Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 14
IÞROTTIR Vinstra horniö í landsliðinu enn á SDurninaarmerki. í Konrað Olavsson | hefur „átt“ stöðu P vinstri hornamanns | í landsliðinu. Hann I sýndi með frammi- ' stöðu sinni í leikjunum við KA að hann ætlar að halda landsliðssæt- inu. segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar. „í dag held ég að það komi ekki aðrir til greina í þessa stöðu en Konráð 01- avsson og Gunnar Bein- teinsson,“ svarar Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörn- unnar, aðspurður hvaða leikmenn hann telji að eigi að vera í stöðu vinstri hornamanns 5 landsliðinu. Konráð og Gunnar hafa „átt“ þessa stöðu í lands- liðinu undanfarin misseri en þar sem hvorugur hef- ur leikið afgerandi vel í deildinni f vetur hafa menn veit því fyrir sér hvort athugandi væri að kalla á nýja menn til að leysa þá af hólmi. Þorberg- ur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari var spurður út í þetta atriði skömmu áður en úrslitakeppnin hófst og þá sagði hann að frammistaða manna þar myndi hafa mikið að segja. Auk Konráðs Gunnars hafa Páll Þórólfsson Aftureld- ingu og Gústav Bjarnason Haukum verið nefndir sem vænlegir kandíd- atar í stöðu vinstri horna- manns. Páll er ungur og mjög efnilegur 1 e i k m a ð u r, sterkur hraðaupphlaup- um og hefur átt gott tímabil, en hefur ekkert spreytt sig með landsliðinu af al- vöru. Gústav hefur hins vegar leikið töluvert með landslið- inu og þá fyrst og fremst í stöðu línu- manns. Gúst- av er aftur á móti sérlega lipur leikmaður og hefur brugðið sér í vinstra hornið hjá Haukum í vet- ur og sýnt þar snaggara- leg tilþrif. Viggó finnst þó sú hugmynd að setja hann í hornið í landslið- inu ekki ganga upp og um Páll segir Viggó: „Hann er mjög efnilegur leikmaður en er ekki tilbúinn í svona mót þar sem allir eru und- ir gríðarlegri pressu." Það vakti nokkra at- hygli þegar Bengt Johan- son þjálfari sænska lands- liðsins sagði nánast ber- um orðum í viðtali við Morgunblaðið að Konráð Olavsson væri vælukjói. Hvað segir Viggó um þetta? „Ég er búinn að þjálfa Konráð í eitt ár og ég hef ekki heyrt hann kveinka sér ennþá. Þetta er eitt- hvað röng mynd sem hann hefur fengið af hon- um. Þegar landsliðseinvald- urinn Þorbergur Aðal- steinsson er spurður hvort hann sé búinn að gera upp hug sinn hverjir verða í vinstra horninu, er hann þögull sem gröfin og segir einungis: „Ég læt ekkert uppi um þetta núna. Þetta verður allt tilkynnt á blaða- mannafundi eftir viku.“ ■ Gunnar Beinteins- son hefur verið í vinstra horninu á móti Konráði. Þykit líklegur til að vera þar áfram, einkum vegna mikillar reynslu með landslið- inu. Þrír KR-ingar úr Austurbænum sem eiga eftir að klæðast landsliðstrevjunni í komandi framtíð. Finnur Þór Vilhjálmsson, Steinar Kaldal og Baldur Ólafsson heita þrír körfuboltastrákar úr Austur- bænum. Strákarnir eru góðir vin- ir, Steinar og Finnur frændur. Frændurnir stunda nám við Laugalækjarskóla en Baldur, sem er yfir tveir metrar á hæð, við Langholtsskóla. Auk þess að spila með sigursælum 10. flokki KR leika þeir með unglingalandslið- inu þar sem þeir eru atkvæða- miklir; Finnur er meira að segja fyrirliði landsliðsins. Aðspurður hvort það væri ekki skrítið að búa í Austurbænum, höfuðvígi Þróttara, og leika með KR sagði Finriur að annað lið hefði ekki komið til greina. Síðan geng- ur strætóinn alveg upp að dyrum KR-heimilisins, bætti hann við. Axel Nikulásson, þjálfari úrvals- deildarliðs KR, þjálfar strákana og sagði að þeir væru