Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
Bréf til blaðsins
Kiddi þarf
aö lata
herða ásér
toppstykkið
Eiríkur Jónsson
svarar fyrir kveðjuna
fré Kidda rót.
Sá í Morgunpóstinum síðastlið-
inn mánudag að fyrrum bílstjóri
utanríkisráðherra kallaði mig sóða-
kjaft vegna þess að ég hefði eyðilagt
brúðkaupið hans.
Bílstjórinn sá reyndar um það
sjálfur með því að misnota síma ut-
anríkisráðuneytisins á boðskortum
sem hann sendi út - meðal annars
til allra ráðherra og þingmanna ís-
lenska lýðveldisins. Sannleikurinn
er sá að undirritaður og bílstjórinn
sættumst heilum sáttum nokkrum
dögum effir brúðkaupið á sólríkum
degi á Vesturgötunni þar sem bíl-
stjórinn var að bíða eftir yfirvaldi
sínu. Síðan þá hef ég oftlega rætt
við bílstjórann fyrrverandi í síma
og ávallt farið vel á með okkur.
Hefur hann oftar en tvisvar og oftar
en þrisvar íhugað alvariega að
koma fram í sjónvarpsþætti mínum
til að ræða örlög og vandræði fyrr-
um ráðherrabílstjóra.
„Skýtur því skökku við þegar ráð-
herrabílstjórinn fyrrverandi segist
aldrei horfa á þætti mína og óski
mér út í hafsauga," segir Eiríkur í
bréfinu.
Skýtur því skökku við þegar ráð-
herrabílstjórinn fýrrverandi segist
aldrei horfa á þætti mína og óski
mér út í hafsauga. 1 mín eyru segist
hann vera einlægur aðdáandi minn
og helst ekki sleppa þætti. I Morg-
unpóstinum á mánudag virðist bíl-
stjórinn vera búinn að gleyma
handabandi sáttarinnar á Vestur-
götunni og geysist á of miklum
hraða þvert yfir hraðbraut sann-
leikans líkt og hann gerði á Kefla-
víkurveginum hér áður fyrr.
Ég ætla ekki að segja að Kiddi
rót (Kristinn T. Haraldsson) sé
sóðakjaftur - en hann þyrfti að láta
herða upp toppstykkið á sér - og
vonandi er það ekki forskrúfað.
Eiríkur Jónsson
■ Fréttir afandláti Samúels stórlega ýktar ■ Dónablöðin breiðast yfir bensínstöðvarnar
■ Arngrímur ekki bara listamaður íflugrekstri heldur alvöru listflugmaður
F réttir af ótímabærum dauðdaga
tímaritsins Samúels virðast vera
orðum auknar því nú bendir aflt til
þess að tímaritakóngurinn Magnús
Hreggviðsson haldi áfram að gefa
út blaðið. Nýlega komu upplýsingar
um að þetta 25 ára gamla tímarit
væri að syngja sitt síðasta. Hvort
sem það hefur verið umtalið eða
annað, þá seldist afmælisblaðið
ágætlega auk þess sem auglýsinga-
sala í það minnti á hina gömlu,
góðu daga. Þess vegna eru menn að
íhuga að endurskoða afstöðu sína
og halda áfram útgáfu eina ærlega
karlablaðsins á íslandi. Það
er hins vegar spurning
hvort Snorri Óskarsson í
Betel kætist við þessi tíð-
indi...
o,
" g áfram um karla-
blöðin. Kristinn Biörns-
SON í Skeljungi hefur orðið að þola
nokkrar ákúrur fyrir það að Skelj-
ungur selur „hressileg“ karlablöð á
bensínstöðvum sínum. Hann er
hins vegar ekki lengur einn í
baráttunni því Einar Bene-
hjá Olís er byrjaður
að bjóða upp á þessa tegund af
á bensínstöðvum sín-
um. Þar er reyndar verið að selja
fjölbreytt úrval erlendra blaða
vekur athygli að erlendu
blöðin fá mun betri sölustað en inn-
lend...
F lugfélag Arngríms Jóhannsson-
ar, Atlanta, hefur verið mikið í
fréttum undanfarið vegna launa-
deilu og dómstólameðferðar í kjöl-
far þess. Margir kunningjar Arn-
gríms bíða hins vegar í ofvæni eftir
því að sjá listflugvél hans sem Arn-
grímur pantaði fyrir nokkru. Fyrir
áhugamenn
um flug má
geta þess að
vélin er af
gerðinni Pitt
S. Special og
verður sett
saman hér á
landi...
