Helgarpósturinn - 20.10.1994, Side 22

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Side 22
MORGUNPOSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 Ítalía Boskovtek- ur við Napolí Italska dagblaðið Le Gazzetta dello Sport greindi frá því í gær að ítalska liðið Napolí væri í viðræð- um við þjálfarann Vujadin Boskov um að taka að sér þjálfun liðsins. Napolí hefur gengið hreint afleit- lega á tímabilinu og er nú í fjórða neðsta sæti deildarinnar. 1:5 stór- skellur gegn Lazio á sunnudag fyllti síðan mæíinn og er nú talið ljóst að Vincenzo Guerini, þjálfari liðsins, þurfi að taka pokann sinn. Hann var hinn rólegasti í gær er fréttirnar voru bornar undir hann og sagði að það hefði verið skemmtilegra ef forráðamenn liðsins tilkynntu hon- um uppsögn í stað fjölmiðla. Boskov er margfrægur þjálfari og skemmst er að minnast sex glæsi- legra ára hans hjá Sampdoria sem fólu í sér Evrópu- og Italíumeist- aratitil meðal annarra viðurkenn- inga. „Ég veit ekkert enn um málið,“ sagði Boskov, sem er orðinn 63 ára, við blaðamenn í gær. „Það eina sem ég veit er að forráðamenn liðsins báðu mig um að koma til Napolí á föstudag og það ætla ég að gera. Það hefur ekki verið skrifað undir neitt.“ B Middlesbro Gamli landsliðsfyrirliðinn og leikmaður Manchester United til fjöldamargra ára, Bryan Robson, er að gera það gott sem fram- kvæmdastjóri Middlesbrough í fyrstu deildinni í Englandi. Hann tók við liðinu af Lennie Lawr- ence, sem var rekinn í sumar. Sem stendur er liðið í fjórða sæti deild- arinnar, þrem stigum á eftir Úlfun- um, sem eru efstir. Bryan Robson, sem verður 38 ára í janúar, er einn reyndasti leikmað- ur í sögu enskrar knattspyrnu. Alls lék hann 345 deildarleiki fyrir Unit- ed og skoraði í þeim 74 mörk. Þá var hann fyrirliði enska landsliðsins til fjöldamargra ára og var á sínum bestu árum talinn besti leikmaður enskrar knattspyrnu. Nú hefur hann hins vegar skipt um klúbb og tekið við af Lawrence sem fram- kvæmdastjóri Middlesbrough, sem hafði gengið afleitlega áður en Rob- son kom til sögunnar. Liðið fékk ýmsa nýja leikmenn svo sem miðjumanninn Clayton Black- more, sem fylgdi Robson frá Unit- ed, Nigel Pearson frá Sheffield Wednesday og Neil Cox frá Aston Villa. Þá er Robson með tvo al- kunna aðstoðarmenn, þá Viv Anderson og John Pickering, sem fá að koma sínu áliti að þegar svo býr undir. Þeir stjórna síðan af hliðarlínu þegar Rob- son bregður sér í stutt- buxur og spilar með liðinu. Middlesbrough féll niður úr úrvalsdeild vorið 1993 en hefur sett stefnuna á stutt stopp í 1. deild og þar af leið- andi sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. -RM Bryan Robson fyrrum fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins hefur byrjað mjög vel sem þjálfari Middiesbro. KA-menn enn að leita eftir þjálfara Vildulá James Bett Enn hefúr ekki verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara hjá 2. deildar liði KA. Rætt hefur verið við nokkra þjálfara en enn hefur ekki verið gengið frá samningum. Ing- ólfur Hauksson hjá Knattspyrnu- deild KA segir að félagið hafi verið á höttunum eftir James Bett sem lék með KR í sumar. „Hann er maður með mikla reynslu og hefði komið vel út,“ sagði Ingólfúr aðspurður um Bett. „Það strandaði hins vegar á erfið- um samningum hans við skoska liðið Hearts sem hann leikur með um þessar mundir." KA-menn stefna hátt fyrir næsta tímabil og eru staðráðnir í að end- urheimta sæti sitt í 1. deild. „Við verðum þó ekki á ferðinni með seðla eins og sum smærri félög eru að gera. Við erum búnir að leggja niður innkaupadeildina og ætlum að vera örlítið skynsamari núna.