Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.01.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 05.01.1995, Qupperneq 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 Samstarfsnefnd borgarinnar og lögreglu kynna hugmyndir um breyttan opnunartíma veitingastaða í næsta mánuði. Almenna reglan gæti orðið sú að staðir lokuðu á mið- nætti en sérstök leyfi þyrfti til lengri opnunartíma, jafnvel til fimm á morgnana Nauðsynlegt að breyta opn unarb'ma skemmtistaða 'V Dómnefnd lagadeildar hefur enn ekki skilað áliti á doktorsritgerð Sigurðar Gizurarsonar sýslumanns, sem hann lagði fram í ársbyrjun 1992 Hefur beðið í tæp þriú ár Sýslumaðurinn á Akranesi, Sig- urður Gizurarson, hefur enn ekki fengið boð frá lagadeild Háskóla Is- lands um að hann megi verja dokt- orsritgerð sína, Eignarrétt og eign- arnám, sem hann lagði fram í byrj- un árs 1992. Eins og greint var frá í MORG- UNPÓSTINUM hinn 27. október síðastliðinn, þá hefur Sigurður átt í nokkrum erjum við nafna sinn Sigurð Líndal prófessor við laga- deild Háskóla Islands vegna þessa máls, en hann er formaður mats- nefndarinnar, sem fjallar um inn- lagðar doktorsritgerðir við laga- deildina. Að sögn Sigurðar Líndal hefur enn ekkert gerst í málefnum sýslumannsins. í samtali við blaðið í október útskýrði Sigurður drátt- inn á ákvarðanatöku nefndarinnar meðal annars með dauðsfalli í nefndinni. Nú vísar hann til þess að nýlega hafi enn einn nýr maður komið inn í nefndina, í stað Jóns G. Tómassonar sem tók við stöðu ríkislögmanns 1. desember síðast- liðinn. „Nýi maðurinn hefur ekki enn lokið við að lesa ritgerðina og ekki hægt að leggja endanlegt mat á hana fyrr en hann hefur gefið sitt álit,“ sagði Sigurður í samtali við blaðið. „Hann er að lesa þetta núna, en hann hefur líka í nógu öðru að snúast enda í fullu starfi maðurinn. En þetta mjakast og kemur allt innan hæfilegs tíma.“ Sigurður fékkst ekki til að skil- greina hugtakið „hæfilegur tími“ nánar, og treysti sér ekki til að segja fyrir um hvenær niðurstaða nefnd- arinnar lægi fyrir. „Það er mikið að gera hjá okkur öllum, en við reyn- um hvað við getum að hrista þetta fram af okkur. Ég hef alveg jafn mikinn áhuga og nafni minn á því, að sjá fyrir endann á þessu.“ Sigurður Gizurarson vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi, en MORGUNPÓSTINUM er ekki kunnugt um að mannaskiptin í matsnefndinni hafi valdið viðlíka töfum á umfjöllun um innlagðar doktorsritgerðir annarra doktors- efna við lagadeildina. æöj Sigurður Gizurarson sýslumaður: Bíður enn úrskurðar dómnefndar. Guðrún Ágústsdóttir. „Það er rétt að við höfum rætt hvort lengja eigi opnunartíma veitingahúsa í miðborginni en við höfum ekki tekið endanlega afstöðu til þess.“ Breytingatillögur verða kynntar í febrúar. einhverjir skemmtistaðir hefðu leyfi til að hafa opið til fimm á morgn- ana. Sjálf óttast hún að það yrði til þess að fólk yrði þá bara til klukkan fimm og kærnu því út á sama tíma. Vínveitingaleyfi eru veitt til eins árs í senn og verði af fyrirhuguðum breytingum gerist það samhliða endurnýjunum á þessum leyfum. Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagði nýlega í samtali við blaðið að til þess að gefa opnunartímann frjálsan þyrfti ekki lagabreytingu heldur breytingu á reglugerð í dómsmálaráðuneytinu. „Þessari skoðun hefur augljóslega vaxið fiskur um hrygg og nrargir telja að hún leysi fleiri vandamál en hún skapi.“ pj Styttist í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um embætti menningarfulltrúa Vænt- anlegí næstu viku „Það fer að styttast í skýrsluna um Jakob Magnússon," sagði Sigurður Þórðarson, ríkisendur- skoðandi, í samtali við MORG- UNPÓSTINN í gær. „Mér er illa við að nefna ákveðnar dagsetningar en við áformum að koma einhverju frá okkur í næstu viku.“ Helgi Ágústsson sendiherra er nú kominn til landsins og hefur tekið við störfum í utanríkisráðu- neytinu. Helgi fer aftur til London um aðra helgi til þess að ganga frá og halda kveðjumóttöku. Jakob gegnir nú stöðu forstöðumanns sendiráðsins sem staðgengill Helga og mun gera það áfram þar til nýr sendiherra verður skipaður. Lengri bið verður eftir stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á utanríkisráðuneytinu. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, óskaði sem kúnnugt er eftir þeirri úttekt um leið og Guðmundur Árni Stefánsson og Sighvatur Björgvinsson óskuðu eftir slíkri rannsókn á heilbrigðisráðuneytinu. Sigurður segir að nú fyrst sé verið að byrja á úttektinni á utanríkis- ráðuneytinu og ekki sé að búast við að henni ljúki fýrr en með vorinu. „Þetta var sett aftast í röðina.