Helgarpósturinn - 05.01.1995, Side 32
í hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í sima 99 15 16.
Urslltm úr kjörkassanum
Þrettándinn
Flugeldar
á spottprís
Þrátt tyrir að sala núgelda íyrir
þrettándann hafí aldrei verið jafn
mikil hér á landi og fyrir sjálf ára-
mótin, eru alltaf einhverjir sem
halda upp á jólalokin með spreng-
ingum og látum.
Fjöldi útsölustaða fyrir þrett-
ándann er að sama skapi ekki jafn
mikil og um áramótin og til eru
þeir aðilar sem ekki taka þátt í söl-
unni þá. Þeir sem hins vegar gera
það eru oftast að klára birgðirnar
og veita þá venjulega ríflegan af-
siátt og þrettándinn nú er engin
undantekning frá því.
Eitt besta tilboðið sem MORG-
UNPÓSTURINN hefur frétt af eru
300 fjölskyldupakkar sem enn eru
óseldir hjá einum söluaðilanum
og verða þeir seldir með allt að 80
prósenta afslætti. Pakkar sem
kostuðu áður rúmar fjögur þús-
und krónur leggjast á þúsund
krónur stykkið.
Flugeldasalar eru almennt
ánægðir með söluna um áramótin
og segja hana svipaða eða jafhvel
meiri en í fyrra. Þakka þeir fyrst og
fremst góðu veðri söluna en
merktu einnig mikla aukningu í
notkun greiðslukorta við söluna.
Þá bar nokkuð á því að flugeldar
hefðu verið borgaðir með fölsuð-
um ávísunum og segja flugeldasal-
ar það algera nýjung í þeirra grein.
Gunnar Þórðarson varð fimmtugur í gær. „Ég kann vel við að vera mið-
aldra og hefur alltaf þótt það fremur þægileg tilhugsun að ná þeim
áfanga.“
viðbótar. Ég kann vel við að vera
miðaldra og hefur alltaf þótt það
fremur þægileg tilhugsun að ná
þeim áfanga.“
Jceja já, hvernig miðaldra náungi
ertu?
„Bara rólegur og heimilislegur. Á
góða konu og tvö börn og fer aldrei
út að skemmta mér.“
Einhver framtíðaráform?
„Já, að halda áfram að semja
góða tónlist og hafa það gott.“
Gunni Þórðar fimmtugur
Miðaldra
góður gæi
Poppkempan Gunnar Þórðar-
son er orðinn fimmtugur og þvi
var við hæfi að lyfta símanum og
þræla honum í gegnum nokkrar
spurningar, enda var afmælisbarn-
ið heima hjá sér en veislan sjálf
verður á laugardaginn og kennir
þar sjálfsagt margra grasa úr popp-
heiminum.
Hvencer hófst hinn eiginlegi popp-
ferill?
„Hann hófst við kanaútvarpið
með bæði eyrun blaktandi en við
krakkarnir í Keflavík hlustuðum á
tónlistina þar daginn út og inn. Við
keyptum okkur svo hljóðfæri og
fiktuðum í þeim enda höfðum við
ekki gengið í tónlistarskóla."
En hvað með tónlistina í Kana-
sjónvarpinu?
„Ég man nú ekki eftir tónlist
þaðan, það var hins vegar nóg af
gríni. Skemmtiþættir með Lucille
Ball og fleiri góðum. Heyrðu, jú
það var einn rokkþáttur sem hét
Shintig, þar sá maður James
Brown og fleiri rokkgoð í fullum
skrúða.“
Gunnar segist hafa verið feiminn
og óframfærinn við stelpur sem
unglingur en fengið sér í glas með
hinum og hert upp hugann. Hann
var þá þegar búinn að uppgötva að
hann átti gott með að pikka upp lög
og fann sig langtímum í að liggja
yfir tónlist. En poppbrautin lá ekki
bein og breið fyrir honum fyrr en á
fyrsta bítlakonsertinum í Háskóla-
bíói.
„Við urðum frægir á einni nó
en vorum áður bara lókalband í
Keflavík. Svona hallærisgaurar utan
að landi, en þetta var líka fyrir tíma
sjónvarpsins.“
Með Hljómum var lagð’
grunnurinn að íslensku bítlaæði i
afrekaskrá Gunnars í tónlistinni
verður ekki tíunduð hér enda flest-
um kunn sem á annað borð skrúfa
frá útvarpstækinu eða versla sér ís-
lenska tónlist.
En þegar Gunnar er spurður
hvað sé það minnisstæðasta af ferl-
inum svarar hann: „Það var að spila
með Hljómum. Þá var allt svo nýtt
fyrir manni og skemmtilegt."
