Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 12

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Að væla út s I MORGUNPÓSTINUM í dag er birt yfirlit yfir pá listamenn sem fengu hæstu styrki úr ríkissjóði á árunum 1992 og 1993.1 þessu yfir- liti kemur fram að margt af því fólki sem fékk full starfslaun alla mánuði beggja áranna fékk auk þess viðbótarstyrki frá skrifstofu menntamálaráðherra. Þetta fólk var því ekki einvörðungu á fullum launum frá ríkinu til að geta sinnt list sinni, heldur fékk það margt styrki þessu til viðbótar. Þegar styrkjakerfi listamanna er skoðað er margt sem vekur at- hygli. Hjá úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda virðist til dæmis gengið út frá þeirri meginreglu að styrkja sömu rithöfundana ár eftir ár. Þannig hefur skapast nokkurs konar fyrsta og önnur deild rithöfunda. Þeir sem eru í fyrstu deildinni geta gengið út frá því að fá full starfslaun alla mánuði ársins ár eftir ár. Þeir sem eru í annarri deild fá síðan full starfslaun sex mánuði á hverju ári. Utan og neð- an við þessar tvær deildir eru síðan utandeildar-rithöfundar sem fá aldrei neitt eða þá í mesta lagi svokallaðan ferðastyrk annað slagið. Og það vekur óneitanlega athygli að í fyrstu deild rithöfunda eru allir okkar þekktustu metsöluhöfundar. Fólk sem getur næstum gengið út frá því sem vísu að selja bækur sínar í þrjú til fimm þús- und eintökum. Miðað við 3.000 króna útsöluverð á þessum bókum er hægt að gera ráð fyrir að rithöfundarnir fái 1,5 til 2,4 milljónir í ritlaun. Ritlaunin ein gefa því þessu fólki um 60 til 100 þúsund krónur á mánuði miðað við að það sendi frá sér bók annað hvert ár. Ofan á þetta er síðan bætt rúmlega 91 þúsundi frá starfslaunum rithöfunda. Höfundunum er því í raun tryggðar tekjur sem jafn- gilda þingfararkaupi. Þeir sem fylgjast eitthvað með vita síðan að flestir fyrstu deildar höfundanna hafa ótal aðrar tekjuleiðir. Þeir skrifa í blöð og tala í útvarp, þeir fá eitthvað fyrir þýðingu verka sinna á önnur tungu- mál, þeir taka sjálfir að sér þýðingar, þeir fá greitt fyrir upplestur í skólum og menningarmiðstöðvum og svo mætti lengi telja. í sjálfu sér er engin ástæða til að öfunda þetta fólk af tekjum sín- um. Það er hins vegar full ástæða til að draga í efa nauðsyn þess að styrkja þetta fólk úr ríkissjóði ofan á ágætar miðlungstekjur sem það hefur af listsköpun sinni. Almennur skilningur á styrkjum til menningar og lista er sá að þeir eigi að tryggja að gerð verði verk sem annars yrðu aldrei til. Það er því í hæsta máta sérkennilegt þeg- ar styrkjunum er beint til þeirra sem sannarlega hafa það góðar tekjur af list sinni að engin hætta er á að þeir hætti að stunda hana og snúi sér að einhverju öðru. Listi menntamálaráðuneytisins yfir aukastyrki til listamanna sýn- ir síðan að styrkjakerfið er í raun vandamál. Þar má rekast aftur á nöfn þessa sama fólks. Það virðist telja að þjóðfélagið hafi ekki goldið því skuld sína þrátt fyrir að það hafi veitt þeim full mánaðar- laun allan ársins hring heldur sækir það í fleiri styrki. Og það er sorglegt að sjá hversu sumar þessara upphæða eru lágar. Sumir styrkjanna eru því ef til vill ekki vandamál út frá hagsmunum ríkis- sjóðs heldur miklu frekar vandamál listamanna sjálfra. Það getur engum ósvöngum manni verið hollt að væla 25 þúsund króna aukastyrk út úr einhverjum ráðherra sem sjálfsagt telur sig vera að kaupa sér atkvæði eða velvild. Þetta eru styrkir sem hvergi eru