“ -SG/PJ I næsta mánuði skilar nefnd á vegum borgarinnar tillögum um breyttan opnunartíma veitingahúsa. Frjáls opnunartími kemur vel til greina en „danska módelið" er líklegra. Það þýðir að veitingastaðir eru almennt opnir til miðnættis en sérstök leyfi þarf til að hafa opið lengur, til 2 eða 5 á nóttunni. þegar opnunartíminn var lengdur frá klukkan 2 til 3 færðust allir stað- ir aftur um einn klukkutíma og hættan sé því að það gerist ef enn verði rýmkaður afgreiðslutími. Danska módelið „mjög athyglisvert11 Nefndin hefúr aflað sér upplýs- inga frá nágrannalöndunum, meðal annars í Danmörku en Guðrún seg- ir þeirra meðhöndlun „mjög at- hyglisverða". „Danirnir stýra þessu mjög kyrfi- lega og það eru bara tilteknir staðir sem fá að hafa opið fram eftir. Regl- an er sú að það er opið til miðnætt- is. Þeir sem vilja hafa opið lengur þurfa sérstakt leyfi, sérstakir staðir undir sérstöku eftirliti þar sem passað er upp á að næturró ná- granna sé ekki raskað. Næturklúbb- ar eru svo til sem hafa opið til klukkan fimm eftir sérstaka skoð- Böðvar Bragason. „Ég tel nauð- synlegt að leita breytinga á opn- unartíma veitingahúsa." un. Þarna finnst mér Danir hafa komist niður á nokkuð milda og skemmtilega línu því ekki eru þeir fordómafullir gagnvart áfengis- neyslu. Frelsi eins má ekki vera helsi annars. Það að ég geti drukkið brennivín á 20 stöðum á Laugaveg- inum kemur sér illa fyrir annað fólk sem býr þar. Áfengisneyslan sjálf er kannski ekki aðalmálið heldur há- vaðinn ffá tónlistinni sem mest er kvartað yfir og háreysti í fólki sem safnast saman eftir klukkan þrjú á nóttunni.“ Guðrún á von á að hugmyndir nefndarinnar verði kynntar í næsta mánuði og sagði að sú hugmynd hefði komið fram innan hópsins að segir Böðvar Bragason lögreglustjóri. „Ég tel nauðsynlegt að leita breytinga á opnunartíma veitinga- húsa,“ segir Böðvar Bragason lög- reglustjóri. „Það sem lögreglan tel- ur erfiðast er það ástand að allir komi út af húsunum á sama tíma um helgar og vill því gjarnan leita leiða til þess að fá annað munstur þannig að þessi toppur hverfi eða minnki. Lögreglan vill mjög gjarn- an skoða þetta mál en ég tel að það séu fyrst og fremst fulltrúar sveita- félaganna sem eigi að móta það umhverfi. Við höfum rætt þetta í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Það hefur færst meira líf í þessa umræðu á síðustu mánuðum en niðurstaða er ekki komin. Vinnan er meiri en áður og ég á von á því að útkoman verði til- raun til breytinga,“ sagði Böðvar og vonast til þess að það verði á næst- unni. Tillögur í febrúar „Það er rétt að við höfurn rætt hvort lengja eigi opnunartíma veit- ingahúsa í miðborginni en við höf- um ekki tekið endanlega afstöðu til þess,“ segir Guðrún Ágústdóttir sem er formaður nefndar sem borg- arráð skipaði til að fara yfir vínveit- ingamál, ekki síst vegna ítrekaðra kvartana nágranna. „Það er verið að skoða alla hugsanlega möguleika og við eru opin fyrir öllu í rauninni. Ég held að við getum sýnt hugmyndir okkar í næsta mánuði með lend- ingu sem flestir geti vel við unað. Við verðum að vernda hagsmuni eigenda skemmtistaðanna, neyt- enda þeirra og einnig þeirra sem vilja búa í miðbænum.“ Guðrún segir að lögreglan vilji leysa þann vanda að allir komi út af stöðunum á sama tíma, hugsanlega með lengri opnunartíma sunrra in bendir hins vegar á að Forvamar- áróðri beint til kynlrfsfara Dæmi eru um hérlendis að menn sem hafa farið í kynlífsferðir til Tæ- lands og annarra íanda í Suðaustur- Asíu séu smitaðir af HlV-veirunni og er forvarnaráróðri nú beint sér- staklega til þeirra sem og annarra ferðamanna. Að sögn Haralds Bri- em smitsjúkdómalæknis er út- breiðsla veirunnar mjög hröð í þessum löndum og slíkar kynlífs- ferðir og smithætta fylgjandi þeim vaxandi áhyggjuefni á Norðurlönd- um. Hér eru dæmin fá en ástæða þykir til að stemma stigu við út- breiðslunni með auknum áróðri. Hommar eru víðast hvar í meiri- hluta þeirra sem smitast en gagn- kynhneigðir sækja í sig veðrið og eru konur þar í meiri hættu en karl- ar sökum þess að smitleiðin er greiðari frá karli til konu. Stungu- efnaneytendur hérlendis eru áhyggjuefni hvað varðar alnæmis- faraldur því lifrabólguveira C hefur breiðst hratt út meðal þeirra á und- anförnum árurn en hún smitast líkt og HIV. Fáeinir úr þeim hópi hafa smitast af HIV en veiran hefur enn sem komið er ekki verið útbreidd þeirra á meðal. Aðspurður hvort ekki kæmi til greina að dreifa ókeypis sprautum sagði Haraldur að umdeilt væri hvort að það myndi skila árangri en þeirri spurningu hefði þó verið velt upp oftar en einu sinni. Aðgangur að sprautum er öllum heimill í apó- tekum og þær eru ódýrar. ÞKÁ

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.