hjá franska forleggjaranum
enda hafði hann engan áhuga á að
selja bækur á íslenskum markaði.
Sigurður Pálsson var fenginn til
að þýða textann en hann er um 25
prósent, hinn hluti bókarinnar eru
glæsilegar litprentanir en bókin er
300 blaðsíður að lengd.
Listasafn Reykjavíkur borgar
4.000 fyrir hvert eintak en það er
framleiðsluverð. Með hverri bók
fylgir grafíkverk eftir Erró og er
fyrirhugað að bókin kosti ís-
lenskan kaupanda 8.000 krónur.
Listasafn Reykjavíkur hefði aldr-
ei haft bolmagn til að standa að
þessu án þess að fá ábyrgð frá
Reykjavíkurborg sem þarf að
leggja fram ábyrgð upp á níu
milljónir.
Samkvæmt heimildum MORG-
UNPÓSTSINS var þetta samþykkt
einróma í borgarráði sem telur
engan vafa á að tiltækið komi til
með að borga sig og vel það.
Bókin er hin glæsilegasta og að
sögn Gunnars Kvaran, sú glæsi-
legasta sem komið hefur út á ís-
lensku. Það má því segja að þetta
sé nokkur sárabót fyrir aðdáend-
ur Errós eftir að fýrirhugað Erró-
safn að Korpúlfsstöðum sigldi í
strand. Það mál er altént í blind-
götu og því verður opnuð yfir-
litssýning að Kjarvalsstöðum
þann 5. nóvember.
Þar getur að líta fræga lista-
verkagjöf Errós sem hann afhenti
Reykjavíkurborg 1989 en íslend-
ingar hafa átt fullt í fangi með að
finna þessum verkum húsaskjól
sem og kunnugt er. -JBG