Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 15

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 15
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 15 Birgir Rúnarsson segir að tuttugu nýbúar hafi ráðist á sig og unnustu sína um síðustu helgi og gengið í skrokk á þeim. Frásögn hans er á skjön við orð lögreglumanns sem var á vettvangi, og sjónarvotta. Gapandi yfir því að þetta sé orðið stórmál segir lögnegluþjónn sem vará vettvangi „Ég er fyrst og fremst eftir mig andlega og reiður út af þessu,“ seg- ir Birgir Rúnarsson sem að eigin sögn varð fyrir því að hópur inn- flytjenda frá Austurlöndum réðst á hann aðfaranótt síðasta sunnudags þar sem hann var á göngu ásamt unnustu sinni í Austurstræti. Tvennum sögum fer hins vegar af upphafi slagsmálanna og lögreglu- þjónn sem var á vettvangi segir að málavextir eins og þeir hafa áður komið fram í fjölmiðlum séu stór- kostlega ýktir. Argaði á óskiljan- legu tungumali Samkvæmt frásögn Birgis hafði hann ekkert til sakar unnið þegar maður, sem hann heldur að sé af tælensku bergi brotinn, tók að abbast upp á hann. „Hann var að snapa sér slagsmál eins og stundum gerist. Fyrst gerði ég ekki neitt en þegar hann byrjaði að kýla mig reyndi ég að verja mig, en ég vildi ekki standa í neinu ve- seni. Síðan kom félagi hans og arg- aði eitthvað á óskiljanlegu tungu- máli. Hinn Tælendingurinn svar- aði og þá tók félaginn á rás beint inn á Gullið en þetta gerðist þar beint fyrir utan. Og áður en ég vissi af kom halarunan af þessum Asíu- búum hlaupandi út og rignir yfir mig og ég laminn og sparkað í mig. Ég reyndi að komast á fætur til að hjálpa kærustunni minni, sem þeir réðust líka á, en það gekk ekki. Loksins þegar ég var að komast á fætur, kom einn þeirra og sparkaði framan í mig með þeim afleiðing- um að ég nefbrotnaði. Þegar ég stóð loksins upp sá ég bara hóp af Tælendingum sem öskruðu eitt- hvað sem ég skildi ekki. Þetta fólk ber ekki meiri virðingu fyrir land- inu en það að það vill ekki læra tungumálið.“ Birgir segir að bæði hann og kærastan hans beri skýr merki eftir átökin. „Kærastan mín er tognuð bæði á baki og á hálsi, með gat á höfðinu og öll blá og marin á líkamanum. Sjálfur er ég með glóðarauga báð- um megin og brákaður á tveimur liðum á annarri hendinni.“ Birgir segir enn fremur að bróð- ir kærustu hans hafi verið staddur skammt frá og að hann hafi ásamt nokkrum kunningjum þeirra kom- ið þeim til aðstoðar. Samkvæmt Birgi voru Asíubúarnir tuttugu talsins gegn honum, kærustu hans og sjö kunningjum þeirra. Einnig kemur fram í máli Birgis að vinur hans hafi séð að Tælendingarnir væru þungvopnaðir. „Vinur sem ætlaði að koma okk- ur til hjálpar sagði við mig að hann hefði séð hnúajárn, einn með hníf og svo var hann að tala um ein- hverja rörbúta. Ég get ekki staðfest þetta sjálfur þar sem ég sá þetta ekki og ég hef ekki ennþá náð í þennan mann til að fá staðfest- ingu.