Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 7
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
7
Allt að tveggja milljóna króna hótelreikningur vegna tveggja mánaða dvalar
Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra íslands í Kína
Sendiherrann
í Kína býr á
HiHon-hótelin
Hjálmar W. Hannesson, sem
ákveðið var í sumar að verði fyrsti
sendiherra íslands í Kína frá og með
áramótum, mun verja allt að tveim-
ur mánuðum á Hilton-hótelinu í
Bejing áður en íslenska sendiráðið
kemst í eigið húsnæði. Samkvæmt
heimildum MORGUNPÓSTSINS er
talið harla ólíklegt að annað en svíta
undir sendiherrann komi til greina,
þótt Róbert Trausti Árnason,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, segi ekkert um það ákveðið enn.
Ekki sé búið að panta hótelherberg-
ið.
Fyrir utan heíðbundin herbergi
eru þrenns konar svítur að finna á
Hilton-hótelinu í Bejing. Strax má
útiloka forsetasvítuna en þar kostar
nóttin 12 hundruð dollara. Hinar
tvær eru eins og tveggja herbergja
svítur. Dvelji hinn nýbakaði sendi-
herra í minni svítunni kostar nóttin
21.080 krónur, verði sú stærri fyrir
valinu kostar nóttin hins vegar
32.300 krónur miðað við núverandi
gengi dollarans. Verji hann tveimur
mánuðum á hótelinu, eins og allar
líkur benda til, kann því hótelkostn-
aður sendiherrans að fara í allt að
1.970.300 krónur. Verður kostnað-
urinn alfarið greiddur af íslenska
ríkinu. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir
að stofnkostnaður við nýtt sendiráð
í Kína verði á bilinu 26 til 30 milljón-
ir, upplýsir ráðuneytisstjórinn.
Ekki tveir sendiherrar
undir sama þaki
Þegar ákvörðun Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanrikisráðherra
lá fýrir um að setja á stofn nýtt
sendiráð í Kína í vor, í kjölfar ferðar
hans þangað, var það meðal annars á
þeim forsendum að kostnaður yrði í
lágmarki, enda var upphaflega gert
ráð fyrir að íslenski sendiherrann
hefði vinnuaðstöðu í sænska sendi-
ráðinu í Kína. Síðar kom á daginn að
Svíarnir sögðust ekki geta haft tvo
sendiherra undir sama þaki. Hefði
málið því endað þannig, miðað við
upphaflegar áætlanir, að Hjálmar
heföi aðeins getað orðið einhvers
konar fulitrúi Islands í sænska sendi-
ráðinu, ekki formlegur sendiherra
með þeim áhrifum sem embættinu
fyigir.
„Mín persónulega skoðun er sú að
það sé ekkert sem mæli með því að
setja sendiherra okkar í Bejing í eitt-
hvert vinnulegt einskinsmannsland,
þar sem hann getur ekki sinnt skyld-
um sínum sem sendiherra bara af
því að við þurfum að búa í skamman
tíma hjá öðru vinsamlegu sendiráði.
En ekki er þetta nú endanlega frá-
gengið,“ segir Róbert Trausti.
Hann segir utanríkisráðuneytið
hafa haft vaðið fýrir neðan sig með
nokkra valkosti. Nú velti þetta á þvi
hvort kínversk stjórnvöld geti fyrr en
síðar útvegað húsnæði sem er ásætt-
anlegt. En í Kína er sama fyrirkomu-
lag og lengst af hefur verið í Moskvu;
Meðal
[indaí
iherra-
íbúðinni
Tvöfalt bað
- það er sturta og baðker
Baðsloppar
Dagssloppar
Hárþurrkur
Sértengi fyrir rafmagnsrakvél
Öryggisgeymsla
Hitunaraðstaða fyrir te og kaffi
Skrifstofuaðstaða
Rafmagnslæsing
„Ekki setjum við hann í tjald,“
segir Róbert Trausti Árnason,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu-
neytinu.
þar er hvorki ffjáls leigumarkaður né
heimilt að eiga fasteignir. „Við erum
alveg háðir kínverskum yfirvöldum
um staðsetningu, stærð húsnæðis,
búnað og leigu.“
En cr nauðsynlegt að hafa sendi-
herrann á Hilton-hótelinu þar til hús-
nœðifinnst, í alltað tvo mánuði?
„Ekki setjum við hann í tjald.
Þetta er óhjákvæmilegt. Það er mjög
sjaldgæft að sendiherra geti flutt
beint inn í húsnæði. Það þarf oft að
dytta að. Sendiherrann þarf að fá sín
húsgögn og annað slíkt. Þangað til
reynum við að koma honum fýrir á
sem hagkvæmastan hátt þar sem
kostnaðurinn verður í eins miklu
lágmarki og kostur er, án þess þó að
það fari illa um hann.“
Verður nokkuð annað en svítafyrir
valinu?
