Helgarpósturinn - 13.03.1995, Qupperneq 15
'MiflRS1
ÍÞRÓTTIR
iMcglonaáieaiMadrid
Töpuöu bæði
Topplið spænsku fyrstu deild-
arinnar Real Madrid og Barcel-
ona töpuðu bæði leikjum sínum
um helgina. Real Madrid fór í
heimsókn til Racing Santander,
sem er í neðsta hluta deildarinn-
ar, og máttu þola auðmýkjandi
tap 3-1.
Barcelona átti einnig útileik en
þeir fóru til Madridar að leika við
Atletico Madrid sem er á svipuð-
um slóðum og Racing Santander.
Aður en umferðin hófst voru
meistararnir í Barcelona þrem
stigum á eftir Real og hefðu því
getað minnkað muninn í tvö stig.
Atlatico Madrid sá hins vegar til
þess að nágrannar þeirra í Real
halda forskotinu þrátt fyrir tap
og unnu Barcelona 2-0. ■
~l
Michael Jordan. Á 32. aldursári
reyndi hann nú að ná frama í íþrótt
sem hann hafði ekki stundað í 14
ár.
Það sem hefur hins vegar vak-
ið athygli allra er að Jordan hef-
ur undanfarið mætt á æfingar
hjá Chicago enda verkfall í
hafnaboltanum. í ljósi ummæla
hans um úrslitakeppnina er ekki
nema vona að menn spyrji sig
hvort hann sé að byrja aftur.
Þá telur dagblaðið Chicago Tri-
bune hafa fullvissu fyrir því að
hann sé búinn að gefast upp á
hornaboltanum og hafi sagt við
vini sína að hann vilji byrja aftur,
svo framarlega sem Iiðið hafi
möguleika. ■
„Hann er mesti
íþróttamaður allra
tíma og getur hið
ómögulega. Hann þarf
hins vegarsinn tíma
eins og aðrirtil að
læra hlutina.“
Shawon Dunston
hjá Chicago Cubs.
j
Þar sem mannrán eru biððaríbrátt
Rússneska íþróttakonan Irina
Privalova sagði frá því nýlega í
blaðaviðtali að eftir að tekjur
hennar voru gefnar upp í rúss-
nesku tímariti hefði hún ekki
þorað heim. Ástæðan; jú, rúss-
neska mafían ræður öllu og
mannrán eru orðin þjóðaríþrótt.
Hún, eins og aðrir rússneskir af-
reksmenn, búa við það að lög og
reglur finnast varla lengur í
Rússlandi og mafían hefur fyllt
Irina Privalova
var stoppuð
af löggunni
og fékk
ekki að
halda
áfram
fyrr
en hún
greiddi
lausnar-
gjald.
upp í það tómarúm sem alræðið
skildi eftir sig. Og löggan er ekk-
ert skárri. Privalova, sem gerir
kröfu til titiisins sprettharðasta
kona heims, var nýlega á leið út
á flugvöll með þjálfara sínum og
var ferðinni heitið á mót í Madr-
íd. Löggan stoppaði þau á leið-
inni og gerði sitt besta til að
finna eitthvað athugavert. Ef það
finnst verður fólkið að kaupa sér
frið með því að borga löggunni
lausnargjald. Að lokum varð Pri-
valova að greiða sem svaraði
100 dollurum til að sleppa við
kæru vegna ölvunaraksturs.
Þá er bókstaflega vonlaust að
koma með glæsibifreiðar þær
sem íþróttafólkið vinnur heim til
Rússlands — að meðaltali líða
þrír dagar þar til búið er að ræna
Mercedes Bens-bifreið frá rétt-
mætum eiganda.
Stangastökkvarinn Sergei
Bubka telur ástandið svo alvar-
legt að hann neitar að keppa á
mótum nema miklar öryggisráð-
stafanir séu gerðar og hann ferð-
ast ekki innanlands nema með
lífverði. Aðaikeppinautur hans
innanlands, stanga-
stökkvarinn Rodion
Gataullin, missti all-
ar sínar eigur þegar
íbúð hans í Péturs-
borg var rænd. Þrí-
stökkvarinn Iva
Prandzheva og há-
stökkvarinn Svetl-
ana Lesseva voru
rændar af leigubíl-
stjóra á leiðinni út
á flugvöll nýlega og
tveim búlgörskum
íþróttamönnum
var rænt í febrúar á
leiðinni á Rúss-
neska innanhús-
mótið. Krafist var
20.000 dollara
Sergei Bubka neitar að
ferðast um nema með lífvörð.
lausnargjalds. Þetta allt saman
hefur leitt til þess að sumir, eins
og til dæmis Privalova, geta
hvergi verið nema heima hjá sér
eða á vöktuðum æfingavöilum. ■
Mexíkómenn hafa til-
kynnt forráðamönnum
FÍFA að þeir treysti sér
ekki til að sjá um heims-
meistarakeppnina árið
2002 eins og þeir höfðu
áður sóst eftir. Þar með
er Ijóst að Asíubúar sitja
að keppninni þar sem
aðeins Japan og Suður-
Kórea eru eftir í pottin-
um. Mextkómenn hafa
ekki gefið neina ástœðu
fyrirþessum sinnaskipt-
um en þeir sáu um
keppnina árið 1970 og
1986.
IVAN ZAMARAN0
Zamarano
Þrátt fyrir að Real
Madrid hafí tapað um
helgina lcetur hinn
chile-œttaði sóknarmað-
ur liðsins, lvan Zamorano
ekki deigan síga. Það var
að sjálfsögðu hann sem
skoraði eina mark
Madridarliðsins. Þetta
var 20. mark Zamoranos
í 25 leikjum í vetur og er
hann markahœstur á
Spáni fyrir vikið. ■
Ajax sigraði
MEÐ HARIVI-
KVÆLUM
Ajax, efsta lið hollensku
deildarinnar, sigraði
botnliðið Go- Ahead-
Eagles í slökum leik í
gœr. Leikur toppliðsins
var ekki sannfœrandi en
það var ekki fyrr en
botnliðið skoraði
skömmu eftir leikhlé
sem lifnaðiyfir leik-
mönnum Ajax. Finninn
fljúgandi, Jari Litmanen,
jafnaði með góðu skalla-
marki á 73. mínútu en
hann hafði áður farið
illa með góða fœrí. Það
var svo ekki fyrr en eftir
að venjulegum leiktíma
var lokið sem Nígeríu-
maðurinn Nsanko Kanu
skoraði sigurmark Ajax
en hann kom inn á sem
varamaður í leiknum.
Ajax náði þar með
tveggja stiga forystu á
toppi deildarinnar því
Roda gerðijafntefli við
Sparta Rotterdam. ■