auglýstir og aldrei úthlutað af neinni sanngirni. Ef listamenn kæra sig um hag menningarinnar hljóta samtök þeirra að gera kröfu um að þeim fjármunum sem hingað til hefur verið veitt með þessum hætti verði í framtíðinni ráðstafað þannig að hún gagnist fremur listinni en listamönnunum sjálfum. Gunnar Smári Egiisson Pösturmn Miöill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11 Beinir símar eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Simbréf afgreiöslu 22311 Hvað eru leikaramir að gera uppi á borðum? „Verið er að fylgja þeirri reglu að þegar leikhússtjóraskipti verða sé borðið hreinsað. “ Sigurður Hróarsson leikhússtjóri Vantar nýttfólk istétt glæpa- tnanna? „Við erum alltafað sjá sömu andlit- in íþessum innbrotum ogerum orðnir mjög svekktiryfir ástandinu. “ Jón Geir Þórisson aðalvarðstjóri Það er vonandi að þeir séu torlæsir eins og aðrir í kon- ungsfjölskyldunni „ímyndið ykkur hvernigþeim líður við að lesa aðforeldrar þeirra hafi ekki elskað hvort annað." Barbara „bleika“ Cartland skáldkona Hvenær blæðir því út? „Frelsið hafði eignazt etm einnfar- veginn um œðar Ríkisútvarpsins." Heimir Steinsson fjölmiðlamógúll Vextir, Tyrkir og Grayson Við íslendingar erum einstaklega lagnir við að horfa til útlanda og bera okkur saman við ýmislegt sem þar gerist þegar okkur hentar. Stundum er slíkur samanburður gerður í krafti þess að almenningur viti hreinlega ekki hvernig viðkom- andi málum er háttað erlendis. Far- ið er frjálslega með staðreyndir eða látið hjá líða að geta atriða sem máli skipta. Stundum erum við allra þjóða heilögust, býsnumst og látum ófriðlega yfir fráleitri hátt- semi útlendinga. I Morgunblaðinu á sunnudag er greinargott yfirlit yfir þær umræð- ur sem farið hafa fram að undan- förnu um hækkun á skammtíma- vöxtum. Bankastjórar Seðlabanka og stjórnendur fjármálafýrirtækja hafa lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að hækka skamm- tímavexti. Bankastjóri rökstuddi mál sitt með því að benda á að vextir í Bandaríkjunum hefðu hækkað úr 3.1 prósenti í 5.1 prósent. í samræmi við það taldi hann óhjá- kvæmilegt að hækkun yrði líka á ís- landi á næstu vikum, enda gangi ekki til lengdar að verulegur munur sé á vöxtum hér og í löndunum í kringum okkur, eins og það var orðað. Hér voru auðvitað á ferð- inni sannfærandi rök frá æðstu stjórnendum bankanna; rök sem venjulegir borgarar hafa yfirleitt enga aðstöðu til að andmæla. Til þess skortir upplýsingar og þekk- ingu á erlendum fjármálamörkuð- um. Þess vegna hefðu flestir látið þetta gott heita: Ætli við verðum ekki að vera í takt við umheiminn? Nú bar hins vegar svo við að til andsvara varð Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags íslands. Eimskip hefur þurft að afla sér vitneskju og þekkingar á erlendum fjármála- mörkuðum, meðal annars vegna þess að stór hluti starfseminnar fer fram erlendis auk þess sem fjár- magna þarf skipakaup með hag- kvæmustum hætti. Þórður Magn- ússon hefur hrakið með rökum þá fullyrðingu forsvarsmanna fjár- málastofnana að vaxtahækkun sé nauðsynleg með tilliti til saman- burðar við vaxtastig í öðrum lönd- um. Þórður hefur sýnt fram á það Þungavigtin ÓSKAR Magnússon FORSTJÓRI HAGKAUPA með tölum að þegar allt er talið, rétt verðbólgustig, þóknanir og fleira, þá sé réttur samanburður sá, að raunvextir í Bandaríkjunum séu 2 prósent en á íslandi 4.5 prósent. Á þetta er drepið hér í dæmaskyni en væntanlega eru mörg önnur dæmi þess að okkur sé