Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 26

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 26
26 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 Endalausar grillveislur hjá nágrannanum Yfirlitssýningu Magnúsar Pálssonar á Kjarvalsstöðum. Einum af eftirminnilegustu listvið- burðum ársins iýkur á sunnudag. Lind Völundardóttur í Gallerí Sævars Karls. „Fallegasti óður til kaffibollans innan íslenskrar mynd- listar fram að þessu. “ Nágranni minn er haldinn einhverri sér- kennilegri ónáttúru. I allt sumar hefur hann grillað þrisvar og upp í sex sinnum í viku og nú er kominn miður október og enn er maðurinn að grilla úti í garði. Ég veit ekki hvernig fjölskylda mannsins fer að því að halda á hnífi og gaffli í kvöld- kuldanum. Grey fólkið hlýtur að vera krókloppið á fingrunum. En í sjálfu sér kemur mér það ekki við. Það sem abb- ast upp á mig er að maðurinn virðist vera að grilla einhverjar gamlar birgðir af hrossakjöti sem hann hefur komist yfir og lyktin af þessu er nánast óbærileg. Hún leggst yfir garðinn minn, smýgur inn um alla opna glugga og festist í áklæðum og gardínum. Ég er farinn að passa mig og hef yfirleitt alla glugga lokaða frá sex á daginn og til tlu á kvöldin því maður veit aldrei nema maðurinn taki upp á því að grilla ein- hvern tímann á þessum tíma. Um dag- inn gleymdí ég bílskúrnum mínum opn- um, sem liggur upp að uppáhalds grill- staðnum hans, lyktin slapp þar inn og mér fannst marga daga á eftir að ég gæti fundið lyktina inni í bílnum. Hvernig get ég vanið manninn af þess- um hrossabrennum sínum? Þú verður að hjálpa mér! 48 ára tæknifræðingur í Vesturbænum. Það er heppilegt að þú skyldir minn- ast á bilskúrinn þinn því þar liggur lausnin. Fáðu leigða háþrýstisprautu á næstu tækjaleigu og taktu til við að hreinsa málninguna af bilskúrnum með henni. Vatnið ætti að þyrlast yfir í garðinn hjá nágrannanum og yfir uppáhalds grillstaðinn hans. Til að byrja með skalt þú fylgjast með hús- inu hans og skjótast út að sprauta á skúrinn um leið og þú sérð einhver merki um að hann ætli sér að grilla. Þegar frá líður ætti að vera nóg að skilja háþrýstisprautuna eftir til áminningar um að þú værir vís með að taka til við skúrinn um leið og snertir gríilið. Gangi þér vel. Frú Fjóla. Skrifið frú Fjólu: Utanáskriftin er: Frú Fjóla Vesturgötu 2, 101 Reykjavík Hreini Friðfinnssyni, Gerði Leifsdóttur, Ingileif Thorlac íus, Nielsi Hafstein og Har- aldi Níelssyni öllum í Nýlista- safninu. Jenny Hozer á Mokka kaffi. Opnanir Ragnhildur Stefánsdóttir opn- ar sýningu á skútptúrum íLista- safni Kópavogs, Gerðasafni á laugardag. Myndasögur og maurakallar eryf- irskriftin á fyrstu einkasýningu Bjama Hinrikssonar sem opnar í Gallerí Greip á laugardag. Til sýn- is verður myndasagan „ Vafamál" og nokkraryngri og eldri maura- kallateikningar. Birgir Snæbjörn Birgisson opnar sýningu ÍListhúsinu Þingi, Akureyri á laugardag. Þar sýnir hann málverk auk bókaverka. Aðrar sýningar Ruth Malinowski með veggteppi í kjallara Norræna hússins. I anddyrinu er sýning á dönskum teiknimyndapersónum. Magdalena Margrét Kjartansdóttir i Gallerí Umbrú. Gunnar Öm i Gallerí Borg. Anna Jóhannsdóttir iýkur á sunnudag í Galleri Sólon Islandus. Spessi sýnir Ijósmyndir í Borgarkringlunni. <D E O (0 E •ra E <2 v> ,E 'E « 11 a-° > c .í= U) D ö) 2 ia « s« =: e •ra 3 E i <2 >o Si = X. 'M s s !í •3 <1) Bjarni Hinriksson. meiri myndir. Frásögn er að færast æ meira inn á hið sjónræna. Myndasögur eru kannsld ein afleið- ing af því. Hins vegar hafa útgef- endur ekki beint verið í takt við þetta.