þrír af fimm efnilegustu leikmönnunum í ár- ganginum (1979). „Þeir kunna og sjá leikinn vel, og eru fljótir að grípa smáatriðin og tileinka sér þau. Baldur, sem er einn af fáu stóru mönnunum sem við eigum, hefur góðan skilning á leiknum. Finnur, Baldurog Steinar. Steinar hefur mikla líkamlega hæfileika. Finnur er kominn lengst af þeim enda hefur hann æft gríð- arlega markvisst. Hann er ekki há- vaxinn en það hefur ekki enn komið að sök. ■ Spurningunni um það hvort Michael Jordan gæti eitthvað í hafnabolta svöruðu 78 prósent leikmanna í amerísku horna- boltadeildinni játandi í könnun sem tímaritið Sport gerði nýlega. Þetta er líklega táknrænt fyrir breytta afstöðu manna til þeirrar ákvörðunar besta körfuknatts- leiksmanns heims að snúa sér að hafnabolta. í fyrstu tóku menn þessu sem brandara og dæmi- gerðum stjörnustælum. En ein- beitni Jordans og ótrúlegir hæfi- leikar hans sem íþróttamanns „Ég æfði með Mi- chael síðasta vetur í Chicago og veit að hann ertilbúinn að leggja gífurlega mikið á sig. En að hann nái árangri í úrvalsdeild- inni, nei, ekki fyrr en í fyrsta lagi 1996.“ Mike Huff hjá Toronto Blue Jays. sannfærðu fólk um að hann gæti þetta, hugs- annlega. Jordan virtist dauð- ans alvara og hann gaf ekki eftir þrátt fyrir mikið and- streymi þar til nýlegt verkfall horna- boltamanna skall á. Meira að segja hörðustu úrtölu- menn eru búnir að sjá að hann ætlar sér að ná árangri — hann hafi einfaldlega verið orðinn leiður á titlaveiðum í körfu- knattleik. í viðtali í Sport kemur fram að Jordan sér ekki eftir því að hafa reynt. „Mér hefur farið gífurlega fram en enn er langt í land. Menn verða að horfa til þess að ég lék ekki hafnabolta í 14 ár." Jordan segist ekki enn vera tilbúinn til að keppa í úr- valsdeildinni, hann sé enn að ná áttum. Menn benda á að það sé mikil breyting fyrir hann að vera aukaleikari eftir að hafa nánast drottn- að á vellinum alls staðar þar sem hann kom á körfuboltaferlin- um. Nú er hann hins vegar ekkert merkilegri en næsti leikmaður, að því jú slepptu að hann keypti rútuna! Én af hverju hætti hann í körfunni? „Það er aðeins ein ástæða; mér leiddist. Mér leiddist keppnistímabilið og mér leiddist undirbúningstíminn. Það var ekki fyrr en í úrslita- keppninni sem hlutirnir byrj- uðu að gerast. Þó við hefðum unnið 82-0 þá skipti það ekki máli. Þannig að einbeitingin kom ekki fyrr en í úrslita- keppninni og ég gat ekki far- ið fram á að fá frí þangað til, það var heldur ekki eftir- sóknarvert. Það að vinna einhverja titla sem einstak- lingur; fyrir stigaskor, sem besti leikmaður eða þess háttar — það bara höfðaði ekki lengur til mín. Ég vildi bara liðssigra og ég hefði vel getað hugsað mér að vinna NBA-titilinn í tvö eða þrjú skipti í viðbót. En til þess hefði ég orðið að leika allt „Hann erfrábær íþróttamaður en það tekur mörg ár að þróa leiknina til að vera gjaldgengur í úrvals- deild. Samt sem áður tel ég að hann eigi eft- ir að koma öllum á óvart.“ Jay Bell hjá Pittsburgh Pirates. tímabilið og það fannst mér óhugsandi.“ TREYSTIR SÉR TILAÐKOMA OG SKORA 33 STIG AÐ MEÐALTALI Jordan var einnig spurður að því hvort honum fyndist hann vera búinn að missa getuna í körfuknattleiknum. „Nei alls ekki. Ég treysti mér til að koma til leiks á ný og skora 33 til 34 stig að meðaltali. Ég get vel hugsað mér að leika körfuknatt- leik mér til skemmtunar en alls ekki á sömu forsendum og til þessa. Keppnin í dag snýst of mikið um peninga en minna um íþróttina."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.