“ Það sem hér er á undan rakið er frásögn Birgis. Karl Hjartarson lögregluþjónn sem var á vettvangi hefur hins vegar töluvert aðra sögu Lögreglan kannaðist ekki við málið í ljósi þess að maður fullyrti að tuttugu manna hópur þungvopn- aðra „nýbúa“ hefði gengið í skrokk á sér og kærustu sinni þeg- ar þau voru á næturrölti í mið- bænum, voru svör lögreglunnar við fyrirspurn blaðamanns MORG- UNPÓSTSINS undarleg. Þar þekkti enginn málið. Fyrst var rætt við Gylfa Jóns- son hjá Rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík. Hann hafði ekki heyrt um neina „nýbúaárás". „Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um,“ sagði hann og það vissi ekki heldur neinn félaga hans í deild- inni. Hörður Jóhannesson, rann- sóknarlögreglumaður hjá RLR, hafði ekki frekar enn kollegi hans hjá Rannsóknardeildinni heyrt á málið minnst. „Þú ert að segja mér fréttir, ég veit ekkert um þetta. Ég sé allar skýrslur sem koma hingað inn þannig að ég ætti að þekkja málið ef það væri komið tÚ okk- ar.“ Þá var haft samband við Friðrik Gunnarsson, en hann fer yfir all- ar skýrslur sem gerðar eru hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann hafði ekki frekar en þeir tveir fyrr- nefndu neinar upplýsingar um málið. „Ég veit ekkert annað en stendur í DV. Ég hef ekkert séð um þetta í mínum gögnum, ennþá að minnsta kosti. Eina skýringin sem mér dettur í hug er að það eigi eftir að gera skýrslu um málið." Enn varleitinni haldið áfram og næst var borið niður hjá Jónasi Hallssyni aðstoðaryfirlögreglu- þjóni. Hans svar var skýrt og skorinort. „Ef þetta væri eitthvað stór mál væri skýrsla fyrirliggj- andi,“ sagði hann og bætti við „Við setjum ekki allt í gang þó ein- hverjir kjósi að æsa fjölmiðla upp út af einhverju sem þeir hafa lent í. Þetta hefur eðlilegan gang hjá okkur og viðkomandi aðilar hafa verið kallaðir til þess að gefa frek- ari upplýsingar um þetta atvik.“ Að lokum var talað við Guð- mund Einarsson sem var varð- stjóri þá nótt sem árásin átti að hafa átt sér stað. Hann tók undir orð Jónasar og segir að það sé ekki litið alvarlegum augum á þetta mál innan lögreglunnar. „Fyrst lögreglumaðurinn sem skakkaði leikinn sá ekki ástæðu til þess að skrifa skýrslu um þetta atvik strax að lokinni vaktinni hefúr honum ekki þótt málið mjög alvarlegt. Skýrslan var skrifuð um þetta í dag (gær) og liggur nú fyrir.“ Þegar haft var samband aftur við Gylfa Jónsson hjá Rann- sóknardeildinni síðdegis í gær hafði hið meinta fórnarlamb tutt- ugu nýbúa, Birgir Rúnarsson, komið á lögreglustöðina. Lög- regluskýrsla var ekki fyrirliggjandi um árásina en venjan er að form- leg ákæra sé ekki lögð fram fyrr en eftir að slík skýrsla hefur verið gerð. Umrædd skýrsla er núna til- búin og í dag mun Birgir hyggjast leggja fram formlega ákæru. 1 framhaldi af því mun lögreglan rannsaka málsatvik. Aðstoðarmenn ráðherranna eru flestir önnum kafnir við nefndarstörf. Sex þeirra hafa sam- tals setið í fimmtíu nefndum á kjörtímabilinu og þegið fyrir það umtalsverðar fjárhæðir að segja sem og Haraldur Jóns- son, veitingamaður á Gullinu. Einn drengur með hníf, og hann var rammislenskur Karl kom ásamt félögum sínum í Austurstræti um það leyti sem átökin áttu að hafa átt sér stað. Fréttaflutningur af málinu hefur til þessa komið honum vægast sagt spánskt fyrir sjónir. „Ég bara gapti þegar ég sá að þetta var orðið stórmál. I DV er talað um vopnaburð og mönnum hafi verið ógnað með hnífum, hnúajárnum og öðrum tólum. Það var ekki minnst einu orði á þetta vjð okkur um nóttina. Upphaflega kemur til okkar vegfarandi sem segir okkur að þarna sé krúnurak- aður piltur í hermannajakka sem hafi verið með hníf. Við tókum hann inn í bíl og það kom í ljós að hann var með svona lítinn, rauðan hníf, svokallaðan Sviss Army knife, í vasanum en hvort hann hafi verið eitthvað að sveifla honum er ekki nokkur leið að henda reiður á. En þessi drengur var rammíslenskur og við höldum að hann hafi ekkert blandast í þessar stympingar. Ætli þetta hafi ekki allt í allt verið 15 til 20 manns, innfæddir og nýbúar, sem voru að stympast þarna. Við tókum tvo Tælendinga inn í bíl og einn sem var eitthvað að blanda sér í það mál fékk að fljóta með. Síðan var rætt við þetta par sem hafði verið í þessum pústrum og þá kom ekkert fram um neinn vopnaburð. Þessi frétt í DV á ekkert skylt við þetta mál sem átti sér stað aðfara- nótt sunnudagsins.