„Ég hef reyndar ekki hugsað út í
það. Mér finnst allt í lagi að það
verði vel búið að þeim hjónum á
meðan verið er að koma þessu af
stað. Sjálfur var ég einu sinni píndur
til að vera í minnsta herbergi á hóteli
í Vín í nokkar vikur. Þegar upp var
staðið var ég kominn með Litla-
Hrauns-fráhvarfseinkenni ýmiss
konar. Þetta er líka í fýrsta sinn sem
við sendum sendiherra einan á póst.
Það verða hvorki með honum ís-
lenskur ritari né diplómat."
Hvaðan koma peningarnir fyrir
hótelkostnaðinum?
„Þeir eru teknir af aðalskrifstofu-
kostnaðinum eins og vera ber þegar
ráðuneytið er að senda menn á fundi
eða pósta.“
Fleiri starfsmenn í
framtíðinni
Bœtist við íslenskt starfsfólk í setidi-
ráðið þegarfram í sœkir?
„Þetta er spurning um útgjöld. Ég
tel rétt að fara stutt en ákveðin skref í
þessu máli. Fyrst er að koma þessu af
stað og síðan að sjá hvað þetta kost-
ar. Frá byrjun verða tveir staðar-
ráðnir skrifstofumenn. Gert er svo
ráð fýrir því að einn íslenskur ritari
komi síðar meir. Síðan höfum við
látið okkur detta í hug í fýrirhuguð-
um sendiráðsbústað að hafa eitt ef
ekki tvö skrifstofuherbergi fyrir
hugsanlegan viðskiptafulltrúa eða
fúlltrúa í útflutningi sem vildu vera
með í lengri eða skemmri tíma í
Kína. En tilgangurinn með stofnun
sendiráðs í Kína er númer eitt og tvö
að efla pólitísk og diplómatísk sam-
skipti ríkjanna og í þriðja lagi, sem er
kannski hið mikilvægasta, er að efla
efnahagsleg samskipti ríkjanna. Eins
og sést hefur á ferðalögum við-
skipta- og embættismanna til Kína
er töluverður áhugi á þessu stóra
markaðssvæði.
1 hverju felast þessar 26 til 30 millj-
ónir sem gert er ráð fyrir að kostnað-
urinn verði við stofnun sendiráðsins,
sem erfyrir utan dvalarkostnað sendi-
herratis á Hilton?
„Kínverjar hafa vanið sér vestræna
háttu hvað varðar verðlag á hús-
næði. Mér sýnist leigugjald per fer-
metra hlaupa á 24 til 27 dollurum á
mánuði. Nú, við þurfum að dytta að
nýju íbúðarhúsnæði, en mér skilst
síðan að þeir leggi til eitthvað af hús-
gögnunum. Allt annað þurfum við
að kaupa, öll skrifstofuhúsgögn, all-
an skrifstofubúnað, tölvuvæðingu,
bréfsíma, venjulegan síma og svo
framvegis. Það segir sig sjálft, og það
þarf ekki að tíunda það, að þetta er
eins og hvert annað fýrirtæki sem er
að fara af stað. Flutningskostnaður
til Kína er svo óheyrilega hár, að
jafnvel þótt þetta sé dýrt er ekkert
sem réttlætir flutningskostnað ffá Is-
landi. Ég held að mér hafi verið sagt
að það að flytja meðalstóran gám til
Bejing gæti farið upp í 700 þúsund
krónur. Yfírleitt reyna utanríkis-
ráðuneyti að búa eins vel að sínu
fólki á svona fjarlægum póstum og
kostur er.“
Veruieg hækkun
annað árið
Margrét Frímannsdótt
ir er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins og á sæti í
fjárlaganefnd Alþingis
sem fjallaði um málefni
sendiráðsins í Kína í vik-
unni. Hún segir þetta
um fyrirhugaða dvöl
sendiherra íslands í
Kína á Hilton: „Okk-
ur finnst þetta ekkert
annað en flottræfilsháttur.
Það eru mörg svona mál
finna í utanríkisþjónustunni.
Hún segir málefni sendiráðsins
í Kína fýrst hafa komið inn á
borð fjárlaganefhdar í vikunni og
því hafi enn engin umræða skapast
um málið. Á fúndinum hafi verið
farið yfir málið af hálfu utanríkis-
ráðuneytisins. Samkvæmt frek-
ari upplýsingum frá fjárlaga-
nefnd Alþingis mun heildar
fjárveiting til sendiráða og
fastanefnda hækka um 30
prósent á nýju ári. Þar
ræður mestu nýtt
sendiráð í Bejing og
lóðakaup utanríkis-
þjónustunnar í Berlín.
