Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 14

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 14
14 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Bolli prestsmaddiimunnar: Það er svo ótrúlega himneskt. Bolli listamannsins: Það gefur svo mikinn innblástur. Fantur hörkutólsins: Það er svo ljúft og milt. v., - ■'J' ' v» " "t' 1 ...... Bolli tannlæknisins: Það hefur svo ríka fyllingu. Bolli bölsýnismannsins: Ég hef ekki séð það svartara og betra. GEVALIA - það er kaffið! allar helgarfram til nóvemberloka FORRÉTTIR sjávarréttapaté • villibráðarseyði hreindýrapaté • villigœsakœfa reyksoðinn lundi • grafinn lax eða silungur reykt og sesamgrafin gœsabringa • ogfleira AÐALRÉWR hreindyrasteikur steiktar í salnum • ijiípur pönnusteiktar gœsabringur • villikryddað fallalamb villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur súla • hreindýrabollur í títubeijasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira EFTIRRÉTTIR bláberjaostaterta • ostabakki heit eplabaka með rjóma • ogfleira ... Ííí. ,■ ' Borðhald hefst meðfordrykk kl. 20.00 Landsfrœgir tónlistarmenn munu skemmta matargestum Dagskrá: Föstudag 21. okt. Magnús & Jóhann Laugardag 22. okt. HelgaMöller Sunnudag 23■ okt. Pálmi Sigurhjartarson & SigurðurJónsson leika jass Föstudag 4. nóv. Pálmi Gunnarsson & Magnús Eiríksson Laugardag 5. nóv. Pálmi Gunnarsson & Magnús Eiríksson Sunnudag 6. nóv. Pálmi Sigurbjartarson & Sieurður lónsson leika iass Föstudag 28. okt. Magnús & Jóhann Laugardag 29. okt. HelgaMöller Sunnudag 30. okt. Pálmi Sigurhjartarson & Sigurður Jónsson leika jass Föstudag 11. nóv. Eyjólfur Kristjánsson Laugardag 12. nóv. Eyjólfur Krístjánsson Sunnudag 13- nóv. Pálmi Sigurhjartarson & SigurðurJónsson leika jass Bréf til blaðsins Refsivendir og niðurlœging Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar í einum grunnskóla borgarinnar, Hagaskóla, hefur í langan tíma verið notast við punktakerfi til að mæla hinar ýmsu syndir nemenda. Nemendur hljóta punkta, til dæmis fyrir að mæta of seint í tíma eða mæta alls ekki. Nem- andi sem fengið hefur tutt- ugu punkta er í refsingar- skyni settur í svokallað tog. 1 íjóra daga er honum gert að fylgja umsjónarkennara sínum og sitja þá tíma sem umsjónarkennarinn kenn- ir. Hafi nemandinn um- sjónarkennara sem ein- göngu kennir íslensku missir nemandinn af öllum tímum nema þeim sem tengjast íslenskukennslu. Skólayfirvöld hafa meinað honum að sækja lög- bundna tíma og hann fær enga uppbót á glataðan tíma. Nemandi sem á í náms- erfiðleikum og lendir í áð- urnefndu togi er í þeirri hættu að lenda í enn alvar- legri námserfiðleikum en áður. Auk þess er hann tek- inn frá þeim hóp sem hann venjulega fylgir og hafður til sýnis í öðrum bekkjar- deildum. Hann hefur brot- ið reglur skólans og hann skai niðurlægður. Það ætti að vera hverjum skynsömum manni ljóst að þeir nemendur sem helst verða fyrir barðinu á þessu kerfi eru þeir sem standa ekki fullkomlega jafnfætis féiögum sínum. Erfíðleikar þessara nemenda geta verið af ýmsum toga: bágbornar heimilisaðstæður, andlegir erfiðleikar, félagsleg ein- angrun eða líkamlegur van- þroski. Fleiri ástæður mætti örugglega nefna. Að baki hverju agabroti er ástæða sem liggur ekki ætíð í augum uppi. Ef við viljum trúa því að börn og unglingar séu óagaður og illa meinandi lýður þá tök- um við á þeim samkvæmt því. Þá er vænlegast að nið- urlægja einstaklinga innan hópsins, hafa þá til sýnis öðrum unglingum til við- „Niðurlæging er eitt grimmasta form refsingar. Sá sem er niður- lægður tapar reisn sinni og sjálfs- virðingu. Niðurlæging er öllum mönnum erfið en fullorðnar manneskjur eru hæfari til að vinna sig frá slíkum áföllum en ómótaðir unglingar," segir Kolbrún Bergþórsdóttir í bréfi sínu. vörunar. Þannig gerum við þeim ljóst hvar valdið liggur. Ef við hins vegar viðurkennum þá staðreynd að unglingsárin séu mörgum unglingum erfið (og nýjar íslenskar kannanir staðfesta að svo sé) hljótum við að bregðast við á mannúðlegri hátt og leita viðun- andi og varanlegra lausna á vanda nemandans án þess að hæða hann og niðurlægja. Niðurlæging er eitt grimmasta form refsingar. Sá sem er niður- lægður tapar reisn sinni og sjálfs- virðingu. Niðurlæging er öllum mönnum erfið en fullorðnar manneskjur eru hæfari til að vinna sig frá slíkum áföllum en ómótaðir unglingar. Ég furða mig á því að í íslensku skólakerfi og undir lok 20. aldar skuli vera í gildi svipaðar aðferðir og við lesum um í 19. aldar skáld- sögum þjóðfélagsgagnrýnandans Charles Dickens. Eg veit ekki til þess að Kennaraháskóli Islands hafi menntað nemendur sína í því skyni að láta þá sinna slíkum óþverra- störfum. Ég mælist til þess að Hagaskóli láti af því að nota þann niðurlægjandi refsivönd sem nefn- ist tog. Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi og kennari Leiðrétting I Morgunpóstinum fyrir viku var sagt frá því að við- tal sem Kristinn R. Ólafs- son fréttaritari Útvarps hefði tekið við Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra á Spáni hefði ekki birst. Það er ekki rétt. Viðtalið birtist hins vegar ekki fýrr en nokkrum dögum eftir að það var tekið. Er beðist vel- virðingar á þessu. Ritsj. Blaðþera vaniar í Garðabæ og Mosfellsbæ Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Morgunpóstsins í síma 22211 Pósturihn

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.