“ I samtali við blaðamann MORG- UNPÓSTSINS og í frétt DV af mál- inu kom fram hjá Birgi að lögregl- an hafi fært kunningja hans ásamt tveimur Tælendingum inn í lög- reglubíl og þar hafi Tælendingarnir þjarmað að vini hans. Þetta kann- ast Karl alls ekki við. „Þessi klásúla að þeir hafi verið að slást inni í bíl er alveg af og frá. Það var lögreglumaður aftur í bíl hjá þeim og ræddi við þá í mesta bróðerni.11 Karl ítrekar að lögreglan hafi lítil afskipti þurft að hafa af nýbúum,' hvort sem það er fólk frá Asíu eða öðrum heimshlutum. „Það er sárasjaldan sem við höf- um þurft að hafa afskipti af nýbú- um í miðbænum. Við höfum ekki nokkurn skapaðan hlut við þetta fólk að athuga,“ segir Karl. Þetta fólk fær sjaldan að vera I friði Það er athyglisvert að Birgir full- yrðir að um það bil tuttugu manns hafi veist að honum og kærustu hans, en lögreglan segir hins vegar að allt í allt hafi hópurinn sem tók þátt í stympingunum verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Eins og kemur fram hér að ofan segir Birgir að sjö kunningjar hans hafi komið hon- um og kærustu hans til hjálpar. Það þýðir að Tælendingarnir hafa ekki getað verið fleiri en ellefu. Haraldur Jónsson, veitingamaður á Gullinu, en þar hafa Tælending- arnir sem koma við sögu í þessu máli verið fastagestir undanfarna mánuði, segir að sú tala passi mjög vel. „Að þau hafi verið tuttugu er fjarri öllu lagi, ég giska á að hópur- inn hafi verið öðru hvoru megin við tuginn." Haraldur leggur mikla áherslu á það að hann hafi elckert yfir Tæ- Gullið í Austurstræti Birgir Rún- arsson 21 árs, segir að fyrir utan þennan stað hafi tuttugu Tælend- ingar ráðist að sér og kærustu hans, án þess að þau hafi gefið nokkuð tilefni til þess. lendingunum að kvarta. „Þetta fólk hefur komið á stað- inn um helgar undanfarna mánuði og ég hef ekki orðið var við nein vandræði af þeirra völdum. Einu óþægindin í kringum þessi grey eru að íslendingarnir láta illa við þau. Við höfum margoft þurft að vísa mönnum á dyr vegna þess að þeir hafa verið að angra þau. Þeim er leyft að flytja til landsins en síðan fá þau engan frið.“ Haraldur varð ásamt dyravörð- um staðarins vitni að átökunum fyrir utan Gullið aðfaranótt sunnu- dags. „Eins og þetta leit út frá okkur, án þess að ég geti fulllyrt neitt, byrjaði þetta í kringum eina tæ- lensku stelpuna. Það er alltaf verið að kallað eitthvað á þessi grey og þarna byrjaði einhver hasar. Við sáum að það var verið að ýta við þessari stelpu og síðan braust þetta út.“ Aðspurður segir Haraldur að hvorki hann né starfsmenn staðar- ins hafi nokkurn tímann orðið var- ir við að Tælendingarnir væru vopnaðir. Birgir Rúnarsson var spurður hvort það gæti verið tilfellið að hann eða einhver kunningja hans hefði byrjað illindin. „Það er ekki rétt, það er einfalt mál. Ég hafði enga ástæðu til þess. Hann gekk á mig og byrjaði þetta og ég var bara að reyna að verja mig. Ég var á leiðinni heim. Ef ég hefði byrjað þetta væri ég ekki í málaferlum eða að flagga þessu á þennan hátt.