Helgarpósturinn - 20.10.1994, Side 32
■ Steingrímur enn að skipta sér af ■ Jón
Ólafssonfékk minna en Friðrikfrá Ólafi G.
■ Halldór Guðbjamar fann hrceódýrt sumar-
bústaðaland í landbúnaðarráðuneytinu
OteinrrImur Hermannsson gerir
það ekki endasleppt með þátttöku
sína í pólitík þrátt fyrir að vera
kominn í sæmdarsæti Seðlabanka-
stjóra. Við sögðum frá því fyrir
skömmu, að Steingrímur styður
Hiálmar árnason, skólastjóra, með
ráðum og dáð sem arftaka sinn í
fyrsta sæti framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi, - í óþökk allra
hinna kandidatanna, sem
finnst að Steingrímur eigi
ekkert með að vera að
skipta sér af þessu. Hann
gi að sinna sínum störf-
um í Seðlabankanum
og láta flokkinn í friði.
Steingrímur lætur
þessar aðfinnslur
hins vegar sem vind
um eyrun þjóta og
um betur.
beitirhann sér
fyrir því,
Gunnlaugur
SlGURMUNDSSON,
skjólstæðingur Stein-
gríms til margra ára,
fyrsta sæti
framsóknarmanna á
Vestfjörðum, en þar
sat áður Ólafur Þ.
Þórðarson, sem hefur
ákveðið að láta af
þingmennsku sök-
um veikinda. Þeim
mun nú fara stöðugt fjölgandi
framsóknarmönnunum, sem eru
búnir að fá sig fullsadda af afskipta-
semi Steingrims, sem hafði jú talið
mönnum trú um að hann væri
hæltur í pólitík...
ir að vakti töluverða athygli að
einn þeirra sem þáðu fjárveitingu af
ráðstöfunarfé
menntamála-
ráðuneytisins
var Jón Ólafs-
son og fyrir-
tæki hans Skíf-
an. Styrkurinn
nam 1.750.000
krónum og
hafa ýmsir velt
því fyrir sér í
hvað aurarnir hafi farið. Skýringin
er hins vegar ekki sérlega æsandi, en
hana er að finna í þeirri staðreynd
að kvikmynd ÓSKARS JóNASSONAR
Sódótna Reykjavík, sem Skífan
framleiddi, komst í aðalkeppnina á
kvikmyndahátíðinni í Cannes. Það
þótti glæsilegur árangur og var
styrkurinn ætlaður til kynningar á
Sódómu á hátíðinni.
Menntamálaráðu-
neytið hefur áður
styrkt íslenska kvik-
myndagerð með þess-
um hætti en það var
þegar Friðrik ÞóR
Friðriksson fékk 4
milljónir króna til
þess að kynna Börn
náttúrunnar eftir að hún var til-
nefnd til óskarsverðlaunanna...
Halldór Guðbjarnarson, banka-
stjóri Landsbankans, hefur skika á
leigu í landi ríkisjarðarinnar Ketil-
valla í Laugardal í
Árnessýslu og
hyggst hann
flytja sumar-
bústað á
landið. Samn-
ingur Hall-
dórs er til 25
ára með forleigu-
rétti að þeim tima
liðnum. Þegar MORGUNPÓSTURINN
leitaði upplýsinga um leigugjald og
stærð lóðarinnar hjá Jarðeignum
ríkisins, sem heyrir undir landbún-
aðarráðuneytið, neitaði JóN Hösk-
uldsson að gefa upp þær upplýsing-
ar, taldi sér það ekki skylt. Hann
sagði að allir gætu sótt um slíkar
sumarbústaðalóðir en þær væru
ekki auglýstar sérstaklega eða boðn-
ar út. Full ástæða er því til að benda
fólki, sem er á höttunum eftir ódýru
sumarbústaðalandi, á að hafa sam-
band við Jón í landbúnaðarráðu-
neytinu. Síminn er 609750...
IVIarteini Jóhannssyni, prentinn-
kaupastjóra hjá auglýsingastofunni
Góðu fólki, var sagt upp störfum í
síðustu viku og lætur hann af störf-
um á morgun, föstudag. Hann er
þrautreyndur i prentiðnaðinum og
rak um skeið prentsmiðjuna Grafík.
Ástæða uppsagnarinnar er sú að
Marteinn hafði unnið í fristundum
fyrir gamla kúnna auglýsingastof-
unnar. Ástþór JóHANNSSON, og aðrir
eigendur stofunnar, sættu sig ekki
við það og létu hann taka pokann
sinn...
/ poppinu ber hæst rokktón-
leika sem verða í kvöld í Kola-
portinu en þar koma fram efni-
legustu hljómsveitir landsins,
einar tíu. Þá er vert að hafa í
huga Norden Rockarsem verður
á Tveimur vinum alla helgina.
Myndlist Steingrímur Eyfjörð er
með ástsælustu listamönnum
þjóðarinnar. Hann opnaði sýn-
ingu sína á Kaffi List síðastliðinn
laugardag á Silfurskottumannin-
um og þar voru allir sem eru eitt-
hvað í menningarbransanum.
Klassík Þeir sem vilja lyfta and-
anum á æðra plan er bent á risa-
tónleika Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar, Diddú, Cortes og fleiri foringj-
ar verða í Hallgrímskirkju á
fimmtudagskvöld.
Leiklist Ein frumsýning verður
um helgina, „Hvað um Leon-
ardo?" 1 Borgarleikhúsinu. Þeir
sem eiga ekki miða geta mætt
um ellefuleytið á föstudags-
kvöldið og skoðað frumsýningar-
aðalinn.