Þorsteinn Jónsson, kvikmyndaleikstjóri „Það, að menn telja sig
ekki þurfa að greiða lánin til baka, hefur leitt til þess að sumir hafa gert
flóknar listrænar myndir sem enginn vill sjá.“
gerðu 24 mifljónir sem við þurftum
að eyða þar í borg í ýmislegt tengt
kvikmyndagerðinni. Það sama gild-
ir með Evrópusjóðinn, þar þarf ég
að leggja fram endurskoðað bók-
hald, samþykkt af öllum framleið-
endum.“
Styrkir sem Kvikmyndasjóður Is-
lands veitir til framleiðslu bíó-
mynda eru beinir styrkir, það er að
segja þeir kvikmyndagerðarmenn
sem fá framleiðslustyrki þurfa ekki
að endurgreiða þá til sjóðsins þó
hagnaður verði af bíómyndunum
sem framleiddar eru fýrir þá. I Evr-
ópu er styrkjafyrirkomulagið tölu-
vert annað. Þorsteinn bendir til
dæmis á að ef hagnaður verði af
mynd hans beri honum að endur-
greiða hluta af styrkjunum.
„Megnið af þessum styrkjum frá
Evrópu eru á formi víkjandi lána,
þannig að ef hagnaður verður af
myndinni er gert ráð fyrir því að
styrkirnir séu endurgreiddir. Ef
hagnaðurinn verður hins vegar
enginn er ekki gengið hart fram í
innheimtunni. Þetta fýrirkomulag
hefur verið gagnrýnt og ég er
reyndar á því sjálfur að það ætti að
vera meiri harka í innheimtunni.
Það að menn telja sig ekki þurfa að
greiða lánin til baka hefur leitt til
þess að sumir hafa gert flóknar list-
rænar myndir sem enginn vill sjá.
Ég tel mig hafa verið að gera þver-
öftigt, ég var að reyna að gera mynd
sem höfðar til áhorfenda. Þeir hafa
hins vegar ekki þyrpst á myndina
eins og ég vonaðist til en vonandi
fer fólk að kveikja á henni og láta
sjá sig í bíó.“
Dræm aðsókn að Skýjahöllinni
launin mín
verð
anæg
hæst-
segir Þorsteinn Jónsson, leikstjórí Skýjahallarinnar.
„Mér finnst nú að gangurinn
mætti vera betri, en miðað við
hvernig þetta hefur verið með ís-
lenskar myndir undanfarið er þetta
ágætt,“ segir Þorsteinn Jónsson,
leikstjóri Skýjahallarinnar, en á
þeim þremur vikum sem liðnar eru
síðan myndin var frumsýnd hafa
sex til sjö þúsund áhorfendur séð
hana.
Að sögn Þorsteins kostaði Skýja-
höllin 105 milljónir í framleiðslu og
er fyrir vikið með dýrari myndum
sem gerðar hafa verið á íslandi. Ef
myndin ætti eingöngu að standa
undir sér með miðasölu þyrftu um
það bil 210 þúsund manns að kaupa
sig inn í bíó til að sjá hana, eða lið-
lega 80 prósent íslensku þjóðarinn-
ar. Þetta er þó ekki tilfellið því
Skýjahöllin er gerð í samvinnu við
erlenda aðila og er fjármögnuð svo
til að öllu leyti með íslensku og evr-
ópsku styrkjafé. Þorsteinn segir að
myndin hafi fengið sérstaklega
góða afgreiðslu hjá ýmsum kvik-
myndasjóðum og það hafi mjög
auðveldað fjármögnun myndar-
innar að um barna- og fjölskyldu-
mynd var að ræða. Þetta gerði það
að verkum að áður en sýningar á
Skýjahöllinni hófust hafði allur
kostnaður við hana verið greiddur,
nema það sem Þorsteinn sjálfur
lagði í hana. Það er hins vegar at-
hyglisvert að þrátt fýrir góða fjár-
mögnun er ekki víst að Þorsteinn
fái til baka allt framlag sitt til
myndarinnar.
„Ég hef ekki borgað mér laun
nema fyrir brot af minni vinnu, en
ég var leikstjóri, framleiðandi og
handritshöfundur myndarinnar.
Þannig ef það koma ekki inn tekjur
af myndinni fæ ég ekki nema hluta
af mínum launum.“
Einnig nefnir Þorsteinn að tveir
meðframleiðendur að myndinni,
annar danskur, hinn þýskur, hafi
heldur ekki fengið greitt fyrir sitt
framlag en þeirra hlutur er hins
vegar mun minni en Þorsteins.
