Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 17
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
17
tónlist. Nú veröur ekkert ballvesen,
bara tónleikahald í samfloti við
Quicksand Jesus og Jet Black Joe,
enda allar þrjár að gefa út plötu um
þessar mundir. Við ætlum víð^jtaar.
um landið, meðal annars að komTvfo
á heimavistum og svo framvegis."
Er bannað að dansa?
„Tónlistin er ekki gerð með dans i
huga. En það má samt alveg dansa við
hana.“ GK
a afmæli Aðalstöðvan'nnar á Hótel
Islandi
^Ánnað kvöld verður fimm ára af-
mælinu fagnað á Hótel íslandi þar
sem nokkrar af helstu skrautfjöðr-
um stöðvanna verða dregnar úr
stúdíóunum ásamt mörgum af
þekktustu skemmtikröftum lands-
ins.
„Þetta verður þrumu samkoma,“
en þá hefst skemmtidagskráin,“ segir
Þormóður.
Aðalstöðin hyggst einnig færa út
kvíarnar á næstunni og bæta við
þriðju stöðinni sem er létt klassísk
stöð, Klassík FM, og fagna eflaust
margir þeirri viðbót í íslenska út-
varpsflóru. LAE
segir Þormóður Jónsson fram-
kvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar,
„en meðal þeirra sem ffam koma
eru Bubbi Morthens, KK, Palli og
millarnir, Sniglabandið og Halli,
Laddi, Siggi Sigurjóns og margir
fleiri.“
Að hans sögn hyggst stöðin bjóða
íooo af hlustendum sínum í afmæl-
isveisluna í dag og morgun en þegar
veislan stendur sem hæst verður
dreginn út einn heppinn gestur og
vinnur hann utanlandsferð.
„Ég vil hvetja fólk til að koma
snemma og þiggja fordrykk sem
heitir Aflvakinn 909 á milli 9 og 10
ormóðúfJöhssonlofar þrumu
stuði í afmælisveislunni en þa
koma fram Bubbi, KK, Páll Óska
og Milljónamæringarnir og fleiri.
Brotin framtönn
Bó Halldórs hefur aldrei verið heitari en
einmitt núna. Það er leitun að þver-
móðskupúkum sem standa gegn
straumnum og halda því fram að Bó sé
ekki bestur. Þeir sem eru með brotna
framtönn eru á toppnum því þeir tilheyra
„wild''-armi Bó-bylgjunnar.
Támjóir skór
Helst þarf táin að vera sem allra allra
lengst. Þeir, sem sáu konsertinn með Len-
ingrad Cowboys í Helsinki þar sem þeir
fóru á kostum ásamt kór Rauða hersins,
vita við hvað er átt.
Barir sem skrifa
Það er gömul og ný saga að um leið og
einhver staður nær þokkalegum hópi fa-
stakúnna þá sigla unglingarnir í kjölfarið
og fylla staðinn þannig að þeir sem ung-
lingamir komu til að sjá komast ekki að.
En besta leiðin til að halda í góða kúnna
er að þeirfái að skrifa drykk og drykk
enda út i hött að menn sem eyða að jafn-
aði 50 kalli á mánuði á einhverjum stað
geti ekki fengið notið þeirrar sjálfsögðu
þjónustu.
Hannes Hólmsteinn
Hannes datt blásaklaus inn í umræðuna.
Hannes er því heitur um þessar mundir og
þurfti hvorki afglapahátt né snilld af hans
hálfu til þess. Nokkuð töff: Að vera eða
vera ekki Hannes — það er engin spurn-
ing. En á móti kemur að það er heldur
neyðarlegt fyrir hann að fylgja með llluga
eins og hver annar handfarangur. Hannes
er þvi hvorki né um þessar mundir og er
við 0°.
Kvennalistinn
Orðinn að hálfgerðu skrípi á hinu pólit-
íska skákborði. Kristín Ástgeirsdóttir, sem
er aðalsprautan i HemmaGunnhædúllía-
deikvintett stjórnmálaflokkanna, spyr
hvað Kvennalistinn eigi sameiginlegt með
Jóhönnu og G-listanum? Nærværi að
spyrja hvað þær eiga ekki sameiginlegt
með þeim. Á stuttum tíma er Kvennalist-
inn öðrum fremur orðinn að tákni fyrir úr-
1 sérgengið flokkakerfið.
Þeir sem ekki fengu styrk hjá Óla G.
Bjánarnir sem kunna ekki á systemið.
Maður getur ekki annað en vorkennt
þeim. En Guð (eða Ólafur) hjálpar þeim
sem hjálpa sér sjálfir og þessu liði er
hreinlega ekki við bjargandi.
2
Ekkert Me He
Innlendir fatahönnuðir færast æ nær náttúruöflunum.
Áslaug Leifsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður frá Ma-
astricht, sýndi í gærkvöld lokaverkefni sitt fýrir fúllu húsi á
Kaffi Reykjavík. Líkt og Filippía Elísdóttir hefur Áslaug
eitthvað alveg nýtt fram að færa; mystíska, íslenska, hráa
tísku sem fer vel á íslenskum valkyrjum. En yfirskrift sýn-
ingarinnar var Ekkert Me He. Fatnaði Áslaugar klæddust
íslensku fyrirsæturnar í senn kynþokkafullar og hættuleg-
ar, allt að því vampýrulegar. Næstum eins og „natural
born killers“. Afurðir sauðkindarinnar eru mikið notaðar í
fatnaði Áslaugar, sem og íslensk net frá Hampiðjunni. Nýr
íslenskur strengjakvartett lék nokkur lög, auk þess sem
dansarar sýndu listir sínar. Kynnir var Steinunn Ólafs-
dóttir leikkona.
Hluti fatnaðar Áslaugar verður sýndur í Þýskalandi og víð-
ar í Evrópu í vetur. Það er því tímabært að spyrja, er ef til
viil loks að skapast íslensk tíska til útflutnings?
Ljósmyndir Björn Blöndal
Jón Sím, júníor, Davíð Þór Hlinason, Sigurður Gíslason, Ingimundur Þorkelsson og Heiðar Kristinsson halda
tónleika víðs vegar um landið í samfloti við Jet Black Joe og Quicksand Jesus.
Jón Símonarson, júníor, eins og
hann er oftast nefndur, hefur tekist það
með félögum sínum í Dos Pilas að fá
því framgengt að Rósenbergkjallaran-
um verði skellt í lás á fimmtudags-
kvöld. Það kemur þó til af góðu því
með þessari lokun er kjallarinn að lýsa
yfir stuðningi sínum með Dos Piias.
Rósenbergkjallarinn er nefnilega að
fara að halda útgáfutónleika Dos Pilas í
Tunglinu, þar sem öll gæði til alls slíks
þykja mun betri en á fyrrnefnda staðn-
um.
Þetta umstang kemur til af því að tíu
laga geislaplata lítur dagsins Ijós frá
Dos Pilas í dag og nefnist hún My own
Wings. En við upptökur á henni eru
drengirnir búnir að sitja sveittir síðan í
vor. Hvað kemur svo út úr þessu öllu
saman?
„Bara allt önnur hlið á hljómsveitinni.
Nú er grafið djúpt í texta og læti. Ég
held þó að þetta verði svolítið tormelt
en smíðin verður betri fyrir vikið. Ef
maður gefur lögunum sjéns fattar
maður hana,“ segir júníorinn.
Eruð þið komnir út úr grunge-popp-
inu?
„Ja, það er alla vega ekkert popp, bar§
rokk.“
Hvert er svo framhaldið?
„Að fara út um allar trissur og spila*