Konsert er nýr íslenskur tónlistar-
þáttur sem fer í fyrsta sinn í loftið
laugardaginn 29. október eftir fréttir
og Lottó. Þátturinn er gerður að fyr-
irmynd „Unplugged“-þáttanna á
MTV og verður á dagskrá vikulega.
Fyrst í stað verða gerðir sex þættir og
er umsjónarmaður þeirra Dóra
Takefusa.
„Það er ekki búið að loka því alveg
hvaða hljómsveitir spila,“ segir hún.
„Böndin sem er búið að bóka í fyrstu
þrjá þættina eru Jet Black Joe,
Gummi Péturs, sem verður með
blúsþátt, og í þriðja þættinum spilar
Bong. Annað hefur ekki verið stað-
fest en væntanlega mun Mezzoforte
koma og það verður gaman að heyra
í þeim órafmögnuðum.“
Að sögn Dóru var reynt að velja
hljómsveitirnar sem spila með það í
huga að þær breyttust sem mest ef
þær notuðust ekki við rafmagns-
hljóðfæri en upptökur á þáttunum
hefjast í næstu viku og verða áhorf-
endur í salnum til að skapa sem
mesta hljómleikastemmningu.
Geta þessar hljómsveitir eitthvað
þegar búið er að taka þær úr sam-
bandi?
„Ég efast ekki um það, sko. Það er
ekki málið. Það sem er svo skemmti-
legt við þetta er að tónlistin um-
breytist því við ákváðum að fara alla
leið og nota einungis hljóðfæri sem
þarf ekld að stinga í rafmagn. Með
því að hafa tónlistina órafmagnaða
erum við að leita að einhverju nýju
en leitum til bestu Jiljómsveita og
hljóðfæraleikara okkar. Við ákváð-
um að blanda þessu vel og vera með
einn rokkþátt og einn blúsþátt, einn
með tölvuhljómsveit og síðan djass.“
Af Dóru er annars það að frétta að
hún er að leika í mynd Þráins Bert-
elssonar, Einkalífi, og fer með eitt af
þremur aðalhlutverkunum. „Ég veit
ekki hvað ég má láta uppi um mynd-
ina og vil því segja sem minnst,“ seg-
ir hún. „Það er ekki komin rnikil
mynd á þetta, en við erum með of-
salega skemmtilegt handrit frá Þráni
í höndunum og svo er það okkar
allra að búa til mynd úr þessu.“
Einkalíf er önnur kvikmyndin þar
sem Dóra kemur við sögu en ætlar
hún að striplast aftur eins og þar?
„Ha, ha, ha, ha, ha, það er leyn-
dó,“ segir hún. ■
Það verður ekki af því skafið að
einn frumlegasta listviðburðinn
í bænum um þessar mundir er
að finna á Kaffi List. En þar
opnuðu um síðustu helgi Stein-
grímur Eyfjörð Kristmundsson
og Torfi Franz Ólafsson ásamt
þeim Möggu og Ástu sýningu á
Silfurskottumanninum. Auk
myndverka, myndbands og
búninga er hægt að gæða sér á
silfurskottukökum og silfur-
skottudrykk sem búinn er til úr
piparbrjóstsykri, þeim er börnin
eta og svitna af í tíma og ótíma.
Er ef til viil komin fram í dags-
Ijósið ódauðleg fígúra? „Já, ég
hugsa að hún sé orðin það,“
segir Steingrímur Eyjörð sem á
heiðurinn af Silfurskottumann-
inum eins og hann er í dag. „Ég
myndi vilja sjá þetta sem leik-
rit.“ Þar sem ógerlegt reyndist
að troða Steingrími í Silfur-
skottubúninginn, var tekið á
það ráð að setja Torfa Franz í
jakkann. Silfurskottukjóllinn
hangir hins vegar uppi á vegg
því enginn komst í hann. Upp-
runalegu fyrirmynd Silfur-
skottumannsins er að finna í
Seðlabankanum.
Horfur á föstudag: Noröaustlæg
átt. Strekkingur norövestan til en ann-
ars kaldi víðast hvar. Súld eða rigning
austan til en smá skúrir vestan til. Hiti
2 - 8 stig, hlýjast suðaustan lands.
Horfur á sunnudag: Hvöss norða-
nátt austan til en norðanstrekkingur
vestan til. Snjókoma norðaustan-
lands, él norðvestan til en víða létt-
skýjað sunnanlands. Vægt frost verð-
ur um mest allt landið.
Veðurhorfur næsta sólarhring:
Fremur hæg austan og suðaustan átt.
Súld eða rigning á suður og Austur-
landi, en él á Vestfjörðum. Anars stað-
ar verður skýjað en úrkomulaust. Hiti
1-10 stig.
Horfur á laugardag: Nokkuð hvöss
norðanátt. Slydduél norðvestanlands,
slydda norðaustan til, en skýjað með
köflum sunnanlands. Hiti 0 - 4 stig
norðan til en 3 - 7 stig sunnanlands.
Veðrið um helaina
Kjörkassinn
MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar
sem almenningur getur svarað brennandi spurningum dagsins í dag. Það
er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og
greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á sunnu-
daginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnar birtar í
mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Spurningin er...
Áaðleyfasölu
ávíniogbjór
íverstunum?
Greíddu atkvæði
39,90 krónur mínútan
r k
Hlustum
allan
sólarhringinn
2 1900
H