„Það sem ég lagði í myndina er
náttúrlega vinna og einnig afhot af
ýmislegri aðstöðu og tækjum. fnn í
þessu er líka ákveðin áhætta sem ég
tók, bankalán og peningaframlög,
en alls eru þetta 19 milljónir.“
Þorsteinn varði tveimur árum í
undirbúning og gerð myndarinnar
og segir hann að laun fýrir þá vinnu
séu í kringum 5 milljónir. Aðspurð-
ur um hvað hann geti átt von á að
fá mikið upp í þær 19 milljónir sem
hans framlag var, segir Þorsteinn að
það muni velta á aðsókninni hér á
landi og svo hvernig tekst með sölu
á myndinni erlendis.
„Ég var að vonast til þess að fá
svona þrjátíu þúsund manns hérna
heima, það myndi gera 15 milljónir
í okkar hlut, og að hægt væri að
selja hana erlendis fyrir eina millj-
ón dollara, sem myndi skiptast
milli framleiðandanna. En ég er
orðinn dálítið svartsýnn á að þetta
gangi upp, ef ég á að segja alveg eins
og er. Ástæðan fýrir því er sú að að-
sóknin hefur ekki gengið eins og
vonir stóðu til, en það er hugsan-
legt að hún nái fýrirhuguðu marki
ef myndin gengur í þrjá, íjóra mán-
uði. Þetta kemur því ekki í ljós fyrr
en eftir töluverðan tíma. En ef ég fæ
launin út úr þessu verð ég hæst-
ánægður.“
Framleiðslustyrkir til Skýjahall-
arinnar voru alls 83 milljónir króna.
Þar af lagði Kvikmyndasjóður Is-
lands til 20 milljónir króna í beinan
styrk en frá Danmörku, Norræna
kvikmyndasjóðnum, Evrópska
kvikmyndasjóðnum og kvik-
myndasjóði í Berlín komu samtals
63 milljónir króna. Þorsteinn segir
að strangt eftirlit sé með því í hvað
styrkirnir fari og að sumum þeirra
fýlgi ýmis skilyrði.
„Kvikmyndasjóður fær bókhald
fyrir myndina sem og allir sjóðirnir
sem myndin fékk styrk úr. Sjóðn-
um í Berlín þurfum við til dæmis
að sýna fram á að við eyðum í Berl-
ín þeirri upphæð sem sjóðurinn lét
í myndina, plús 50 prósent, en það
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Ætlar ekki að ganga í Sjálfstæðis-
flokkinn til þess eins að kjósa í prófkjöri.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir segir sig formlega úr Kvennalistanum
„Er kannski verýuleg
hausthreingeming“
1 síðustu viku sendi Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, fyrrum
oddviti Kvennalistans, bréf til
flokkskvenna þar sem hún fer fram
á að vera tekin formlega út af fé-
lagaskrá Kvennalistans í Reykjavík.
„Það sem veldur því að ég geri
þetta núna frekar en á einhverjum
öðrum tíma er kannski venjuleg
hausthreingerning. Þetta er löngu
orðið staðreynd og það er kominn
tími til að gera þetta formlega.“
Sigríður Dúna sagði að margt
smátt gerði það að verkum að hún
kysi að gera þetta formlega, meðal
annars sú staðreynd að Kvennal-
istakonur hefðu á opinberum vett-
vangi sagt að hún væri ekki í
Kvennalistanum lengur. Því væri
eins gott að ganga frá þessu form-
lega.
„Mér varð það deginum ljósara
eftir að Kvennalistinn slóst í fram-
boð með stjórnmálaflokkum á
vinstri væng í borgarstjórn og
myndaði R-listann að ég ætti ekki
lengur samleið með honum.
Kvennalistinn hefur breyst mjög og
ætli við höfum ekki bara vaxið
sundur eins og í vondu hjónabandi.
Auðvitað hafði ég aðstöðu til að
móta stefnuna á meðan ég var
þarna inni en það sem varð til þess
að ég missti áhugann á því var af-
staða ýmissa kvenna í Kvennalist-
anum til þess þegar ég tók saman
við mann í öðrum stjórnmálaflokki
- ekki af vinstri væng.
Þetta gerði það að verkum að
mig langaði ekki lengur til þess að
starfa þarna.“
Sigríður kvaðst ekki vera á leið-
inni í annan flokk og sagðist ekki
ætla að ganga í Sjálfstæðisflokkinn
til þess eins að kjósa í prófkjöri sem
þar er framundan, en þar berst sem
kunnugt er Friðrik Sophusson
eiginmaður hennar um sæti. ■