„En áttu ekki einhverjar meira
krassandi spurningar?" spyr hann.
Nei, svara ég. Þegar maður er
orðinn fimmtugur fær maður ekki
krassandi spurningar. Það er ekki
gott fyrir hjartað.
Hérna kemur ein sígild og fúl.
Hvað ertu að gera núna?
„Ég, ég er bara að taka upp
blóm.“
Nei, ég meinti hvað ertu að fást
við?
„Ég er bara að semja lög fyrir
hina og þessa sem biðja mig um
það.“
Ganga popparar ekki í barndóm
þegar þeir ná fimmtugsaldri?
„Nei, gefðu mér nokkur ár til
Anna Mjöll
& Kombóið
„Við ætlum að hafa það gaman sam-
an,“ segir Anna Mjöll Ólafsdóttir um
samstarf hennar og kombós valin-
kunnra hljóðfæraleikara, þeim Gunn-
arí Hrafnssyni, Ólafi Gauki og Guð-
mundi Steingrímssyni. „Við leikum
djass og tökum einnig nokkur íslensk
lög í djassútsetningum."
Kombóið tróð upp á Kaffi Reykjavík
í gærkvöld og verður þar einnig á
mánudagskvöldið. „Svo verðum við
líka í Bingó lottó á laugardag," sagði
Anna sem fer aftur út til Bandaríkj-
anna á þriðjudag. Bih
Veðurhorfur næsta sólarhring: Vaxandi
austan og norðaustan átt í kvöld, fyrst
sunnan og suðaustan lands. í kvöld og i
fyrramálið verður komin hvöss norðaust-
an átt víðast hvar en hægari suðaustan
átt suðaustan lands. Norðaustan lands
verður snjókoma, skúrir suðaustan lands
en él vestan til. Vindur snýst síðan til há-
norðurs og veður fer kólnandi. Sunnan-
lands styttir upp er líður á daginn.
Veður á föstudag: Minnkandi norðan
eða breytileg átt. Dálítil él norðaustan
lands, en annars úrkomulaust að mestu.
Frost verður á bilinu 2-8 stig.
Horfur á laugardag: Nokkuð hvöss
sunnanátt með skammvinnri þýðu og
rigningu eða slyddu um mest allt land.
Horfur á sunnudag: Nokkuð hvöss vest-
læg átt og kólnandi veður. Éljagangur
sunnan lands og vestan en úrkomulaust á
norðaustur og Austurlandi.
Veðrið um helaina
Varréttaðsvipta
Aðalstein ogSigrúnu
forrœði bama sinna?
Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurn-
inguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu
þínu. Kvöldið fyrir næsta töiublað verður síðan talið upp úr Kjörkass-
anum og niðurstöðurnar birtar í MORGUNPÓSTINUM að morgni.
Leikhús
Það hlýtur að vera algjör skyldu-
mæting á Fávitann í Þjóðleikhús-
inu, (það er að vísu auglýst upp-
selt en það er alltaf von) eða
skella sér norður í Samkomuhús-
ið á góðan „krimma".
Myndlist
Kristbergur Þétursson, einn af
athyglisverðari myndlistarmönn-
um okkar, er með snjalla sýningu
í Borgarkringlunni — hvar annars
staðar?
Popp
Efþað er einhver dugur ííslenskri
æsku þá skellir hún sér í rútu og
fer að Selfossi á gleðidansleik
með endurvakinni Stjórn.
Bíó
Það er tilvalið að smella sér á
„Konung Ijónanna" í Sambíóun-
um með krakkana. Nett þunnur
þráður en brilljant grafík og í tal-
setningu vinnur hver leikarinn á
fætur öðrum leiksigur.
Sjónvarp
David Hasselhof er einhver fal-
legasti og besti sjónvarpsleikari
heimsins og vinsæll dægurlaga-
söngvari ÍÞýskalandi. Sjónvarpið
sýnir stuttmynd með þessum
snjalla leikara á fimmtudaginn
sem heitir Sleðabrautin og strax
á eftir taka Strandverðir við. Góð
syrpa...
Brjálæði
Á föstudag fer síðasti jólasveinn-
inn til fjalla sem þýðir að þá er
þrettándinn. Það erkannski mest
forn frægð en engu að síður eru
Hafnarfjörður og Selfoss þau
bæjarfélög sem athyglin beinist
að á þessum degi. Rúðubrot og
bílar hristir og löggan hrelld?
r s
Hlustum
allan
sólarhringinn
2 1900