“ Birgir þvertók fyrir að láta taka mynd af sér eða áverkunum og gaf þá ástæðu að hann óttaðist hefnd- araðgerðir af hendi þeirra sem hann átti í útistöðum við. „Ég vil ekld fá skrúfjárn eða hníf í bakið einhvern tímann þegar ég er að skemmta mér í framtíðinni,“ sagði hann orðrétt. -Jón Kaldal Sex aðstodarmenn í fimnvtíu nefndum MORGUNPÓSTURINN hefur óskað eftir því við aðstoðarmenn allra ráðherra í ríkisstjórninni að þeir gefi upplýsingar um allar þær nefndir, stjórnir og ráð, sem þeir hafa verið skipaðir í á kjörtímabil- inu og yfirlit yfir þóknanir sem þeir hafa þegið fyrir þau störf. Svör borist frá sex Þegar hafa borist svör frá sex þeirra; Eyjólfi Sveinssyni, aðstoð- armanni Davíðs Oddssonar, Ara Edwald, aðstoðarmanni Þor- steins Pálssonar, Birgi Her- mannssyni, aðstoðarmanni Öss- urar Skarphéðinssonar Margr- éti S. Björnsdóttur, aðstoðar- manni Sighvats Björgvinssonar, Sigurgeiri Þorgrímssyni, aðstoð- armanni Halldórs Blöndal og Þórhalli Jósepssyni, aðstoðar- manni sama ráðherra. Enn hafa ekki borist yfirlit frá Steingrími Ara Arasyni, aðstoð- armanni Friðriks Sophussonar og Þresti Ólafssyni, aðstoðar- manni Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Þá hefur ekki náðst í Jón H. Karlsson, aðstoðarmann Guð- mundar Árna Stefánssonar, en hann er í leyfi í útlöndum. í upptalningunni hér á eftir er til hægðarauka ekki gerður greinar- munur á nefndum, stjórnum eða ráðum og notað samheitið nefndir. Frá 2 upp í 22 nefndir Davíð réð Eyjólf til sín á síðasta ári. Hann hefur setið í fimm nefnd- um og hafa tvær þeirra lokið störf- um. Hann hefur fengið greitt fyrir setu í þremur þeirra samtals 145.961 krónu en á eftir að fá uppgert fyrir hinar. Ari Edwald hefur aðstoðað Þor- stein allt kjörtímabilið. Hann hefur setið í jafnmörgum nefndum og Eyjólfur, eða fimm. Fyrir það hefur Ari fengið greiddar 297.695 krónur. Margrét S. Björnsdóttir hefur verið skipuð í sjö nefndir en Sig- hvatur réð hana til sín á síðasta ári. Tvær þeirra hafa lokið störfum og af hinum fimm eru þrjár fasta- nefndir. Margrét hefur fengið greitt Þórhallur Jósepsson, aðstoðar- maður Halldórs Blöndal, er nefndakóngur aðstoðarmanna ráðherranna. Á kjörtímabilinu hefur hann verið skipaður í 22 nefndir, stjórnir og ráð og þegið fyrir það rúmlega 1,3 milljónir króna. fyrir setu sína í fjórum nefndum samtals 247.394 krónur og á því inni nokkra fjárhæð. Sigurgeir situr í fimm nefndum en á kjörtímabilinu hefur hann ver- ið skipaður í níu, fjórar hafa lokið störfum. 666.287 krónur hafa verið greiddar Sigurgeiri fyrir þetta starf en þó á eftir að gera upp við hann setu í einni nefnd á þessu ári og því síðasta. Þórhallur er nefndakóngurinn í þessum hópi. Alls hefur hann verið skipaður í tuttugu og tvær nefndir, stjórnir og ráð á kjörtímabilinu. Sjö þeirra hafa lokið störfum þannig að í dag á hann sæti í fimmtán. Upp úr þessu hefur hann haft 385.353 krón- ur en eftir á að greiða honum þóknun fýrir sex þeirra og fyrir tvær er ekki greidd þóknun. Auk þess hefur Þórhallur fengið 24.308 krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Húsnæðismálastjórnar. Þar bætast við 948.012 krónur. Samtals gerir það 1.333.365 krónur. Birgir hefur enn ekki fengið krónu greidda fyrir setu í þeim tveimur nefhdum sem hann hefúr verið skipðaður í. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.