Gert er ráð fýrir að 30
milljónir fari í rekstur-
inn fýrsta árið í Bejing,
reiknað er með verulegri
hækkun annað árið.
Sendiráðið í Kína verður
níunda sendiráð íslands
erlendri grund, en auk þess
eru íslenskir sendiherrar hjá
fastanefndum og alþjóða-
stofnunum víða um heim
Ekki náðist í utanríkis-
ráðherra, þrátt fýrir ít-
rekaðar tilraunir.
Guðrún Kristjánsdóttir
Hjálmar W. Hannesson, verðandi sendiherra i
Kína, fær þjónustu 24 tíma á sólarhring á Hil-
ton-hótelinu í Bejing í allt að tvo mánuði.
Ingólfur Guðbrandsson ferðamálafrömuður
Sanrrfærður um að hægt sé
að lækka ferðaútgjöld ríkisins
Úrval/Útsýn sér um að panta
ferðir og hótel fýrir utanríkisráðu-
neytið. Þar sem starfsmaður ferða-
skrifstofunnar, Anna Sigríður Ell-
erup, sem sér um ferðamál ráðu-
neytisins, reyndist ófús að tjá sig
nokkuð um hvort hugsanlegt væri
að lækka fýrirhugaðan hótelkostnað
sendiherrans leituðum við á náðir
Ingólfs Guðbrandssonar hjá
Heimsklúbbi Ingólfs og ferðaskrif-
stofunni Príma, en hann hefur bæði
langa og víðtæka reynsiu af ferða-
málum. Auk þess hefur Ingólfúr tjáð
sig opinberlega um ferðamál ráða-
manna þjóðarinnar í grein er hann
birti í Morgunblaðinu er umræðan
um umhverfisráðstefnuna í Ríó í tíð
Eiðs Guðnasonar stóð sem hæst.
Ingólfur vitnaði í frétt DV þar sem
fram kom að á ráðstefnuna færu um
40 íslendingar á vegum hins opin-
bera, eins og frægt er orðið, og kost-
aði ferð hvers og eins með hóteli um
það bil hálfa milljón, að vísu fóru
svo mun færri en ætlað var í upp-
hafi.
I grein sinni sem var undir fýrir-
sögninni „Eru ferðalög ráðherranna
of dýr?“ benti Ingólfúr á að þegar
hann hefði skömmu áður haft ferða-
hóp í vikudvöl á sama hóteli og ráð-
stefnuhópurinn dvaldist á Ríó, hafi
hótelkostnaðurinn verið mun lægri.
Að hans sögn er Hilton-hótelið í
Bejing fýrsta flokks, auk hefðbund-
inna eins og tveggja manna her-
bergja séu hæðir, svokallaðar superi-
or-hæðir, eða yfirmannahæðir sem
búnar séu miklum þægindum, her-
bergin þar séu að sama skapi nokk-
uð dýrari. „Slík hótel bjóða meðal
annars upp á einkafaxtæki, en það er
orðið mjög algengt á hótelum í
Austurlöndum. Á yfirmannahæð-
unum eru öll nútímaþægindi, tvö-
falt bað, það er sturta og baðker,
baðsloppar og dagssloppar, hár-
þurrkur, sértengi fýrir rafmagnsrak-
vél, öryggisgeymsla, hitunaraðstaða
Ingólfur Guðbrandsson „Ég
myndi fara fram á afslátt á grund-
velli þess að maðurinn dvelur um
lengri tíma á hótelinu."
fyrir te og kaffi, skrifstofuaðstaða,
rafmagnslæsing og svo framvegis. Á
Hilton er þjónusta allan sólarhring-
inn. Fyrir hana þarf þó að greiða sér-
staklega.“
Er hugsanlegt aðfá verðið eitthvað
niður?
„Ja, segjum svo að ég ætti hiut í
því að undirbúa þessa ferð - en ríkið
hefur ekki skipt við mig þó ég hafi
bent þeim á að ég gæti sparað fyrir
þá - þá myndi ég fara ffam á afslátt á
grundvelli þess að maðurinn dvelur
um lengri tíma á hótelinu. Á Hilton
eru 24 svítur sem ekki eru allar að
jafnaði í notkun. I ljósi þess myndi
ég reyna að fá svítu á verði superior-
herbergis, en á því munar 150 doll-
urum á dag. I janúar og febrúar er
kalt í Bejing og því fáir ferðamenn.
Það gæti verið að ríkisstjórnin gerði
eitthvað vitlausara en að leita til
manns sem kann eitthvað í ferða-
málum. Mér skilst á fréttum að út-
gjöld ríkisins vegna ferðalaga hafi
verið tveir milljarðar á síðasta ári. Ég
er alveg sannfærður um að þessi út-
gjöld er hægt að lækka töluvert.11 -
GK