Helgarpósturinn - 13.03.1995, Side 11
M'A'RSWA'N W ÐWGUJ R
FRETTIR
„Það er verið að eltast við
menn þar sem ekkert er vitað
hvort þeir séu vopnaðir eða
ekki,“ segir Óskar Bjartmarz, for-
maður Lögreglufélags Reykjavík-
ur. „Við erum með sérþjálfaða
sveit sem ætti frekar að koma að
svona hlutum, Sérsveit lögregl-
unnar. Við teljum að það eigi að
nota þá þegar einhver áhöld eru
um að menn séu vopnaðir.“
Lögreglufélagið hefur miklar
Mifthærinn
McDonalds
í Hressó?
PÓSTURINN hefur heimildir fyrir
því að til standi að veitingastað-
urinn McDonalds færi út kvíarn-
ar og opni útibú í Austurstræti
20, nánar tiltekið þar sem Hress-
ingarskálinn var áður til húsa.
Aðspurður sagðist Kjartan Örn
Kjartansson, eigandi McDonalds,
ekkert búið að ákveða í þessum
efnum. Á hinn bóginn væri alltaf
verið að reyna að finna nýjar
leiðir í viðskiptum. ■
Laugi sagði að Jóhanna væri
sjarmerandi og elegant kona og
heilög Jóhanna virðist ( mörgu
hafa sótt stíl sinn til Lauga rakara
eða öfugt.
I'tífatar.nikunnar
Mun tími
Lauga rak-
ara koma?
Laugi rak-
ari á Hár-
snyrtistof-
unni við
Kirkjutorg
er um
margt líkur
Jóhönnu Sig-
urðardóttur í
útliti. Að-
spurður um
útlit og stíl
Jóhönnu
sagði Laugi
að hún væri
sjarmerandi
og elegant
kona en
hann kvaðst engan tíma hafa frá
rakarastörfum til að vera álits-
gjafi PÓSTSINS um hvort stíll Jó-
hönnu væri henni til framdráttar
í stjórnmálum. Það má þó gera
sér í hugarlund að fyrst að bæði
heilög Jóhanna og Laugi rakari
hafa tileinkað sér sömu hár-
greiðslu og sama stíl að hann sé
ákjósanlegur á ansi breiðum
grundvelli. En hver veit? kannski
er tími Lauga rakara að renna
upp í stjórnmálum. ■
Jóhanna Sigurðar-
dóttir með kosn-
ingabaráttuútlitið
nýja.
áhyggjur af öryggi lögreglu-
manna þar sem vopnaburður í
Reykjavík er orðinn almennur.
Neysla fíkniefna hefur aukist
mikið, ásamt stóraukinni glæpa-
tíðni og ofbeldisverkum þar sem
vopnum er beitt. Á sama tíma er
skorið niður hjá lögreglunni,
ekki síst Sérsveitinni sem er sér-
staklega ætluð til þess að fást
við hættulega menn. Þá er einnig
gagnrýnt harðlega aukin notkun
hjálparsveitarmanna til lögreglu-
starfa.
Óskar nefnir sem dæmi þegar
stórfelld leit var gerð út á
Granda á dögunum eftir Skelj-
ungsránið. Þá var alsendis óvíst
hvort viðkomandi menn væru
vopnaðir eða ekki en þrátt fyrir
það voru venjulegir lögreglu-
menn fengnir á vettvang. Og að
auki var sporhundur hjálpar-
sveitarinnar fenginn og fjölmarg-
ir hjálparsveitarmenn kallaðir út
sem ekki eru í stakk búnir til
þess að fást við vopnaða menn.
Óskar nefnir einnig sjoppurán
þar sem hjálparsveitarmenn og
sporhundur þeirra hafi verið
notaðir til þess að leita uppi mis-
indismennina. í tilvikum sem
þessum eigi Sérsveitin að koma
til en stöðugt sé skorið niður
fjármagn til þeirra og reyndar
allrar löggæslu í landinu. ■
Óskar Bjartmarz óttast vopnaburð
glæpamanna samfara niðurskurði
til lögregiunnar, einkum hjá Sér-
sveitinni.
„Þetta hefur verið svona í bráðum fimm til sex ár en það er samt ekki langt síðan ég sótti um að komast á hjúkr-
unarheimili en ég veit ekki hvenær ég kemst að,“ sagði Kristín Þorsteinsdóttir. „Það getur víst liðið langur tími.“
■ „Hræðilegast er að geta aldrei farið út og vera svona mikið ein
en ég get ekki gert neina handavinnu þar sem ég er svo slæm í
höndunum og ég reyni að lesa en sjónin er orðin slæm,“ segir
Kristín Þorsteinsdóttir sem er ein stærstan hluta dagsins þó að
hún geti varla farið hjálparlaust á salerni og þurfi hjálp við hér um
bil allt.
Hún getur ekki klætt sig hjálp-
arlaust og ekki farið í stólinn án
aðstoðar. Þrátt fyrir það er ekki
pláss fyrir hana á hjúkrunar-
heimili líkt og fjöldamarga aðra
aldraða í sömu sporum.
Hún fær heimilishjálp fyrir há-
degi og heimahjúkrun í stutta
stund á dag, annars situr hún
ein í hjólastólnum eða gengur
um í göngugrindinni með örygg-
ishnappinn sér tii halds og
trausts.
