Helgarpósturinn - 13.03.1995, Qupperneq 6
FRETTIR
Útgefandi
Ritstjóri
Aðstoðaritstjóri
Framkvæmdastjóri
Markaðsstjóri
Auglýsingastjóri
Dreifingastjóri
Miðill hf.
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Guðmundur Örn Jóhannsson
Örn (sleifsson
Sveinbjörn Kristjánsson
Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 99.-
Áskriftarverð er kr. 1.000 á mánuð
(Fimmtudagspósturinn fylgir)
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
SKOÐANIR BLAÐSINS
Nýttblað
■ ■ I þessu fyrsta tölublaði af Mánudagspóstin-
um kveður við nýjan tón í íslenskum fjölmiðla-
heimi. Blaðið kemur inn í að mörgu leyti staðnað
fjölmiðlaumhverfi sem byggir á samtryggingu rík-
isfjölmiðlanna og Morgunblaðsins sem hafa búið
til skjallbandalag um fréttir og fréttamat. Aðrir
fjölmiðlar hafa ekki náð að skapa sér sérstöðu í
skugga þessara risa þrátt fyrir veikburða tilraunir.
Blaðið verður metið af því hvort það fær lesendur
og hvernig almenningur tekur því. Til þess að ná
til sem flestra hefur verð blaðsins verið fært veru-
lega niður og vonumst við til þess að neytendur
taki því vel og bæti blaðinu í innkaupakörfu sína.
Bjargið afgreiðslufölkinu
■ ■ í blaðinu í dag má lesa umfjöllun um viðbún-
að sjoppueigenda í Reykjavík sem hafa mátt búa
við skelfilegt ástand undanfarið vegna ofbeldis-
hrinu sem gengið hefur yfir borgina. Virðist hún
hafa bitnað harðast á þeim án þess að séð verði að
yfirvöld ætli sér að grípa til sérstakra aðgerða. Bíða
menn eftir að morð verði framið? Á sama tíma
kemur fram að lögreglan telur viðbúnað sinn ekki
nægan, hún þurfi vopn. Þetta er því einkennileg og
nýstárleg aðstaða sem yfirvöld standa frammi fyrir.
Flestir geta verið sammála um að vopnaburður
lögreglunnar er ekki það sem koma skal. Aðgerðir
víkingasveitarinnar til þessa hafa ekki réttlæt tilvist
hennar umfram það sem hefðbundið lögreglulið
getur framkvæmt. Oftast er þar um dómgreindar-
litlar og öfgafullar aðgerðir að ræða. En hvað er til
ráða? Árangur af starfi hverfislögreglu virðist vísa
veginn og væri rétt fyrir ráðamenn að beina kröft-
um sínum inn á slíkar brautir í samvinnu við íbú-
ana úti í hverfunum.
Á Reykjavík enga þingmenn?
■ ■ Undanfarið hefur mikið verið rætt um að
gera stórfelldar og tímabærar úrbætur í gatnamál-
um Reykjavíkur. Sáu flestir að löngu var orðið
nauðsynlegt að skila Reykvíkingum til baka ein-
hverju af þeim fjármunum sem teknir hafa verið af
þeim í gegnum bensíngjaldið. Það er vissulega
gaman fyrir samgönguráðherra að opna jarðgöng
eða gefa ferjur en tíð dauðaslys höfðu að endingu
opnað augu manna fyrir ástandinu í höfuðborg-
inni. Eða svo héldu Reykvíkingar. Þar til kom að
afgreiðslu landsbyggðarplaggs númer eitt - vega-
áætlunar. Þá eins og vanalega kom í ljós að Reyk-
víkingar eiga enga þingmenn.
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild:
552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing:
552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00
til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og
fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema
miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á laugardögum og milli 13:00 og
21:00 á sunnudögum.
„Sumt fólk er notað eða notar
líkama sinn í auglýsingaskyni. Kyn-
in eru ólík og auðvitað má sá
munur koma fram en það á ekki
að draga einstaka manneskju út
og hampa henni á þann hátt að
það misbjóði sómatilfinningu
fóiks,“ segir Guðmundur Örn Ragn-
arsson, prestur í Orði lífsins.
Sómatilfinningin hvers tíma
er mismunandi en vissir
hlutir misbjóða okkur þó
að hún geti brenglast þegar
stöðugt er gengið fram af
fólki. En þetta fyrirbæri er í
raun ákaflega ógeðfelit likt og þeg-
ar verið er að nota líkama
fólks til að draga athygli
kaupenda að ákveðinni
vöru. Skýrt dæmi um þetta
1 er söngkonan Madonna sem
notar líkama sinn og mis-
býður fólki frek-
lega í auglýs-
ingaskyni." ■
vaðsegir
Guðmundur Örn prestui um kyntákn?