talin trú um nauð- syn breytinga á íslandi til samræm- is við önnur lönd og það látið gott heita. Hér fóru menn flatt á þeim samanburði. Grayson og Sophia Þjóðin hefur af aðdáun fylgst með baráttu Sophiu Hansen fyrir því að fá dætur sínar heim til Is- lands. Þessi barátta er eflaust ein- stök fyrir þá sök hversu langan tíma hún hefur tekið, hversu mikla fjár- muni hún hefur kostað, og ekki síst fyrir ótrúlega þrautseigju móður- innar. Hún hefúr verið dyggilega studd af íslenskum stjórnvöldum og almenningi. Kostnaðurinn nem- ur mörgum tugum milljóna, ef til vill nálægt 50 milljónum. Þjóðin er full hneykslunar á barbarisma Tyrkjanna og réttarkerfinu þar. Tyrkneska kerfið er okkur ókunn- ugt og framandi, svo mjög að það verður á köflum óskiljanlegt. Og fólk spyr: Hvernig getur maðurinn komist upp með að brjóta um- gengnisrétt 40 sinnum? Hvernig réttarfar er það sem lætur slíkt við- gangast? Svo vill til að við eigum annað mál sem er ágætlega samanburðar- hæft við mál Sophiu Hansen. Dótt- ir James Brians Grayson var numin á brott frá Bandaríkjunum á laun og flutt til Islands, þrátt fyrir að Grayson hefði fengið dóm um for- ræði yfir henni í Bandaríkjunum. Framhaldið þekkja flestir. Þegar hann hafði ekki einu sinni fengið að tala við dóttur sína í síma í næst- „Hún hefur verið dyggilega studd afíslenskum stjómvöldum og almenningi. Kostnaðurinn nemur mörgum tugum milljóna, eftil vill ná- lœgt50 milljónum. Þjóðin erfull hneykslunar á barbarisma Tyrkjanna ogréttarkerfinuþar.<( um því heilt ár, ekki fengið að senda henni bréf eða gjafir, sendi- ráð hans reyndist ekki þess megn- ugt að veita viðhlítandi aðstoð og forsætisráðherra gat ekkert aðhafst, greip Grayson til örþrifaráða. Hann gerði tilraun til að fara að dæmi móðurinnar í trássi við lög og rétt. Ég ætla ekki að fjölyrða um gang þess máls né réttlæta þær gjörðir sem Hæstiréttur hefur fundið ólög- mætar. Hætt er þó við að Grayson hafi oft blöskrað íslenska réttar- kerfið á meðan á málarekstrinum stóð. Síðan tók við forsjármál sem tók sinn tíma. Niðurstaða þess var sú að ekki væri rétt að raska högum barnsins sem þá var búið að vera hjá móður sinni langan tíma. En hver er svo staðan í dag? Grayson hafði eytt háum fjárhæð- um í allan sinn málarekstur. Á tímabili má segja að hann hafi rekið þrjú mál í einu: Refsimálið, forsjár- málið og svo sérstakt mál um urn- gengnisrétt til bráðabirgða. Allt kostaði þetta peninga sem öldruð móðir hans útvegaði með því að veðsetja hús sitt. Að því kom að sjóður hennar þraut og forsjármál- inu varð ekki áfrýjað til Hæstarétt- ar. Þegar Grayson dvaldist hérlend- is frá janúar til maí 1993 fékk hann að hitta dóttur sína tvisvar í tvo klukkutíma í senn. Þegar hann kom hingað í febrúar 1994 vegna forsjár- málsins var samkomulag um að hann fengi að hitta dóttur sína 18. febrúar, daginn eftir málflutning- inn. Þann dag fór móðirin úr bæn- um með barnið. Grayson hafði óskað eftir því að fá að hafa símasamband við dóttur sína. Yfirvöld komust að þeirri nið- urstöðu að réttur hans til um- gengni fæli ekki í sér rétt til að hringja í dótturina. Símtöl eru ekki umgengni. Skiptir þá engu máli hvort maður býr í fjarlægu landi. James Brian Grayson hefur því fengið leyfi til að hitta dóttur sína í samtals fjóra klukkutíma frá því í maí 1993 og hann fær ekki að hringja í hana. Við græðum víst lítið á saman- burði við útlönd í þessu máli. ■ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.