ÍCETUR EKKERT FARIÐ
„Þetta hefur verið svona í
bráðum fimm til sex ár en það er
samt ekki langt síðan ég sótti um
að komast á hjúkrunarheimili en
ég veit ekki hvenær ég kemst að.
Það getur víst liðið langur tími.“
Aðspurð sagðist Kristín eiga
eina dóttur sem kæmist ekki
mikið til hennar þar sem hún
ynni mjög mikið. Hún getur ekki
farið út úr íbúðinni hjálparlaust
„Hræöilegt aö geta
aldrei farið út og vera
svona mikið ein,“
Segir Kristín
Þorsteinsdóttir sem
bíður eftir vist á
hjúkrunarheimili.
þannig að lífið er tilbreytingalítið
fyrir utan þau vandamál sem
sjúkdómurinn skapar.
#10 FÁ EKKi PLÁSS
„Það eru um 200 manns sem fá
ekki pláss á hjúkrunarheimilum
þó að þeir falli undir vistunar-
mat aldraðra og hafi brýna þörf
fyrir pláss,“ sagði Gyða Jóhanns-
dóttir, sem býr á Gimli og hafði
forgöngu um stofnun Samtaka
aldraðra og síðar byggingarfé-
lagsins Gimli hf, sem byggði
samnefndar þjónustuíbúðir.
EFNAÐ FÓLK JAFN ILLA STATT
Gyða hefur kynnt sér öldrun-
arþjónustu erlendis og sat í
stjórn Félags eldri borgara á síð-
astliðnu ári. „Það er einfaldlega
ekki pláss fyrir þetta fólk. Margt
af þessu fólki er sterkefnað en
hér eru engin einkarekin hjúkr-
unarheimili til að mæta joví. Stór
hópur fólks gæti vel greitt fyrir
jjjónustuna en á þess ekki kost
og vegna þessa fyrirkomulags
ráðstafar það eignum sínum þeg-
ar það eygir möguleika á að kom-
ast að á ríkisreknum öldrunar-
stofnunum. Það þarf að taka mið
af skattframtali einstaklinga og
hækka jijónustugjöldin fyrir þá
sem geta borgað. Það þarf betri
og öflugri heimahjálp og valkosti
í öldrunarþjónustu þannig að
þeir sem eiga peninga geti notað
þá til að skapa sér þægilegt og
áhyggjulaust ævikvöld. Þannig
myndi álagi létta af þeim stofn-
unum sem fyrir eru og þær nýt-
ast fyrir þá sem eiga minna." ■
Skúli við opnun
Subwav ( Skeifunni
SllBWAY Á
HEIMAVÖLL
Hlölla
Ákveðið hefur verið að
Subway-veitingastaður
opni með vorinu í mið-
bœnum, en til þessa
hafa Hiöllabátar setið
einir á svoköliuðum
bátamarkaðiþar. „Við
lítum ekki á þetta sem
strið. Samkeppni í mið-
bœnum mun bara glœða
viðskiptin ef eitthvað
er.“ Þetta voru viðbrögð
Kolfinnu Guðmundsdóttur,
eiginkonu Hlölla i
Hlöllabátum, sem tekið
hefur að sér rekstur fyr-
irtœksins í forföllum
eiginmannsins. Hvað
varðar nafngiftina bát-
ar, sem alþjóðakeðjan
Subway tók upp á að
kalla samlokur sinar
eftir að hinn alíslenski
Hlölli hafði notað það
nafn um árabil, segir
Kolfinna heldur ekki
stefna í stríð, langt þvi
frá. Beðið er dóms í mál-
inu fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur, en málið
var tekið fyrir í síðustu
viku.
Skúli Sigfússon, eigandi
Subway, segist heldur
ekki líta á Hlöllabáta
sem skœðan samkeppn-
isaðila í miðbœnum, en
Subway, sem opnaði við
Suðurlandsbraut 11.
september á síðasta ári,
opnar nýtt útibú á
tveimur hœðum að Aust-
urstrœti 3 í byrjun maí.
Líkt og á Hlöllabátum
stendur til að hafa opn-
unartímann opinn í alla
enda um helgar þannig
að svangir gestir mið-
bœjarins geti fengið sér
eitthvað gott í gogginn
eftir skrall kvöldsins. ■
Sr. Sigurður Haukur
Prestur á
BOTNINUM
„Jóhanna bauð mér 38.
sœti en ég hefði hafnað
að vera ofar á listanum.
Eru það ekki helst gaml-
ingjar sem eru ekki
álitnir til mikilla átaka
sem eru boðin þessi
sœti?“ segir Sigurður
Haukur Guðjónsson
prestur en hann er í
neðsta sœti lista Þjóð-
vaka. Sigurður segist
aldrei hafa leyft sér að
vera eins pólitískur og
hann hafí viljað vera og
fínnst að kirkjan eigi að
taka veraldlega afstöðu.
„Ef boðskapur hennar
skiptir ekki máli í pólitík
þá á hann ákaflega lítið
erindi held ég. Þá spyr
ég sjálfan mig til hvers
Kristur var sendur til
jarðar.“ ■