“ James Bett Hann varð bikar- meistari með KR-ingum í sumar en leikur nú í skosku úrvals- deildinni með Hearts. KA-menn voru í viðræðum við hann um að gerast þjálfari liðsins en þær viðræður eru nú komnar í strand. Ei nn grófasti leikmaður nýliðinn- ar 1. deildar, Eyjamaðurinn Nökkvi Sveinsson, er einnig genginn til liðs við Framara. Nökkvi hefur leikið manna best í Eyjaliðinu og er því mikil blóð- taka fyrirliðið... móti kemur að allt bendir til þess að Anton Björn Markússon leiki aftur með Eyja- mönnum næsta sumar. Anton lék með Eyjamönnum fyrir tveimur árum en hélt síðan aftur heim í Fram þar sem hann er uppalinn. Þar hefur vistin ekki verið góð, hann hefur lítið fengið að leika og mjög alvarlegur ágreiningur hans við þjálfara liðsins hefur ekki bætt úr skák... P etr Mrazek, leikmaður FH, á enn eftir að ákveða hvort hann gengur að tilboði Framara. Mrazek, sem átti glæsilegt tímabil í vörn FH-inga, er orðinn 35 ára gamall en það virðast Mar- TEINN GEIRSSON Og fé- lagar í Fram ekki setjafyrirsig... ? Er handboHJnn að springa? Aston Villa og Manchester City hafa áhuga á Þon/aldi „Nei, hann er ekki að springa. Því er ekki að leyna að handboltinn hefur átt undir högg að sækja og sérstaklega hefur hann verið í baráttu við körfúboltann. Karfan hefur verið í mikilli upp- sveiflu vegna mikillar NBA-umfjöllunar og þeir hafa verið með öflugt starf í gangi. Handboltinn hlýtur hins vegar að koma aftur upp. Handboltalandsliðið íslenska er það eina hér á landi sem á raunhæfa möguleika í bestu þjóðir heims í greininni. Við ætlum að virkja yngri landsliðin betur og með aukinni auglýsingu íþróttarinnar í tengslum við HM ‘95 er ljóst að vinsældirnar muni aftur aukast. Því er ljóst að handboltinn er ekki að springa, hann er þvert á móti að byrja að blómstra." í MORGUNPÓSTINUM á mánudag voru birtar nýjar iðk- endatölur íþróttasambands islands. Þar kemur glöggt fram að „Þjóðaríþrótt Íslendínga", handboltinn, er á mikilli niðurleið hvað vinsældir varðar. Iðkendum fækk- aði um tæp 20 prósent á einu ári og árangur okkar liða í Evrópukeppnum hefur sjaldan verið lakari. Örn H. Magnússon er framkvæmdastjóri Handknattleikssam- bandsins. Örn H. Magnússon framkvæmdastjóri HSÍ. „Handbolt- inn er ekki að springa, hann er þvert á móti að byrja að blómstra.“ Örlygssyni. Þorvaldur Örlygsson er á förum frá 1. deild- arliðinu Stoke City ef marka má fréttir enskra blaða um helgina. Þar segir í fyrirsögn „Hot Toddy“ og fjallar fréttin um áhuga stóru liðanna í úrvalsdeild- inni á íslenska landsliðsmanninum. Þorvaldi mun hafa verið boðinn nýr samningur við félagið en hann ekki ákveðið sig, samkvæmt fréttunum. Þegar MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Þorvald vegna málsins sagði hann að sér hefði ekki verið boðinn nýr samningur, enda gilti núverandi samningur til loka keppn- istímabilsins. „Ég veit að nokkur félög hafa verið að spyrj- ast fyrir um mig en ennþá hefur engin ákvörðun verið tekin.“ Samkvæmt heimildum blaðsins hafa ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Manchester City sýnt áhuga sem og 1. deildarliðin Wol- ves og Derby. „Þetta verður bara að koma í Ijós segir Þorvaldur. „Ég á frekar von á að ég verði seldur fyrr en seinna, því forráðamenn liðsins vita sem er að undir lok tímabilsins lækka ég verði þar sem samningurinn verð ur þá útrunninn." -Bih Þorvaldur Örlygsson er enn í umræðunni í Englandi og nú segir enska pressan að hann sé á förum.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.