“ JBG T eiknimyndlistarsýning Á laugardaginn opnar Bjarni Hinriksson myndlistarsýningu í Gallerí Greip. Bjarni er einn af forsprökkum myndasögublaðsins GISP! og ber sýningin dám af því. Meðal annars verður myndasagan „Vafamál“ til sýnis en fyrirhugað er að gefa söguna út seinna í vetur. Af hverju teiknimyndir, er þetta einhver unglingakomplex? „Hér er svo lítil hefð fyrir teikni- myndasögum að það er erfitt að fá fólk til að líta við myndasögum sem eru meira fyrir fullorðna. í teikni- myndum er hægt að vinna bæði með myndir og texta og ég hef áhuga á því sem er að gerast á mörkum þessara tveggja sviða. Það eru nokkur ár síðan fór að koma út blað sem heitir „Gisp!“ þar sem birtust sögur eftir íslenska höfunda. Síðan hefúr verið meira að gerast í myndasögum en áður, bæði í blöð- um eins og MORGUNPÓSTINUM og áður Eintaki og Pressunni og þá virðast myndlistarmenn hafa feng- ið aukinn áhuga á þessu formi. Lík- lega vegna þess að menn eru að vakna til vitundar um að það býður upp á ýmsa möguleika sem önnur form gera kannski ekki. Einnig er þetta í takt við tímann, minni texti, Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir i Sparisjóði Garðabæjar. Magnús Theódór Magnússon. Kallaður Teddi í Ráðhúsinu. G/s/f Sigurðsson sýnir i Hafnarborg. Sæmundur Vaidimarsson i Sverrissal Hafnarborgar. Ólöf Einarsdóttir sýnir iistvefnað í Stöðlakoti. Kristján Steingrímur Jónsson enn i gallerí Birgis Andréssonar. Valgerður Hafstað sýnir i Listasafni ASÍ. Innsti kjarninn fastur fyrir Það hefur vakið athygli að tíu leikurum hjá LR hefur verið sagt upp föstum samningum. Þó verður várt eins mikið Það hefur vakið athygli að tíu leikurum hjá UR hefur verið sagt upp föstum samningum. fjaðrafok við þessar uppsagnir og þegar Stefán Baldursson hreinsaði út í Þjóðleikhúsinu. Að sögn Sigurðar Hróarssonar þá eru það tíu sem fengu uppsagn- arbréf og að auki sagði Kjartan Ragnarsson upp sínum samningi sem eins konar stuðningsyfirlýs- ingu við þessar aðgerðir. Eftir sitja ellefu leikarar á föstum samningi. Þetta eru allt gamlir „Iðnó-jaxlar“ á aldrinum 45-65 ára. Þetta er innsti kjarninn og hafði hér á árum áður viðurnefnið „hjónaklúbburinn“. MORGUNPÓSTURINN spurði Sig- urð hvort það setti ekki verkefna- vali þröngar skorður að vera með fastan leikarahóp og allir á sama aldrinum? „Ég get ekki sagt að ég hafi fund- ið fyrir því. Það er þannig með leik- bókmenntirnar að það er alitaf mikið af hlutverkum fyrir fólk á þessum besta aldri, fólk um fimm- tugt. Ef horft er yfír síðustu ár og áratugi hefur alltaf þurft að bæta við þennan fastráðna hóp fólki á þessum aldri. En ég vil fá að koma því að að í flestum tilfellum kemur ekki til uppsagna fyrr en 1. sept- ember í haust og löngu fyrir þann tíma verður búið að auglýsa og ráða í nýjar stöður. Ég get ekki fullyrt á þessari stundu hvað margir verða ráðnir á fastan samning fyrir næsta leikár en þeir verða aldrei færri en tíu og hugsanlega allt að fimmtán. Þeir verða ráðnir eins og alltaf þeg- ar ég fastræð leikara, í kjölfar verk- efnaskrár og vinna með leikstjórum hafin og jafnvel langt komin.“ í Borgarleikhúsinu háttar því þannig að leikarar hætta sam- kvæmt kjarasamningi þegar þeir verða 70 ára. Elstur hjá LR er Steindór Hjörleifsson, sem er fæddur árið 1926 og hættir því sjálf- krafa eftir tvö ár. JBG Samsýning fjögurra iistakvenna í Galleri Art-hún. Unglist i Gatteri Hressó. íslenska einsöngslagið og Ólöf Nordal i Gerðubergi. Gréta Mjöll Bjarnadóttir I Gallerí 1 1. Þeir sem heima sitja Steindór Hjörleifsson Margrét Ólafsdóttir Pétur Einarsson Soffía Jakobsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Valgerður Dan Guðrún Ásmundsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttir Hanna María Karlsdóttir Sigurður Karlsson Jón Hjartarson Þeir sem fengu bréf Arni Pétur Guðjónsson Ellert A. Ingimundarson Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Guðmundur Ólafsson Jakob Þór Einarsson Magnús Jónsson Margrét Vilhjálmsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Theodór Júlíusson Þröstur Leo

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.