Landlæknir kannar steranotkun unglinga
Foreldrar hala fundið
stera hjá börnum sínum
Landlæknisembættið er nú að
Iáta gera úttekt á misnotkun ana-
bólískra stera hjá unglingum í
framhaldsskólum. Er það gert í
samvinnu við skólaheilsugæsl-
una. Ólafur Ólafsson landlæknir
segir þetta gert vegna reynslu
nágranna okkar á Norðurlöndun-
um af þessum málum en þar
hafa rannsóknir sýnt að neysla
stera er ekki bara bundin við
íþróttaiðkun heldur taka ung-
lingar stera í auknum mæli í því
skyni að líta betur út og auka
sjálfstraustið. Hérlendis hefur
þetta ekki verið kannað áður en
að sögn heimildamanna er tals-
vert um þetta og auðvelt að kom-
ast yfir lyfin ef áhugi er fyrir
hendi. Einnig eru þess dæmi að
foreldrar hafi komið til lækna
með lyfjaskammta sem þeir
finna í fórum barna sinna. í
Bandaríkjunnum hefur þetta ver-
r m r
Stálu bíl
f \ flrfirigpy
1
analdan i soluturnum bæiarins
mnmmm
Aðfaranótt laugardagsins var
brotist inn í tvö fiskverkunarfyrir-
tæki við Fiskislóð og Hólmaslóð í
Örfirisey. Á öðrum staðnum hafði
þjófarnir á brott með sér tölvu-
búnað, faxtæki og síma en í hinu
fyrirtækinu var stolið reyktum
lax og lúðu. Þá var einnig stolið
rauðri Toyota Hiace sendibifreið
á sama stað og seint í gærkvöld
var hún enn ófundin. Skrásetn-
ingarnúmer bifreiðarinnar er
IT457 og þeir sem hafa einhverjar
upplýsingar hana eru beðnir um
að láta lögregluna vita. ■
Þegar Ingibjörg kom til starfa var
tölva borgarstjórans galtóm.
TölgaJjQraatstjóra
Árni eyddi
gögnunum
Mikil leit hefur nú farið fram í
skjalasafni borgarinnar að skýrsl-
um eða greinargerðum sem Inga
Jóna Þórðardóttir hagfræðingur
gerði fyrir Markús Örn Antonsson
borgarstjóra á sínum tíma. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri fékk hana senda í pósti og
boðaði Ingu Jónu á sinn fund til
að fá staðfest að skýrslan væri
eftir hana. Klukkustundu síðar
hélt Ingibjörg blaðamannafund.
Þetta er dæmi um hve mikil harka
er í stríðinu milli núverandi og
fyrrverandi borgarstjóra. Þess
má geta að þegar lngibjörg kom
til starfa í ráðhúsið eftir kosning-
ar var tölva borgarstjóra galtóm.
Öllum gögnum hafði verði eytt
úr, meira að segja gagnaerunnin-
um. Gera má ráð fyrir að Árni Sig-
fússon hafi verið síðastur til að
fara höndum um töivuna á undan
Ingibjörgu. ■
Harflnr árpifstnr
5 slasaðir
Harður árekstur varð á
Strandaheiði á Reykjanesbraut
laust fyrir kl. hálfsex á laugardag.
Tveir menn voru á leið til Kefla-
víkur en töluverð hálka var á veg-
inum. Rétt áður en þeir mættu bíl
sem kom úr gagnstæðri átt rann
bíll þeirra til með þeim afleiðing-
um að bílarnir skullu saman.
Fimm menn voru í bílnum á leið
til Reykjavíkur og voru þeir allir
fluttir á Borgarspítalann vegna
meiðsla en bíllinn sem þeir voru í
er talinn ónýtur. ■
f
VT '
ndur og starfsfólk W
na á höfnöhnrriar-
■ Eigendur og starfsfólk
söluturna á höfuðborgar-
svæðinu hafa sagt innbrotsþjóf-
um og óprúttnum náungum
stríð á hendur eftir gífurlega
öldu ofbeldisverka að undan-
förnu. Svo virðist sem gósen-
tími ránsferða sé að líða undir
lok. pósturinn kynnti sér vopna-
búrin bak við búðarborðið.
Íf .> j
HUGAÐ AÐ
SJALFSVARNARNAMSKEIÐI
Þórlaug Arnardóttir, afgreiðslu-
stúlka í söluturninum Bússa: „Það
er ekkert langt síðan ég lenti í
árás hérna bak við borðið. Ég hef
ekki enn leitt hugann að sjálf-
varnarnámskeiði en ég er vel út-
búin með táragas, sem veldur
gífurlegum sviða og sársauka í
andliti og ég hika ekki við að
beita brúsanum ef einhver vogar
sér hingað inn í ránshugleiðing-
um. Það eru myndavélar í loftinu
hérna sem festa öll viðskipti á
iilmu og í raun var allt varnar-
kerfi hér eflt til muna eftir síð-
ustu uppákomu. Við erum vel
búin undir allt mögulegt."
ÍflEÐ EITURLYFJA-
GRENI VIÐ HLIÐINA
Erla Sigurðardóttir, eigandi sölu-
turnsins Bláhornsins, Kópavogi:
„Ég get ekki gefið upp nákvæma
útlistun á varnarkerfi sjoppunn-
ar en get aðeins sagt að við erum
vel vígbúin ef til árásar skyldi
koma. Reyndar höfum við hug-
leitt að loka inn á kvöldin og af-
r Þorlaug Arnardóttir:
Ég er vel útbúin með
táragas, sem veldur
gífurlegum sviða og
sársauka íandliti.
greiða aðeins gegnum lúgu. Hér
við hlið sjoppunnar var áður al-
ræmt eiturlyfjagreni og það
gerði manni lífið leitt, það fólk er
sem betur fer farið núna þannig
að við lifum í friði. Við erum öllu
vön núorðið og það er fátt sem
kemur manni á óvart lengur."